Morgunblaðið - 26.06.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 26.06.2003, Blaðsíða 34
MINNINGAR 34 FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Borgþór ÓmarPétursson fædd- ist í Reykjavík 24. febrúar 1949. Hann lést á krabbameins- deild Landspítalans við Hringbraut fimmtudaginn 19. júní síðastliðinn. For- eldrar hans voru Pét- ur Stefánsson at- vinnurekandi, f. 17. október 1920, d. 8. desember 1988, og Aðalheiður Dís Þórð- ardóttir atvinnurek- andi, f. 24. nóvember 1923, d. 2. júní 2002. Systir Borg- þórs er Bjarnveig Borg Péturs- dóttir húsmóðir, f. 15. desember 1946. Borgþór var kvæntur Elísa- bethu Ósk Ellerup, f. 14. mars 1950. Foreldrar hennar voru Jo- hann G. Ellerup, lyfsali í Keflavík, f. 8. janúar 1904, d. 23. janúar 1980, og Astri Forberg húsmóðir, f. 24. maí 1910, d. 7. mars 1974. Synir Borgþórs og Elísabethar eru: 1) Jóhann Óskar, f. 29. maí 1974, kvæntur Arnfríði Arnar- dóttur, f. 11. maí 1976, sonur þeirra er Ásgeir Örn, f. 28. desem- ber 2001. 2) Stefán Þór, f. 8. apríl 1980, í sambúð með Gunn- hildi I. Georgsdótt- ur, f. 5. desember 1981. Borgþór ólst upp í Reykjavík. Hann lauk fisktækniprófi frá Fiskvinnsluskól- anum í Hafnarfirði vorið 1976. Að námi loknu starfaði hann í þrjú ár sem fram- leiðslustjóri hjá Bæj- arútgerð Hafnar- fjarðar. Um áramótin 1979–1980 fluttist Borg- þór til Djúpavogs ásamt fjöl- skyldu sinni og starfaði hann þar sem forstjóri Búlandstinds. Árið 1983 tók hann til starfa hjá Stemmu á Höfn í Hornafirði og starfaði þar sem forstjóri til árs- ins 1985. Foreldrar Borgþórs stofnuðu Sælgætisgerðina Drift sf. árið 1965 og starfaði hann sem fram- kvæmdastjóri hennar frá árinu 1986 til dauðadags. Útför Borgþórs verður gerð frá Víðistaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Kynni mín af Borgþóri Ómari Péturssyni hófust þegar ég hóf nám í MH. Í bekknum var þéttur piltur með þykk gleraugu, sem var alltaf til í rökræður. Það var nokk- uð sama hvar borið var niður, alltaf hafði hann eitthvað til málanna að leggja, hvort sem umræðuefnið var fjármál, pólitík, fiskveiðimál eða enski boltinn. Söguskýringar hafði hann ávallt á takteinum enda sögu- fróður og notaði þá þekkingu vel til þess að styðja mál sitt. Borgþór átti þó til að fara frjálslega með skýringar enda taldi hann að and- mælandi yrði að hrekja túlkunina. Ef menn settu fram einhverja skoðun var hann fyrstur manna að mæla gegn til að skerpa um- ræðuna. Ekki þreyttist hann á að deila við mig og syni sína um ágæti Liverpool-liðsins og neitaði alltaf að vera stuðningsmaður. Það, að hann horfði á alla Liverpool-leiki, var að- eins til að hann léti ekki okkur Liv- erpool-mennina kaffæra sig með áróðri. Ekki gat hann heldur stutt önnur þekkt lið því þá gæfi hann á sér höggfæri og hefði eignast bandamenn, sem var algjör óþarfi og aðeins til trafala. Helst gat hann sætt sig við að styðja Crystal Pa- lace, enda ólíklegt að hann hitti stuðningsmann þess liðs nokkurn tíma. Þrátt fyrir andúð sína á Liver- pool-liðinu fór hann í vetur sér- staka ferð til að sjá tvo leiki með þeim og viðurkenndi að saga þeirra væri áhugaverð og leiðsögumaður- inn um Anfield hefði verið góður. Við öðru gekkst hann ekki. Við þessi kynni í MH tókst vin- skapur, sem hefur staðið óslitið síð- an þrátt fyrir fjarlægð þegar hann bjó fyrir austan. En það sannast að aðeins er vík milli vina. Við höfum flakkað víða saman, og eftir að ég og Sigga hófum sambúð og Borg- þór kynntist Libby fjölgaði í ferða- hópnum og farnar voru ótal minnis- stæðar ferðir á Kjöl, í Veiðivötn, á Arnarvatnsheiði, upp Vonarskarð og einnig til útlanda. Alltaf var það félagsskapurinn sem skipti öllu, veiðin eða aðrar tylliástæður voru aukaatriði. Í þessum ferðum lagði hann sig allan fram við að tryggja að ferðin yrði sem ánægjulegust fyrir ferðafélagana. Þessi um- hyggja hans kom vel fram á þorra- blótun vinahópsins, þar mátti ekk- ert