Morgunblaðið - 26.06.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 26.06.2003, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 2003 B 5 NVIÐSKIPTI MENNING  fur verið hingað til í di. kki nýtt fyrirbæri á ndanfarin 10-15 ár t við það þegar fyr- undið ákveðna dag- framhaldinu jafnvel enn töldu að enginn er að minnast þess osta veðurfréttir og æri í boði Tals. Síðar s og nú allra síðast sem var í boði Tals ne eins og fyrirtækið r rétt að slíta barns- glast kannski ágæt- KSÍ sendi frá sér um var að ákveðnir fjöl- m Landsbankadeild- Úrvalsdeild, þegar fði aldrei heitið því borið nafn einhvers ilans. Efsta deild efnilega eitt helsta dsins, enda dynur um landsmanna og allan þann tíma sem dur yfir. arir við ýmsa kost- ninguna, í mismikl- álfsagt fleiri við út- u menningarsjóðum ólki, brosandi með di, birtast í fjölmiðl- r í samtali hér síðar í Sveinsson, markaðs- irtæki frekar lítil og a fjármuni til kynn- leyft sér að styrkja verju nemur. Þau bankarnir, greiðslu- ngafélögin og olíufé- a félaga veita styrki íknarmála. eftir upplýsingum kjum sem styrkja r til dæmis fram að jónir til menningar- essu ári. Hagnaður íðasta ári nam 271,5 úthlutað úr menn- á ári og nemur heild- tað er 35 milljónum dsbanka á síðasta ári rir skatta. upplýsingar að upp- næmi 7 milljónum króna í ár að meðtöldum kostunarsamning- um. Hagnaður VÍS fyrir skatta á síðasta ári nam 878,4 milljónum króna. Sjóvá/Almennar tryggingar hf. veitti 12,5 milljónir króna til menningarmála árið 2002 og gert er ráð fyrir að framlagið verði svipað í ár. Hagnaður Sjóvár fyrir skatta á síðasta ári nam 574 milljónum króna. Hjá Landsbankanum fengust þær upp- lýsingar að bankinn verði um 40 milljónum á ári til menningar- og góðgerðarmála, að hluta til í gegnum Menningarsjóð Lands- bankans. Hagnaður Landsbankans fyrir skatta á síðasta ári nam 2.549 milljónum króna. Fyrirtæki kunna ekki Íslenski dansflokkurinn er ein þeirra menn- ingarstofnana sem er í viðskiptum við kost- unaraðila, sem er Landsbankinn. Dansflokkurinn fær frá Landsbankanum 1,5 milljónir á ári auk þess sem kveðið er á um auglýsingabirtingar í tengslum við upp- færslurnar. Þegar litið er á fjármögnun Ís- lenska dansflokksins á síðasta ári sést að þátttaka kostunaraðilans er hverfandi í heildarupphæðinni. Sértekjur flokksins eru 13,9 milljónir, kostun innifalin, en frá ríkinu koma 63,8 milljónir króna. Framlag kostunaraðilans er því 3,8% af heildartekjum flokksins, að því gefnu að samningurinn um auglýsingabirtingar sé 1,5 milljóna króna virði. Ása Richardsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska dansflokksins, hefur kynnt sér kostun. Hún segir að hér á landi sé slíkt samstarf menningar og atvinnulífs skammt á veg komið og markaðurinn smár. Mörg fyrirtæki hafi ekki kynnt sér þá möguleika sem felast í kostun og eflaust séu fordómar gagnvart kostunarsamstarfi beggja vegna borðsins. Ása segir að það þurfi að vera skýrt hvað felst í hugtakinu kostun, en kostun sé við- skipti. Kostun geti tekið á sig ýmis form og snú- ist alls ekki um „lógó og kókskilti upp um alla veggi“ eins og sumir virðast halda. Snertifletirnir geti verið ótal margir og það sé með þetta eins og svo margt annað í líf- inu, árangurinn fari eftir því hvað menn séu tilbúnir að leggja mikla alúð og vinnu í sam- starfið. Ása nefnir sem dæmi breska leiklist- arhátíð, London International Festival of Theaters, LIFT, sem árum saman hefur þróað kostunarsamstarf sem byggist á viða- mikilli fræðsludagskrá fyrir viðskiptalífið í bland við skemmtan. Í Bretlandi er kostun orðin mjög þróuð og þar í landi er til sérstök stofnun, Art & Business, A&B, sem sérhæf- ir sig í að koma á sambandi milli