Morgunblaðið - 27.06.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.06.2003, Blaðsíða 18
  HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 18 FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ FYRIRHUGUÐ heilsurækt í Laug- ardal hefur risið á skömmum tíma og telur Björn Leifsson, eigandi World Class, að tvær til þrjár vikur séu þangað til húsið verður fokhelt. „Staðan er þannig núna að það er búið að setja þakið á. Glerið er komið í hús og ætlunin er að setja það í á morgun (í dag). Búið er að hlaða alla milliveggi niðri í bún- ingsklefunum, byrjað er að leggja í gólf og það er langt komið að múra. Þá er byrjað að setja upp loftræst- ingu, pípulagnir og rafmagn,“ segir hann. Ætlunin er að opna World Class í Laugardalnum 3. janúar á næsta ári og er verkið á áætlun. Björn segir að fljótlega verði farið að steypa innisundlaugina, sem Reykjavíkurborg byggir, en allri grunnvinnu sé lokið og útveggir til- búnir. „Sú laug verður opnuð í sept- ember eftir ár. Hún verður tilbúin að utan þegar við opnum.“ Útboð á vinnu í kringum bíla- stæði og aðkomu fer fram á næstu dögum, að sögn Björns, en breyt- ingar eru fyrirhugaðar á aðkomu- leiðum út af götunum í kring. „Allt gengur mjög vel og ef eitt- hvað er er framkvæmdin á undan áætlun, en það eru að meðaltali 50– 60 manns að vinna í húsinu á degi hverjum,“ segir hann. Hann bendir á að undir bygging- unni sé 3.200 fermetra kjallari, með fjögurra metra lofthæð, en þar verða allir búningsklefar, böð, hreinlætisaðstaða, barnagæsla, tæknirými, eldhús, sólbaðsaðstaða og fleira. „Þetta er miklu meira en menn sjá.“ Heilsuræktin opnuð um áramót Laugardalur Morgunblaðið/Arnaldur Nýbyggingarnar í Laugardalnum eru óðum að taka á sig endanlega mynd. SKÝRSLA um þróun mannfjölda og búferlaflutninga í Reykjavík og á höfuðborgarsvæðinu var lögð fram á fundi borgarráðs á þriðjudag. Í skýrslunni, sem unnin var af Bjarna Reynarssyni skipulagsfræðingi, er bæði fjallað um fólksfjölgun í Reykjavík og fólksflutninga innan borgarinnar og flutningamynstrið greint. Fjölmörg línurit og kort eru í skýrslunni sem sýna þróun íbúa- flutninga. Helstu niðurstöður sem fram koma í skýrslunni eru að tímabilið 1992–2002 fjölgaði íbúum á höfuð- borgarsvæðinu um 28.002 en í Reykjavík var fjölgunin 11.640 manns. Íbúum á jaðarsvæðum borg- arinnar fjölgar því hraðar en í eldri borgarhlutum og er sú þróun vel þekkt utan frá að því er segir í skýrslunni. Fjölgun íbúa í Reykjavík kemur til af tvennu, annars vegar náttúrulegri fjölgun, sem er fjöldi fæddra umfram fjölda látinna, og hins vegar vegna aðfluttra íbúa. Ef litið er til tímabilsins 1980–2002 hef- ur íbúum á Reykjavíkursvæðinu fjölgað um að meðaltali 1.257 á ári og um 1.316 í grannsveitarfélögum, alls 2.573 íbúar á ári. Hver íbúi flutti oftar en einu sinni 1991–2001 Búferlaflutningar hafa yfirleitt meiri áhrif á þróun fólksfjölda og samsetningu hans en breytingar á fæðingar- og dánartíðni. Búferla- flutningar eru tíðir hér á landi en eru oftast innan sama sveitarfélags. Á tímabilinu 1991–2001 fluttu um 212 þúsund manns innan höfuðborgar- svæðisins, sem þýðir að hver íbúi flutti oftar en einu sinni á þessu tímabili. Talsverðar sveiflur hafa verið í flutningum til og frá höfuð- borgarsvæðinu á tímabilinu 1980– 2002 og enn meiri sveiflur hafa verið í flutningum til og frá Reykjavík á sama tímabili. Síðustu tvö ár hefur flutningsjöfnuður fyrir Reykjavík verið neikvæður, sérstaklega árið í fyrra, en þá fluttu 665 fleiri frá Reykjavík en til hennar. Stór hluti þeirra sem flytja frá borginni flytur til nágrannasveitarfélaganna. Sé lit- ið á búferlaflutninga til höfuðborg- arsvæðisins á tímabilinu 1990–2002 má sjá að meðalaðflutningur á ári var 1.216 íbúar og af þeim kom að meðaltali 1.161 frá landsbyggðinni, eða 95% hópsins. Þeir sem flytja af landsbyggðinni eru einkum ungt fólk á aldrinum 20–24 ára. Aðeins 55 manns fluttu til höfuðborgarsvæðis- ins frá útlöndum að meðaltali á tíma- bilinu. Í skýrslunni er vísað til framreikn- inga þróunar- og fjölskyldusviðs um fólksfjölda í Reykjavík. Samkvæmt þeim reikningum verða íbúar í borg- inni orðnir 130–140 þúsund árið 2024 og 220–240 þúsund á höfuðborgar- svæðinu í heild. Í spánni er gert ráð fyrir því að draga muni úr flutning- um frá landsbyggðinni og útlöndum til höfuðborgarsvæðisins eftir 2005 og að þeir flutningar verði komnir í jafnvægi eftir 15 ár. Skýrsluna má nálgast á vef Reykjavíkurborgar.     !" #$ * 4+ 4 + 5 5 5 * 5 5 5 5 5 * 5 5 5 5 $ %  & '    ()* % &$  !'(# + 6+ 6 "   + ,%-  ((* 5 5 5 * 5 5 5 5 5 5 4 5 + 5 5 5 % &$  ) *!+ '$"  !" # ,'(# - '  Einkum ungt fólk flyst af landsbyggðinni Reykjavík Skýrsla um þróun mannfjölda í Reykjavík lögð fyrir borgarráð TENGLAR ..................................................... reykjavikurborg.is Moggabúðin Stuttermabolir, aðeins 1.000 kr. Moggabúðin Íþróttataska, aðeins 2.400 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.