Morgunblaðið - 27.06.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.06.2003, Blaðsíða 1
Reuters ÍSRAELSKIR lögreglumenn fjarlægja gyðinga á Vesturbakkanum sem mótmæltu Vegvísinum til friðar í Mið-Austurlöndum og niðurrifi byggða ísraelskra landtökumanna. Vegvísinum mótmælt STOFNAÐ 1913 171. TBL. 91. ÁRG. FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Ung á fund bæjarstjóra Fimm ára stúlka meiddi sig á göngustíg og vill úrbætur 22 Til æfinga í útlöndum Þórey Edda stangarstökkvari flytur til Þýskalands til æfinga Íþróttir 45 Á VINSÆLUSTU gönguleiðinni í Hveradölum í Kerling- arfjöllum hefur brotist út mikið og fallegt leirgos, ná- kvæmlega undir stígnum sem troðinn hefur verið af fólki í áranna rás. Gosið er jafn tilkomumikið að sjá úr fjarska og það er varasamt í nánd en þarna hafa myndast tveir gígar og gleypti annar þeirra fljótlega eina göngustiku sem stóð beint yfir hverastæðinu og hinn gígurinn spýr leirslettum hátt í loft með miklum drunum. Ekki þarf að koma á óvart að leirgosið hafi brotist út á þessum stað þar sem Hveradalir eru eitt mesta háhitasvæði landsins og hitinn leitar upp á yfirborðið þar sem fyrirstaðan er minnst. Geta hverir myndast nánast hvar sem er og strítt leiðsögumönnum sem þurfa að breyta gönguleiðunum jafnóðum. Talið er að leirhverirnir hafi myndast í vor, en fram að því voru þeir einungis á stærð við lítinn matar- disk og lítt ógnandi. Nú er hins vegar vissara að sýna fyllstu aðgát. Gönguleiðin er enn fær þrátt fyrir ærslin í hverunum, en göngumenn þurfa að sneiða hjá hverunum og gæta þess að fara ekki of nálægt vegna hættu á að fá yfir sig brennandi heitar leirslettur. Morgunblaðið/Örlygur Steinn Sigurjónsson Glæsilegt leirgos braust út á miðjum gönguslóða Tilkomumikið að sjá í fjarska en varasamt í nánd Eðvarð Hallgrímsson, staðarhaldari í Kerlingarfjöllum, kannar verksummerki á gönguleiðinni. PALESTÍNSKIR embættismenn sögðu í gær að leiðtogar herskárra hreyfinga Palestínumanna myndu tilkynna þriggja mánaða vopnahlé á næstu dögum, líklega fyrir komu þjóðaröryggisráðgjafa Bandaríkjanna til Ísraels um helgina. Ekkert lát var þó á ofbeldinu í gær. Ísraelskir hermenn stöðvuðu fjóra Palestínu- menn sem voru með tvo pakpoka fulla af sprengi- efni nálægt Vesturbakkanum. Tveir Palestínu- mannanna féllu í átökum og hinir voru handteknir. Fyrr um daginn skaut 15 ára Palestínumaður ísr- aelskan símvirkja til bana í grennd við Vestur- bakkann og særðist síðan alvarlega í skotbardaga við öryggisvörð. Vopnaður hópur, sem tengist Fatah-hreyfingu Yassers Arafats, leiðtoga Palest- ínumanna, kvaðst hafa staðið fyrir árásinni. Palestínumenn skutu einnig sprengjum og heimagerðum flugskeytum á byggðir gyðinga á Gaza-svæðinu og ísraelskt þorp. Sendimenn Marwans Barghoutis, palestínsks uppreisnarleiðtoga sem er í fangelsi í Ísrael, hafa annast milligöngu um vopnahléssamning við leið- toga palestínsku hreyfinganna Hamas og Jíhad. Yasser Arafat sagði í gær að búist væri við form- legri vopnahlésyfirlýsingu „á næstu klukkustund- um“ en hátt settur palestínskur embættismaður sagði síðar að vopnahléið yrði líklega tilkynnt fyrir komu Condoleezzu Rice, þjóðaröryggisráðgjafa Bandaríkjanna, til Ísraels annað kvöld. Leiðtogar Hamas og Jíhad sögðu að lokaákvörðun um vopnahlé yrði tekin „á næstu dögum“. Ísraelar hætti öllum hernaði Leiðtogar hreyfinganna segja að vopnahlés- samingurinn sé ekki endanlegur. Stjórnvöld í Ísr- ael og Bandaríkjunum hafa látið í ljósi efasemdir um gildi hans og sagt að palestínsk yfirvöld þurfi að afvopna hreyfingarnar. Palestínsku hreyfingarnar hafa óskað eftir tryggingu fyrir því að