Morgunblaðið - 27.06.2003, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 27.06.2003, Blaðsíða 13
Barnaheill, Save the Children á Ís- landi, færðu Barnaspítala Hrings- ins tvær milljónir króna að gjöf 16. júní sl. Fénu er ætlað að styrkja leik- og tómstundaað- stöðu barna sem þar njóta lækn- isaðstoðar og aðhlynningar. Magnús Ólafsson sviðsstjóri segir að framlagið muni veita starfs- fólki og börnum sem dvelja á spítalanum ný tækifæri. „Við erum afar þakklát fyrir þessa gjöf. Peningarnir fara í uppbygg- ingu á leikstofustarfinu hér. Við fáum nú meira svigrúm til að þróa starfið og þá þjónustu sem veitt er í leik- og tómstundaað- stöðunni.“ Guðbjörg Björnsdóttir, formað- ur stjórnar Barnaheilla, segir að samtökin fagni og gleðjist yfir opnun Barnaspítalans eins og allir landsmenn. „Þessi áfangi tryggir enn betur en áður að öll börn megi lifa og þroskast, eins og segir í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Stjórn Barnaheilla von- ar að þessi stuðningur samtak- anna komi sér vel og að börnin og ungmennin muni njóta þeirra stunda sem gefast til leikja og tómstunda.“ „Árangur af verkefninu Stöðvum barnaklám á Netinu sést best á því að almenningur er á verði með okkur og sendir tilkynningar á vef- inn www.barnaheill.is. Þannig höfum við getað miðlað upplýs- ingum til samstarfsaðila okkar um allan heim. Í síðustu viku var t.d. sendur út svokallaður spam-póstur á marga aðila hér á landi þar sem vísað var á vefsíðu á Spáni með barnaklámi. Við fengum nokkrar ábendingar um síðuna, komum upplýsingunum á framfæri og síð- unni var lokað í kjölfarið,“ segir Hrönn Þormóðsdóttir, verkefna- stjóri hjá Barnaheillum. Barnaheill eru aðili að Inhope- samtökunum sem berjast gegn barnaklámi á Netinu. Fulltrúar þjóðanna sem eiga aðild að sam- tökunum bera saman bækur sínar daglega, deila með sér upplýsing- um og þróa tölfræðilega úr- vinnslu gagna er lúta að umfangi þessa vandamáls á alþjóðavísu. „Árangur samstarfsins hefur m.a. leitt til þess að einstaklingar sem framleiða barnaklám hafa verið handteknir og sakfelldir. Það er því til mikils að vinna að taka höndum saman um þetta mikil- væga málefni,“ segir Hrönn. Í maí héldu Inhope-samtökin fund hér á landi. Á fundinum var m.a. rætt um málefni framtíðarinnar, s.s. um nýjar aðferðir í notkun Nets- ins, eins og spjallrásir, opna vefi og lokuð samskipti tveggja tölva. Verkefnið Stöðvum barnaklám á Netinu hefur hlotið styrk undir framkvæmdaáætlun Evrópusam- bandsins um öryggi á Netinu, Safer Internet Action Plan, auk styrks frá dómsmálaráðuneytinu ásamt styrktarfélögum Barna- heilla og fleirum. „Netnotkun barna er mikil á Íslandi og er að aukast,“ segir Hrönn. „Sú stað- reynd að börn hafa aðgang að barnaklámi á Netinu og sú hætta að óæskilegir einstaklingar geti nálgast börnin í gegnum Netið hlýtur að styrkja okkur í þeirri trú að rétt sé að leggja vinnu og fjármagn í þetta verkefni.“ Save the Children samtökin hafa undanfarna mánuði tekið þátt í umfangsmikilli neyðaraðstoð við börn og fjölskyldur þeirra í Írak sem felst m.a. í því að dreifa sjúkragögnum á spítala og heilsu- gæslustöðvar í Bagdad og Norður- og Suður-Írak. Ríkisstjórn Íslands veitti sl. vor 7 milljónir króna til neyðarstarfs Barnaheilla, Save the Children á Ís- landi, í Írak. Samtökin Save the Children hafa starfað í Írak síðan 1991 og eru með stærstu og reyndustu al- þjóðasamtökum í landinu. Talið er að um 500.000 íröksk börn þjáist af næringarskorti sem leiðir til þess að þau hafa minni mótstöðu gegn sjúkdómum en ella. Mikil áhersla er nú lögð á að tryggja aðgang að ómenguðu vatni, koma á rafmagni, endurbyggja skóla og færa líf barnanna í fastar skorður á nýjan leik. F R É T T I R A F S T A R F S E M I N N I 1. TBL. 4. ÁRG. JÚNÍ 2003 Barnaheill – Save the Children Iceland Laugavegi 7, 101 Reykjavík Sími: 561 0545 Fax: 552 2721 Ábyrgðarmaður: Krístín Jónasdóttir barnaheill@barnaheill.is www.barnaheill.is P R [pje err] AUGLÝSING Neyðaraðstoð við börn í Írak Viltu gerast félagi í Barnaheillum? Hafðu þá samband við skrifstofu samtakanna í síma 561 0545 eða með