Morgunblaðið - 27.06.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.06.2003, Blaðsíða 14
ERLENT 14 FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ UPPREISNARMENN í Líberíu og herlið Charles Taylors, forseta landsins, börðust í gær um yfirráð yfir höfuðborginni, Monróvíu. Þó hafði dregið úr átökunum frá því þau hófust á þriðjudag og þau færst að útjaðri borgarinnar. Íbúar Monróvíu héldu sig samt sem áður innandyra í gær. Að sögn heilbrigðisráðherra landins, Peters Colemans, hafa um 300 óbreyttir borgarar fallið í átök- unum. „Við ætlum okkur að koma upp- reisnarmönnunum út úr borginni til að koma í veg fyrir að þeir ráðist að miðborginni,“ sagði Daniel Chera, varnarmálaráðherra Líberíu, en bæði Líberíuher og samtökin Sam- einuð Líbería fyrir sættir og lýðræði (LURD) hafa heitið því að berjast allt þar til yfir lýkur. Hvorugur málsaðili hefur gefið upp tölur um mannfall í herliði sínu en starfsfólk líkhúsa í borginni segir þau öll yf- irfull og telja að hundruð manna séu fallin. Að því er segir á fréttavef BBC höfðu nálægt 200.000 manns flúið heimili sín í gær og leitað skjóls í skólum, mannlausum byggingum og jafnvel á knattspyrnuleikvangi borg- arinnar. Þá héldu sumir áleiðis út úr borginni. Borgarbúar reiðir Bandaríkjamönnum Ævareiðir borgarbúar lögðu í gær frá sér blóðug lík fyrir framan sendi- ráð Bandaríkjanna í Monróvíu og sökuðu bandarískt herlið um að hafa brugðist þeim með því að verja þá ekki í átökunum. Mikill mannfjöldi safnaðist þar saman, gerði hróp að bandarískum hermönnum og kallaði eftir því að stríðið yrði stöðvað. Líbería, elsta lýðveldi Afríku, var stofnað á 19. öld af bandarískum þrælum sem hlotið höfðu frelsi og því telja Líberíubúar enn að milli landanna tveggja séu sérstök tengsl. Sir Jeremy Greenstock, breskur sendiherra Sameinuðu þjóðanna (SÞ) í landinu, sagði í viðtali við BBC í gær að íhlutun frá Bandaríkjunum „yrði fagnað á alþjóðavettvangi“. Bandaríski sendiherrann í Monróvíu sagði hins vegar að Bandaríkin myndu ekki hafa nein afskipti af málinu fyrr en átökunum linnti. Forsetinn vill að kæra um stríðsglæpi verði felld niður Markmið uppreisnarmanna er að ná yfirráðum yfir höfuðborginni og steypa forsetanum af stóli en hann hefur lýst því yfir að hann muni ekki láta af embætti fyrr en í janúar á næsta ári. Þar með tók hann til baka loforð sem var forsenda vopnahlés- ins sem fylkingarnar sömdu um í síð- ustu viku. George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, skoraði í gær á Tay- lor að standa við gerða samninga og segja af sér. Alþjóðlegur dómstóll í Sierra Leone, studdur af SÞ, hefur ákært Taylor fyrir stríðsglæpi vegna þátt- töku hans í tíu ára stríði sem þar geisaði. Hann neitar á hinn bóginn að halda áfram friðarviðræðum við uppreisnarmenn nema kæran verði felld niður. Borgarastyrjöld hefur geisað í Líberíu síðan 1999 er flokkar upp- reisnarmanna hófu að reyna að bola forseta landsins frá völdum. Harðir bardagar í Monróvíu AP Sprengja sprakk við afgirt svæði bandaríska sendiráðsins í Monróvíu, höfuðborg Líberíu, á miðvikudag með þeim afleiðingum að fjöldi íbúa borgarinnar sem þangað höfðu flúið undan átökum borgarastríðsins særðist. Meðal hinna slösuðu var þessi kona sem hér flýr átakasvæðið með manni sínum og barni. Monróvíu. AFP. AP. AP SIR Denis Thatch- er, eiginmaður Mar- grétar