Morgunblaðið - 26.06.2003, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 26.06.2003, Blaðsíða 52
KVIKMYNDIRNAR Nói albínói eftir Dag Kára Pétursson og Stormviðri (Stormy Weather) eftir Sólveigu Anspach verða sýndar í opinberri dagskrá á kvik- myndahátíðinni í Toronto. Hátíðin fer fram dagana 3.–14. sept- ember og munu íslensku myndirnar til- heyra dagskrá sem ber yfirskriftina Con- temporary World Cinema, eða Heimskvikmyndir samtímans. Pierce Handling, framkvæmdastjóra hátíðarinnar, sýnist á myndunum tveimur að íslensk kvikmyndagerð sé í öruggum höndum og spáir þeim góðu gengi í Norð- ur-Ameríku. Íslenskar kvikmyndir í Toronto  Nói albínói/49 Úr Nóa albínóa og Stormviðri. SAMKEPPNI á sementsmarkaði hefur ver- ið mikil síðan Aalborg Portland hóf innflutn- ing á sementi árið 2000. Fram að þeim tíma hafði Sementsverksmiðjan á Akranesi setið ein að markaðinum. Fram til þessa hefur Sementsverksmiðjan haft meirihluta á sem- entsmarkaði. Hlutföllin hafa nú snúist við og Aalborg Portland er komið með 50–60% markaðshlutdeild á markaðinum hérlendis. Breytingin á hlutföllum þessara tveggja samkeppnisaðila kemur í kjölfar eigenda- skipta hjá Steypustöðinni hf. sem nýlega tók upp viðskipti við Aalborg Portland. Sviptingar á sements- markaði Aalborg Portland með stærri hluta en Sementsverksmiðjan  Umrót/B6 HÉR á landi er staddur bandaríski leikarinn Eric Szmanda. Hann er íslenskum sjón- varpsáhorfendum kunnur sem einn að- alleikarinn í saka- málaþáttunum CSI - Crime Scene Invest- igation sem sýndir hafa verið á Skjá einum undanfarið. Meginástæðan fyrir komu Szmanda til landsins er að taka þátt í kynningu al- þjóðlegs golfmóts sem nú stendur yfir. Í samtali við Morgunblaðið segist hann þó hafa komið áður til Íslands enda sé hann hugfanginn af landi og þjóð. Hann sé því alvarlega að íhuga að kaupa sér íbúð hér á landi og muni jafnvel skoða fasteignir áður en hann fer af landi brott á morgun. Leikari úr CSI á Íslandi Eric Szmanda  Liggur ekki/46 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Sími 588 1200 Lágmúla og Smáratorgi opið kl. 8-24 alla daga ÍÞRÓTTA- og tómstundaráð Reykjavíkur er með siglinga- námskeið í Nauthólsvík á hverju sumri sem krakkar á aldrinum níu til fimmtán ára sækja. Nokk- ur þeirra koma mörg sumur í röð og eru ýmsu vön þegar kemur að sjósetningu og siglingu seglbáta. „Þetta er í fyrsta skipti hjá mér,“ sagði Styrmir Óðinsson en Atli Guðjónsson sagðist hafa farið á námskeiðið þrisvar sinnum. „Þetta var fjör,“ eru orð sem margir létu falla þegar blaða- maður fylgdist með hópnum í gær. Þá hafði einn báturinn oltið og krakkarnir dottið í sjóinn. Þau létu það lítið á sig fá og sögðu að vestin hefðu bjargað þeim. Starfsmenn ÍTR fylgjast líka grannt með að fyllsta örygg- is sé gætt. Þrátt fyrir volkið var krökk- unum ekkert kalt þegar þau skol- uðu af sér saltan sjóinn, alklædd í útisturtu fyrir utan aðsetur báta- klúbbsins. Nokkur sögðust hafa orðið hissa þegar þau duttu í sjó- inn og brugðið pínulítið. En spenningurinn varð hræðslunni yfirsterkari enda verkefnin mörg. Morgunblaðið/Arnaldur Spennan í kringum sjóinn hræðslunni yfirsterkari HJÁ lyfsölukeðjunni Lyf & heilsa er athugun hafin á þeim möguleika að hefja rekstur apóteka á erlendri grund. Í upphafi er einkum horft til Suður-Evrópu og austurhluta Mið- Evrópu. Stjórn Lyfja & heilsu hefur ákveðið að Karl Wernersson, fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins, taki við stöðu starfandi stjórnarformanns. Auk þess að fylgja enn frekar eftir markaðri stefnu fyrirtækisins um frekari uppbyggingu innanlands verður helsta verkefni hans að kanna og eftir atvikum hefja rekst- ur apóteka á erlendri grund. Hann er þegar fluttur ásamt fjölskyldu sinni til Ítalíu í þessum tilgangi. Karl segir að farið verði