Morgunblaðið - 27.06.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 27.06.2003, Blaðsíða 23
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 2003 23 MARGIR mættu á upplestur Helga Guðmundssonar á efni úr drögum að væntanlegri bók um norðfirska list- málarann Tryggva Ólafsson sem fram fór í Hóteli Capitano í Nes- kaupstað. Það er Helgi, sem einnig er Norðfirðingur, sem skráir bókina. Bókin, sem hefur vinnuheitið Tryggvi, kemur væntanlega út með haustinu þótt ekki sé það endanlega ákveðið. Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Skrásetjarinn og listmálarinn úti í góða veðrinu að upplestri loknum. Fjölmennt á upplestri úr bók um Tryggva Neskaupstaður URRIÐAFOSS í Þjórsá er ekki í alfaraleið þótt á láglendi sé í næsta nágrenni við samnefndan bæ í Villingaholtshreppi. Auðvelt er að komast að fossinum frá Urr- iðafossvegi en auðveld leið að hon- um er um stíg frá veginum á móts við bæinn. Fossinn myndast þar sem Þjórsá byltist yfir kletta- dranga í farveginum og gengur mikið á þegar vatnið fellur þarna um farveginn um skörð og kletta. Vel má gera sér grein fyrir kraft- inum í fallvatninu þegar áin byltir sér um fossinn. Nauðsynlegt er fyrir fólk að virða fyrir sér fossinn til þess að hafa í það minnsta séð hann, verði úr virkjunaráformum á þessu neðsta virkjunarsvæði Þjórsár. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Urriðafoss í Þjórsá sýnir glöggt kraftinn í fallvatninu. Auðvelt að komast að Urriða- fossi Selfoss HÓPUR ungs áhugafólks um um- hverfismál hefur unnið við fjöru- hreinsun á Langanesi síðastliðna daga; nánar tiltekið á Skálanesi, við Skoruvík og Sauðanesflugvöll. Þarna voru ungmenni frá átta þjóðlöndum en þau eru aðilar að al- þjóðlegum samtökum sem kalla sig Veraldarvini og eru með sjálfboða- liðanet víða um heim. Að sögn Sigfúsar Ólafssonar, ferðamálafulltrúa Þistilfjarðar og Langaness, getur þetta áhugafólk fundið aðila til að taka þátt í verk- efnum eins og t.d. fjöruhreinsun víða um heim gegnum Netið; veraldar- vinir.is. Ýmsir aðilar styrkja þetta verkefni en það eru helst umhverf- isráðuneytið, Ferðamálaráð og UMFÍ en auk þess lögðu ýmis fyr- irtæki á Norðurlandi sitt af mörkum og Þórshafnarhreppur lét í té gist- ingu í grunnskólanum. Leiðsögumaður, túlkur og verk- stjóri fólksins var Angantýr Einars- son sem er þaulkunnugur á Langa- nesi. Að sögn hans voru þessi ungmenni mjög dugleg og jákvæð þótt þau hefðu verið með eindæmum óheppin með veður; látlaust hvass- viðri og rigning annað veifið. Nokkur þeirra geta bjargað sér á íslensku og hafa verið starfandi hér á landi að undanförnu. Þau heimsóttu Hrað- frystistöðina og fóru bæði í loðnu- bræðsluna og kúfiskvinnsluna en sunnudagurinn var tekinn í skoðunarferð um Rauðanesið sem vakti mikla hrifningu. Einnig þótti þeim mikið til um fuglabjörgin á leið- inni út í Skoruvík á Langanesi. Unga fólkið kom miklu í verk þessa daga sem það var hér; enn er samt mikið eftir því að hafið skilar látlaust plasti og öðru rusli upp á strendur landsins. Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Veraldarvinirnir ásamt leiðsögumanninum Angantý Einarssyni við Eiði á Langanesi. Veraldarvinir á Langanesi Þórshöfn BÓKASAFN Húnaþings vestra er flutt af 2. hæð á 1. hæð Höfðabraut- ar 6 á Hvammstanga. Hið nýja hús- næði er um tvöfalt stærra en hið eldra, um 380 ferm. Héraðs- skjalasafnið var einnig flutt svo og gögn í eigu Fræðafélags V-Hún. Þjónusta safnsins við almenning mun aukast verulega, aðgengi verður að tölvum til almennings- nota, m.a. á netið. Safnið er tengt landstölvuneti bókasafna og er þar með auðvelt að útvega bækur úr öðrum söfnum. Nokkurt framboð er í safninu af hljóðsnældum, þar sem hlustun kemur í stað lestrar. Lestr- araðstaða í safninu er mjög góð. Aðgengi að söfnunum batnar til muna, þar sem þau eru nú á jarð- hæð og þar verður aðkoma fyrir fatlaða. Bókasafnsstjóri er Sigríður Tryggvadóttir og er safnið opið alla virka daga kl. 13-18 og að auki tvo morgna í viku frá kl. 10. Það mun tíðkast innan bókasafnageirans, að starfsfólk bókasafna aðstoði hvert annað við flutning á söfnum. Hing- að komu starfsmenn frá Reykjavík, Þorlákshöfn og Höfn í nokkra daga og unnu að uppsetningu og röðun safnsins. Formleg opnun nýja hús- næðisins verður hinn 11. ágúst nk. Morgunblaðið/Karl Ásgeir Sigurgeirsson F.v. Guðfinna Karlsdóttir, Þorlákshöfn, Sigríður Tryggvadóttir, safna- stjóri, Hvammstanga, Kristín H. Pétursdóttir, Reykjavík, Guðný Svavarsdóttir, Höfn, og Jón Sævar Baldvinsson, Þorlákshöfn. Bókasafnið flytur í nýtt húsnæði Hvammstangi Smáralind | 522 8380 ÍS L E N S K A A U G L Ý S IN G A S T O F A N / S IA .I S M IS 2 1 5 9 2 0 6 / 2 0 0 3 Útsalan hefst í dag Allt að 70% afsláttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.