Thatchers, fyrrverandi for- sætisráðherra Bret- lands, lést í gær á sjúkrahúsi í Lond- on, að því er tals- maður fjölskyld- unnar greindi frá. Hann var 88 ára. Í janúar sl. gekkst hann undir hjarta- aðgerð sem læknar sögðu hafa tekist vel. Þótt sir Denis hafi látið lítið fyrir sér fara þann tíma sem kona hans var forsætisráð- herra stóð hann ávallt sem klettur við hlið hennar. Voru þau gift í rúmlega fimmtíu ár. Margrét, eða „Járnfrú- in“ eins og hún var kölluð, er 77 ára. Sir Denis Thatcher látinn London. AFP. BRESKA ríkisútvarpið, BBC, vísaði í gær alfarið á bug ásökunum Alast- airs Campbells, almannatengsla- stjóra Tonys Blairs forsætisráð- herra, þess efnis að fréttamenn þess hefðu logið til um meðferð stjórn- valda á leyniþjónustugögnum um vopnabúr Íraka. Sagði yfirmaður fréttadeildar BBC að miðillinn þyrfti ekki umvöndun frá manni sem stal tólf ára gamalli nemandaritgerð af Netinu og dreifði síðan sem nýjum upplýsingum um vopnabúr Íraka. Campbell kom fyrir þingnefnd í fyrradag og rakti þá aðdraganda Íraksstríðsins en því hefur verið haldið fram að Campbell hafi átt við leyniskýrslur þannig að gert yrði sem mest úr hættunni sem af stjórn Saddams Husseins og vopnabúri hennar stafaði; einkum og sér í lagi að Írakar væru færir um að hrinda í framkvæmd efna- eða sýklavopna- árás á innan við 45 mínútum frá því að skipun þar að lútandi hefði verið gefin. Með þessu á Campbell að hafa vilj- að styrkja röksemdafærsluna fyrir réttmæti hernaðaríhlutunar í Írak. Campbell sagði á miðvikudag að sér fyndist ótrú- legt að fjölmiðlar gætu flutt fréttir, byggðar á einum ónafngreindum heimildarmanni, þar sem forsætis- ráðherra lands- ins, ríkisstjórn, leyniþjónustan öll og Campbell sjálf- ur væru sökuð um samsæri í því skyni að blekkja þing landsins til að senda breska hermenn í stríð. Gagn- rýndi Campbell einkum fyrstu fréttir Andrews Gilligans í þessu samhengi, sem sinnir varnarmálum fyrir frétta- stofu BBC. „Ég hef heyrt frétta- manninn breyta sögu sinni svo oft, fyrst talaði hann um einn heimildar- mann, síðan sagði hann þá fjóra, loks að heimildarmenn sínir væru frétta- menn á öðrum fjölmiðlum,“ sagði Campbell. „Þar til BBC viðurkennir að þar hafi verið sagðar lygar mun ég halda áfram að gagnrýna þá, og betra væri fyrir þá að senda frá sér afsök- unarbeiðni sem fyrst.“ Richard Sambrook, framkvæmda- stjóri fréttasviðs BBC, neitaði því með öllu í gær að að þar á bæ hefðu menn sakað Blair um lygar, eða sagt að hann hefði leitt Bretland út í stríð á fölskum forsendum. „Við gáfum aldrei neitt slíkt í skyn,“ sagði hann. „Við ætlum ekki að biðjast afsökunar fyrir eitthvað sem við ekki sögðum. […] Ég tel að Alastair Campbell hafi gróflega rangfært fréttaflutning BBC.“ Varði Sambrook fréttaflutning Gilligans og sagði að heimildarmaður hans hefði verið afar áreiðanlegur. Í fréttinni hefði einungis komið fram að innan bresku leyniþjónustunnar væru menn ósáttir við að í skýrslu sem stjórnvöld gerðu opinbera í sept- ember hefði kastljósinu verið beint sérstaklega að hinni vafasömu kenn- ingu um að Írakar gætu beitt efna- eða sýklavopnum innan 45 mínútna. „Satt best að segja […] tel ég ekki að BBC þurfi neina umvöndun frá al- mannatengslaskrifstofu sem stal tólf ára gamalli nemandaritgerð [af Net- inu] og dreifði síðan án þess að geta höfundarins,“ sagði Sambrook