í þetta verkefni af fullri varkárni. Mark- miðið sé að kortleggja ákveðin lönd á því svæði sem til skoðunar sé. Að því loknu þurfi að taka ákvörðun um með hvaða hætti næsta skref sé stigið. Við starfi framkvæmdastjóra Lyfja & heilsu mun taka Hrund Ru- dolfsdóttir, hinn 1. júlí næstkom- andi, en hún hefur verið rekstrar- stjóri fyrirtækisins frá árinu 2001. Hraður vöxtur Lyf & heilsa hefur vaxið hratt frá stofnun á árinu 1999. Áætlanir gera ráð fyrir að velta keðjunnar verði fjórum sinnum meiri á þessu ári en árið 1999, verði um 4,3 milljarðar króna í ár en hún var um einn millj- arður árið 1999. Þegar Lyf & heilsa tók til starfa var fjöldi lyfjaverslana innan keðj- unnar samtals 12 en þær eru nú 28. Stefnt er að því að verslanirnar verði samtals 31 í lok þessa árs. Lyfsölukeðjan Lyf & heilsa hf. hefur athug- un á mögulegri útrás Nýta fengna reynslu  Lyf og heilsa/B1 ERLENDIR ferðamenn og aðrir sem leigja bíla hérlendis þurfa ekki að kaupa slysatrygg- ingu ökumanns þar sem slík trygging er lög- boðin og á ábyrgð bílaleiga. Tryggingin veitir ökumönnum rétt á allt að 100 milljóna króna kröfu á hendur íslenskum tryggingafélögum, lendi þeir í slysi. Þetta fyrirkomulag er fyrir löngu úrelt að mati stjórnenda AVIS bílaleigu sem tafarlaust vill breyta reglum þannig að ökumenn kaupi sér umrædda slysatryggingu. Núverandi fyrir- komulag sé verulega íþyngjandi fyrir trygg- ingafélög og ferðaþjónustuna í landinu. „Að auki mun þetta íþyngja almenningi með hækkandi tryggingaiðgjöldum, eftir því sem greiða þarf út bætur vegna fleiri tjóna, á með- an þessar skyldutryggingar fást ókeypis, sem er algjört einsdæmi hérlendis,“ segir Þórunn Reynisdóttir, forstjóri AVIS bílaleigu. „Með hækkun iðgjalda vegna þessara tjóna er ljóst að við verðum ekki samkeppnishæf við önnur lönd um val á áfangastöðum.“ Hún tekur raun- verulegt dæmi frá því í fyrra um áhrif núver- andi fyrirkomulags. „Hingað kom erlendur ferðamaður og leigði bíl. Hann vildi ekki kaupa neinar tryggingar hérlendis, líklega vegna þess að hann var sjálf- krafa tryggður þegar hann tók bílinn á leigu. Hann lenti síðan í alvarlegu slysi er hann ók út af í lausamöl án þess að vera í bílbelti og lam- aðist fyrir neðan mitti.“ Iðgjöld bílaleiga hækka verulega í kjölfar tjóna erlendra ökumanna Samkvæmt íslenskum lögum á hann allt að 100 milljóna króna kröfu á hendur trygginga- félagi AVIS bílaleigu. Hann fékk 70 milljónir greiddar í bætur. Þetta tjón hefur þau áhrif að tryggingaiðgjöld AVIS hækka verulega, að sögn Þórunnar. „Það eru til mörg svipuð tilvik hérlendis og talsmenn tryggingafélaganna segja þessi tjón gríðarlega þungan bagga á rekstri þeirra. Eðlilegra væri að leigutökum væri boðið upp á að kaupa sér slysatryggingu ökumanns með lægri tjónabótaupphæð eins og tíðkast víða erlendis.“ Um 600 bílaleigubílar eru til útleigu hjá AVIS og segir Þórunn að undanskilja ætti bíla- leigur frá reglum um hina umræddu slysa- tryggingu. „Undir stýri á bílaleigubílum geta verið gríð- arlega mismunandi ökumenn og við teljum ekki eðlilegt að bílaleigur eigi að tryggja ökumenn- ina gegn því tjóni sem þeir kunna að valda sjálfum sér, enda eru þeir að leigja ökutæki. Hér er um að ræða þá tegund ferðamennsku sem er í mestum vexti og vegir hérlendis eru víða varasamir.“ Til samanburðar eiga Íslendingar á ferðalög- um erlendis ekki kröfu á hendur erlendum tryggingafélögum slasist þeir undir stýri á bíla- leigubílum, nema þeir hafi keypt sér slysa- tryggingu ökumanns. AVIS fór þess á leit við dómsmálaráðherra í vor að hann breytti reglum sem um þetta gilda hérlendis og mun ítreka þá beiðni á næstunni. Nefnd um bílaleigumál vill að ökumenn greiði sjálfir slysatryggingu Núverandi staða íþyng- ir ferðaþjónustunni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.