Morgunblaðið - 27.06.2003, Síða 21

Morgunblaðið - 27.06.2003, Síða 21
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 2003 21 www.islandia.is/~heilsuhorn SALMON OIL Gegn stirðleika í liðamótum PÓSTSENDUM Glerártorgi, Akureyri, sími 462 1889 Fæst m.a. í Lífsins lind í Hagkaupum, Árnesapóteki, Selfossi og Yggdrasil, Kárastíg 1. PLÖTUBÚÐ með nafninu Pinku ponsulitla plötubúðin verður opnuð í dag í rétt tæplega 12 fermetra hús- næði í Gránufélagsgötu 4; skúr sem áfastur er Herradeild JMJ. Rögn- valdur B. Rögnvaldsson, betur þekktur á Akureyri sem Rögnvald- ur gáfaði, er verslunarstjóri nýju búðarinnar og eigandi ásamt eig- inkonu sinni. Hann sagði tuttugu ára gamlan draum nú verða að veruleika. „Ætlunin er að sérhæfa sig í tón- list og tónlistarmönnum sem ekki hafa náð hátt á vinsældarlistum og leggja meiri áherslu á tónlistina en útlitið. Tónlistarbransinn er orðinn svo upplitaður af útliti fólks, þetta er mest hálfnaktar unglingsstelpur sem verið er að selja. Mig langar til að leggja aðeins meiri áherslu á tón- listina. Það eru bara bókabúðir og verslanir sem eru með smá rekka með þessu söluvænlega. Mig minnir að það sé ekki búin að vera alvöru plötubúð í bænum síðan Melodia og hljómdeild KEA lögðust af. Nú eru menn með þetta bara sem aukabú- skap,“ sagði Rögnvaldur í samtali við Morgunblaðið í gær. „Vinsældapoppinu er ágætlega sinnt hér í bænum og ég er ekkert að kvarta undan þeim búðum sem hér eru, en ég vil meiri breidd. Ég ætla heldur ekki í neina samkeppni við aðrar verslanir; ég lít á þetta sem hreina viðbót.“ Rögnvaldur leggur áherslu á að verslunin verði heimilisleg. „Ég tek mér verslunina 12 tóna í Reykjavík til mikillar fyrirmyndar. Fólk getur komið og hlustað á tónlist og fengið sér kaffisopa. Ég vil að fólk geti grúskað hérna. Það er nefnilega fullt af diskum hérna sem ég veit ekkert um, fólk verður að hlusta á þá til að kynna sér efnið.“ Í skúrnum þar sem búðin verður var áður varaspennistöð fyrir Bún- aðarbankann og Sjallann og hann hefur ekki verið áberandi hingað til. Eftir að íbúðarhús á horni Gránu- félagsgötu og Geislagötu, gegnt Sjallanum, var rifið á dögunum blas- ir umrætt húsnæði hins vegar við. Rögnvaldur bíður upp á ýmiskon- ar „skrýtna“ tónlist í verslun sinni. „Þetta er heimstónlist, djass, popp og rokk og ýmislegt fleira.“ Hann er með mikið af efni frá 12 tónum í Reykjavík, svolítið frá Skífunni og Smekkleysu en auk þess flytur Rögnvaldur sjálfur inn tónlist, m.a. frá Danmörku, Finnlandi og Tékk- landi – en þaðan flytur hann inn geisladiska sem gefnir eru út af fyr- irtækinu Skoda records! Eitt af því sem Rögnvaldur bíður upp á er brauðsúpa til sölu á 2.000 krónur. Þar er þó ekki um neina venjulega brauðsúpu að ræða, held- ur nokkra geisladiska í sérstökum standi, mis marga eftir atvikum. „Það voru ekki alltaf bestu bitarnir sem fóru í brauðsúpuna í gamla daga,“ sagði Rögnvaldur þegar Morgunblaðið sótti hann heim í verslunina í gær. Gaf í skyn að í brauðsúpunni yrðu hverju sinni geisladiskar, sem almennt teldust ekki söluvænlegir! Með opnun verslunarinnar er gamall draumur Rögnvalds að ræt- ast sem fyrr segir. „Eftir að ég kynntist pönkinu þegar ég var ung- ur hefur mig alltaf langað til að opna plötubúð. Það hefur alltaf blundað í mér og núna ákvað ég að láta mig hætta að dreyma og gera þetta frekar að veruleika.“ En hvers vegna nú? „Ég hef aldrei viljað fara út í lá- naævintýri, hef ekki viljað veðsetja fjölskylduna en það stóð þannig á hjá mér núna að ég átti svolítinn pening og sló því til.“ Rögnvaldur hefur starfað sem skemmtikraftur við góðan orðstír í heimabæ sínum, en segist nú meira ætla að sinna frægðardraumum annarra en sinna eigin. Hann er þó ekki hættur að skemmta: „Nei, maður lætur alltaf plata sig til að koma fram annað slagið.“ Verslunin opnar kl. 15 í dag og opnunarhátíð hefst klukkustund síð- ar með því að hljómsveitin Helgi og hljóðfæraleikarnir stíga á þak versl- unarinnar og leika fyrir viðstadda. „Allir sem mæta á opnunina fá mjólkurglas og geislaköku sér að kostnaðarlausu,“ sagði Rögnvaldur. Búðin verður opin virka daga milli kl. 15 og 18 og fyrsta laug- ardag í hverjum mánuði frá kl. 10– 14. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Rögnvaldur B. Rögnvaldsson í verslunarstjórastólnum, og í verslunarstjóra- stellingunni eins og hann orðaði það í gær, með son sinn Rökkva í fanginu. Tuttugu ára gamall draumur Rögnvalds gáfaða að rætast Pinku ponsulitla plötubúðin opnuð

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.