Morgunblaðið - 27.06.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.06.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ PETER Herzig, prófessor í hag- fræðilegri vistfræði og yfirmaður Leibniz-rannsóknarstöðvarinnar í hagnýtum sjávarrannsóknum við tækni- og námuvinnsluháskólann í Freiburg, heldur í dag fyrirlestur á alþjóðlegri ráðstefnu um hafrétt- armál sem haldin er í Háskóla Ís- lands. Í fyrirlestri sínum fjallar Herzig um ónýttar málmauðlindir sem myndast í útfellingum frá svo- kölluðum hitastrýtum við plötumót í djúpsævinu. Hitastrýtur verða til við plötu- mót þar sem bólur af jarðkviku hita sjó upp í nokkur hundruð gráðu hita. Hitastrýturnar eru áhugaverðar fyrir þær sakir að í kringum þær myndast málmríkar útfellingar en einnig vegna þess að margir vísindamenn telja að við slíkar strýtur hafi líf á jörðinni upphaflega kviknað. Mikið um hitastrýtur í landhelgi Íslands Þar sem Ísland er staðsett á miðjum Atlantshafshryggnum, sem skilur að Evrópu- og Norður- Ameríku-flekana, er líklegt að töluverðan fjölda af hitastrýtum sé að finna í lögsögu Íslands. Nú þeg- ar eru hafnar rannsóknir á hita- strýtum í Eyjafirði. Ef í ljós kemur að málmar í út- fellingarhólum við hitastrýtur séu nýtilegir gæti verið um mikla auð- lind að ræða. Herzig segir að enn sé óljóst hvort námuvinnsla á jarðhitasvæð- um í sjávarbotni sé heppilegur kostur: „Við vitum ekki enn hvort það muni borga sig að grafa eftir málmum við þessi svæði.“ Sjór hitnar í mörg hundruð gráður án þess að sjóða Hitastrýturnar myndast þar sem sjór flæðir undir sjávarbotninn og hitnar vegna nálægðar jarðkviku- bóla sem eru um 1.200 gráðu heit- ar. Vegna hins mikla þrýstings á sjávardýpinu sýður vatnið þó ekki heldur brýtur sér leið í gegnum sjávarbotninn. Á leiðinni að sjáv- arbotninum tekur sjórinn í sig ým- is steinefni og málma sem það flyt- ur með sér að botninum. Við snertingu við 2 gráðu heitan sjóinn kólnar vatnið aftur og við það falla efni út úr vatninu og mynda haug af útfellingum sem innihalda marg- vísleg jarðefni og málma. „Nokkrar alþjóðlegar kannanir hafa verið gerðar á þessu fyrir- bæri. Í dag þekkjum við um 200 stór jarðhitasvæði með hitastrýt- um. Þar af eru um 40 virk. Öll þessi svæði tengjast stóru útsjáv- arhryggjunum. Þessir staðir eru á misjöfnu dýpi; frá um 200 metrum niður í tæpa 4.000 metra,“ segir Herzig. „Á þurrlendi þekkjum við fjölmörg svæði þar sem súlfatset- lög eru notuð sem námur fyrir sink, blý, kopar, silfur og gull. Mörg þeirra eru ævaforn súlfatset- lög sem áður voru undir sjávar- máli. Þessi svæði á hafi úti geta því verið uppspretta mikilvægra málma.“ Erfitt að rannsaka útfellingarhólana Vegna dýpisins getur verið erfitt að rannsaka setlögin sem myndast við þessar útfellingar. Við hita- strýtur sem þessar geta myndast háir og víðfeðmir útfellingarhólar. Við útblástur vatnsins úr strýtun- um harðna útfellingarnar sam- stundis og eru lögin grjóthörð. Því þarf aflmikla bora til þess að rann- saka efnainnihald þeirra. „Verkefnið sem unnið er að núna snýst um að fá upplýsingar um stærð, málminnihald og efnafræði- lega samsetningu súlfatsetlaganna í kringum þessi virku svæði. Vandamálið er að við höfum að- eins fengið