Morgunblaðið - 27.06.2003, Page 2

Morgunblaðið - 27.06.2003, Page 2
FRÉTTIR 2 FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Alltaf ód‡rast á netinu Verð á mann frá 19.800 kr. ÍS LE NS KA A UG LÝ SI NG AS TO FA N EH F/ SI A. IS IC E 21 53 5 0 5. 20 03 Ringulreið hefur ríkt í Írak síðan stríðinu lauk. Þorkell Þorkelsson ljósmyndari var að koma frá Bagdad þar sem hann festi líf íbúanna á filmu. Þórólfur Árnason Hádegisfótbolta, fjárhagsstöðu borgarinnar og sam- starfið við R-listann ber á góma í samtali Önnu G. Ólafs- dóttur og Þórólfs Árnasonar, borgarstjóra Reykjavíkur. Efnileg ungmenni Níu ungmenni hlutu nemendaverðlaun Fræðsluráðs Reykjavíkur á dögunum. Ragnhildur Sverrisdóttir tók framtíðina tali. Í kjölfar stríðsins á sunnudaginn VOPNAHLÉS VÆNST Búist er við því að herskáar hreyf- ingar Palestínumanna lýsi yfir þriggja mánaða vopnahléi á næstu dögum, að sögn palestínskra emb- ættismanna í gær. Þeir segja að vopnahléið verði líklega tilkynnt fyr- ir komu þjóðaröryggisráðgjafa Bandaríkjanna til Ísraels annað kvöld. Uppstokkun á styrkjum ESB Landbúnaðarráðherrar Evrópu- sambandsins náðu í gær sam- komulagi um víðtæka uppstokkun á styrkjakerfi landbúnaðarins. Breyt- ingarnar eru taldar marka tímamót í 45 ára sögu sameiginlegrar landbún- aðarstefnu sambandsins. Rafrænir símreikningar Landssíminn býður viðskiptavin- um sínum nú upp á að skoða og greiða reikninga með rafrænum hætti í gegnum hvaða heimabanka sem er. Árlega sendir Síminn út 2,5 milljónir reikninga og væri þeim staflað upp myndu þeir ná til tungls- ins, að sögn Símamanna. Grætt á plastpokunum Áætlað er að hagnaður danskra verslana af sölu plastpoka nemi nær 3,6 milljörðum króna á ári og talið er að allt að helmingur hagnaðar versl- anakeðjunnar Coop Danmark komi frá pokasölunni. Hér á landi rennur mestur hluti pokasölu í sérstakan Pokasjóð verslunarinnar en þó eru ekki allar verslanir innan þess sjóðs. Góðmálmar við Ísland? Talið er að miklar málmauðlindir kunni að felast í sjávarbotninum við Ísland. Að sögn Peters Herzig, eins fyrirlesara á hafréttarráðstefnu í Reykjavík, er unnið að rannsóknum á því hvernig hægt sé að hagnýta þær auðlindir sem gætu leynst á hafsbotni. Fleiri konur án vinnu Atvinnuleysi kvenna á höfuðborg- arsvæðinu hefur verið að aukast síð- ustu mánuði. Milli apríl og maí voru 17% fleiri konur á atvinnuleysisskrá og frá maílokum hefur þeim fjölgað um 2%. Á sama tíma hefur atvinnu- leysi verið að minnka hlutfallslega hjá báðum kynjum á landsbyggðinni og körlum á höfuðborgarsvæðinu. Samið við Norðmenn Nýr samningur hefur komist á milli Íslands og Noregs um veiðar á norsk-íslensku síldinni. Hlutur Ís- lendinga úr heildarveiðinni verður sá sami og áður, eða rúm 15%, en rúm sjö þúsund tonn eru gefin eftir gegn því að fá að veiða sama magn innan norskrar lögsögu. Y f i r l i t Í dag Viðskipti 12 Minningar 32/36 Erlent 14/16 Bréf 40 Höfuðborgin 