Morgunblaðið - 26.06.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 26.06.2003, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 2003 41 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake KRABBI Afmælisbörn dagsins: Nálgun þín á lífinu er öðrum til eftirbreytni. Nákomnum finnst sem þeir geti treyst á þig. Þú hefur þónokkra hæfileika í íþróttum. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Forðastu að bregðast of harkalega við áreiti í dag. Þú átt það til að taka gagn- rýni of persónulega. Það er þér ekki til framdráttar. Naut (20. apríl - 20. maí)  Ekki láta hvetja þig til þess að kaupa einhvern óþarfa í dag. Eyddu peningum þín- um vegna eigin langana ekki annarra. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Uppreisnargirni blossar upp í dag. Þú veist jafnvel ekki hvers vegna. Þú verður þó að virða eigin tilfinn- ingar. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Forðastu hvers kyns deilur í dag. Ekki orsaka ósætti vegna smámuna til þess að sneiða hjá stærri vanda- málum. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Ábyrgðaleysi vinar gæti or- sakað vandræði. Þú skalt þó ekki gera úlfalda úr mý- flugu. Reyndu heldur að leiðbeina. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Í dag er ekki rétti tíminn til þess að vera ósammála yfir- manni sínum. Fólk er afund- ið, viðkvæmt og ekki í skapi til þess að vinna saman. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Ekki láta hugfallast þó að hindranir séu til staðar í vinnunni. Ekki er verið að setja upp hindranir þér til höfuðs. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Ekki eyða peningum í óða- goti. Gefðu þér tíma til þess að hugsa málin til enda. Þú sérð ekki eftir því. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Sýndu þolinmæði gagnvart foreldrum og fjölskyldu- meðlimum í dag. Dragðu að þér andann og teldu upp að þremur áður en þú reiðist um of. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú gætir þurft að sýna sam- starfsmanni þínum umburð- arlyndi í dag. Það er ekki gáfulegt að afla sér óvildar þegar engin ástæða er til þess. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Því fylgir ekkert nema óhamingja að eyða fé í stundargaman. Hugsaðu til lengri tíma, það mun færa þér aukna hamingju. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Í dag gætir þú átt það til að gagnrýna fólk um of. Gagn- rýni er ekki góð ef hún á ekki rétt á sér. Dæmdu fólk eins og þú kýst að láta dæma þig. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. HJÖRDÍS Eyþórsdóttir tók þátt í parasveitakeppninni í Menton í liði með Jeff Meck- stroth, Becky Rogers og hin- um sænska Peter Fredin. Hjördís og félagar mættu sigursveit Roy Wellands í 8 liða úrslitum og töpuðu naumlega. Hér er viðkvæmt slemmuspil frá þeim leik: Vestur gefur; enginn á hættu. Norður ♠ D ♥ ÁK6 ♦ ÁKD52 ♣ÁK54 Vestur Austur ♠ Á108 ♠ K97542 ♥ DG10952 ♥ 73 ♦ 9 ♦ G104 ♣987 ♣G3 Suður ♠ G63 ♥ 84 ♦ 8763 ♣D1062 Vestur á klæðskerasaum- aða opnun á tveimur hjörtum og þannig hófust sagnir á flestum borðum: Vestur Norður Austur Suður J. Levin Fredin Welland Disa 2 hjörtu 4 grönd Pass 5 lauf Pass 6 lauf Allir pass Peter Fredin er þekktur ákafamaður í sögnum og hann tók strax þá afstöðu að keyra í slemmu. Stökk hans í fjögur grönd sýndi láglitina og þegar Disa (eins og Hjör- dís er nefnd ytra) valdi laufið hækkaði Fredin í slemmu. Allt lá vel og tólf slagir auð- teknir. Á hinu borðinu fóru Ros- enberg-hjónin, Michael og Debbie, rólegu leiðina á sama stað: Vestur Norður Austur Suður Rogers M. Rosenb. Meckstr. D. Rosenb. 