sýni af yfirborði setlag- anna en skortir upplýsingar um það hvernig efnasamsetningin er innan í setlögunum. Vandinn er sá að það eru aðeins tveir til þrír staðir í heiminum þar sem borað hefur verið inn í þessi setlög á veg- um vísindalegs verkefnis sem hef- ur það að markmiði að rannsaka hafsbotninn. Það tekur allt að fimm ár að fá tækin til þess að gera tilraunir með því að bora djúpt inn í þessi setlög. Það myndi því taka óratíma að fá nægar upp- lýsingar um hvaða auðlindir er að finna á hafsbotninum,“ segir Herzig. Nota demantsbor „Við höfum notast við mjög hreyfanlegan demantsbor sem get- ur borað um 5 metra inn í setlagið. Það gefur ágæta mynd af heildar- efnasamsetningu setlagsins, þótt útfellingarhóllinn sé miklu hærri.“ Herzig segir að sérfræðingar telji að víðast sé ekki nægilega mikið gull í þessum setlögum til þess að hagkvæmt sé að hagnýta það eingöngu gullsins vegna. Hins vegar séu flestir á því að fýsilegt sé að kanna til þrautar mögu- leikann á því að nýta útfellingar- hólana til námuvinnslu vegna þess hve mikið sé af annars konar málmi í útfellingunum. Fyrir nokkrum árum komst ástralskt fyrirtæki í fréttir þegar það tryggði sér einkaleyfi til þess að vinna málma úr útfellingum á fimm þúsund ferkílómetra svæði við hitastrýtur við Papúa Nýju Gíneu. Herzig segir þetta hafa kveikt áhuga fjárfesta víða um heim á þessari vinnslu. Hann segir að nú þurfi að finna aðferðir til þess að rannsaka setlögin með litlum tilkostnaði og þróa aðferðir til hagnýtrar námuvinnslu á þess- um svæðum. „Þessi tækni er til og er t.a.m. notuð við demantsnámu við strendur Afríku,“ segir Herzig. „Það sem gerir námuvinnslu á hafsbotni að sérstaklega hag- kvæmum kosti er að námuvinnslan er í raun hreyfanleg og ætti stofn- kostnaðurinn því að vera minni en við námugröft á þurrlendi.“ Stór hluti órannsakaður Herzig segir að nú þurfi að af- marka sérstök svæði þar sem hægt verði að stunda rannsóknir á þessu sviði. Mikill hluti útsjávarhryggjanna er enn órannsakaður: „Úthafs- hryggirnir eru samtals um 60 þús- und kílómetra langir. Sennilega hafa aðeins 5–10% verið skoðað af vísindamönnum. Það hefur verið reiknað út að það taki ekki nema eina milljón ára, sem er skammur tími á jarðsögulegan mælikvarða, fyrir allt vatnsmagn í úthöfunum að fara í gegnum þessar hitastrýt- ur.“ Þetta segir Herzig að bendi sterklega til þess að hitastrýtur sé að finna mjög víða. Hafréttarráðstefnunni í Háskóla Íslands lýkur í dag. Miklar málmauðlindir kunna að felast í sjávarbotninum við Ísland Góðmálmar falla út í kringum hitastrýtur á jarðhitasvæðum               !       ! "# "  #     $     % &#    '(  # ) %    '(   *+ #,(  -#) # %,%. #  /   )  (. & !  )( #0   ,)/% # /   1  ) '( 2   0%    # %3   0 Morgunblaðið/Golli Peter Herzig, prófessor við tækni- og námuvinnsluháskólann í Freiburg. UM 120 rafmagns- og tölvuverk- fræðingar víðs vegar að úr heiminum hittast á fundi í Reykjavík í dag og stendur fundur þeirra fram yfir helgi. Tilefnið er stjórnarnefndar- fundur alþjóðasamtaka rafmagns- og tölvuverkfræðinga, IEEE. Í hópnum eru margir leiðandi sér- fræðingar við stórfyrirtæki og há- skóla í Evrópu og Bandaríkjunum. Af þessu tilefni verður haldinn opinn fundur