skorta, hvorki í mat né drykk. Brennivín og hákarl, ákavíti og síld, koníak, svartur grand, og fyrir mig var alltaf viskí í skápnum þótt hann bragðaði slíkt ekki sjálfur. Við spilaborðið tók hann þó rök- um og var klókur spilari, hvort sem spilaður var brids, póker, manni, tía eða Ólsen Ólsen. Enda sótti spilahópurinn mörg verðlaun og þau síðustu komu í hús nú í vetur. Borgþór var áhugamaður um tónlist, kvikmyndir og sjónvarp. Á skólaárunum kynnti hann fyrir mér ýmsa tónlist enda átti hann gott plötusafn, og ófáar sundir sátum við á Flókagötunni fram undir morgun og spiluðum brids við und- irleik framúrstefnuhljómsveita og nú í veikindum hans sátum við oft saman og horfðum á sjónvarps- þætti, jafnvel tvær til þrjár stöðvar samtímis, og skutum inn túlkun okkar á framvindu mála. Borgþór reyndist vinum sínum góður og vinum þeirra, enda hafði hann í heiðri þau gömlu sannindi úr Hávamálum að: Vin sínum skal maður vinur vera, þeim og þess vin. En óvinar síns skyli engi maður vinar vinur vera. Teldi hann að einhver úr vina- hópnum ætti í erfiðleikum vildi hann strax ræða hvernig skyldi bregðast við. Við hverja skyldi tala um vandamál og lausn þeirra ef ekki við vini sína? Ég hef nú misst góðan vin og traustan félaga. Hafi hann þökk fyrir öll árin, þau hefðu gjarnan mátt vera fleiri. Við hjónin viljum votta fjölskyldu hans, konu, sonum, tengdadætrum og barnabarni okkar innilegustu samúð. Megi gæfan fylgja ykkur um ókomna framtíð. Páll Hjaltason. Hann hringdi fyrir nokkrum dögum. Það reyndist vera síðasta kallið. Þú hringir í þína og ég í mína. Þannig hafði þetta gengið fyrir sig í nokkuð mörg ár. Við hitt- umst hálfsmánaðarlega og spiluð- um brids, en þannig hafði ég kynnst hópnum og spiluðum við Boggi saman til margra ára. Það var æft stíft og spilað mikið, stund- um heilu helgarnar. Boggi var þétt- ur, þéttur á velli og þéttur í lund. Hann var trúr vinum sínum og það var gott að eiga hann að vini. Ég þakka þér samfylgdina, Boggi. Þín verður sárt saknað. Elsku Libby, Stefán Þór og Gunnhildur, Jói, Arnfríður og litli Ásgeir Örn, megi minning um góð- an dreng styrkja ykkur í sorg ykk- ar. Jón Páll. Fallinn er frá um aldur fram mikill öðlingur og vinur, Borgþór Ómar Pétursson. Við vorum víst á fjórða ári þegar vinátta okkar hófst. Í minningunni eru bernskuárin ein samfelld sæla. Við stofnuðum fótboltafélag og byggðum okkur völl í Vatnsmýrinni innan um matjurtagarðana sem urðu margri rófunni og radísunni fátækari af okkar völdum. Við brunuðum niður Bragagötuna í tuttugu sleða lest svo að bílstjór- arnir máttu hafa sig alla við. Og við svindluðum okkur inn í tívolí eða á Melavöllinn. Þá skein sól á sumrin, þá féll snjór á veturna. Síðar urðum við stærri og heim- urinn okkar einnig. Um tvítugt var t.a.m. haldið til Svíþjóðar við fjórða mann til að taka púls á fjarskanum. Þar var lífið stillt á skemmtun og ábyrgarleysi um nokkurra mánaða skeið og Ómar gerandinn í stund- inni en þó alltaf á hann treystandi til að bjarga klandri okkar hinna. Síðar áttum við eftir að fara í margar ógleymanlegar utanlands- ferðir tveir eða með öðrum enda hafði hann mikið yndi af ferðalög- um. Strax á unglingsárum byrjaði Ómar að starfa í fiskvinnslu í skóla- leyfum og svo fór að hann mennt- aði sig á þeim vettvangi og lauk námi úr Fiskvinnsluskólanum. Stýrði hann um árabil fiskvinnslu í Hafnarfirði og á Höfn og Djúpa- vogi. Síðar söðlaði hann um og gerðist framkvæmdastjóri lakkrís- gerðarinnar Driftar sem foreldrar hans höfðu stofnað. Ómar gerði kröfur til sín og starfsmanna sinna en hann reyndist góður og vinsæll húsbóndi og naut virðingar þeirra. Þjóðmálin voru Ómari hugleikin alla tíð. Á fjölmörgum sviðum hafði hann yfirgripsmikla þekkingu og var sama hvort rætt var um stjórn- mál eða sögu, viðskipti eða íþróttir, liðin málefni eða líðandi stundar. Hann var rökfastur svo að á var hlustað og hafði staðreyndir