Morgunblaðið - 26.06.2003, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 26.06.2003, Blaðsíða 31
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 2003 31 hafði óbrigðult minni og góða frá- sagnargáfu og hafði aflað sér mikillar þekkingar, þrátt fyrir það að vera ekki lagskólagenginn. Konu sinni og börnum var hann styrk stoð og ást- ríkur maki og faðir. Það fékk hann endurgoldið með ást þeirra og um- hyggju og ekki síst í baráttunni við sjúkdóminn, er leið að lokum. Um- hyggja þeirra gerði honum kleift að lifa síðustu stundirnar á heimilinu, sem var honum svo kært. Ég votta systur minni, börnum þeirra, aldraðri móður hans og syst- kinum mína innilegustu samúð og bið Guð að styrkja þau. Margs er að minnast, margt er hér að þakka, Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna, Guð þerri tregatárin stríð. (Valdimar Briem.) Unnur. Aðfaranótt mánudagsins 16. júní lést vinur minn og fyrrum samstarfs- maður Rögnvald Kjartansson. Bana- mein hans var krabbamein. Með örfáum orðum langar mig að minnast þessa vinar míns og vinnu- félaga til margra ára. Rögnvald var myndarlegur maður – röskur meðalmaður á hæð – nokk- uð þrekinn og karlmenni að burðum, sérstaklega hlýr og ávarpsgóður enda hjartahreint ljúfmenni. Líktist í útliti móðurskyldfólki sínu úr Þykkvabænum. Bindindismaður á vín. Enginn sundurgerðarmaður í klæðaburði hversdags en klæddist vel á hátíðisdögum. Rögnvald las sér til fróðleiks og skemmtunar jafnt tæknilegar upplýsingar sem þjóðleg- an fróðleik. Hann hafði gott tóneyra og kunni að lesa nótur og spilaði á pí- anó og orgel og seinni árin á hljóm- borð. Rögnvald hafði gott skopskyn. Hann gerði alla tíð litlar kröfur fyrir sjálfan sig en vildi allt gera fyrir fjöl- skyldu sína og vini. Rögnvald bjó yfir mikilli þekkingu á flestum bílum og rafkerfi þeirra og var kunnur fyrir að koma flestum vélum í gang – líka þeim sem aðrir gengu frá. Kjartan heitinn faðir hans sagði mér eitt sinn, að sumarið sem Rögnvald var fermdur hefði hann gert upp einn og hjálparlaust gamla International 10/20 hjóladráttarvél sem flestir Skeiðamenn töldu ónýta. Eftir viðgerðina var hægt nota drátt- arvélina enn um sinn. Við Rögnvald vorum vel kunnugir. Kynni okkar hófust haustið 1970 hjá Jarðborunum ríkisins. En þar hafði Rögnvald unnið frá 1954 og alltaf við jarðboranir á höggbor. Rögnvald var mjög trúr fyrirtækinu og náði að vinna við jarðboranir til 1994 – alls 40 ár. Flestir Íslendingar halda, að að- eins jarðýtur og jeppar hafi komið hingað til lands með bandaríska hernum, en svo er ekki. Með banda- ríska hernum komu a.m.k. þrír högg- borar (cable tools), sem henta vel til þess að bora með eftir köldu vatni. Höggbor notar stamma og meitil til þess að bora. Næg verkefni biðu um allt land. Jarðboranir ríkisins eignuðust tvo af áður nefndum höggborum, Högg- bor 1 og 2, og tóku strax í notkun vor- ið 1945. Þrír föðurbræður Rögnvalds, þeir Sigurmundur (1910–1995), Guðni (1915–2000) og Guðmundur (1906–1974) Jónssynir frá Brjáns- stöðum á Skeiðum, voru meðal fyrstu Íslendinganna sem unnu á höggbor. Höggbor 1 er nú með öllum búnaði á Þjóðminjasafninu. Jarðboranir ríkisins keyptu árið 1953 Höggbor 3 nýjan frá Bandaríkj- unum, síðan Höggbor 5 notaðan frá Bretlandi sumarið 1971 og loks, haustið 1974, þann langstærsta, Höggbor 6 notaðan frá Bandaríkjun- um. Rögnvald var bormaður og/eða borstjóri á öllum áðurnefndum högg- borum en samt lengst borstjóri á Höggbor 5 og loks á Höggbor 6. Af leikmanni að vera var hann mjög vel að sér í náttúrufræði, og þar með tal- ið jarðfræði, en það er nauðsynlegt til þess að vera góður bormaður. Hann var ekki aðeins annálaður góður borari á höggbor heldur var hann einnig bæði laginn og heppinn að fiska upp