á Hótel Loftleiðum í dag kl. 16, þar sem fjallað verður um þróun og nýjungar í háhraðatengingum. IEEE er stærsta félag verkfræð- inga í heiminum og eru meðlimir IEEE rúmlega 380.000 talsins í 150 löndum. Vegna stjórnarnefndarfundarins koma til landsins lykilfólk í fyrir- tækjum og háskólum á svæðinu, svo og yfirmenn IEEE, þar á meðal dr. Michael Adler, forseti IEEE. Ritstjóri tímarits IEEE á sviði fjarkönnunar er dr. Jón Atli Bene- diktsson, prófessor í rafmagns- og tölvuverkfræði við Háskóla Íslands. IEEE heldur árlega fleiri en 300 alþjóðlegar ráðstefnur. Þá leggur IEEE mikla áherslu á staðlagerð. Staðlar IEEE eru 900 talsins og eru 700 staðlar í þróun. Nýjungar í háhraða- tengingum HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra sat í gær ráðherrafund Frí- verslunarsamtaka Evrópu, EFTA, í Kristansand í Noregi. Eftir fundinn undirrituðu ráðherrarnir samning við Chile um fríverslun. Utanríkisráð- herra lagði áherslu á að þessi samn- ingur væri mjög mikilvægur þar sem hann skapar ný viðkskiptatækifæri fyrir íslensk fyrirtæki. Íslenskur út- flutningur til Chile hefur farið vax- andi og er það einkum um að ræða vélar og tæki til veiða og fiskvinnslu. Samningurinn gerir ráð fyrir afnámi tolla á vörur í viðskiptum milli land- anna og er hann jafnframt einn víð- tækasti fríverslunarsamningur sem EFTA-ríkin hafa gert, segir í frétt frá utanríkisráðuneytinu. EFTA-ríkin hafa gert tuttugu frí- verslunarsamninga. Samningavið- ræður eru nú í gangi við Líbanon, Kanada, Egyptaland og Túnis. Ráð- herrarnir fjölluðu um möguleika á því að hefja viðræður við fleiri ríki í fram- tíðinni og var vikið að slíkum mögu- leikum varðandi t.d. Bandaríkin, Rússland, Japan og Kóreu. Fríverslunar- samningur EFTA við Chile ÞJÓÐARÁTAK VÍS gegn umferðar- slysum hófst í gær. Markmið átaksins er að hvetja alla Íslendinga til að leggjast á eitt í baráttunni gegn um- ferðarslysum. Meðan á þjóðarátakinu stendur mun VÍS kynna til sögunnar fólk sem þekkir slysin af eigin raun, þ.e. fórnarlömb slysa og fólk sem starfar að björgun og umönnun. Sumarið er sá tími þegar flest al- varleg umferðarslys verða og því er sérstök ástæða til að hvetja til aðgát- ar á þeim tíma. Friðrik Ellert Jónsson, sjúkra- þjálfari á Landspítala – háskóla- sjúkrahúsi, Grensási, setti átakið formlega í gær. Hann talaði um slys og afleiðingar þeirra sem eru ekki eingöngu líkamlegar heldur einnig fé- lagslegar og sálrænar. Slysið hefur heldur ekki aðeins áhrif á hinn slas- aða heldur einnig alla aðstandendur. „Það erfiðasta við þetta starf er að sjá ungt fólk, fólk á uppleið, og svo allt í einu er fótunum kippt undan því,“ segir Friðrik Ellert. „Mín skoðun er sú að það ætti að bjóða nemendum í ökuskólum landsins að koma í vett- vangsverð á Grensás. Þar sjást hörmulegar afleiðingar bílslysa.“ Þjóðarátakið mun standa í sjö vik- ur en það er liður í forvarnaráætlun VÍS. Í Smáralind hefur verið opnuð sýning þar sem vettvangur slyss er sviðsettur og sýndar ljósmyndir af umferðarslysum. Þjóðarátak VÍS gegn umferðarslysum Fólk sem þekkir til Morgunblaðið/SverrirFriðrik Ellert Jónsson setti þjóðarátak VÍS gegn umferðarslysum í gær. ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.