menningar- aðila og fyrirtækja. Í bæklingi A&B segir að sama ár og það var stofnað, árið 1976, hafi heildarstuðning- ur bresks atvinnulífs við menninguna í hvaða formi sem þar er um að ræða verið áætlaður um 600.000 pund eða sem svarar til 74,1 milljón króna miðað við núverandi gengi pundsins. Á síðasta ári var sú tala komin upp í tæpa 14 milljarða króna, að því er fram kemur á heimasíðu A&B. Þátttaka breskra fyrirtækja í kostun er orðin almenn en ekki bundin við risafyrir- tækin og fyrirtækin eru farin að sleppa fram af sér beislinu, að því er fram kemur hjá A&B, þau styðja ekki eingöngu „örugga“ hluti sem þýðir að framúrstefnulegir menn- ingaraðilar geta fengið kostun, rétt eins og gamalgróin söfn eða leikhús. 0,5% til frádráttar Aðilar í menningargeiranum hér á landi hafa reglulega bent á að koma verði á ríku- legum skattaívilnunum til fyrirtækja sem vilja styðja menningarstarfsemi og hvetja þau þannig til aukinnar þátttöku í menning- arlífinu. Ágúst Einarsson, fyrrverandi alþingis- maður, lagði til frumvarp fyrir nokkrum ár- um sem átti að heimila fyrirtækjum sérstak- an frádrátt ef þau legðu menningu, listum og vísindum lið. Sagði þingmaðurinn á heimasíðu sinni að aðferðin hefði verið not- uð víða erlendis með góðum árangri og slík lög gætu á skömmum tíma lyft grettistaki til eflingar menningu og listum. Frumvarpið náði ekki fram að ganga. Fyrir hendi er nú þegar ákvæði í skatta- lögum sem gerir fyrir- tækjum kleift að draga 0,5% tekna sinna frá skattstofni hafi það eytt þeirri upphæð til menn- ingar- eða líknarmála en til þeirra mála teljast vísindaleg starfsemi, starfsemi þjóðkirkjunn- ar, stjórnmálaflokka, líknarstarfsemi, menn- ingarmálastarfsemi og íþróttir m.a. Hjá ríkis- skattstjóra fengust þær upplýsingar að nokkuð væri um að fyrirtæki nýttu sér þennan lið. Sem dæmi þá til- greindu íslensk fyrirtæki samtals 479 millj- ónir króna í þann reit í skattframtali rekstr- araðila árið 2001, sem gefur einhverja mynd af því hvað fyrirtæki á Íslandi eru að reiða af höndum til menningar og líknarmála. Ef tekið er dæmi um fyrirtæki sem veltir 100 milljónum á ári getur það gjaldfært allt að 500 þúsund krónur sem það hefur varið til menningar- eða líknarmála sem kemur þá til lækkunar á skattstofni, þ.e. hagnaði. Hafi hagnaður fyrirtækisins fyrir skatta verið 10 milljónir króna verður skattur að- eins reiknaður af 9,5 milljónum. Skattsparn- aður þessa fyrirtækis yrði þá sem svaraði til 18% af 500 þúsundunum sem það dró frá skattstofni eða 90 þúsund krónur. Gríman var ekki kostuð Ása segir að reynslan erlendis sýni að tengsl fyrirtækja við menningarviðburði geti verið tugmilljóna virði fyrir fyrirtæki. Reynslan hér hafi hins vegar lítt verið könnuð. Ása nefnir sem dæmi nýafstaðna Grímuverð- launahátíð Leiklistarsambands Íslands. „Ekkert fyrirtæki var fengið í kostunarsam- starf vegna hátíðarinnar. Þetta var í fyrsta sinn sem hátíðin var haldin, undirbúningur var skammur og í raun ekki vitað hver ár- angurinn yrði. Niðurstaðan varð að stór hluti þjóðarinn- ar horfði á afhendingu verðlauna í beinni út- sendingu í Sjónvarpinu, öll umfjöllun var af- ar jákvæð og hátíðin í heild kom gríðarlega sterkt út fyrir sviðslistirnar í landinu. Þessi reynsla bendir til að tenging við Grímuna, til framtíðar, verði milljóna virði fyrir hvaða fyrirtæki sem er. Verðmætin felast í þessum sérstöku óáþreifanlegu hughrifum sem að- eins listir geta kallað fram hjá stórum hóp- um og geta orðið varanleg, ef vel tekst til. Fyrirtæki geta baðað sig í ljóma þessara hughrifa.