úr holum þegar meitill og stammi höfðu brotnað sundur og orðið eftir í holunni. Hola með járni á botninum er nefnilega ónýt hola. Öll bortól og fiskitæki á höggbor- um eru upprunnin frá Bandaríkjun- um. Rögnvald á þó heiðurinn af að hafa hugsað út og hannað eitt sér- tækt verkfæri, sem lengi hefur verið notað hér á landi, en það er holustýr- ingin svonefnda, sem kemur í veg fyrir slátt borlengjunnar til og frá í holunni, þegar borað er með mjóum stamma og sverum meitli. Hann var árum saman að bora í Heiðmörk fyrir austan Reykjavík, mest í nágrenni Gvendarbrunna en einnig við Jaðar og á Myllulækjar- svæðinu, fyrir Vatnsveitu Reykjavík- ur. Rögnvald boraði þar flestallar kaldavatnsholur Reykvíkinga. Þeir Rögnvald og Þóroddur Th. Sigurðsson (1922–1996), lengi vatns- veitustjóri í Reykjavík, áttu gott samstarf og kunnu vel að meta hvor annan. Einnig boraði Rögnvald með Höggbor 6, svo dæmi séu tekin, í Svartsengi hjá Grindavík og í Eld- vörpum í landi Húsatótta fyrir Hita- veitu Suðurnesja. Ævilöng vinátta tókst með Rögnvaldi og Alberti Al- bertssyni, yfirverkfræðingi hjá Hita- veitu Suðurnesja. Eftir að Rögnvald komst á eftir- laun hafði hann loks tíma til að ferðast mikið innanlands með fjöl- skyldu sinni, en hann þekkti vel til staðhátta um allt land. Rögnvald sagði mér eitt sinn, eftir að hann var kominn á eftirlaun, að hann væri hissa á því, hvað hann hefði mikið að gera eftir að hann hætti að vinna. Öll áform um meiri ferðalög og lestur góðra bóka urðu að víkja haustið 2002 þegar fór að bera á áðurnefndu meini sem varð fljótt ráðandi. Ég kveð Rögnvald vin minn með þakklæti fyrir langa og góða samleið um leið og ég og fjölskylda mín vott- um ekkju hans og öllum öðrum að- standendum innilega samúð okkar. Þorgils Jónasson. Góður drengur hefur kvatt og lagt upp í ferðina einu og vísu sem bíður okkar allra að hérvistardögunum loknum. Rögnvald Kjartansson var sér- staklega vel látinn maður, bæði í starfi og utan, einstaklega traustur og hjálpsamur og tryggur vinur vina sinna. Þótt starf Rögnvalds tengdist nær eingöngu steini og stáli var hann í eðli sínu einstakt náttúrubarn, hann kunni góð skil á grösum náttúrunnar, fuglum og steinum og hafði yndi af því að skoða þessa hluti og spekúlera í þeim. Við áttum einu sinni saman skemmtilegt ferðalag suður Sprengi- sand með höggborinn hans og það kom mér á óvart að meira en tuttugu árum seinna mundi hann eftir hverju atviki og nánast hverjum steini og þúfu á leiðinni og ræddi um það eins og við hefðum farið þetta deginum áður, svona var eftirtektin og minnið. Leiðir okkar Rögnvalds lágu sam- an í gegnum vinnuna til fjölda ára við öflun vatns og gufu úr iðrum jarðar en báðir vorum við starfsmenn Jarð- borana nánast alla okkar starfsævi. Rögnvald hóf sem ungur maður 1954 að vinna við jarðborun á svo- nefndum höggbor með föðurbróður sínum, Sigurmundi Jónssyni bor- stjóra sem var einn af fyrstu starfs- mönnum hérlendis í þeirri grein bor- unar en sú bortækni, höggborun, mun vera elsta jarðborunaraðferð í heiminum þótt ennþá sé hún í fullu gildi. Um 1966 fór Sigurmundur til starfa á öðrum borum og tók þá Rögnvald við borstjórninni á högg- bornum. Þessari bortækni hefur að- allega verið beitt hérlendis til bor- unar eftir köldu neysluvatni og til borunar efsta og sverasta hluta djúp- borunarholnanna þar sem leitað er meiri hita og gufu. Segja má að Rögnvald ásamt bróður sínum Jóni, sem ennþá starfar við boranir, hafi aflað bróðurpartsins af núverandi neysluvatni okkar Reykvíkinga. Rögnvald var ekki að öllu jöfnu margmáll um vinnuna, en hún krafð- ist óhemju þolinmæði, árvekni og þrautseigju og var oft slarksöm því unnið var í hvaða veðri sem var og allt var unnið úti, jafnt vetur sem sumar, en