Morgunblaðið - 26.06.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.06.2003, Blaðsíða 2
2 B FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ NFRÉTTIR                  !"      #  $""  % &            #       ' #   (   (  ) " !* !"             )   "            +  ,--.),/,/012,/3 )455./3')6788.,9/,/ 23:,70*,;7.9<.%% ÁÆTLANIR lyfsölukeðjunnar Lyfja & heilsu hf. gera ráð fyrir að veltan verði fjórum sinnum meiri á þessu ári en árið 1999, en starfsem- in hófst á því ári. Gert er ráð fyrir að velta Lyfja & heilsu í ár verði um 4,3 milljarðar króna en hún var um einn milljarður árið 1999. Þegar Lyf & heilsa tóku til starfa var fjöldi lyfjaverslana innan keðj- unnar samtals tólf en þær eru nú 28. Stefnt er að því að verslanirnar verði samtals 31 í lok þessa árs. Af lyfjaverslunum Lyfja & heilsu eru 25 reknar undir því vörumerki og þrjár undir vörumerkinu Apó- tekarinn. Samtals eru átján lyfja- verslanir keðjunnar á höfuðborgar- svæðinu, fimm á Suðurlandi, þrjár á Norðurlandi, ein á Vesturlandi og ein á Suðurnesjum. Á þessu ári hef- ur Lyf & heilsa hf. keypt tvö apó- tek, Nesapótek á Eiðistorgi á Sel- tjarnarnesi og Apótek Keflavíkur, en auk þess var ný lyfjaverslun keðjunnar nýlega opnuð í JL-húsinu við Hringbraut í Reykjavík. Fyrr á þessu ári undirrituðu Lyf & heilsa hf. og Kaupás hf. samstarfssamning sem felur í sér að Lyf & heilsa hf. mun opna lyfjaverslanir í verslunar- kjörnum þar sem Kaupás rekur dagvöruverslanir. Sneru bökum saman Núgildandi lyfjalög voru samþykkt á Alþingi í maí 1994 og tóku þau gildi hinn 15. mars 1996. Með þeim var frjálsræði í lyfsölu aukið veru- lega. Áður hafði fámennur hópur manna sérleyfi til að reka apótek og nýir aðilar komust ekki inn í það kerfi nema þegar þeir sem fyrir voru hættu störfum, til að mynda sökum aldurs. Meginbreytingar hinna nýju lyfjalaga, sem gildi tóku árið 1996, lutu ekki að hlutverki apóteka heldur að ytri ramma þeirra. Sérleyfin voru felld niður, en hver sem er getur nú opnað apótek að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Karl Wernersson, framkvæmda- stjóri Lyfja & heilsu hf., segir að í kjölfar gildistöku lyfjalaganna frá 1994 hafi ný apótek sprottið upp í landinu og samkeppnin um við- skiptavini apótekanna tekið á sig nýja mynd. Hann segir að sam- keppnisstaða þeirra apóteka sem fyrir voru, og byggðu starfsemi sína á venjum og siðum frá tímum sér- leyfanna, hafi versnað mikið. Þessi apótek hafi í mörgum tilfellum ekki náð að aðlagast breyttum aðstæðum á markaði nægilega hratt. Við þess- ar aðstæður hafi upphaf Lyfja & heilsu markast. Gamlir keppinautar á lyfsölumarkaði hafi í mars árið 1999 ákveðið að snúa bökum saman. Fyrirtækið Hagræði hf., sem síð- ar varð Lyf og heilsa hf., var stofn- að í mars 1999. Styrkur í faglegri þekkingu Að sögn Karls var fyrsta verkefni stjórnar hins nýja félags á árinu 1999 að móta stefnu félagsins, finna því hlutverk og skapa því sérstöðu á markaðinum. Hann segir að helsti styrkur Lyfja & heilsu á þessum tíma hafi verið mikil fagleg þekking, þjónustulund starfsfólks og traust samband við viðskiptavini. Helstu veikleikarnir hafi hins vegar verið gamaldags lyfjaverslanir með tak- markað vöruúrval og litla möguleika á verðsamkeppni við nýjar lyfja- verslanir. Þá hafi tap jafnframt ver- ið á rekstrinum. Karl segir að það hafi verið niðurstaða þeirrar stefnu- mótunarvinnu sem stjórn Hagræðis hf. hafi ráðist í á árinu 1999, að Lyf & heilsa hf. ætti að að hasla sér völl sem verslunar- og ráðgjafarfyrir- tæki sem legði áherslu á þjónustu við viðskiptavini á sviðum sem tengjast heilsu, heilbrigði og lífs- gæðum. Hann segir að það hafi því verið ákveðið að á fyrsta starfsári félags- ins myndu megináherslur í starf- seminni ekki snúast eingöngu um hreina verðsamkeppni. Þess í stað hafi verið lögð áhersla á góða þjón- ustu og þekkingu starfsfólksins og faglegan metnað þess. Karl segir að ástæðan fyrir þessu hafi verið tví- þætt. Í fyrsta