2 hjörtu Dobl Pass 2 grönd * Pass 3 hjörtu Pass 4 lauf Pass 4 grönd Pass 5 tíglar Pass 6 lauf Allir pass Michael doblar fyrst og Debbie afmeldar með tveim- ur gröndum (Lebensohl). Þá krefur Michael með þremur hjörtum og spyr um ása á leiðinni í sex. Sænska silfurlið Magn- úsar Magnússonar spilaði við franska sveit í þessari um- ferð undir stjórn Hervé Mou- iel. Magnús og Catarina Mid- skog tóku slemmuna þannig: Vestur Norður Austur Suður Lévy Magnús Lévy Cat 2 hjörtu Dobl Pass 2 grönd * Pass 3 hjörtu Pass 4 lauf Pass 6 lauf Allir pass Svipuð sería og hjá Rosen- berg-hjónunum, nema ásasp- urningunni sleppt. Hitt borðið: Vestur Norður Austur Suður Bertheau Mouiel Nyström Willard 2 hjörtu Dobl Pass 2 spaðar Pass 3 grönd Allir pass Willard stelst til þess að svara á þrílitinn í spaða og kveður þar með niður slemmudrauma norðurs. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson ÁRNAÐ HEILLA 60ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 26. júní, er sextug Lilja Bóthild- ur Alfreðsdóttir, Vestur- bergi 78, Reykjavík. Hún tekur á móti ættingjum og vinum á heimili dóttur sinn- ar, Hrefnugötu 2, Reykjavík, milli 17–20 á afmælisdaginn. 90 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 26. júní, er níræð Ragnheiður Magnúsdóttir til heimilis að Klausturhólum, hjúkrunar- og dvalarheimili aldraðra, á Kirkjubæjarklaustri. 80ÁRA afmæli. Á morg-un, föstudaginn 27. júní, verður áttræður Sig- urjón Ólason, fv. vegaverk- stjóri á Reyðarfirði. Eigin- kona hans er Sigríður Eyjólfsdóttir. Þau taka á móti gestum í Safnaðarheim- ili Reyðarfjarðarkirkju frá kl. 16-19 á afmælisdaginn. 50ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudaginn 26. júní, er fimmtugur Kristján L. Möller alþingismaður. Eig- inkona hans er Oddný Hervör Jóhannsdóttir. Þau taka á móti gestum laugardaginn 19. júlí í Síldarminjasafninu á Siglufirði kl. 16.30–19. 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 Rge7 4. 0-0 Rg6 5. c3 d6 6. h3 Bd7 7. d4 Be7 8. Ba4 0-0 9. He1 Kh8 10. Be3 a6 11. Rbd2 Dc8 12. Bb3 Rd8 13. d5 f6 14. Bc2 Rf7 15. Rf1 f5 16. exf5 Bxf5 17. Rg3 Bxc2 18. Dxc2 Rh6 19. Bg5 Hxf3 20. Bxh6 Hxg3 21. Bxg7+ Kxg7 22. fxg3 c6 23. De4 cxd5 24. Dxd5 Dc6 25. De6 d5 26. Dg4 e4 27. Had1 Hf8 28. c4 h5 29. Dxh5 Bc5+ 30. Kh2 Bf2 31. cxd5 Staðan kom upp á Skákþingi Hafnar- fjarðar sem lauk fyrir skömmu. Hinn brögð- ótti skákmaður Björn Þorfinnsson (2.390) hafði svart og hristi fram úr erminni snjalla fléttu gegn Halldóri B. Halldórssyni (2.105). 31. ... Bxg3+! Biskupinn er friðhelgur vegna máts: 32. Kxg3 Dd6 33. Kg4 Df4#. 32. Kh1 Dc2 33. He3? 33. Hc1! hefði haldið taflinu gangandi. Eftir textaleikinn kem- ur einn þrumuleikurinn til viðbótar og eftir það eru hvítum allar bjargir bann- aðar. 33. ... Hf3! 34. Hee1 Bxe1 35. Hxe1 Dxg2+! 