hann gekk til starfa af festu og öryggi og allir erfiðleikar sem upp komu voru yfirstignir með æðruleysi á hagkvæmasta og örugg- asta hátt enda fréttist sjaldan annað en að allt væri í besta lagi á hans víg- stöðvum. Því var oft við brugðið að öll tæki sem Rögnvald fékkst við unnu eins og þeim var ætlað að gera þótt þau væru ekki alltaf alveg af nýjustu árgerð, enda var hann einstaklega útsjónarsamur að koma öllu í gang, hvort heldur það voru vélar eða raf- tæki, slíkt vafðist lítið fyrir honum jafnvel þótt aðrir væru gengnir frá. Hann var einnig afbragðs járnsmiður og rafsuðumaður enda kom það sér vel þar sem meitlar höggborsins vildu slitna mikið af stöðugri barsmíð í grýtta jörð og oft þurfti að setja á þá ný slitlög svo verkið ynnist hraðar og betur. Nokkur síðustu starfsár sín vann Rögnvald við járnsmíðar í þjónustu- stöð Jarðborana, eða meðan heilsa og kraftar leyfðu, en að því kom fyrir nokkrum árum eftir meira en fjöru- tíu ára borstarf að lengur varð ekki áfram haldið og ekki var annað að gera en draga sig í hlé frá ævistarf- inu. Ekki trúi ég að Rögnvald hafi samt alltaf setið auðum höndum þótt launuðum störfum væri hætt, ýmis- legt var við að sýsla áfram, svo sem að laga og betrumbæta ýmsa hluti heima við, dytta að heimilisbílnum, sumarbústað ættarinnar og fleira þess háttar því að ekki átti við hann að vera verklaus meðan enn var stætt. Með þessum fátæklegu orðum vil ég kveðja vin minn Rögnvald Kjart- ansson og bið Guð að vernda og styrkja ástvini hans alla í sorg þeirra. Dagbjartur Sigursteinsson. Sími 562 0200 Erfisdrykkjur Okkar ástkæri sonur og bróðir, GUÐJÓN SEBASTIAN GUÐNASON-WRÄNGHEDE, fæddur 17. maí 2003, lést á Universitetssjukhuset í Lundi, Svíþjóð, mánudaginn 16. júní sl. Líf þitt og dauði er til lífs og kærleika. Jarðarförin fer fram í Ingarö kirkju, Svíþjóð, fimmtudaginn 26. júní kl. 13.00. Guðni Rúnar Agnarsson, Sofie Wränghede, Sóley María og Nadja Rós. Fósturfaðir minn og bróðir okkar, EGILL HELGASON, Skógargötu 17, Sauðárkróki, andaðist á Sjúkrahúsi Sauðárkróks að morgni laugardagsins 21. júní. Útförin fer fram frá Sauðárkrókskirkju laugar- daginn 28. júní kl. 14.00. Herbert Hjálmarsson og fjölskylda og systkini hins látna. Ástkær sonur minn, sambýlismaður, faðir, fósturfaðir, bróðir og mágur, HJÁLMAR STEINÞÓR BJÖRNSSON, Tangagötu 24, Ísafirði, lést af slysförum laugardaginn 21. júní. Jarðarförin verður auglýst síðar. Petólína Sigmundsdóttir, Rán Höskuldsdóttir, Hanna Rósa Hjálmarsdóttir, Björn J. Hjálmarsson, Hermann Andrason, Guðbjörg J. Björnsdóttir, Gróa Björnsdóttir, Erna S. Guðmundsdóttir, Tryggvi Guðmundsson, Þórunn Guðmundsdóttir, Björgvin Guðmundsson, Elín Rögnvaldsdóttir og aðrir aðstandendur. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓHANN KR. HANNESSON, Skipholti 21, Reykjavík, sem andaðist á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut þriðjudaginn 17. júní sl., verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 27. júní kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Sigurrós Jóhannsdóttir, Friðgeir Sigurgeirsson, Björn Jóhannsson, Efemía Guðrún Halldórsdóttir, Hannes Jóhannsson, Jónína Jóhannsdóttir, Ingolf Ágústsson. Hjartkær frændi minn, DANÍEL DANÍELSSON fyrrv. bóndi á Hlíðarfæti, Hvalfjarðarstrandarhreppi, dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, andaðist mánudaginn 23. júní. Útför hans fer fram frá Hallgrímskirkju í Saur- bæ, Hvalfjarðarstrandarhreppi, laugardaginn 5. júlí kl. 14.00. Fyrir hönd ættingja, Kristín Halldóra Gunnarsdóttir. Okkar ástkæri, EINAR MÁR GUÐVARÐARSON, Ljósaklifi, Hafnarfirði, andaðist þriðjudaginn 24. júní. Matthías Már, Susanne, Jóna, Hildur Ýr og Erla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.