“ 50% vissu af stuðningnum Einn þeirra aðila sem kemur að kostun menningarlífsins er P. Samúelsson, en Lex- us, sem er bíll sem fyrirtækið selur, er aðal- styrktaraðili Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Fyrir þremur árum var gerður samningur milli hljómsveitarinnar og Lexus að and- virði 11 milljónir króna og nú er verið að endurnýja þann samning með óbreyttri upphæð, að sögn Björns Vilhjálmssonar, markaðsstjóra P. Samúelssonar. „Samstarf okkar við Sinfóníuhljómsveitina hefur geng- ið nokkuð vel. Við létum gera könnun á eft- irtekt vörumerkisins nýlega og rétt um 50% aðspurðra voru með á hreinu hverjir voru að styðja hljómsveitina sem okkur finnst mjög viðunandi. Það tekur að minnsta kosti þrjú ár fyrir nafn kostunaraðila að síast inn í huga fólks, nema verkefnin séu þeim mun stærri, eins og t.d. í fótboltanum,“ sagði Björn. Aðspurður af hverju samið hafi verið við „menninguna“, sagði Björn að það ráðist af ímynd vörumerkisins. „Við erum frekar að leita inn í menninguna en íþróttirnar, líka af því að mjög margir eru í íþróttunum og því er erfiðara að skera sig úr þar. Á kappleikj- um er fullt af auglýsingum á hverjum leik, það er kostunaraðili á deildinni og annar á útsendingunni og enn annar á liðinu sjálfu. Svo verðum við líka að miða við ákveðinn markhóp sem við teljum að liggi nálægt Sin- fóníuhljómsveit Íslands.“ Björn sagði að einnig spili inn í að alþjóð- leg markaðsstefna Lexus sé að kosta sígilda tónlist annars vegar og golf hins vegar. Það geri þeir einnig. Björn segir að kostunarsamningurinn við Sinfóníuna sé um fjórðungur af því fjár- magni sem varið er til að kynna Lexus á ári hverju, en Lexus er að sögn Björns ekki stór auglýsandi á markaðnum. „Í samningnum felst að við megum kalla okkur aðalstyrkt- araðila og við erum í þeirra auglýsingum og þeir í okkar. Við fáum miða fyrir viðskipta- vini og svo fer starfsfólk saman á sinfón- íutónleika einu sinni á ári. Auk þess auglýs- um við saman þegar eitthvað sérstakt er í gangi, sérstaklega þegar hljómsveitin er með eitthvað á efnisskránni sem höfðar til fólks sem ekki fer venjulega á tónleika.“ Björn sagði að ýmis- legt fleira væri gert, t.d. væri verið að undirbúa útgáfu geisladisks með léttmeti frá hljómsveit- inni sem verður sendur viðskiptavinum. Um það hver hefði haft frumkvæði að sam- starfinu sagði Björn að sambandið hafi, eins og gott ástarsamband, kviknað á báða vegu. „Við vorum byrjaðir að hugsa til þeirra, en þeir tóku fyrsta skrefið. Svo gekk þetta hratt og vel fyrir sig.“ Um aðra kostun hjá P. Sam- úelssyni sagði Björn að Toyota hefði í gegn- um tíðina stutt Skógræktarfélag Íslands og almennt stutt við bakið á náttúruvernd og skógrækt. Hann segir að á bakvið þann stuðning séu engir sérstakir viðskiptahags- munir. Fyrirtækið vilji vera góður þjóð- félagsþegn, enda sé samstarfinu ekkert flík- að sérstaklega. Þarf að auglýsa kostunina Leópold Sveinsson, markaðsráðgjafi, segir það grundvallarlögmál varðandi kostun að fyrirtæki fái eitthvað í staðinn fyrir þá fjár- muni sem það leggur til við kostun, en til þess að það takist þurfa fyrirtækin að verja að minnsta kosti álíka upphæð til að segja frá kostuninni og það ver til hennar. Annars hafi kostunin lítið upp á sig. Leópold segir að þeir menningaraðilar sem eru í kostun eigi í næstu framtíð eftir að þróast í sinni sölumennsku sem sé afar mikilvægt. „Þær aðferðir sem menn hafa verið að beita við að selja kostun er að leita eftir stuðningi og styrk sem er allt önnur hugsun. Menn verða að átta sig á því að í þessum harða heimi markaðsmálanna þar sem að barist er um hverja einustu krónu þá þurfa aðilar, þótt þeir séu í menningartengdum málum, að setjast niður og hugsa hvað þeir hafa að selja,“ sagði Leópold. Hann segir að fyrir fyrirtækin snúist allt um að vera áberandi á einhverjum stað þar sem líklegt er að vænlegir viðskiptavinir haldi sig. Þess vegna séu t.d. Kringlan og Smáralind ekki aðeins verslunarmiðstöðvar, heldur að ákveðnu leyti líka sterkir auglýs- ingavettvangar. „Ástæðan er að þarna kem- ur fólk. Hið sama gildir um menningaraðila. Til þeirra kemur ákveðinn fjöldi fólks á hverju ári sem þarf að greina í markhópa til að hægt sé að búa til verðmæti sem síðan er hægt að selja kostunaraðila.