Morgunblaðið - 26.06.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 26.06.2003, Blaðsíða 21
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 2003 21 SUÐURLANDSBRAUT 54 (BLÁA HÚSIÐ Á MÓTI SUBWAY) SÍMI 533 3109 FRÁ FIMMTUDEGINUM 26. JÚNÍ TIL LAUGARDAGSINS 28. JÚNÍ SUMARSPRENGJA 40% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM SKÓMÞEIR sátu yfir útfærslu hugmyndaog kostnaðaráætlun þeir Benedikt Ívarsson kerfisfræðingur og Hring- ur Pálsson rekstrarfræðingur í hús- næði Fjarnámsins í Grundarfirði þegar fréttaritari átti leið þangað skömmu áður en frestur til að skila inn tillögum rann út. Grundarfjörður var meðal fjögurra sveitarfélaga sem valin voru til þess að taka þátt í sam- keppni Byggðastofnunar um raf- rænt samfélag og áttu umsækjendur að skila viðskiptaáætlun, markmiðs- setningum og nánari útfærslum á hugmyndinni um „Tæknibæinn Grundarfjörð“. Valnefnd mun síðan fara yfir gögn þeirra sem nú skila inn og velja 2-4 verkefni sem hljóta munu fjárstyrk mót eigin framlagi viðkomandi sveitarfélaga. Ljósmynd/Gunnar Kristjánsson Grundfirðingarnir Hringur Pálsson rekstrarfræðingur og Benedikt Ívarsson kerfisfræðingur. Hugmynd um „Tæknibæ“ í mótun Grundarfjörður AÐALFUNDUR Atvinnuþróunar- félags Þingeyinga hf. var haldinn fyrir skömmu í Þórsveri á Þórshöfn. Starfssvæði AÞ nær yfir 10 sveitar- félög í Þingeyjarsýslum, frá Þórs- hafnarhreppi að Þingeyjarsveit. Hluthafar í félaginu eru nú 20 og mættu fulltrúar frá flestum þeirra á aðalfundinn. Um hefðbundin aðal- fundarstörf var að ræða og flutti Björn Ingimarsson, formaður stjórnar AÞ, skýrslu hennar fyrir starfsárið 2002-2003. Þar er m.a. farið yfir starfsemi félagsins, verk- efni, hlutverk og markmið. „Megin- hlutverk AÞ er að styðja og efla at- vinnulífið í Þingeyjarsýslum og stuðla þannig að jákvæðum búsetu- skilyrðum og samfélagsþróun. Það er staðreynd að fyrirtæki og ein- staklingar eru misdugleg við að bera sig eftir björginni og AÞ sinnir þeim sem leita eftir þjónustu en öðr- um ekki. Það er líka staðreynd að AÞ aðstoðar þá sem hafa hugmyndir við að meta þær og þróa en mun ekki, eitt og sér, færa ný þróunar- verkefni upp í hendurnar á fólki. AÞ er þannig ætlað að hjálpa þeim sem hjálpa sér sjálfir, enda hefur reynsl- an sýnt að það er vænleg leið til ár- angurs.“ Stjórn AÞ skipa nú þeir Björn Ingimarsson, formaður, Pétur Snæbjörnsson, varaformaður, Guð- mundur Guðmundsson, ritari, Aðal- steinn Baldursson og Helgi Krist- jánsson. Að loknum aðalfundi hófst mál- þing undir yfirskriftinni: „Byggða- þróun á jaðarsvæðum – ímynd landsbyggðarinnar.“ Framsögu- menn voru Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri Byggðastofnunar, Gunnar Jóhannesson, starfsmaður AÞ, og Steingrímur J. Sigfússon, alþingis- maður. Miklar og góðar umræður urðu um þetta málefni sem er mjög brýnt að halda áfram á lofti. Í upphafi málþingsins voru hvatn- ingarverðlaun AÞ fyrir árið 2003 veitt. Þetta er í annað skipti sem verðlaunin eru afhent, en ákveðið var á síðasta ári að veita árlega við- urkenningu, eina eða fleiri, fyrir framúrskarandi starf á starfssvæði félagsins. Að þessu sinni varð Fjallalamb hf. á Kópaskeri fyrir val- inu. Í máli Björns Ingimarssonar, þegar hann afhenti Jóhannesi Sig- fússyni, formanni stjórnar Fjalla- lambs hf., verðlaunaskjal, kom m.a. fram að fyrirtækið hefði á undan- förnum tæpum fjórtán árum borið hróður íbúa á starfssvæði þess víða. „Rekstur þess einkenndist þegar í upphafi af nokkurri djörfung sem í raun var full þörf á þá. Fyrirtækið hefur staðið af sér þær hrakspár