Morgunblaðið - 26.06.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.06.2003, Blaðsíða 1
26. júní 2003 Fiskeldi Eyjafjarðar leggur áherzlu á seiðaframleiðslu. Miklar breytingar á Bjarna Sæmundssyni og sæljónaskilja. Landiðogmiðin Sérblað um sjávarútveg úrverinu NORÐMENN flytja mikið af heilum, óunnum fiski úr landi til vinnslu annars staðar. Á síðasta ári fluttu þeir þannig út 27.500 tonn af heilfrystum þorski til ann- arra landa og á fyrstu fimm mán- uðum þessa árs nemur útflutning- urinn 12.400 tonnum. Undanfarin ár hefur mest af þessum fiski farið til Portúgals og er svo enn. Á síðasta ári fluttu Norðmenn út 10.600 tonn af heilfrystum þorski til Portúgals, 4.350 tonn til Kanada og 3.600 tonn til Kína. Á fyrstu fimm mánuðum þessa árs hafa þeir flutt út 3.800 tonn til Portúgals, 2.800 til Kanada, 2.100 til Kína og 1.600 til Spánar. Um þetta er fjallað í norska sjávarútvegsblaðinu Fiskaren í síðustu viku. Talað hafi verið um að norskri fiskvinnslu stafi veruleg ógn af Kína. Svo sé hins vegar ekki. Það sé Portúgal sem er stærsta ógnin. „Kína var vissulega í öðru sæti í fyrra, en á fyrstu mánuðum þessa árs fer mest til Portúgals,“ segir Fiskaren. Kínverjar flaka sinn þorsk og selja úr landi á lægra verði en vestrænar þjóðir á mörkuðum í Bandaríkjunum og Evrópu. Portú- galirnir kaupa mikið af hausuðum, heilum þorski og þýða hann upp og salta fyrir heimamarkað. Fyrir vikið kaupa þeir minna af þurrk- uðum saltfiski frá Noregi og virð- isaukinn flyzt allur frá Noregi til Portúgals. Óunninn þorskur til Portúgal               ! "             ÍSLAND selur Bretum meira af sjávarafurðum en nokkur önnur þjóð. Sé litið á helztu afurðaflokk- ana seldu Íslendingar Bretum fisk og fiskafurðir fyrir 237 milljónir punda eða 29,2 milljarða króna á núverandi gengi. Íslendingar eru efstir á blaði í ferskum fiski, fryst- um og tilbúnum afurðum. Lítilsháttar aukning Bretar fluttu alls inn 565.000 tonn af fiski og fiskafurðum á síðasta ári að verðmæti 1,3 milljarða punda eða 158,5 milljarða króna. Það er 2% aukning í magni talið en sama verðmæti og árið áður. Mest aukn- ing varð í innflutningi á ferskum hausuðum fiski, eða 9% í verðmæt- um talið. Útflutningur Breta á fiski nam 325.000 tonnum og var það sama magn og árið áður. Uppistað- an er makríll, 101.000 tonn.Verð- mætin voru 71,5 milljarðar króna og jukust um 1%. Mest aukning var í útflutningi á hausuðum frystum fiski, 13% í magni og 9% í verðmæti. Ísland með tæpan þriðjung Innflutningur Breta á ferskum fiski nam 89.000 tonnum í fyrra og er það nánast það sama og árið áður. Heildarverðmæti voru 154 milljónir punda, 18,9 milljarðar króna. Sé lit- ið á verðmæti trónir Ísland á toppn- um með 48 milljónir punda, 6 millj- arða króna, eða rétt tæpan þriðjung heildarinnar. Bakvið þessi verð- mæti eru 17.500 tonn, en það er ríf- lega 11.000 tonnum minna en árið áður. Skýringin liggur að hluta til í minni aflaheimildum í þorski. Færeyingar fylgja fast á eftir okkur í verðmætum talið með 44 milljónir punda eða 5,4 milljarða króna. Magnið hjá þeim er hins vegar mun meira eða 29.00 tonn og er það aukning um ríflega 12.000 tonn. Þar liggur skýringin í aukn- um afla. Næsta þjóð er Írland með 14,3 milljónir punda, 8 milljarða króna og 25.000 