“ Leópold segir að menningaraðilar verði að láta af viðkvæmni fyrir auglýsingapen- ingum. „Menn hafa grundvallarþörf fyrir fjármagn til að skapa listina og því þarf að nást jákvæðari tenging þarna á milli.“ Leópold segir að kostun hafi varla þekkst hér á landi fyrir 1990, en nú sé hún orðin nokkuð algeng. Aðspurður um hvort að frumkvæði ætti að koma í meira mæli frá fyrirtækjum segir Leópold að hér á landi séu menn einfaldlega ekki komnir lengra en svo að það þurfi ennþá að selja fyrirtækj- unum hugmyndina um kostun. „Menningar- aðilar verða að átta sig á því að fyrstu árin þurfa þeir að fara út á markaðinn og sækja sér kostunina, en svo fara fyrirtækin að koma til þeirra ef vel gengur. Það þýðir þess vegna ekki að sitja bara og bíða; það er svo ofsalega mikið framboð af auglýsinga- og kynningarvettvangi.“ ið u á landi fara úðarmála .................. M ö r g f y r i r t æ k i h a f a e k k i k y n n t s é r þ á m ö g u l e i k a s e m f e l - a s t í k o s t u n o g e f - l a u s t e r u f o r d ó m a r g a g n v a r t k o s t u n a r - s a m s t a r f i b e g g j a v e g n a b o r ð s i n s . .................. tobj@mbl.is tir hina beinu viðskiptahags- il staðar í kostun, en ólíkt íklegt að fyrirtækið vilji fá eitt- Þó er viðkomandi ekki á hött- verju sem skilar sér til baka er mun ólíklegri til að vilja ur einstökum verkefnum en ef að ræða. Fastur stuðningur staðar á milli framlaga og kost- viðskipti fnframt að með kostun sé nkvæms viðskiptasambands ngaraðilinn sé meðvitaður um a fyrirtæki eitthvað fyrir pen- gna er mikilvægt fyrir menning- álgast ekki fyrirtæki með betli- yrir augum að biðja um peninga, heldur er menningaraðilinn að selja vöru sína eða þjónustu sem kemur viðkomandi fyrirtæki beint til hagsbóta. Bent er á nokkrar ástæður fyrir því afhverju fyrirtæki hafa áhuga á að tengjast listinni með kostun. Kostunin gefur fyrirtæki beinan aðgang að ákveðnum markhópi, þ.e. að vænlegir við- skiptavinir fyrirtækisins tilheyra hópi sem sækir ákveðinn menningarviðburð reglulega. Nafnakynning er einnig ástæða, þ.e. að listviðburðir notast gjarnan við ógrynni af alls- konar dreifiefni og veggspjöldum og með því að vera með á því efni getur fyrirtæki kynnt nafn sitt með áhrifaríkum hætti. Ímyndarútvíkkun er enn ein ástæðan, enda er góð ímynd mjög mikilvæg hverju fyrirtæki. Til dæmis getur fyrirtæki notað tengsl við listir til að vinna gegn neikvæðum atriðum í starf- semi sinni, og byggt upp jákvæði í garð fyrir- tækis í huga markhóps. Einnig geta tengsl við ákveðinn menningaraðila nýst honum til að aðskilja sig frá keppinaut. Kostun er einnig eftirsóknarverð ef hægt er að fá miða á list- viðburði sem hægt er að dreifa til viðskipta- vina, eða starfsmanna, og umbuna með þeim hætti báðum hópum. Kostun nýtist einnig til þess beint að styrkja samfélagstengsl, þ.e. ef fyrirtækið vill styrkja samband sitt við samfélagið þar sem það starfar. Að lokum má nefna almannatengsl, en flestir listviðburðir hafa aðgang að fjölmiðlum í meiri eða minni mæli og þar með skapast al- mannatengslamöguleikar fyrir fyrirtæki, með tilheyrandi myndatökum og öðru þar sem fyr- irtækið getur baðað sig í sviðsljósinu með menningaraðilanum. vað er ekki kostun?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.