Ísraelar hætti öllum hern- aðaraðgerðum, meðal annars banatilræðum við Palestínumenn sem sakaðir eru um að vera við- riðnir árásir á Ísraela. Nabil Abu Rdeneh, ráðgjafi Arafats, sagði að Palestínumenn biðu enn þess að Bandaríkjastjórn héti því að knýja Ísraela til að hætta tilræðunum. Palestínumenn boða vopnahlé um helgina Jerúsalem, Ramallah. AP, AFP. Plastpokarnir eru misdýrir í versl- unum en hjá Coop Danmark kosta þeir á bilinu 25 til 30 ísl. krónur. Það er oft um eitt prósent af venjulegum innkaupum. Hluti af pokaverðinu rennur til ríkisins sem umhverfis- gjald, samtals rúmlega 2 milljarðar ísl. króna árlega, en eins og fyrr seg- ir er hagnaður verslunarinnar tæp- lega 3,6 milljarðar króna. Sagði frá þessu í Jyllands-Posten í gær. Með léttustu pokana Coop Danmark er með um þriðj- ung smásöluverslunarinnar í Dan- mörku í sínum höndum og veltir ár- lega rúmlega 347 milljörðum ísl. króna. Á síðasta ári var hagnaður samsteypunnar um 3,85 milljarðar ísl. króna og kunnugir menn telja, að hagnaður hennar af pokasölunni hafi þá verið allt að 1,8 milljarðar króna eða næstum helmingur alls hagnað- arins. Umhverfisgjaldið til ríkisins er miðað við þyngd en Coop-verslanirn- ar spara sér það að nokkru með því að vera með léttustu pokana. Segja forsvarsmenn þeirra, að léttir pokar og þar með minna plast sé þeirra framlag til umhverfismála en þeir vilja ekki staðfesta neinar tölur um hagnaðinn af sölunni, segja aðeins, að hann sé „ágætur“. Pokasalan sögð hrein gullnáma Næstum hálfur hagnaður Coop Danmark sagður vera af pokunum AÐ SÖGN Bjarna Finns- sonar, stjórn- arformanns Pokasjóðs versl- unarinnar, greiða á bilinu 80–90% allra matvöruverslana í landinu til sjóðsins af hverj- um seldum plastpoka. Því séu ekki allar verslanir í sjóðnum og t.d. engar byggingarvöruverslanir. Pokasjóðurinn, sem í núverandi mynd hefur verið starfandi síðan 1995, hefur gert samninga við um 170 söluaðila og greiða þeir árlega um 80 milljónir króna til sjóðsins. Algengt söluverð á plastpoka út úr búð er fimmtán krónur, þar af fara um sjö krónur til sjóðsins, um þrjár krónur fara í virðisaukaskatt og af- gangurinn til kaupmannsins. Bjarni segir þetta yfirleitt koma út á núlli fyrir þær verslanir sem gert hafa samninga við Pokasjóðinn. Aðrar geti haft einhvern hagnað af söl- unni. Ekki allir í pokasjóði hér Bjarni Finnsson Óánægja með vaxta- leysið LÁG vaxtaprósenta í Svíþjóð veldur því, að innlánsvextir af opnum reikn- ingum, eins og t.d. launareikningum, eru í mörgum tilvikum engir. Þannig féll vaxtaprósentan hjá einum stærsta banka landsins, SEB, niður í núll á sex tegundum reikninga í vik- unni sem leið. Eru margir mjög óánægðir með, að bankarnir skuli ekki hafa skýrt fólki frá því, að inn- stæðan beri enga vexti. Launþega- og neytendasamtök í Svíþjóð hafa gagnrýnt bankana harðlega fyrir að þegja um þetta og benda ekki fólki á, að hyggilegt sé að færa fé frá slíkum reikningum yfir á sparireikninga til að fá a.m.k. ein- hverja vexti. Samtökin segja að auð- velt sé fyrir bankann að færa ákveðna upphæð af launareikningi inn á sparireikning um leið og launin berast án þess að um það sé beðið í hvert skipti. Engir vextir á mörgum launareikningum Svía Sigursæl motta Efrivararskegg Harrys var mikilfenglegast Fólkið 48 DANSKAR verslanir selja viðskiptavinum sínum árlega um hálfan milljarð plastpoka og fyrir þær er salan eins og hver önnur gullnáma. Áætlaður hagnaður þeirra er næstum 3,6 milljarðar íslenskra króna og talið er, að allt að helmingur hagnaðar verslanakeðjunnar Coop Danmark komi frá plastpokasölunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.