tölvupósti, barnaheill@barnaheill.is © S av e th e Ch ild re n Ja pa n O S TA O G SMJÖRSA LA N S /F Árangurinn af samstarfsverkefni Barnahei l la : Vefsíðum með barnaklámi lokað vegna ábendinga Barnaheill færa Barnaspítala Hringsins 2 milljónir króna Frá afhendingunni 16. júní sl. F.v.: Sigurbjörg Guttormsdóttir og Ás- laug Jóhannsdóttir leikskólakennarar, Guðbjörg Björnsdóttir, formað- ur stjórnar Barnaheilla, Anna Ólafía Sigurðardóttir deildarstjóri og Magnús Ólafsson sviðsstjóri. Tíu ár eru nú liðin frá því að haf- inn var rekstur meðferðarheimilis Barnaheilla á Geldingalæk og er ætlunin að halda upp á afmælið með veglegum hætti í haust. Meðferðarheimilið á Geldinga- læk var stofnað í því skyni að veita vegalausum börnum heim- ili. Frá stofnun Barnaverndar- stofu hefur heimilið fallið undir rekstur hennar með sama hætti og önnur meðferðarheimili á landinu. Á Geldingalæk dvelja að jafn- aði sex börn, undir 16 ára aldri, og er heimilisfólk nýkomið úr vel heppnaðri ferð til Danmerkur. „Við höfum farið í ferðalag á hverju sumri sl. fjögur ár, bæði innanlands og utan,“ segir Jónas Jónasson, annar tveggja for- stöðumanna á Geldingalæk. „Ferðin núna var vel heppnuð, við dvöldum í Kaupmannahöfn og fórum í Tívolí, skoðuðum dýra- garða og heimsóttum skemmti- legt tæknisafn o.fl. Við fórum einnig í dagsferð til Gautaborgar og gerðum úttekt á Tívolíinu þar. Þessar ferðir okkar hafa mikið meðferðargildi og unglingarnir koma endurnærðir til baka.“ MS-ingar styrkja skólastarf Save the Children í Kambódíu Átta hundruð nemendur Menntaskólans við Sund óska eftir vinnu í einn dag í febrúar á næsta ári og hyggjast gefa fá- tækum börnum í Kambódíu andvirði vinnunnar. Þetta er í annað sinn sem nemendur skólans styðja uppbyggingar- starf Save the Children í Kamb- ódíu á þennan hátt. Barnaheill hafa undanfarin ár tekið þátt í að starfrækja grunnskóla í litlu þorpi í Kambódíu í samstarfi við Save the Children samtökin í Noregi. Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis, SPRON, hefur gerst bakhjarl Barnaheilla, Save the Children á Íslandi, og mun á þann hátt leggja samtökunum lið við að hjálpa börnum hér heima og erlendis. Kristín Jónasdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla, segir stuðning SPRON vera samtökunum afar mikils virði. „Við erum þakklát öllum þeim sem eru reiðubúnir að taka þátt í verkefnum okkar.“ SPRON bakhjarl Barnaheilla Meðferðarheimilið á Geldingalæk 10 ára Barnaheill þakka stuðninginn: Austurbæjarskóli Austur-Hérað Ártúnsskóli Ás fasteignasala Bás ehf. Bifreiðaverkstæði Kópavogs Bílamálun Halldórs Nikuláss. Borgarbyggð Búnaðarsamband Eyjafjarðar Byggingarfélagið Hyrna ehf. Bæjarsjóður Vestmannaeyja Bændasamtök Íslands Dýraríkið Ecoline Efling stéttarfélag Eignamiðlunin ehf. Eignarhaldsfélagið Vista ehf. Farmasía Fasteignasalan Ásbyrgi Félag ísl. skipstjórnarmanna Félag málmiðnaðarm. Akureyri Foldaskóli Fossvogsskóli Framtak fjárfestingarbanki Fyrirsætan ehf. Fönix ehf. Garðabær Gluggar og Garðhús Glæðir Góa-Linda Hagaskóli Háteigsskóli Heiðarbær Hexa ehf. Hitaveita Egilsstaða og Fella Hitaveita Suðurnesja hf. Hlíðaskóli Hnit hf. Húsavíkurbær Ísafjarðarbær Ísfoss ehf. Íslenskir söfnunarkassar Ísstöðin hf. Kaupfélag Skagfirðinga Kemis ehf. Kópavogsbær Lambhagi ehf. Rafberg ehf. Raftækjaverslun Íslands hf. Raftæknistofan hf. Reykjanesbær Rimaskóli Rolf Johansen & co. ehf. S.B.S. Innréttingar, trésmiðja Seltjarnarneskaupstaður Siglufjarðarkaupstaður Skipaafgreiðsla Húsavíkur ehf. Skólaskrifstofa Kópavogs Smárinn-Húsið fasteignam. ehf. Smith og Norland hf. Smurstöð Akraness sf. Steinunn hf. Stoð ehf. Straumnes ehf. Suðurverk hf. Svefn og heilsa ehf. Sæbjörg ehf. Tangi fiskverkun Tannlæknastofa Hauks Valtýss. Tengi ehf. Texti ehf. Trésmiðjan Kompaníið ehf. Varmárskóli Veiðarfæraverslunin Dímon Verðlagsstofa skiptaverðs Verkfræðistofa Suðurnesja ehf. Verkfræðistofan Afl ehf. Verkfræðistofan VIK ehf. Verslunarmannaf. Reykjavíkur Véltækni hf. Vídd ehf. Vogaskóli Vöruval ehf. Þorbjörn Fiskanes hf. Ögurvík hf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.