lagi hafi fyrirtækið hvorki haft fjárhagslegt bolmagn né rekstrarlegar forsendur til að fara út í verðsamkeppni. Í annan stað hafi Lyf & heilsa haft annað og betra að bjóða, þ.e. þjónustu og fag- mennsku. Samhliða þessu hafi kostnaðargrunnur félagsins lækkað jafnt og þétt og síðustu þrjú árin hafa verðkannanir mælt Lyf & heilsu með samkeppnishæft verð. Þessi aðferðarfræði hefur að sögn Karls tekist fullkomlega. Hann seg- ir að Lyf & heilsa hf. sé stærsta fyr- irtækið á smásölumarkaði lyfja hér á landi. Fyrirtækið sé rekið með hagnaði og framtíð þess sé björt. Allra leiða sé þó enn leitað til að halda rekstrarkostnaði niðri, því neytendur geri sífellt auknar kröfur um gæði, þjónustu og gott verð. Starfsmenn um 220 talsins Við stofnun félagsins voru hluthafar alls átta talsins, með eignarhlut á bilinu 5–26%. Í dag eru hluthafar fimm. Stærstu hluthafar eru: Mile- stone ltd., eignarhaldsfélag syst- kinanna Steingríms, Ingunnar og Karls, og Kaldbakur hf. Samanlögð hlutafjáreign þessara félaga nemur 95% af heildarhlutafé fyrirtækisins. Starfsmenn Lyfja & og heilsu eru í dag um 220 talsins. Þar af eru 56 lyfjafræðingar og 28 lyfjatæknar. Karl segir að fyrirtækið hafi í gegn- um árin haft yfir að ráða öflugu starfsfólki sem hafi tekið virkan þátt í hraðri uppbyggingu fyrirtæk- isins. „Við höfum verið óhrædd við að virkja styrkleika starfsfólkins sam- hliða því að markvisst hefur verið unnið að því að styrkja það í starfi. Starfsánægja hefur mælst mikil meðal starfsfólksins og skiptir það fyrirtækið miklu máli enda sýna rannsóknir sterk tengsl milli starfs- ánægju og ánægju viðskiptavina. Við munum því í framtíðinni halda áfram að rækta þennan þátt starf- seminnar,“ segir Karl Wernersson. Stefnt að áframhaldandi vexti Lyfja & heilsu Morgunblaðið/Jim Smart Karl Wernersson, framkvæmdastjóri Lyfja & heilsu hf., segir að fyrirtækið sé rekið með hagnaði. Allra leiða sé þó leitað til að halda rekstrarkostnaði niðri. Lyf & heilsa hf. er stærsta lyfsölukeðja landsins og hefur vaxið hratt frá stofnun á árinu 1999. Fjöldi lyfjaverslana keðjunnar er nú 28 en stefnt er að því að þær verði 31 í lok þessa árs. Karl Wernersson, fram- kvæmdastjóri lyfsölukeðjunnar, sagði Grét- ari Júníusi Guðmundssyni frá umsvifunum og þeim áformum sem uppi eru. HINN 30. júní næstkomandi verður hlutafé Líftæknisjóðs- ins MP BIO lækkað þannig að hlutafjáreign hluthafa verður 1/10 af fyrri eign hans. Þetta er þó háð samþykki aðalfundar félagsins sem verður á morg- un, föstudag. Frá þessu var greint í tilkynningu frá MP BIO til Kauphallar Íslands í gær. Í byrjun þessa mánaðar var greint frá því að tap til lækk- unar á eigin fé MP BIO á fyrsta ársfjórðungi hefði num- ið 71,5 milljónum króna sam- anborið við 128,9 milljóna tap á sama tímabili í fyrra. Eigið fé MP BIO nam 423 milljónum króna í lok mars síðastliðins en var 494,5 milljónir um síðustu áramót. Síðasta viðskiptaverð með hlutabréf MP BIO í Kauphöll Íslands var 0,43. Áfanga náð MP BIO greindi einnig frá því í tilkynningu til Kauphallar Ís- lands í gær að BioStratum Inc. í Bandaríkjunum hefði kynnt niðurstöður úr fyrstu af þrem- ur fasa IIb rannsóknum á verkun lyfsins Pyridorin á hóp sykursjúkra. MP BIO á 8,94% hlut í BioStratum og eru það rúm 50% af fjárfestingum sjóðsins. Haft er eftir Bob Schotzing- er, framkvæmdastjóra BioStr- atum, í tilkynningunni að nið- urstöður rannsóknarinnar á Pyridorin séu mjög jákvæðar og hvetjandi og styðji þá skoð- un aðstandandenda fyrirtæk- isins að Pyrirdorin sé öruggt lyf og árangursríkt við með- höndlun á nýrnasjúkdómum. Jón Ingi Benediktsson, framkvæmdastjóri MP BIO, segir að árangurinn af rann- sóknunum á Pyridorin sé já- kvæður. Hann sýni að þær for- sendur sem MP BIO gekk út frá séu réttar. Þetta sé þó ein- ungis einn áfangi á langri leið. Hlutafé MP BIO fært niður                                                         

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.