Morgunblaðið - 26.06.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.06.2003, Blaðsíða 6
6 B FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ NVIÐSKIPTI TVÖ sementsfyrirtæki, Aalborg Portland Ísland hf. og Sementsverk- smiðjan hf., hafa undanfarið þrjú og hálft ár barist um fáa en stóra bita á sementsmarkaðnum. Segja má að um kaupendamarkað sé að ræða og eru BM Vallá, Steinsteypan og Steypu- stöðin stærstu kaupendur sements hér á landi og einu steypustöðvarnar á höfuðborgarsvæðinu. Tvær síðar- nefndu steypustöðvarnar eru nú með samning um kaup á sementi hjá Aal- borg Portland en BM Vallá er eitt þeirra fyrirtækja sem stendur að til- boði í Sementsverksmiðjuna hf. sem nú er til sölu. Sementsverksmiðjan til sölu Í kjölfar breytinga á lögum um Sem- entsverksmiðjuna hf. á Akranesi í mars sl. var iðnaðar- og viðskiptaráð- herra veitt heimild til að selja verk- smiðjuna. Frá árinu 1993 hafði verið bundin í lög heimild til sölu á fjórð- ungshlut í verksmiðjunni en hún aldr- ei nýtt. Tilboð bárust frá fimm hópum í mars sl. en strax var ákveðið að ganga til viðræðna við einn þeirra um kaup á 100% hlut ríkisins í SV að nafnvirði 450 milljónir króna. Í þeim hópi voru upphaflega Fram- tak fjárfestingarbanki, sem er í meiri- hlutaeigu Straums hf. og Norvik ehf. móðurfélags BYKO, jarðefnasölufyr- irtækið Björgun ehf., BM Vallá og Steypustöðin hf. Skiptahlutföll áttu til að byrja með að vera þannig að Fram- tak fengi 55% hlut í SV en aðrir 15% hlut í verksmiðjunni. Að sögn tals- manna hópsins er þó ekkert ákveðið um það hver endanleg skiptahlutföll verða náist samningar um kaup á Sementsverksmiðjunni. Framkvæmdanefnd um einkavæð- ingu hefur með höndum samningavið- ræður um sölu verksmiðjunnar. Að sögn ritara nefndarinnar, Stefáns Jóns Friðrikssonar, verða næstu skref tekin síðar í þessari viku. Steypustöðin út, Norcem inn Nokkru eftir að ákveðið var að ganga til viðræðna við fyrrnefndan hóp keypti Loftorka í Borgarnesi í sam- starfi við stærstu hluthafa Stein- steypunnar móðurfélag Steypustöðv- arinnar, Basalt ehf. Með þeim kaupum komst Steypustöðin undir sama hatt og samkeppnisaðilinn Steinsteypan. Nýir eigendur Steypu- stöðvarinnar ákváðu að draga félagið út úr samstarfshópnum um kaup á Sementsverksmiðjunni. Jafnframt tóku nýir eigendur Steypustöðvarinnar þá ákvörðun að semja við Aalborg Portland um kaup á sementi en hætta viðskiptum við Sementsverksmiðjuna. Þegar ljóst var að Steypustöðin yrði ekki með í kaupum á Sements- verksmiðjunni kom Norcem, norskur sementsframleiðandi, inn í tilboðið í staðinn. Norcem hafði verið tæknileg- ur ráðgjafi hópsins en jafnframt lýst áhuga á að eignast hlut í SV. For- senda samstarfs íslensku fyrirtækj- anna við Norcem er að rekstri SV verði haldið áfram. Norcem kemur inn í samstarfið með það fyrir augum að kaupa tiltekið magn af íslensku sementi til að selja á syllumörkuðum erlendis, þ.e. sértækum mörkuðum. Til að mynda þykir íslenskt sement henta vel til gangagerðar vegna kís- ilryks sem blandað er við sementið. Lægra verð heillar kaupendur Innkoma AP á íslenskan markað hef- ur haft veruleg áhrif á Sementsverk- smiðjuna. Í ársskýrslu verksmiðjunn- ar frá árinu 2000 er sérstaklega vikið að hinni nýtilkomnu samkeppni: „Lægra verð á danska sementinu miðað við íslenska hraðsementið virt- ist höfða til steypuframleiðenda og kallaði á viðbrögð frá Sementsverk- smiðjunni,“ segir orðrétt í skýrslunni. Síðar kemur fram að viðbrögðin felist í viðamiklu þróunar- og rannsóknar- verkefni, sem miðar að því að jafna samkeppnisaðstæður. Samstarfsaðil- ar SV í þessu verkefni voru meðal annars Björgun, BM Vallá og Steypu- stöðin, en tvö fyrrnefndu fyrirtækin standa nú að tilboði í Sementsverk- smiðjuna. Litlu aftar í skýrslunni seg- ir: „En íslenski sementsmarkaðurinn er svo smár að hann er ekki til skipt- anna, sérstaklega þar sem um lítinn innlendan framleiðsluaðila er að ræða. Þess vegna er mjög nauðsyn- legt að Sementsverksmiðjan spyrni við fótum í samkeppninni.