á hraðbergi. Enginn var hann spor- göngumaður og átti það til ef sá gállinn væri á honum að hleypa umræðunni upp með hnitmiðuðum athugasemdum. Og svo var hlegið. Ómar var góður bridsspilari. Við græna borðið kom lunderni hans glöggt í ljós, traustleiki, rósemi og glaðværð. Klambur meðspilara eða irringar mótspilara var tekið með stóískri ró. Ómar var félagslyndur og höfðingi heim að sækja og í fjölda ára höfum við vinirnir sótt hann reglulega heim og spilað. Verður undarlegt að hafa hann ekki lengur við borðið. Hans skarð verður ekki fyllt. Ómar átti því láni að fagna að kvænast Elísabeth Ósk Ellerup. Þau eignuðust einn son en auk þess gekk Ómar syni Elísabethar í föð- urstað. Þeirra er sorgin mest og söknuðurinn. Ég og fjölskylda mín vottum þeim okkar innilegustu samúð. Guð blessi þau og styrki. Ég þakka Ómari trausta og ómetanlega vináttu á fimmtíu ára vegferð. Góðs drengs er sárt sakn- að en minningin um hann lifir. Trausti Valsson. Mikill sómamaður er nú fallinn í valinn. Við Ómar erum búnir að þekkjast í áratugi og betri og heil- steyptari maður er vandfundinn. Hann var afskaplega skapgóður og jafnlyndur og góður vinur vina sinna. Á síðasta ári kynntist ég því enn betur en áður hversu gegn- umvandaður Ómar var. Ég keypti þá af honum lakkrísgerðina Drift sem fjölskylda hans hafði rekið í áratugi. Það gekk fljótt og vel að semja við Ómar en af ýmsum ástæðum var ekki hægt að ganga formlega frá samningum fyrr en allnokkru síðar. En í öllum þeim samskiptum okkar stóð alltaf allt sem stafur á bók sem Ómar hafði sagt. Ég heyrði það frá þeim sem önnuðust samningagerð fyrir Ómar að þeir hefðu aldrei kynnst öðrum eins heiðursmanni. Ég og fjölskylda mín færum eig- inkonu Ómars og fjölskyldu inni- legar samúðarkveðjur. Það er ljúft að minnast þessa stórbrotna öð- lings. Helgi Vilhjálmsson og fjölskylda. BORGÞÓR ÓMAR PÉTURSSON AFMÆLIS- og minningar- greinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disk- lingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heima- síma). Ekki er tekið við hand- skrifuðum greinum. Um hvern látinn einstakling birtist ein aðalgrein af hæfi- legri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar séu um 300 orð eða 1.500 slög (með bilum) en það eru um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 lín- ur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsing- um um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Frágangur minning- argreina Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför systur okkar, SIGRÍÐAR H. AÐALSTEINSDÓTTUR cand. pharm., Austurströnd 12, Seltjarnarnesi, Sérstakar þakkir færum við lækni og heima- hjúk- run Seltjarnarnesi og læknum og hjúkrunarfólki á Landspítala Fossvogi. Össur Aðalsteinsson, Guðbjörg A. Finsen, Elín Aðalsteinsdóttir, Jónas A. Aðalsteinsson og fjölskyldur. Bróðir okkar og mágur, HRÓLFUR VALDIMARSSON frá Vatnsfjarðarseli, sem andaðist mánudaginn 23. júní, verður jarðsunginn frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 28. júní kl. 13.30. Ingibjörg Valdimarsdóttir, Hans Valdimarsson, Gunnar Valdimarsson, Þorgerður Hermannsdóttir og fjölskyldur. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við and- lát og útför okkar ástkæru GUÐRÚNAR ÞORKELSDÓTTUR, elli- og hjúkrunarheimilinu Grund, áður Leifsgötu 7, Reykjavík. Sérstakt þakklæti viljum við senda starfsfólki á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund og deild 12G Landspítalanum við Hringbraut. Systkinin frá Arnórsstöðum og fjölskyldur þeirra. Bróðir okkar og frændi, ÞORBERGUR EINAR EINARSSON frá Ytri-Sólheimum, er lést á dvalarheimilinu Hjallatúni, Vík í Mýr- dal, aðfaranótt sunnudagsins 22. júní, verður jarðsettur frá Víkurkirkju laugardaginn 28. júní kl. 16.00. Þorsteinn Einarsson, Sigurjón Einar Einarsson, Sigríður Guðmunda Einarsdóttir, systkinabörn og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.