Morgunblaðið - 27.06.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.06.2003, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 2003 11                           !                                  !  "                 # $ %    %      &' !  (  #      )     # *       + +# , *,      #   , #     !  ,          # -   #  . !   #  %     (      / 0     + +#     $   #     1 ) *% #    *   $   ! 2   ) 1     #                   #      ! 3               # ) 4 # # )+  +#  ) +  # + 5&    # 6#       ) 7 &! 8        !8  9 :; ;< ) 7 &!          Dómsmálaráðherrar Norðurlandanna funduðu í gær Barist gegn verslun með fólk DÓMSMÁLARÁÐHERRAR Norð- urlanda komu saman til fundar í Saltsjöbaden við Stokkhólm í gær. Björn Bjarnason, dóms- og kirkju- málaráðherra, sat fundinn fyrir Ís- lands hönd. Thomas Bodström, dómsmálaráðherra Svía, stjórnaði fundinum. Meginumræðuefni fundarins voru þrjú: Baráttan gegn verslun með fólk, frumvarp að nýrri stjórnarskrá fyrir Evrópusambandið (ESB) og samstarf Norðurlandanna á sviði sifjaréttar. Í ræðu sinni um frum- varpið að nýrri stjórnarskrá ESB varpaði Björn Bjarnason fram þeirri spurningu hvort nauðsynlegt væri að ganga svo langt í að takmarka vald einstakra ríkja í eigin málum til þess að tryggja gott samstarf þeirra innan ESB sem gert er í frum- varpinu. Vissulega væri gagnlegt að samhæfa aðgerðir gegn alþjóðlegri glæpastarfsemi en hins vegar yrði að gæta að því að seilast ekki of langt inn á refsiréttarsvið einstakra ríkja með kröfum um samræmingu. Þá taldi hann ekki til bóta að hætt yrði að líta á samstarf ríkjanna á sviði refsiréttar sem milliríkjasam- starf heldur yrði það fært undir for- ræði framkvæmdastjórnar ESB og Evrópuþingsins. Hann hvatti til þess að staða mannréttindasáttmála Evr- ópu og Mannréttindadómstólsins í Strassborg yrði efld en ekki grafið undan henni með nýjum réttinda- kafla í stjórnarskrá ESB. Dómsmálaráðherra bauð starfs- bræðrum sínum til næsta ráðherra- fundar á Íslandi sumarið 2004, segir í frétt frá dómsmálaráðuneytinu. ÞRÍR samningar um Íslenska heil- brigðisnetið hafa verið undirritaðir af Jóni Kristjánssyni, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra. Ís- lenska heilbrigðisnetið er verkefni sem heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytið hefur unnið að undan- farin ár. Því er ætlað að tengja saman aðila í heilbrigðisþjónust- unni og auka rafræn samskipti innan heilbrigðiskerfisins. Samið var við sóttvarnarlækni um miðlægan gagnagrunn yfir bólusetningar. Gagnagrunninum er ætlað að vera virk skrá yfir þá sem eru bólusettir, að sögn Har- aldar Briem, sóttvarnarlæknis. Hægt verður að sjá hverjir hafa verið bólusettir, fyrir hverju og með hvaða bólusetningarefnum. Haraldur segir grunninn nýtast læknum til að vita hvort einstak- lingur er bólusettur eða ekki, og þá jafnvel ráðleggja bólusetningu. „Það er mjög mikilvægt að fylgjast með aukaverkunum bólusetninga og þá er svona skrá ómetanleg,“ segir Haraldur, og segist vona að gagnagrunnurinn verði kominn í gagnið á innan við ári. Vistun sjúklinga skráð Einnig var samið við landlækn- isembættið um að safnað verði með rafrænum hætti upplýsingum um vistun frá sjúkrahúsum í land- inu. Safnað verður upplýsingum frá sjúkrahúsum, heilsugæslum og læknastofum um sjúklinga, sjúk- dómsgreiningar, biðtíma, meðferð og sitthvað fleira, segir Sigurður Guðmundsson landlæknir. Er það hluti eins stórs rafræns kerfis þar sem meðal annars sjúkraskrár sjúklinga verða skráðar rafrænt og verða aðgengilegar á öllum sjúkrahúsum landsins. Rafrænir reikningar sérfræðinga Að lokum var undirritaður samningur við Tryggingastofnun ríkisins (TR) um nýtt sérfræðir- eikningskerfi sem nota á í sam- skiptum stofnunarinnar og sér- fræðilækna sem eru á verksamn- ingi við TR. Markmiðið með þessum samningum er að einfalda og draga úr vinnu samfara reikn- ingunum. „Þetta er liður í viðleitni TR til að taka upp rafræn viðskipti og miðar að því að hagræða í rekstri,“ segir Hermann Ólason, forstöðumaður tölvu- og upplýs- ingatæknisviðs TR. Hann segir þetta kerfi komast í gagnið í áföngum og að það verði hægt að komast langt með það á næsta ári. Heilbrigðisráðherra undirritar samninga um Heilbrigðisnetið Gagnagrunnar um bólusetn- ingar og vistun sjúklinga Morgunblaðið/Jim Smart Haraldur Briem sóttvarnarlæknir (t.v.), Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, Sigurður Guðmundsson landlæknir og Hermann Ólason, forstöðumaður tölvu- og upplýsingatæknisviðs hjá Trygg- ingastofnun ríkisins, undirrituðu samningana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.