Morgunblaðið - 26.06.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.06.2003, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 2003 C 3 NÚR VERINU Spjaldadælur Einfaldar, tvöfaldar, þrefaldar Stærðir: 6 - 227 cm3/sn. T6 240 bar, T7 300 bar Spilverk ehf. Skemmuvegi 8, 200 Kópavogi, sími. 544 5600, fax. 544 5301 Til sölu m/b Sæfaxi VE-30 sskr 0244. Gott verð. Skoða öll tilboð. Upplýsingar í síma 456 2113 og eða á jonp@centrum.is. rinn fyrir eldislúðu sé a. Hins vegar er hefð ndinavíu og Skotlandi. hafi er um 4.000 tonn á ðurinn fyrir lúðu er í rahafslúðan er nánast nar úr Atlantshafi og markaðurinn gerir yfirleitt ekki greinarmun á þessum tegundum, þótt ívið hærra verð fá- ist fyrir Atlantshafslúðuna.“ Góður markaður fyrir lúðu „Úr Kyrrahafinu eru árlega veidd um 35.000 tonn. Sú lúða er veidd frá því í miðjum marz og fram til nóvember. Síðan er veiðibann í þrjá til fjóra mánuði, bæði til að vernda hrygningarstofninn og eins af veðurfarsleg- um ástæðum. Það er einmitt á þessum tíma þegar vantar lúðu á markaðinn sem við erum að selja megnið af okkar lúðu. Það hefur því ekki verið neitt vandamál að selja lúðuna. Eins og áður kom fram ætti að vera raunhæft að ala lúðu hér á landi fyrir Evrópumarkað. Það eru örar skipaferðir til Evrópu og lúðan geymist vel. Það þarf einfaldlega að vinna meiri heimavinnu í matfiskeldinu áður en við getum sagt hvað úr því verður.“ Hvað með þorskeldi? Kynbætur mikilvægar „Við höfum stofnað fyrirtækið Icecod ásamt Stofnfiski, Hafrannsóknastofnun og Þorski á þurru landi. Tilgangur þess er að þróa þorsk- seiðaframleiðslu hér á landi. Eigi þorskeldi að verða arðbært á íslandi byggist það á mjög góðum seiðum sem vaxa hratt, helzt hraðar en seiðin hjá keppinautunum til að við verðum samkeppnisfærir. Undirstaðan verða því öflugar kynbætur. Það er hins vegar langtíma verkefni og við vonumst til að á 7 til 12 árum sjáum við mikinn árangur af þessu starfi. Það tekur nokkrar kynslóðir á ná kyn- bótunum en þorskurinn verður kynþroska um þriggja ára í eldi. Til að byrja með verður seiðaframleiðslan væntanlega á Stað, tilraunastöð Hafrann- sóknastofnunar í Grindavík. Kynbótastarfið verður svo væntanlega hjá Stofnfiski og síðan má nýta þekkingu Fiskeldis Eyjafjarðar á framleiðslu lúðuseiða við þorskseiðin líka. Ekki hafa verið sett nein ákveðin markmið um fjölda seiða, en hann mun ráðast af eftir- spurn hér á landi, en framleiðslan gæti kannski verið 300.000 til 500.000 seiði á ári fyrstu árin.“ Ekki í matfiskeldi „Það er ekki ætlun okkar að vera í matfisk- eldi heldur að vera með á boðstólum góð seiði sem vaxa hratt. Það er svo annarra að taka áframeldið og koma fiskinum á markað. Þá horfum við til þess áhuga sem sjávarútvegsfyrir- tækin hafa sýnt á þorskeldi. Við sjáum hvað Samerji er búinn að leggja mikið undir í laxeldi og það er mikil þekk- ing á áframeldi í sjó að verða til. Síldarvinnslan í Neskaupstað hefur verið að taka þorsk til áfram- eldis. Það hefur ÚA einnig gert, Gunn- vör í Hnífsdal, Þórsberg á Tálknafirði, Guð- mundur Runólfsson hf. í Grundarfirði, Eskja á Eskifirði og margir fleiri. Það eru því ábyggilega um tugur aðila, sem er að gera einhverjar tilraunir í áframeldi á þorski. Við gerum því ráð fyrir því að þessir aðilar kaupi af okkur seiðin og ali þau áfram og komi þeim á markað. Í þessum fyrirtækjum er mikil þekking á fiskvinnslu og markaðssetn- ingu sjávarafurða. Við teljum okkur því vera að gera það sem við erum beztir í, það er að klekja út seiðum og kynbæta þau. Síðan koma þeir sem kunna á vinnsluna og mark- aðinn og taka við. Við þurfum að hafa það í huga að þorskeldi á Íslandi er langtíma verk- efni. Ef við náum að hagnast á þorskeldi á Ís- landi verður það vart fyrr en eftir 7 til 12 ár,“ segir Jón Hallur Pétursson. /0!123    455 4 4" 4 4 47 48 7 8  8  "8 " 8    !     $% #& #    ;  '<  7=8 ðar stefnir á fram- úðuseiðum árlega bæta þorskseiði, 300.000 til 500.000 seiði fyrstu árin Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Jón Hallur Pétursson formaður stjórnar Fiskeldis Eyjafjarðar. Morgunblaðið/Þorkell SJÁVARSAFNIÐ á Norðurtanga í Ólafsvík var formlega opnað á sjómannadaginn. Það er stofnað og rekið af þremur einstaklingum, þau eru Jenný Guðmundsdóttir verslunarmaður, Svanhildur Egils- dóttir líffræðingur og Jóhannes Ólafsson prentari. Framkvæmdir við safnið hafa verið kostaðar með styrkjum frá fjárlaganefnd, hér- aðsnefnd Snæfellinga og Snæ- fellsbæ auk styrkja og framlaga frá ýmsum fyrirtækjum og ein- staklingum. „Kostnaður við endurbætur á húsnæði og uppbyggingu safnsins er kominn í eða yfir tíu milljónir og er nokkur hluti þess fenginn að láni hjá Sparisjóði Ólafsvíkur. Það skal tekið fram að ástæðan fyrir því að við fórum út í þetta var og er ekki gróðavon heldur áhugi á að auka við það sem heimamönn- um og ferðamönnum stendur til boða þegar ferðast er um byggð- arlagið,“ segir Jóhannes. Ætlunin að fjölga búrum „Hugmyndin að safninu kviknaði ’97 eða ’98 og 1998 var boruð hola á uppfyllingu við Norðurgarðinn en þaðan fáum við sjóinn í safnið. Ástæðan fyrir því að við boruðum holuna í gegnum uppfyllinguna er sú að þá síast sjórinn í gegnum efnið í uppfyllingunni og við losn- um við gróður og þörunga úr sjón- um. Sjónum er síðan dælt 250 metra leið upp í hús. Í húsinu eru þrjú 4.500 lítra búr og tvö 1.500 lítra. Á næstu tveimur árum er ætlunin að fjölga stóru búrunum í níu og bæta við nokkrum 100 lítra búrum auk svokallaðrar busllaug- ar en þar geta börnin komist í beina snertingu við lifandi snigla, krabba, skeljar og ef til vill fiska. Véla- og tækjasafn? Húsnæðið sem við eignuðumst árið 2000 er samtals um 1.350 fm en enn sem komið er notum við ekki nema 450 fm. Við höfum boðið héraðsnefnd Snæfellinga að nota húsið með okkur og er þá hægt að hugsa sér að hluti hússins sé geymsla fyrir nefndina en stærstur hluti þess sé véla og tækjasafn með tengingu í útgerðarsögu Breiðafjarðar. Það er algjör skömm að því hve illa hefur verið hugsað um að varðveita gömul spil og önnur tæki úr bátum. Hugmynd er um að setja þarna inn brú (stýrishús) af báti og setja í hana gömul tæki sem tilheyra, sem jafnvel yrðu gangsett, en okk- ur hefur ekki borist svar frá hér- aðsnefndinni. Ef hún þiggur ekki boðið ráðumst við í þetta sjálf. Þá tekur þetta bara lengri tíma. Koma færandi hendi Íbúar Snæfellsbæjar hafa verið mjög duglegir við að heimsækja okkur, um 600 manns frá opnun á sjómannadaginn og hafa margir komið færandi hendi, talsvert hef- ur borist af gömlum munum, upp- stoppuðum fuglum og dýrum. Sjómenn hafa verið mjög dug- legir við að færa okkur fiska og aðrar lífverur úr hafinu. Auk fiskanna í búrunum erum við með uppstoppaðan skötusel sem veiddist líklega 1996 og er 133 cm langur, í safninu er einnig eggjasafn sem Torfi Sigurðsson á og einstakt skelja og krabbasafn sem líklega er eitt stærsta safn sem er í eigu einstaklings en eig- andi þess er Gunnþór Sólmunds- son,“ segir Jóhannes Ólafsson. Morgunblaðið/Alfons Þorskurinn skoðaður í Ólafsvík. Fiskar, egg og skeljar Sjávarsafnið í Ólafsvík hefur verið opnað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.