síðan. BBC vísar ásökunum Alastairs Campbells á bug London. AP. Alastair Campbell BANDARÍSKUR hermaður féll og tveir særðust í sprengjuárás í Bagdad í gær. Í annarri árás skammt utan við Bagdad féll bandarískur sérsveitar- maður og átta særðust, eftir því sem bandaríska herstjórnin greindi frá. Þá létu tveir Írakar lífið í þriðju árás gærdagsins, en þeir voru í fylgd bandarískra hermanna. Segjast ók- unn samtök bera ábyrgð á mörgum árásanna að undanförnu en Banda- ríkjamenn hafa hingað til haldið því fram, að ekki sé um að ræða skipu- lega andstöðu í Írak. Einn bandarískur hermaður týndi lífi í fyrradag og nokkrir særðust. Eiga þessar árásir sér stað á sama tíma og reiði almennings í Bagdad vex með degi hverjum en borgin hef- ur nú verið rafmagnslaus í fjóra daga. Ísskápar og önnur kælitæki fyrir matvöru eru því óvirk og ekki um að ræða neina loftkælingu í húsum í sumarhitanum, sem fer stundum upp í 45°C. Bandaríkjamaðurinn Timothy Carney, fyrrverandi sendiherra, sem unnið hefur að uppbyggingarmálum í Írak, sagði í gær í London, að Banda- ríkjastjórn hefði ekki búið sig undir að stjórna Írak að stríðinu loknu. All- ur undirbúningurinn hefði verið vegna stríðsins en engin umræða um það, sem við tæki. Geoff Hoon, varnarmálaráðherra Bretlands, sagði í gær, að svo virtist sem einhver misskilningur um vopna- leit hefði valdið því, að íbúar í bænum Majar al-Kabri hefðu ráðist á breska hermenn og skotið sex þeirra til bana. 10.000 breskir hermenn eru nú í Írak og 14.000 alls á Persaflóasvæðinu. Enn ráðist á banda- ríska hermenn í Írak Bagdad. AP, AFP.ARABÍSKA sjónvarps- stöðin Al-Arabiya hafði í gær eftir Mohammed Said al-Sahaf, sem var upplýsingamálaráð- herra Íraks á síðustu dögum stjórnar Sadd- ams Husseins, að Bandaríkjaher hefði yf- irheyrt hann í vikunni eftir að hann gaf sig fram við fulltrúa hers- ins. Honum hefði verið sleppt eftir yfirheyrsl- unar. Al-Arabiya sagði að Sahaf hefði greint frá þessu í viðtali við stöðina, en viðtalið hef- ur þó ekki enn verið sýnt. Fyrr í vikunni hafði breska blaðið Daily Mirror sagt frá því að Sahaf, sem uppnefndur var „hlægilegi Ali“ vegna einarðra neitana hans á því að Bagdad væri að falla í hendur Bandaríkjamönnum, hefði verið handtekinn í bíl sínum við banda- ríska varðstöð á mánudaginn. Hefði honum verið leyft að fara aftur á felustað sem hann mun hafa haldið til á ásamt konu sinni og þrem börnum „til að sækja tann- bursta, rakvél og bók“. Daily Mirror var eindreginn andstæð- ingur herfararinnar til Íraks, en blaðið hafði í gær eftir hátt- settum heimildamanni að al-Sahaf hefði „frá mörgu að segja að þessu sinni“. Blaðið Daily Times í Pakistan hefur eftir fólki, sem sagt er standa al-Sahaf nærri, að hann hafi und- anfarnar vikur haft sig heima við og horft á gervihnatta- sjónvarp. Þá segir blaðið ekki ljóst hvers vegna hann var handtekinn einmitt nú, en Bandaríkjamenn hafi lengi vitað hvar hann var að finna og að raunar hafi al-Sahaf þegar verið tekinn til yfirheyrslu einu sinni. Al-Sahaf er ekki í hópi þeirra 55 háttsettra Íraka sem Bandaríkja- menn lögðu mesta áherslu á að handsama. Ekki er talið að hann hafi komið nærri ákvörðunum í tíð Sadd- ams sem gefi tilefni til að hann sé sóttur til saka. Sahaf segist hafa verið yfirheyrður Dubai. AFP. Al-Sahaf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.