tonn. Skýringin á lágu verði er sú að megnið af fisk- inum er makríll, sem er mun ódýr- ari en þorskur og ýsa. Minna af freðfiski Innflutningur Breta á frystum fiski var 188.000 tonn á síðasta ári að verðmæti 53,9 milljarðar króna. Það er samdráttur um ríflega 12.600 tonn, en verðmætið er svip- að. Ísland trónir enn á topnum hvað verðmæti varðar eða 86 milljónir punda, 10,6 milljarða króna. Að baki því verðmæti liggja 28.300 tonn, sem er litlu meira en árið áð- ur, en verðmætið hefur aukizt um 5 milljónir punda, 615 milljónir ís- lenzkra króna. Næstir koma Rúss- ar með 73,3 milljónir punda, 9 millj- arða króna, en magnið hjá þeim er mun meira eða 38.000 tonn. Af öðr- um þjóðum má nefna Norðmenn með 7,9 milljarða og 27.000 tonn, Dani með 5,9 milljarða og 17.000 tonn, Þýzkaland með 4 milljarða og 14.200 tonn, Færeyjar með 3,8 milljarða og 10.600 tonn og Kína með 2,7 milljarða og 11.400 tonn. Mest verðmæti frá Íslandi Bretar juku innflutning á tilbúnum fiskréttum um 10.000 tonn og fluttu alls inn 222.000 tonn að verðmæti 56,3 milljarða króna. Enn er Ísland efst á verðmætaskalanum með 8,3 milljarða króna og 19.000 tonn. Uppistaðan í þessu er pilluð rækja. Sé loks litið á fiskimjöl og lýsi nam innflutningur Breta á síðasta ári 248.000 tonnum að verðmæti 14,5 milljarða króna. Samdráttur í magni var verulegur eða ríflega 60.000 tonn. Vegna verðhækkana frá árinu áður var samdráttur í verðmæti óverulegur. Langmest af þessum afurðum kaupa Bretar frá Íslandi, 77.200 tonn að verðmæti 4,4 milljarðar króna. Norðmenn koma næstir með 3,2 milljarða og 52.400 tonn. Perú er í þriðja sæti með 1,4 milljarða og 31.000 tonn og í því fjórða er Danmörk með 1,2 millj- arða og 20.000 tonn. Sjáum Bretum fyrir fiskinum Útflutningur helztu afurðaflokka skilaði tæpum 30 milljörðum króna á síðasta ári á núverandi gengi    # $ % & $ '  (  )  * + (&, - * . . . . . .  . VERÐ á ufsa á innlendum fisk- mörkuðum hefur hrunið síðustu daga. Verð á kíló hefur farið allt nið- ur í 6 krónur og meðalverð hangið í 15 til 20 krónum, jafnvel farið niður fyrir 10 krónur á einstaka fiskmörk- uðum. Skýringin er lítil eftirspurn vegna erfiðleika í vinnslunni og mik- illar sölutregðu. Meðalverð á óslægðum ufsa í apr- íl á fiskmörkuðum var tæpar 39 krónur og hafði þá lækkað um 21% frá síðasta mánuði. Verð á slægðum ufsa var þá 53 krónur og hafði lækk- að um 8%. Verð á ufsa í Bretlandi í síðustu viku var að meðaltali 48 krónur, en 87 krónur í Þýzkalandi. Hallgrímur Guðmundsson á Fisk- markaði Íslands í Ólafsvík segir að verðið á ufsanum hafi hrunið síðustu daga. Á mánudag hafi lægst verð verið 7 krónur og 11 hið hæsta. Það séu fáir kaupendur að ufsanum núna og skýringin sé að afurðasalan gangi mjög illa. Framboðið sé reyndar ekki mikið heldur því fáir leggi sig eftir ufsa núna. Þetta sé fyrst og fremst meðafli hjá skak- körlum og togurum. Þá bendir Hall- grímur á að verð á löngu hafi einnig hrunið. Það hafi lengst af verið um 100 krónur á kílóið, en sé nú komið niður í 20 til 40 krónur. Aðrar teg- undir haldi sér þokkalega og stóra ýsan sé farin að hækka á ný, en hún fari að mestu í flug. Halldór Pétursson, fiskverkandi í Garði, er einn þeirra sem kaupa ufs- ann. Hann saltar hann og þurrkar fyrir markaðinn í Puerto Rico. „Það er