“ SV hóf þegar framleiðslu á hrað- sementi til að keppa við danska sem- entið. Verð á sementi hefur lækkað um 25% frá árinu 2000 að því er fram kemur í athugasemdum við frumvarp til breytinga á lögum um Sements- verksmiðjuna sem samþykkt voru í mars á þessu ári. SV hefur reynt að mæta aukinni samkeppni með hag- ræðingu og breytingu á framleiðslu- ferlum en verksmiðjan hefur verið rekin með tapi sl. þrjú ár. Ekki ástæða til aðgerða Samkeppnisyfirvöld hafa þrisvar fengið mál tengd sementsmarkaði inn á borð til sín frá því AP kom inn á markaðinn. Í öllum tilvikum hefur niðurstaðan verið sú að ekki sé ástæða til athugasemda, þótt ásakan- ir um vafasama viðskiptahætti hafi gengið á milli þeirra tveggja fyrir- tækja sem mynda markaðinn. SV óskaði eftir því haustið 2001 að samkeppnisráð kannaði hvort AP bryti gegn góðum viðskiptaháttum. Niðurstaða áfrýjunarnefndar sam- keppnismála frá því í júlí 2002 var sú að ekki væri ástæða til aðgerða vegna athugasemdar SV. Í kjölfarið vildi SV að kannað yrði hvort AP hefði misnot- að markaðsráðandi stöðu en það mál hefur ekki verið tekið til umfjöllunar. Í byrjun ársins 2002 óskaði AP eftir því að samkeppnisráð kannaði hvort SV hefði brotið gegn góðum við- skiptaháttum. Því máli, líkt og máli SV á hendur AP, lyktaði með úr- skurði áfrýjunarnefndar samkeppnis- mála á þann veg að ekki væri ástæða til aðgerða. Sú niðurstaða var m.a. byggð á því að markaðurinn væri skil- greindur sem kaupendamarkaður og staða SV teldist ekki markaðsráðandi þrátt fyrir 70-80% hlutdeild á sem- entsmarkaði á þeim tíma. Í október árið 2001 sendi SV form- lega kvörtun til Eftirlitsstofnunar EFTA þess efnis að viðskiptahættir AP væru óeðlilegir. Endanlegur úr- skurður hefur ekki fengist í því máli en í forúrskurði ESA kemur fram að ekki sé ástæða til aðgerða. Tvær stórar á sömu hendi Þrjár steypustöðvar eru stærstu kaupendur sements í landinu. Þetta eru BM Vallá, Steypustöðin og Stein- steypan, einu stöðvarnar á höfuð- borgarsvæðinu. Samanlagt kaupa þessi þrjú félög megnið af öllu sem- enti sem framleitt er hérlendis eða flutt til landsins og nota til steypu- gerðar. Steinsteypan er yngst félaganna þriggja, stofnað 1993. BM Vallá hefur verið starfrækt frá 1969 og Steypu- stöðin er meira en hálfrar aldar gam- alt fyrirtæki, stofnað 1943. Fimm stærstu hluthafar Steinsteypunnar eiga nú einnig yfir helmingshlut í Steypustöðinni en samanlögð mark- aðshlutdeild þessara tveggja stöðva er um 50-60%. Í minnihluta í fyrsta sinn Í fyrsta sinn í þau 45 ár sem Sem- entsverksmiðjan hefur selt sement til íslenskra steypustöðva er komin upp sú staða að verksmiðjan er í minni- hluta á markaðinum. Markaðshlut- deild Aalborg Portland hefur aukist jafnt og þétt og var um fjórðungur fyrr á þessu ári. Með nýgerðum samningi við Steypustöðina fer hlutur danska framleiðandans hátt í 60%. Hlutföll á markaðnum hafa því nær snúist við. Á sama tíma missir Sem- entsverksmiðjan fimmtung tekna sinna með brotthvarfi Steypustöðvar- innar út