Morgunblaðið - 27.06.2003, Side 19

Morgunblaðið - 27.06.2003, Side 19
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 2003 19 Mjólkin slær í gegn! Flaskan er málið! Það fer ekki á milli mála að mjólk í flöskum hefur vantað á markaðinn því sigurganga Drykkjarmjólkurinnar er engu lík! Hefur þú smakkað Drykkjarmjólk? Hún er létt Mörkinni 6 • Sími 588 5518 Útsala Yfirhafnir TILLAGA skipulagsnefndar Kópa- vogs um nýtt deiliskipulag fyrir Lundarsvæðið, sem meðal annars gerir ráð fyrir átta háhýsum, var samþykkt í bæjarráði í gær. Tillagan var samþykkt með fjórum atkvæð- um fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, en fulltrúi Sam- fylkingar greiddi atkvæði á móti. Gunnsteinn Sigurðsson, formaður skipulagsnefndar og annar fulltrúa Sjálfstæðisflokks í bæjarráði, segir að bæjarráð fallist á að auglýsa til- lögu að breyttu skipulagi á Lundar- svæðinu og breytingu á aðalskipu- lagi. „Fulltrúi Samfylkingar var ekki samstiga okkur og því var þetta sam- þykkt með fjórum atkvæðum,“ segir hann og bætir við að gera megi ráð fyrir að skipulagið fari fljótlega í kynningu. Sigrún Jónsdóttir, bæjarfulltrúi og varafulltrúi Samfylkingarinnar í bæjarráði, lagði fram tillögu þess efnis að afgreiðslu tillögunnar yrði frestað og bæjarlögmanni falið að leggja fram greinargerð um bygg- ingarbréf er fylgir landi Lundar. Gæti haft áhrif á aðkomu bæjarins Sigrún segir að byggingarbréfið sé frá því Lundur komst í hendur nú- verandi eigenda og að skoða þurfi hvort ákvæði í því og hugsanlega síð- ari samningar um Lund hafi áhrif á stöðu og aðkomu bæjarins að þessu landi í dag. Bæjarlögmanni yrði því falið að skoða málið svo það væri á hreinu að allar forsendur fyrir hugs- anlegri byggð stæðust. „Tillaga mín var felld um að fresta afgreiðslunni og skoða þessa samninga betur. Hins vegar tóku þau, meirihlutinn, inn í sína tillögu að leita álits bæj- arlögmanns á þessu. Þau samþykktu að auglýsa tillöguna en jafnframt að láta skoða þetta mál sem ég kom með inn á fundinn. Þau ætla að gera þetta jafnhliða,“ segir Sigrún. Hún segist mjög ósátt við þær skipulagshugmyndir sem fram eru komnar. Hún segist jafnframt eiga bágt með að skilja af hverju það liggi svona á afgreiðslu þeirra og af hverju menn vilji ekki skoða það bet- ur ef nýir fletir koma upp á málinu. „Við lögðum fram breytingartillögu í skipulagsnefnd sem ég tók undir í bæjarráði í dag (í gær). Sú tillaga var jafnframt felld. Okkar breytingartil- lögur hafa ekki náð í gegn.“ Sigrún bendir einnig á að ekki hafi verið gengið frá gatnagerð á svæð- inu ennþá. Hún telur að menn eigi að flýta sér hægt, Lundur sé viðkvæmt svæði á góðum stað og því eigi að vanda til verka. Tillaga að nýju deiliskipu- lagi Lundar samþykkt Lundur VONIR standa til að hægt verði að opna Minningarsafn um Halldór Laxness á Gljúfrasteini á næsta ári en framundan eru gagngerar við- gerðir á húsinu, auk annars undir- búnings. Þórarinn Eldjárn, stjórnar- formaður Minningarsafnsins, segir að tíminn fram að því verði notaður til að móta hugmyndir um það hvernig staðið verði að safninu sjálfu. Hann segir að meðal þess sem nú sé unnið að sé skrásetning bóka, handrita og fleiri muna. Einnig þurfi að huga að öryggismálum og ýmsu öðru. Hann bætir við að stefnt sé að því að undirbúningsvinnan verði það langt á veg komin, þegar viðgerðum á húsi ljúki, að hægt verði að opna safnið fljótlega eftir það. „Tíðindin eru fyrst og fremst þau að þessi undirbúningur er alveg á fullu og margir sem koma að honum. Viðgerðirnar eru í höndum bygging- ardeildar hjá forsætisráðuneytinu, sem safnið heyrir undir. Svo þarf ef- laust að gera úttektir á því hvað sé ráðlegt að gera og þá er það unnið í samráði við ráðgjafa og arkitekta sem eru til samráðs við innri upp- byggingu safnsins,“ segir Þórarinn. Safnið á Gljúfrasteini í undirbúningi Mosfellsdalur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.