afar erfitt að losna við ufsann um þessar mundir. Frystitogararnir veiddu til dæmis töluvert síðasta haust og ég held að þeir séu varla farnir að losna við hann enn. HB og ÚA hafa verið að bjóða mér ufsa og Grandi, sem er töluvert í ufsanum, hefur ekki séð sér hag að því að koma inn á markaðinn, þrátt fyrir að verðið sé komið svona langt nið- ur. Afurðaverðið og gengið er að fara með þetta allt saman. Lækkunin á Puerto Rico er orðin 30 til 40%, bara í genginu. Svona lækkun verður ekki mætt með öðru en lækkun á hráefnisverði, því ekki lækkar mað- ur launin, umbúðakostnað eða kostnað við flutninga. Flutnings- kostnaðurinn hér innanlands er gíf- urlega hár. Flytji maður fisk frá Patreksfirði í Garðinn kostar það svipað og að flytja hann héðan og til Portúgals,“ segir Halldór Péturs- son. Ufsaverðið hrunið Sölutregða og hátt gengi valda lækkun afurðaverðs LÆKNINGABÓK sjófarenda er heitið á nýútgefinni bók sem ætluð er sjómönnum og þeim sem vinna hættuleg störf eða ferðast í óbyggð- um. Siglingastofnun Íslands gefur bókina út í samvinnu við Landlækn- isembættið, Stýrimannaskólann í Reykjavík og Langtímaáætlun í ör- yggismálum sjófarenda 2001–2003. Bókin, sem er 220 bls., er samin af dönskum læknum með sérþekk- ingu á heilbrigðismálum sjómanna í samvinnu við sjómenn og aðra sem tengjast sjávar- útvegi og sigl- ingum. Bókin, sem er þýdd af Kristni Sigvalda- syni, yfirlækni á Landspítala– háskólasjúkra- húsi, skiptist í 38 efnisflokka og eru skýringarmyndir á hverri opnu. M.a. er sérstakur kafli um hvernig skuli tekið á móti björg- unarþyrlu og um flutning sjúklings frá skipi með leiðbeiningum frá Landhelgisgæslu Íslands. Bókin er sérstaklega samin og sniðin að fjar- lækningum og nútíma fjarskiptum. Lækninga- bók fyrir sjófarendur MEST af innfluttum botnfiski til vinnslu í fyrra var flutt inn frá löndum í Austur-Evrópu, 15.500 tonn. Tæplega 9.700 tonn af rækju komu einnig til landsins frá Austur-Evrópu. Uppsjávaraflinn kom allur frá öðrum Evrópulöndum og mest af rækjunni eða 24.400 tonn. Þá komu 1.700 tonn af rækju frá löndum utan Evrópu. Verðmæti fiskaflans frá Austur-Evrópu var 1,8 milljarðar króna, 3,9 milljarðar frá öðrum Evr- ópulöndum og 226 milljónir frá löndum utan Evrópu. Það voru Norðmenn sem seldu okkur mest af fiski á síðasta ári. Alls lönduðu þeir 52.400 tonnum af fiski hér að verðmæti 2,8 milljarðar króna. Mest af þessu var uppsjávarafli, 30.600 tonn, en næstmest var af rækju, 21.500 tonn að verðmæti 2,5 milljarðar króna. Grænlend- ingar voru í öðru sæti með 38.000 tonn, nær eingöngu uppsjávarfisk. Færeyingar voru í þriðja sæti með 23.000 tonn, nær eingöngu uppsjáv- arfisk og Danmörk í því fimmta með 21.500 tonn, uppistaðan uppsjáv- arfiskur. Botnfiskurinn frá A-Evrópu MEÐ tilkomu Versins á ný hafa orðið ýmsar breytingar frá því sem verið hefur. Til að auka rými í blaðinu hefur kortið með staðsetn- ingu fiskiskipanna verið minnkað og hið vikulega yfirlit yfir afla skip- anna verið fært yfir á netið á mbl.is. Þar er það öllum opið. Til að finna það er fyrst farið á mbl.is. Síðan er smellt á reitinn Morgunblaðið. Þar neðst til hægri er reitur sem heitir aukaefni og í honum er svo smellt á aflatölurnar. Afli á mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.