hópi viðskiptavina. Hvert framhaldið verður á þessum markaði skýrist betur þegar íslenska ríkið hef- ur gengið frá sölu á Sementsverk- smiðjunni og þar með dregið sig út af markaði sem það var einrátt á í tæpa hálfa öld. Umrót á sementsmarkaði Einkavæðing Sementsverksmiðjunnar er á næsta leiti en staðan í samkeppni við Aalborg Port- land hefur aldrei verið lakari. Norsk sementsverksmiðja vill eignast hlut í verksmiðjunni Íslenskt sement leysti hið danska af hólmi við lok sjötta áratugarins þegar Sements- verksmiðja ríkisins hóf framleiðslu. Eyrún Magnúsdóttir kynnti sér sementið á mark- aðnum sem nú virðist vera í bland danskt, íslenskt og norskt. eyrun@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Sementsverksmiðjan hf. á Akranesi missir 20% tekna með missi viðskipta við Steypustöðina. Markaðshlutdeild Aalborg Portland tvöfaldast í kjölfarið. NORCEM er norskt fyrirtæki sem er í eigu þriðja stærsta sementsfyr- irtækis heims, Heidelberg Cement Group, sem er þýskt. Velta Heidelbergs á síðasta ári nam um 50 milljörðum norskra króna eða tæpum 530 milljörðum íslenskra króna og starfsmenn fé- lagsins eru yfir 35 þúsund talsins í 30 löndum. Í Noregi starfa um 500 manns hjá fyrirtækinu. Heidelberg er þekkt fyrir að starfa náið með heimamönnum á hverjum stað og nýta þá þekkingu sem til staðar er. Meðal stærstu hluthafa Heidel- bergs, og þar með Norcem, eru Deutsche Bank AG, tryggingafyrir- tækið Allianz AG og Schwenk GmbH & Co. KG. Norcem mun framleiða meiri- hluta þess sements sem nota á til byggingar á Kárahnjúkavirkjun en til þeirra framkvæmda þarf 100 þúsund tonn af sementi. Líklegt er talið að Norcem framleiði 60-65% sementsins í virkjunina en Sem- entsverksmiðjan 35-40%. Félögin tvö hafa þegar fengið úthlutað lóð- um á Reyðarfirði þar sem reisa á steypusíló. Þriðji stærsti sementsfram- leiðandi heims BYGGING Sementsverksmiðju rík- isins á Akranesi hófst árið 1955 en framleiðsla sements í verksmiðjunni hófst 1958. Fyrir þann tíma var not- að danskt sement til steypugerðar á Íslandi, meðal annars frá Aalborg Portland. Sementsverksmiðjan var gerð að hlutafélagi árið 1993 en þá var ráðherra jafnframt veitt heimild til sölu á fjórðungi hlutafjár í verk- smiðjunni. Sú heimild var aldrei nýtt. Innflutningi á dönsku sementi var hætt að mestu eftir 1958. SV sat því ein að sölu sements í landinu í 45 ár eða fram til ársins 2000 þegar danska Álaborgarsementið hóf inn- reið sína á íslenskan markað að nýju. Innflutningur á sementi var gef- inn frjáls árið 1970 þegar Ísland gekk í EFTA en í þrjátíu ár virtist eng- inn sjá sér hag í að koma inn á markaðinn. Tekjur SV á síðasta ári voru 1.060 milljónir króna. Starfsmenn eru 65 en þess má geta að í kringum 1980 voru starfsmenn þrefalt fleiri eða um 185 talsins. Ein á markaði í nær hálfa öld DANIR hófu framleiðslu á sem- enti um miðja 19. öld. Hlutafélagið Aalborg Portland-Cement-Fabrik var stofnað hinn 16. október 1889. Aalborg Portland A/S er nú eina sementsverksmiðjan í Danmörku. Um helmingur framleiðslu Aalborg Portland er nýttur á heimamarkaði en helmingur er fluttur út til alls 70 landa. Útflutningur á dönsku sem- enti hefur aukist á síðustu árum og AP er nú stærsti útflytjandi á hvítu sementi í heiminum. Aalborg Portland á Íslandi var stofnað í upphafi árs 2000 en það er dótturfélag danska hlutafélags- ins. Velta móðurfélagsins á síðasta ári nam ríflega 18 milljörðum ís- lenskra króna. Danirnir koma

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.