36. Kxg2 Rf4+ 37. Kh1 Rxh5 38. Hxe4 Hf7 39. Hc4 Rf4 40. d6 Rxh3 41. Kh2 Rg5 42. Hc7 Re6 43. d7 Rd8 44. a4 Kf6 45. b4 Ke6 46. b5 Hxd7 47. Hc8 axb5 48. axb5 Rf7 og hvítur gafst upp. Svartur á leik. Helgi Áss Grétarsson SKÁK Gekk eg í gljúfr ið dökkva, gein veltiflug steina við hjörgæði hríðar hlunns úrsvölum munni. Fast lá framan að brjósti flugstraumur í sal Naumu; heldr kom á herðar skáldi hörð fjón Braga kvónar. Ljót kom mér í móti mellu vinr úr helli; hann fékkst heldr að sönnu harðfengr við mig lengi. Harðeggjað lét eg höggvið heftisax af skefti; Gangs klauf brjóst og bringu bjartr gunnlogi svarta. Grettir Ásmundarson. LJÓÐABROT Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 14–17 í neðri safnaðarsal. Sönghópur undir stjórn Kára Þormar organista. Kaffi og með því eftir sönginn. Allir velkomnir. Landspítali – háskólasjúkrahús, Geðdeild- arhús Hringbraut: Helgistund kl. 13.30. Sr. Birgir Ásgeirsson. Grensás: Guðsþjón- usta kl. 20. Sr. Kjartan Örn Sigurbjörnsson. Háteigskirkja. Taize-messa kl. 20. Fella- og Hólakirkja. Síðasta helgistund í Gerðubergi fyrir sumarleyfi kl. 10.30–12. Kópavogskirkja. Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 17. Fyrirbænaefnum má koma til sóknarprests eða kirkjuvarðar. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir ung börn og foreldra þeirra í Vonarhöfn, safn- aðarheimili Strandbergs, kl. 10–12. Opið hús fyrir 8–9 ára börn í safnaðarheimilinu Strandbergi, Vonarhöfn, frá kl. 17–18.30. Vídalínskirkja. Bæna- og kyrrðarstund í kirkjunni kl. 22. Gott er að ljúka deginum og undirbúa nóttina í kyrrð kirkjunnar og bers þar fram áhyggjur sínar og gleði. Bæn- arefni eru skrá í bænabók kirkjunnar af prestum og djákna. Boðið er upp á mola- sopa og djús að lokinni stundinni í kirkj- unni. Víðistaðakirkja. Foreldrastund í dag kl. 13. Kjörið tækifæri fyrir heimavinnandi for- eldra með ung börn að koma saman í nota- legu umhverfi og eiga skemmtilega sam- verustund. Barnastarf fyrir 10–12 ára börn í dag kl. 17. Þorlákskirkja. Biblíupælingar í kvöld kl. 20. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 10 mömmumorgunn í safnaðarheimilinu. Kaffi og spjall og góð samverustund með börnunum. Kletturinn. Klukkan 19 alfanámskeið. Allir velkomnir. Akureyrarkirkja. Kyrrðar- og fyrir- bænastund kl. 12. Léttur hádegisverður á vægu verði í safnaðarheimili eftir stundina. Safnaðarstarf KIRKJUSTARF 70 ÁRA afmæli. Í dag,fimmtudag 26. júní, er sjötugur Erling Jóhanns- son, trésmiður, Bröndu- kvísl 13, Reykjavík. Eigin- kona hans er Þórunn Rut Þorsteinsdóttir. Þau dvelja í faðmi fjölskyldunnar í dag. PIPAR OG SALT Klapparstíg 44  Sími 562 3614 GRANÍT MORTEL Tilboð 2.995 Stærð 15 cm. Skólavörðustíg 21, sími 551 4050 Til brúðargjafa Úrval af fallegum rúmfatnaði HUGARFARSÞJÁLFUN TIL BETRA LÍFS EINKATÍMAR - NÁMSKEIÐ Þú lærir að koma skilaboðum og jákvæðum huglægum hugmyndum og viðhorfum inn í undirmeðvitundina. Þú lærir að upplifa tilfinningar þínar á jákvæðan og uppbyggilegan hátt og að hafa betri stjórn á streitu og kvíða, auka einbeitinguna og taka betri ákvarðanir. Þú byggir upp sjálfsöryggi og sterka sjálfsmynd. Leiðbeinandi er Viðar Aðalsteinsson dáleiðslufræðingur. Upplýsingar í síma 694 5494

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.