Morgunblaðið - 26.06.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.06.2003, Blaðsíða 2
2 C FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ NÚR VERINU F ISKELDI Eyjafjarðar er orðið 16 ára gamalt fyr- irtæki. Stofnun þess má rekja til þess að árið 1986 höfðu Ólafur Halldórsson og Erlendur Jónsson unn- ið að athugun á því hvort skynsamlegt gæti verið að fara út í þorsk- og lúðueldi. Niðurstaðan varð sú að báðar tegundirnar væru áhugaverðar, en þó væri rétt að byrja á lúðunni. Fyrstu lúðuseiðin voru framleidd árið 1990 og fyrsta eldislúðan seld 1999. 16 manns starfa við eld- ið á Íslandi en í hlutdeildarfyrirtækinu Scoti- an Halibut í Kanada starfa 15. Með helming allra lúðuseiða „Eftir þessi 15 ár höfum við náð góðum tök- um á framleiðslu lúðuseiða og erum reyndar með helminginn af allri lúðuseiðaframleiðslu í heiminum. Á þessu ári erum við svo að byrja að huga að framleiðslu á þorskseiðum,“ segir Jón Hallur Pétursson, formaður stjórnar Fiskeldis Eyjarfjarðar. „Fiskeldi Eyjafjarðar er í dag eignarhaldsfélag sem á hlut í tveimur fyrirtækjum, Fiskey, sem starfar hér heima. Sú starf- semi felst í seiðaframleiðslu á Hjalt- eyri og matfiskeldi í Þorlákshöfn. Svo á félagið helminginn í Scotian Halibut, sem er á sunnanverðu Nova Scotia í Kanada. Það er svona aðeins minni útgáfa af því sem við erum að gera hér og það eigum við með heimamönnum. Á síðasta ári framleiddum við rúmlega 400.000 seiði hér á landi og við áætlum að framleiða um 700.000 á þessu ári og milljón á því næsta. Þá er stefnt að því að fara í 500.000 seiða framleiðslu í Kan- ada. Matfiskeldið hér heima er áætlað um 140 tonn á þessu ári og 70 tonn í Kanada. Tekjurnar af rekstrinum koma þá fyrst og fremst af framleiðslu og sölu á seiðum. Afkastageta í matfiskeldinu í Þor- lákshöfn svarar til um 50.000 seiða á ári. Við seljum því yfir 90% af seiðaframleiðslu þessa árs. Stærsti kaupandinn hefur verið Marine Harvest í Rogalandi í Noregi undanfarin fjögur ár og á þessu ári ætlum við að stærsti hluti seiðanna fari til Noregs. Á síðasta ári seldum við tveimur fyrirtækjum seiði en á þessu ári verða þau fjögur til fimm. Samstarfið í Kanada hófst með því að við fluttum út 50.000 seiði á ári fyrstu þrjú árin til áframeldis. Þeir eru núna byrjaðir að framleiða eigin seiði og gera ráð fyrir að framleiða allt að 250.000 seiði á þessu ári. Upphaflega var ætlunin að ala seiðin áfram á landi og hafa stjórn á allri keðjunni frá hrogni á markað. Síðan hefur verið mikil þró- un í áframeldi á lúðu í sjó. Til dæmis er öll lúðan alin áfram í sjó í Noregi og það er einn- ig að hefjast í Kanada.“ Mikill flutningskostnaður Hvernig verður starfsemin í framtíðinni? „Við erum nú að skoða það hvernig við stöndum að rekstrinum í Þorlákshöfn til framtíðar. Raunin er sú að við erum að hagn- ast á seiðaframleiðslunni en tapa í áframeld- inu. Við höfum þörf á töluverðu áframeldi á lúðu á Íslandi til að viðhalda klakfiskinum og nota hann í kynbætur. Ef við berum saman framleiðslukostnað hér á landi við Kanada, þá njóta þeir nálægðarinnar við markaðinn sem sést bezt á muni á flutningskostnaði. Flutn- ingurinn frá Nova Scotia kostar 15 til 20 krónur á kíló, en frá Íslandi kostar hann 130 krónur. Munurinn er því góðar hundrað krónur sem gæti verið um 15% af afurðaverð- inu og það munar um minna. Við sjáum því ekki fyrir okkur að það verði stórfellt lúðu- eldi á Íslandi fyrir Ameríkumarkaðinn. Það gæti hins vegar verið skynsamlegt að ala hér lúðu fyrir markaði í Evrópu. Með þetta í huga erum við að skoða það hvort rétt sé að tvöfalda framleiðsluna í Þor- lákshöfn úr 150 tonnum í 300 eða fara út í stór- seiðaeldi, ala seið- in upp í 300 gramma þyngd og flytja þau þann- ig út. Þetta er enn á teikniborðinu hjá okkur og engar ákvarðanir hafa verið teknar.