Morgunblaðið - 27.06.2003, Síða 23

Morgunblaðið - 27.06.2003, Síða 23
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 2003 23 MARGIR mættu á upplestur Helga Guðmundssonar á efni úr drögum að væntanlegri bók um norðfirska list- málarann Tryggva Ólafsson sem fram fór í Hóteli Capitano í Nes- kaupstað. Það er Helgi, sem einnig er Norðfirðingur, sem skráir bókina. Bókin, sem hefur vinnuheitið Tryggvi, kemur væntanlega út með haustinu þótt ekki sé það endanlega ákveðið. Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Skrásetjarinn og listmálarinn úti í góða veðrinu að upplestri loknum. Fjölmennt á upplestri úr bók um Tryggva Neskaupstaður URRIÐAFOSS í Þjórsá er ekki í alfaraleið þótt á láglendi sé í næsta nágrenni við samnefndan bæ í Villingaholtshreppi. Auðvelt er að komast að fossinum frá Urr- iðafossvegi en auðveld leið að hon- um er um stíg frá veginum á móts við bæinn. Fossinn myndast þar sem Þjórsá byltist yfir kletta- dranga í farveginum og gengur mikið á þegar vatnið fellur þarna um farveginn um skörð og kletta. Vel má gera sér grein fyrir kraft- inum í fallvatninu þegar áin byltir sér um fossinn. Nauðsynlegt er fyrir fólk að virða fyrir sér fossinn til þess að hafa í það minnsta séð hann, verði úr virkjunaráformum á þessu neðsta virkjunarsvæði Þjórsár. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Urriðafoss í Þjórsá sýnir glöggt kraftinn í fallvatninu. Auðvelt að komast að Urriða- fossi Selfoss HÓPUR ungs áhugafólks um um- hverfismál hefur unnið við fjöru- hreinsun á Langanesi síðastliðna daga; nánar tiltekið á Skálanesi, við Skoruvík og Sauðanesflugvöll. Þarna voru ungmenni frá átta þjóðlöndum en þau eru aðilar að al- þjóðlegum samtökum sem kalla sig Veraldarvini og eru með sjálfboða- liðanet víða um heim. Að sögn Sigfúsar Ólafssonar, ferðamálafulltrúa Þistilfjarðar og Langaness, getur þetta áhugafólk fundið aðila til að taka þátt í verk- efnum eins og t.d. fjöruhreinsun víða um heim gegnum Netið; veraldar- vinir.is. Ýmsir aðilar styrkja þetta verkefni en það eru helst umhverf- isráðuneytið, Ferðamálaráð og UMFÍ en auk þess lögðu ýmis fyr- irtæki á Norðurlandi sitt af mörkum og Þórshafnarhreppur lét í té gist- ingu í grunnskólanum. Leiðsögumaður, túlkur og verk- stjóri fólksins var Angantýr Einars- son sem er þaulkunnugur á Langa- nesi. Að sögn hans voru þessi ungmenni mjög dugleg og jákvæð þótt þau hefðu verið með eindæmum óheppin með veður; látlaust hvass- viðri og rigning annað veifið. Nokkur þeirra geta bjargað sér á íslensku og hafa verið starfandi hér á landi að undanförnu. Þau heimsóttu Hrað- frystistöðina og fóru bæði í loðnu- bræðsluna og kúfiskvinnsluna en sunnudagurinn var tekinn í skoðunarferð um Rauðanesið sem vakti mikla hrifningu. Einnig þótti þeim mikið til um fuglabjörgin á leið- inni út í Skoruvík á Langanesi. Unga fólkið kom miklu í verk þessa daga sem það var hér; enn er samt mikið eftir því að hafið skilar látlaust plasti og öðru rusli upp á strendur landsins. Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Veraldarvinirnir ásamt leiðsögumanninum Angantý Einarssyni við Eiði á Langanesi. Veraldarvinir á Langanesi Þórshöfn BÓKASAFN Húnaþings vestra er flutt af 2. hæð á 1. hæð Höfðabraut- ar 6 á Hvammstanga. Hið nýja hús- næði er um tvöfalt stærra en hið eldra, um 380 ferm. Héraðs- skjalasafnið var einnig flutt svo og gögn í eigu Fræðafélags V-Hún. Þjónusta safnsins við almenning mun aukast verulega, aðgengi verður að tölvum til almennings- nota, m.a. á netið. Safnið er tengt landstölvuneti bókasafna og er þar með auðvelt að útvega bækur úr öðrum söfnum. Nokkurt framboð er í safninu af hljóðsnældum, þar sem hlustun kemur í stað lestrar. Lestr- araðstaða í safninu er mjög góð. Aðgengi að söfnunum batnar til muna, þar sem þau eru nú á jarð- hæð og þar verður aðkoma fyrir fatlaða. Bókasafnsstjóri er Sigríður Tryggvadóttir og er safnið opið alla virka daga kl. 13-18 og að auki tvo morgna í viku frá kl. 10. Það mun tíðkast innan bókasafnageirans, að starfsfólk bókasafna aðstoði hvert annað við flutning á söfnum. Hing- að komu starfsmenn frá Reykjavík, Þorlákshöfn og Höfn í nokkra daga og unnu að uppsetningu og röðun safnsins. Formleg opnun nýja hús- næðisins verður hinn 11. ágúst nk. Morgunblaðið/Karl Ásgeir Sigurgeirsson F.v. Guðfinna Karlsdóttir, Þorlákshöfn, Sigríður Tryggvadóttir, safna- stjóri, Hvammstanga, Kristín H. Pétursdóttir, Reykjavík, Guðný Svavarsdóttir, Höfn, og Jón Sævar Baldvinsson, Þorlákshöfn. Bókasafnið flytur í nýtt húsnæði Hvammstangi Smáralind | 522 8380 ÍS L E N S K A A U G L Ý S IN G A S T O F A N / S IA .I S M IS 2 1 5 9 2 0 6 / 2 0 0 3 Útsalan hefst í dag Allt að 70% afsláttur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.