18/19 Skák 41 Akureyri 20/21 Kirkjustarf 41 Suðurnes 22 Dagbók 42/43 Landið 23 Íþróttir 44/47 Listir 24/25 Fólk 48/53 Umræðan 26/27 Bíó 50/53 Forystugrein 28 Ljósvakamiðlar 54 Viðhorf 32 Veður 55 * * * EFNAHAGSBROTADEILD ríkis- lögreglustjóra hefur ákært fyrrver- andi sjóðsstjóra Kaupþings fyrir fjárdrátt, umboðssvik, brot á lögum um verðbréfaviðskipti, skyldutrygg- ingar og starfsemi lífeyrissjóða. Fyrrv. framkvæmdastjóri lífeyris- sjóðsins Hlífar og starfsmaður Ís- landsbanka eru ákærðir fyrir pen- ingaþvætti. Skaðabótakröfur í málinu nema 28 milljónum. Þremenningarnir voru handteknir haustið 2001. Sjóðsstjórinn sat í gæsluvarðhaldi en hinum var sleppt að loknum yfirheyrslum. Jón H. Snorrason, yfirmaður efnahags- brotadeildarinnar, sagði málið vera umfangsmeira en talið var. Síðast í vor hefði borist kæra frá Kaupþingi vegna meintra brota mannsins. Ákæran verður þingfest í Héraðs- dómi Reykjavíkur 25. september nk. Fyrrverandi sjóðsstjóri ákærður HILMAR Örn Hilmarsson var vígður allsherjargoði ásatrúar- manna á Þingvöllum við hátíðlega athöfn í gærkvöldi. Athöfnin hófst með því að allsherjargoði og aðrir goðar ásamt lögsögumanni gengu niður Almannagjá undir lúðrablæstri en uppi við Lögberg var tendraður hringur af útikert- um sem göngumenn stigu inn í. Jónína G. Harðardóttir Kjalnes- ingagoði helgaði blótið og lýsti griðum. Lögsögumaður las því næst upp lög Ásatrúarfélagsins og goðar fóru með erindi úr eddukvæðum. Allsherjargoði sór síðan eið, mælt voru vígsluorð og flutti Hilmar svo stutta tölu. Að því loknu var gengið til Valhallar en göngumenn héldu á fánum allra 39 goðorðanna auk stærri fána fyrir hvern landshluta. Siðfesta Þegar að Valhöll var komið fór fram önnur vígsla, hin fyrsta sem allsherjargoði stóð fyrir, og nefndist hún siðfesta. Siðfesta er eins konar manndómsvígsla ása- trúarmanna, þeirra sem vilja staðfesta trú sína. Sá sem lætur vígjast með þeim hætti eyðir sól- arhringnum áður en athöfnin fer fram einn úti í náttúrunni við lestur Hávamála. Að þeim tíma loknum á viðkomandi að nefna þau kvæði sem best eiga við hann og fer allsherjargoði með eitt kvæði og sá sem gengur í gegn- um siðfestuna með annað. Þetta var í fyrsta sinn sem þessi athöfn er framkvæmd formlega hér á landi, í það minnsta á okkar dög- um. Júlíus Samúelsson gekk í gegnum siðfestuna að þessu sinni og voru lesin hin kunnu erindi Hávamála Ungur var ek forðum og Deyr fé. Morgunblaðið/Arnaldur Fyrsta embættisverk Hilmars Arnar Hilmarssonar var vígsla Júlíusar Samúelssonar. Sonur Júlíusar, Þorvaldur, stóð við hlið föður síns í vígslunni. Hilmar hellti miði úr horninu en það var þáttur í vígslunni. Allsherjargoði vígður á Þingvöllum í gærkvöldi Morgunblaðið/Arnaldur Hilmar Örn mælti heilla við vígslu sína sem allsherjargoði í gærkvöldi. Vígsluathöfnin fór fram á Lögbergi að viðstöddu nokkru fjölmenni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.