Morgunblaðið - 27.06.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.06.2003, Blaðsíða 20
AKUREYRI 20 FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ SUMAR 2003 Krónunni, 2. hæð, sími 462 3505, Hafnarstræti 97, 600 Akureyri. Verið velkomin  Rúskinnsjakkar  Stakir jakkar  Hörfatnaður  Kápur  Bolir ARCTIC-open-miðnæturgolfmótið hefur verið haldið árlega frá því ár- ið 1986. Mótið í ár var sett í golf- skálanum á Jaðri síðastliðið mið- vikudagskvöld. Sjálf keppnin hófst í gær kl. 16 og og var spilað fram á nótt. Keppninni verður svo fram haldið í kvöld og lýkur með loka- hófi og verðlaunaafhendingu á laugardagskvöld. Árni Már Harðarson, einn af þeim sem eru í mótsstjórn, sagði við Morgunblaðið að í ár væru 122 golf- arar skráðir til leiks, þar af 20 út- lendingar. „Þetta er fækkun frá því í fyrra en þá voru um 140 skráðir í mótið. Það vantar til dæmis flestalla Bandaríkjamenn í ár en aðeins fimm þátttakendur eru þaðan. Þetta á sér einna helst þá skýringu að golfmótið Icelandic open er haldið á sama tíma í Reykjavík, en það er boðsmót þar sem um 250 manns, aðallega útlendingum, er boðið. Nú er lengsti dagur ársins og menn vilja nýta sér nætursólina. Þetta er einnig aukin samkeppni og því verðum við bara að auglýsa okkar mót betur en við höfum gert. Veðrið er frábært og spáin góð svo það er bara um að gera að hafa gaman af þessu,“ sagði Árni. Golfmótið Arctic-open Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Arctic-open hófst í dag á Jaðars- velli á Akureyri. Hér er púttað á annarri flöt. Haldið í átjánda sinn Í VIKUNNI var könnuð bílbelta- notkun hjá ökumönnum á Akureyri. Björgvin Smári Jónsson, umferð- arfulltrúi Norðurlands, sagði að yf- irleitt væri bílbeltanotkun innan- bæjar á Akureyri nokkuð góð, um eða yfir 90%. „Nú vorum við að kanna bílbelta- notkun á þremur stöðum í bænum og útkoman var því miður sú langlélegasta sem ég hef séð síðan ég byrjaði. Aðeins 81% ökumanna var með bílbelti í Hjalteyrargötu við Samland og einnig í Skarðshlíð við Litluhlíð. Reyndar voru 91% með bílbelti þegar við vorum að at- huga notkun í Kaupvangsstræti eða í gilinu, sem er nokkuð eins og við má búast. Í Hjalteyrargötu er mik- ið um að karlar séu einir á vinnubíl- um og virðast vera með hugan við eitthvað annað en bílbeltið. Í Skarðshlíð er íbúðarhverfi með 30 km hámarkshraða og það virðist sem fólk setji ekki á sig beltið fyrr en það er komið vel af stað þangað sem það er að fara. Þegar komið er í miðbæinn virðist sem flestir séu komnir í belti. Kannanir frá í fyrra voru yfirleitt mjög góðar en það þarf stöðugt að hamra á þessu og fylgjast með,“ sagði Björgvin. Björgvin Smári Jónsson, umferðarfulltrúi Norðurlands, kannaði bílbeltanotkun Langlélegasta sem ég hef séð ÞESSA dagana stendur yfir sýning í Punktinum á hekluðum dúkum eftir serbneskar konur, sem fluttu til Akureyrar ásamt fjölskyldum sínum í vetur sem flóttafólk. Þær heita Miljka Pav- lica, Borka Paı́c og Nedeljka Ostojı́c og eru dúkarnir allir unnir í föðurlandi þeirra Serbíu. Flóttafólkið sem kom til bæj- arins í vetur var hrakið frá heimilum sínum í Króatíu og hafði dvalið í flóttamannabúðum í 6-8 ár við afar bágborin kjör. Fólkið hefur nú komið sér vel fyrir á Akureyri og unir hag sín- um vel. Sýningin er opin út júnímán- uð á opnunartíma Punktsins sem er alla virka daga kl. 13.00 - 17.00. Heklaðir dúkar í Punktinum NÝLEGA var opnað gistiheimili í Höepfnerhúsinu í innbænum á Ak- ureyri og í því eru fjögur herbergi, sameiginleg setustofa og eldhús. Jórunn Viggósdóttir sagði í sam- tali við Morgunblaðið að fyrir ári hafi hún ásamt dætrum sínum keypt húsið. „Síðastliðinn vetur leigði ég út herbergi til skólafólks og þegar það fór tókum við hús- næðið í gegn. Markmiðið er að leigja herbergin aftur út til skóla- fólks næsta vetur,“ sagði Jórunn. „Ég er úr Reykjavík, en yngri sonur minn var búinn að vera hérna fyrir norðan og þegar við þurftum að skipta um húsnæði fyr- ir sunnan stakk hann upp á því að við myndum flytjast til Akureyrar, sem og við gerðum. Við erum alsæl hérna og það eru allir á því að hér ætlum við að vera. Það er svo þægi- legt mannfélag hérna, finnst mér, þetta er allt annað en í Reykjavík, allt miklu persónulegra og yndis- legra,“ sagði Jórunn. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Höepfner-húsið, þar sem nýja gistiheimilið er á efri hæðinni. Jórunn Viggósdóttir rekur gistiheimili í Höepfner-húsi Við erum alsæl hérna Gamall ísskápur er notaður sem bókaskápur í einu herbergjanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.