Morgunblaðið - 27.06.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.06.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ „ÞETTA samkomulag er mjög mikilvægt. Þótt við gefum aðeins eftir af þeim afla sem við höfðum ætl- að okkur, gerir það okkur kleift að gera meiri verð- mæti úr minna magni,“ segir Friðrik J. Arngríms- son, framkvæmdastjóri LÍÚ, um nýjan samning milli Íslands og Noregs um veiðar á norsk-íslenzku síldinni. Samkomulagið felur í sér að hlutur Íslands úr heildarveiðinni verður sá sami og áður eða 15,54%. Á hinn bóginn gefa Íslendingar nú eftir 7.100 tonn af sínum skerf gegn því að fá að veiða sama magn innan norskrar lögsögu auk þeirra 5.000 tonna sem samkomulagið hefði annars falið í sér. Leyfilegur heildarafli á vertíðinni verður því um 103.000 tonn í stað 110.000 tonna eins og Íslendingar höfðu ætlað sér. 15,5% í stað 8% Samkvæmt samningnum um nýtingu norsk-ís- lenzku síldarinnar sem gilti frá árinu 1997 var hlut- ur Norðmanna 57%, Hlutur Íslands 15,5%, Rússa 13,6, ESB 8,4 og Færeyja 5,5%. Fyrir þessa vertíð höfðu Norðmenn farið fram á veruleg aukingu á sínum skerf, sem meðal annars hefði falið í sér að hlutur Íslands hefði lækkað um tæpan helming eða farið niður í ríflega 8%. Eftir samkomulag þjóðanna í gær verður hlutur Íslands sá sami og áður. Friðrik J. Arngrímsson segir að útvegsmenn styðji þetta samkomulag. Það geri þeim kleift að skipuleggja veiðar sínar betur en ella og ná þannig meiri verðmætum út úr minna magni. Vegna þessa getum við nú veitt um 12.000 tonn innan norskrar lögsögu í stað 5.000 tonna ella og getum óhindrað veitt við Jan Mayen og Svalbarða. Það reynir þá ekki á veiðirétt okkar þar að sinni. Það hefur einnig styrkt okkur í þessum samningum að við höfum sýnt fram á að við getum auðveldlega veitt þetta magn innan lögsögu okkar og á alþjóðlega hafsvæð- inu, þvert ofan í það sem Norðmenn höfðu haldið fram,“ segir Friðrik J. Arngrímsson. Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra segist bærilega sáttur við samkomulagið, en báðir aðilar hafi þurft að gefa nokkuð eftir af kröfum sínum. „Þetta er praktísk lausn í erfiðri stöðu. Þetta ætti ekki að koma illa út fyrir okkur, en það hefur styrkt okkur mikið hve mikla síld við veiddum innan ís- lenzku lögsögunnar og á alþjóðlega svæðinu. Það styrkti einnig stöðu okkar í þessum samningum að við sögðum upp loðnusamningnum við Norðmenn, en eftir þetta samkomulag sé ég ekki annað en auð- velt verði að endurnýja hann,“ segir Árni M. Mathiesen. Samkvæmt samningnum var hlutur okkar úr loðnuveiðunum 81%, hlutur Grænlands 11% og Norðmanna 8%. Íslendingar vilja byggja upp stofninn „Það liggur alveg ljóst fyrir að menn hefðu viljað sjá óbreyttan samning,“ segir Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra. „En miðað við þær aðstæður sem uppi eru þá var ákveðið að ganga frá þessu máli til að tryggja betra skipulag veiðanna og meiri verð- mætasköpun. Það er engin launung á því að mark- mið okkar Íslendinga hefur ávallt verið að byggja upp stofninn og þess vegna höfum við viljað tak- marka veiðarnar meira en aðrir. En við höfum þurft að sækja í stofninn núna að undanförnu nokkuð skipulagslaust vegna þess að flotinn hefur haft litla tryggingu fyrir því að menn geti lokið sínum kvót- um. Með þessu tel ég að það sé hægt að standa eðli- lega að veiðunum.“ Skipulag veiðanna tryggt Norðmenn og Íslendingar gefa eftir í nýjum samningi um síldveiðar TÍU ára drengurinn sem slas- aðist alvarlega þegar hann varð fyrir jeppa á miðvikudag við gatnamót Kúrlands og Ós- lands í Fossvogi er á batavegi á gjörgæsludeild Landspítal- ans í Fossvogi. Er hann laus úr öndunarvél og líðan hans stöðug að sögn læknis. Sam- kvæmt upplýsingum frá slysarannsóknadeild lögregl- unnar í Reykjavík mun öku- maður bílsins hafa komið ak- andi niður Ósland þegar drengurinn kom á hlaupahjóli sínu frá Kúrlandi og út á göt- una. Reyndi ökumaðurinn, sem er rúmlega tvítugur, að sveigja frá og hemla en drengurinn lenti í hlið bílsins. Ranghermt var í frétt blaðs- ins af málinu í gær að slysið hefði orðið við Ljósaland og einnig að drengurinn hefði verið á reiðhjóli. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Á bata- vegi eftir slys TVEGGJA punkta bílbelti hafa komið í veg fyrir slys og umferð- arráð telur ekki ástæðu til að gera kröfu um að þeim verði skipt út fyr- ir þriggja punkta belti. Ekki er gerð er krafa um þriggja punkta belti í öllum sætum nýrra bifreiða en slíkt er algengt í nýjum fólksbílum. Í Morgunblaðinu í gær var sagt frá því að í Noregi hefur verið varað við því að börn noti einungis tveggja punkta belti og talið er að nokkur dauðsföll barna megi rekja til notk- unar þeirra. Óli H. Þórðarson, formaður um- ferðarráðs, segir að tveggja punkta beltin komi í veg fyrir slys á fólki þó að þau geti verið hættuleg við ákveðnar aðstæður, sérstaklega börnum. Í umferðarlögum sé kveðið á um að börn eigi að nota þar til gerðan öryggisbúnað og ökumönn- um sé beinlínis skylt að sjá til þess. Hann segir að allt sé betra en að börn sé laus í bílum. Aðspurður segir Óli að í lögum sé ekki gerð krafa um þriggja punkta belti í öllum sætum nýrra bíla en slíkur búnaður verði sífellt algeng- ari. Hann telur ekki raunhæft að gera kröfu um slík belti í eldri bif- reiðum, hvorki fólksbílum né rútum. „Tíminn vinnur svo sannarlega með okkur en Íslendingar eru nýtnir á bílana sína þannig að hér eru bílar oft dálítið gamlir. Þetta tekur of langan tíma að því er okkur finnst,“ segir hann. 117 börn notuðu engan öryggisbúnað í bíl Börn lægri en 140 sm þurfa sér- stakan öryggisbúnað í bílum. Annað hvort barnabílstól sem festur er með bílbeltum eða öðrum sérstökum búnaði eða bílpúða sem hækkar barn þannig að það getur notað bíl- belti án vandræða. Börn sem eru 140 sm á hæð ættu ekki að nota bíl- belti án aukabúnaðar vegna þess að þau hafa ekki náð þeim líkams- þroska að geta notað bílbelti ein- göngu. Bílbelti eru hönnuð fyrir einstak- linga sem eru að lágmarki 140 sm. Í neyð og ef ekki er sérstakur örygg- isbúnaður fyrir barnið í bílnum á að nota bílbelti og þá frekar þriggja- punkta bílbelti en tveggja punkta. Þetta kemur fram í fréttatilkynn- ingu Umferðarstofu og Árvekni. Í nýlegri könnun sem Árvekni, Slysavarnafélagið Landsbjörg og Umferðarstofa gerðu nýlega á ör- yggisbúnaði leikskólabarna á aldr- inum 1–6 ára kom fram að 117 börn notuðu engan öryggisbúnað og 243 börn notuðu bílbelti án þess að nota bílpúða um leið. Umferðarráð segir tveggja punkta belti bjarga miklu „Ekki gerð krafa um þriggja punkta belti“ HLAUPAHJÓL, línuskautar og hjólabretti eru ekki ætluð til ferða- laga á götum heldur skal nota þau á öruggum svæðum og börn sem þeys- ast um á slíkum tækjum eiga und- antekningarlaust að vera með hjálma. Þetta er skoðun Herdísar L. Storgaard, framkvæmdastjóra Ár- vekni. Hún segir að foreldrum reyn- ist erfitt að fá börn sín til að setja hjálmana upp og viðkvæðið sé einatt hið sama: „Það notar enginn annar hjálm.“ Herdís segir að þeir sem fari um á hlaupahjólum, línuskautum eða hjólabrettum eigi ekki síður að nota hjálma en hjólreiðamenn. Reyndar séu þessi farartæki alls ekki ætluð til þess að ferðast um götur enda eru þau ekki búin sömu eiginleikum og reiðhjólin. Því eigi eingöngu að nota þau á lokuðum svæðum og notend- urnir skuli auk hjálms vera með hné-, olnboga- og úlnliðshlífar. Í umferðarlögum segir að börn yngri en 15 ára eigi að nota hjálma á reiðhjólum. Engin ákvæði eru um hlaupahjól, línuskauta eða hjóla- bretti. Herdís segir vísbendingar um að dregið hafi úr hjálmanotkun barna undanfarið, þó að ekki hafi verið gerð á því könnun. Í umferð- arlögum er miðað við að sex ára börn og eldri megi hjóla í umferðinni en Herdís segir þau alls ekki nógu þroskuð til að takast á við hætturnar. Börn á hlaupahjóli noti hjálm „Það notar eng- inn annar hjálm“ Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Rekastaur í kvöldsól ÞEGAR litið er til baka sést oft af hverju maður hefur misst. Þegar fréttaritari var á ferð um Fagra- dalsfjöru leit hann í hliðarspegilinn á bílnum og blasti þá við rekadrumbur baðaður í kvöldsól á lengsta degi ársins og Fagridalur og Fagradals- hamrar í fjarska. Fagradal. Morgunblaðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.