“ Hvað tekur eldið langan tíma? Skilaverð um 550 til 650 krónur „Þetta er fremur tímafrekur ferill, en það tekur fjögur til fimm ár frá hrogni þar til lúð- an er orðin að markaðshæfri vöru, en lúðan er fjögur til fimm kíló þegar hún er seld. Hængurinn verðar reyndar kynþroska mun fyrr en hrygnan og því er hann seldur fyrr, eða eftir tvö til þrjú ár og er hann um 2,5 til 3 kíló að þyngd. Skilaverð á lúðunni hefur verið um 550 til 650 krónur á kíló. Eldislúðan er í sjálfu sér ný á markaði. Við seldum á síð- asta ári um 120 tonn en við áætlum að í heild- ina verði seld 700 til 1.000 tonn af eldislúðu á þessu ári, mest frá Noregi og Skotlandi. Því má segja að markaður bara að verða til núna fyrir lúðuneyzlu í Skan Veiði á lúðu í Atlantsh ári, en stærsti marka Norður-Ameríku. Kyrr eins og frænka henn /0!123    456 455 4 4" 4 4 47 48 9       ": "7 " " 6 : 7   "  #$$   "    %  & "8 ; < %'(  8  ; < "    : ; <  !"#  # Fiskeldi Eyjafjarð leiðslu á milljón lú Fiskeldi Eyjafjarðar er stærsti framleiðandi lúðuseiða í heiminum. Stefnt er að því að framleiða milljón seiði á Ís- landi á næsta ári og 400.000 í Kanada. Hjörtur Gíslason ræddi við Jón Hall Pétursson, formann stjórnar félagsins, um gang mála. Hann segir aðaláherzluna vera á framleiðslu og sölu seiða, en stofnað hefur verið sérstak félag um fram- leiðslu þorskseiða á næstu árum. Stofnað hefur verið fyrirtækið Icecod til að framleiða og kynb NÝSJÁLENDINGAR hafa nú hannað skilju í troll, sem skilur út sæljón, seli og smærri hvali. Skilj- an hefur þegar skilað góðum ár- angri og ljóst er að hún dregur verulega úr drápi á sæljónum við smokkfiskveiðar við Nýja-Sjáland. Skiljan er grind, sem sett er inn í trollið rétt fyrir framan pokann. Rimlarnir í grindinni eru það þétt- ir að sæljónin sleppa ekki í gegn, en grindin hallast þannig að sæ- ljónin leita upp í efra byrði trolls- ins, en þar er eins konar lúga, sem hleypir þeim út. Smokkfiskurinn fer hins vegar í gegnum grindina og inn í pokann, þar sem hann sleppur auðveldlega á milli riml- anna. Sama hugmynd er notuð við rækjuveiðar hér við land. Þar er notuð rist sem skilur fiskinn út á sama hátt. Loks eru til skiljur sem skilja smáfiskinn út, en beina stærri fiskinum áfram inn í pok- ann. Þá eru Nýsjálendingar að þróa búnað til að halda fuglum frá skip- unum. Fugladauði hefur verið nokkurt vandamál við Nýja-Sjá- land, en þá festast fuglarnir ýmist í trolli skipsins eða línu, þegar veið- arfærin eru tekin eða látin fara. Til að halda fuglunum í meiri fjarlægð frá skipunum eru áberandi kefli hengd á grindur við skut skipsins, til að það líti út fyrir að vera bæði breiðara og lengra en það er. Þannig hefur tekizt að halda fugl- inum í meiri fjarlægð frá skipinu en áður og því fer hann minna í veiðarfærin. Sæljónin lenda á skiljunni í trollinu sem beinir þeim upp og út um eins konar þakglugga á efra byrði trollsins. Þau að sleppa ósködduð út. Sæljónin skilin frá smokknum Fuglafælan virkar þannig að hengd eru áberandi kefli á síður skipsins og skut svo það virðist stærra. Fuglarnir halda sig þá fjær en áður.                                     !"  #    $    %         &      $     #  '    (     )   *     *   +,   -.     !     (     (!  *#       /        0           &!  1  1      /#    -                 * #      2 *  #     3  #  0           > $! , ,       ()*  '  +,   #    ?    # ;    (    (*   1                     ")- ./"* $0  "1*%*                                !  )&     1     

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.