er því voru færðar í upphafi og til allr- ar gæfu hefur það einnig náð að forðast þær sambúðir sem reglulega hafa staðið til boða og hefur þannig haldið sjálfstæði sínu og sjálfræði. Fyrirtækið veitir að jafnaði 18 manns vinnu en ef litið er til árs- verka eru þau um 22. Framtíðar- stefna fyrirtækisins er framsækin og er stefna sett á frekari þróun úr- vinnsluafurða með áframhaldandi áherslu á gæðaímynd í stað lág- verðsímyndar. Sauðfjárslátrun hjá Fjallalambi hefur verið nokkuð stöð- ug, 24 til 27 þús. fjár síðan að fyr- irtækið hóf starfsemi en ekki er talið óraunhæft að ná að auka hana í um 40 þús. fjár á næstu árum. Stefnan er einnig tekin á heimild til útflutn- ings á næstu tveimur árum. Þrátt fyrir ýmis áföll og glímu við mis- vandaða samkeppnisaðila á umliðn- um árum stendur sú staðreynd eftir að fyrirtækið hefur, á heildina litið, verið rekið með hagnaði og hefur höfuðstóll þess vaxið að raunvirði. Þetta er meira en hægt er að segja um flest önnur fyrirtæki í þessari grein á þessu tímabili. Þá get ég ekki látið vera að þakka sauðfjár- bændum á starfssvæði Fjallalambs þá framsýni og festu sem varð til þess að fyrirtækið varð að veruleika á sínum tíma og hafa gert rekstur þess mögulegan,“ sagði Björn Ingi- marsson við þetta tækifæri. Fjallalamb fékk hvatning- arverðlaun Húsavík ÁRBÓK Akurnesinga er komin út í þriðja sinn. Árbókin, sem hefur ótví- rætt skapað sér traustan sess meðal Akurnesinga, er vettvangur fyrir umfjöllun um flest það sem viðkem- ur mannlífi og sögu bæjarins og les- endahópurinn hefur stækkað jafnt og þétt. Að sögn Kristjáns Kristjánssonar, ritstjóra bókarinnar, er árbók 2003 byggð upp á sama máta og fyrri bækurnar tvær og því má heita að fyrstu spor útgáfunnar séu að baki og drættirnir í útliti og efnistökum að skýrast. „Lesendahópurinn hefur stækkað jafnt og þétt og fólk er farið að vænta bókarinnar með sumar- komunni,“ segir hann. Meðal efnis að þessu sinni er langt og ítarlegt viðtal Orra Harðarsonar við Guðjón Þórð- arson knattspyrnuþjálfara þar sem hann lýsir lífi sínu frá æskuárum til þessa dags, rifjað er upp eitt og ann- að úr gömlum flokksblöðum og jafn- framt drjúgum hluta blaðaútgáfu á Akranesi á 20. öld í greinaflokki Garðars H. Guðjónssonar. Blaðaút- gáfan tengist síðan sögu Prentverks Akraness sem Bragi Þórðarson framkvæmndastjóri rekur í stórum dráttum. Gísli S. Sigurðsson hefur skráningu á húsasögu Vesturgöt- unnar og ræðir um elsta hluta henn- ar í þessu bindi. „Væntanlega verður gatan öll skráð með þessum hætti í næstu árbókum,“ segir Kristján. Þá eru ýmsir fastir þættir eins og ann- álar, æviágrip og upplýsingasíður um stofnanir Akranesbæjar. Það var Guðjón Þórðarson sem veitti fyrsta eintakinu viðtöku á ferð sinni á heimaslóðir á dögunum. Árbók Akurnes- inga 2003 komin út Ljósmynd/Guðni Hannesson Guðjón Þórðarson tekur hér við fyrsta eintaki Árbókar Akurnesinga í Penn- anum – Bókabúð Andrésar á Akranesi en árbókin kemur nú út í þriðja sinn. Guðjón rifjar upp æskuárin og rekur ferilinn í ítarlegu viðtali í bókinni. Akranes BÆNDUR í uppsveitum Árnessýslu hófu slátt 9. júní og hefur aldrei verið slegið svo snemma.. Heyið er afburða gott og uppskera á túnum í meðallagi. Tíðarfar hefur verið mjög gott, eitt besta vor sem elstu menn muna. Túnin verða slegin jafnvel tvisvar í viðbót. Á myndinni er Ragnar Magnússon í Birtinga- holti við heyskap. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Sláttur hafinn í uppsveitum Árnessýslu Hrunamannahreppur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.