Morgunblaðið - 27.06.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.06.2003, Blaðsíða 24
LISTIR 24 FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Aðalheiður S. Eysteinsdóttir opn- ar sýningu í Safnasafninu á Sval- barðsströnd. Opnun sýningarinnar er liður í verkinu „40 sýningar á 40 dögum“. Í DAG OPNUÐ verður sýning á tillögum um hönnun duftgarðs og mótun lands í Leynimýri við Öskjuhlíð á 4. hæð Perlunnar í dag, föstudag, kl. 16 og fer þá fram verðlaunaafhending. Kirkjugarðar Reykjavíkurpró- fastsdæma (KGRP), í samstarfi við Reykjavíkurborg, efndu nýverið til samkeppni um hönnun duftgarðs á Sóllandi og mótun lands í Leynimýri í Öskjuhlíð. Samningur um sam- keppnishald var gerður við Arki- tektafélag Íslands (AÍ) og fór sam- keppnin fram samkvæmt samkeppnisreglum þess. Í dómnefnd voru neðangreindir einstaklingar skipaðir af útbjóðanda: Einar E. Sæmundsen landslagsarki- tekt, Inga Jóna Þórðardóttir við- skiptafræðingur og Þórsteinn Ragn- arsson forstjóri, sem jafnframt var formaður nefndarinnar. Fulltrúar dómnefndar, skipaðir af AÍ, voru Árni Kjartansson, arkitekt FAÍ, og Áslaug Katrín Aðalsteinsdóttir, landslagsarkitekt FÍLA, tilnefnd af Félagi íslenskra landslagsarkitekta. Ritari dómnefndar var Ólafur Jóns- son framkvæmdastjóri. Stjórn Arki- tektafélags Íslands tilnefndi Harald Helgason, arkitekt FAÍ, sem trún- aðarmann. Alls bárust 16 tillögur og segir Þórsteinn Ragnarsson að í heild hafi samkeppnin tekist mjög vel. „Þátt- takendur hafa lagt mikla vinnu í til- lögurnar og álit dómnefndar er að árangur af samkeppninni sé gott veganesti á nýrri öld til að móta nú- tímalegt framtíðargrafarsvæði fyrir íbúa á þjónustusvæði KGRP.“ Haldin verður sýning á þeim 15 keppnistillögum sem uppfylltu skil- yrði keppninnar og verða þær sýnd- ar undir höfundarnafni. Dómnefndarálit mun liggja frammi á sýningarstað sem verður opinn al- menningi í hálfan mánuð. Sýning á duftgarðs tillögum NÚ FER í hönd seinasta helgin sem sýning Þóru Sigurþórsdóttur er op- in. Sýningin ber heitið „Leir frá hvirfli til ilja“ og er haldin utandyra við vinnustofu Þóru að Hvirfli í Mos- fellsdal. Aðgangur er ókeypis. Óðinshús á Eyrarbakka „Hafsýnir“, sýning á grafíkverk- um Díönu Hrafnsdóttur og Elvu Hreiðarsdóttur lýkur sunnudaginn 29. júní. Opið föst. lau. og sunn. frá kl. 12 til 18. Sýningum lýkur NÚ STENDUR yfir þing norrænna tónlistar- og tónmenntakennara, NMPU, í Tónlistarhúsi Kópavogs. Þingið stendur til 30. júní. Meðan á þinginu stendur sér hvert land um eina tónleika og munu tónlistarhóp- arnir koma fram á hádegis- og kvöld- tónleikum í Salnum í Kópavogi auk lokatónleika í Vetrargarðinum og Digraneskirkju. Þessi tónleikar eru framundan: Í dag kl. 13.30 sænskur barnakór, slagverkshópur og „spelmannsmus- ik“, kl. 20 finnskt kanteletríó, strengjakvartett, blokkflautukons- ert, barnakór o.fl. Laugardagur kl. 13.30 danskur barnakór, sellósveit og írsk þjóðlagatónlist. Samhliða ráðstefnunni eru 300 ungmenni úr norrænum tónlistar- skólum, listaskólum, hljómsveitum og kórum með tónlistarmót. Loka- tónleikar verða á sunnudaginn í Vetrargarðinum í Smáralind og hefj- ast þeir kl.15.30. Tónlistarnemar í Salnum ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ TÓNVERK fyrir tvo gítara eru nýrri af nálinni en halda mætti, ef marka má nýlegt viðtal Mbl. við flytjendur þriðjudagskvöldsins. Skv. því voru frumkvöðlar gítardú- ósins (dúó = tvíleikur), (dúett = tvísöngur) frönsku hjónin Alex- andre Lagoya og Ida Presti, er náðu með leik sínum á miðri öldinni sem leið athygli tónskálda. Gítar- tvíeykið Duo Campañas stofnuðu Þórólfur Stefánsson og Hollending- urinn Eric Lammers 2001 í Svíþjóð þar sem þeir starfa báðir, og voru tónleikarnir í Laugarnesi hinir fyrstu af fernum áformuðum hér á landi. Dúóið byrjaði með Tonadilla para dos guitarras eftir kannski mælsk- asta melódista Spánverja á 20. öld, Joaquin Rodrigo (1901–99), er sló í gegn 1940 á heimsvísu með án efa þekktasta gítarkonsert allra tíma, Concierto Aranjuez. Þríþætt verk hans frá 1959 bar sömuleiðis ríku- legan vott um lagræna gáfu, enda andi þjóðlagsins sjaldnast fjarri þótt stundum væri kryddaður sam- stígum tvíundum og álíka. Sérlega seiðandi var Minueto pomposo (II), kyrrlátur tindátamars er leikinn var af hæverskum gáska. Hins veg- ar hefðu Allegro-útþættirnir mátt vera aðeins liðugri í útfærslu; eink- um hinn seinni, er vantaði talsvert meiri blóðhita og hrynskerpu. Dúóið frumflutti nýtt verk eftir Þorkel Atlason (f. 1964) frá þessu ári, Sonata in Re. Þrátt fyrir form- festulegt heiti sitt kom smíðin frem- ur leitandi fyrir, einkum eftir þrá- stefjað tokkötu-upphafið (er birtist aftur síðar með svipaðri áferð) þar sem framvindan leystist upp í rap- sódískt spyrjandi dulúð, þrátt fyrir ýmsar góðar hugmyndir. Hér sem reyndar víðar í dagskránni virtist manni spilamennskan aftur á móti varla nógu samtaka, hvað þá nógu snörp – þótt ósagt skuli látið hvort splunkuný sænsk (og hugsanlega enn ótilspiluð) hljóðfæri dúósins skipti einhverju í þeim efnum. Alltjent þurfti að stilla oft og títt. Eftir Katalóníubúann Enrique Granados (1867–1916) léku þeir fé- lagar fyrst Intermezzo (ekki til- greint á verkefnaskrá); mjúkt og innilegt stykki. Síðan kom Danza Espagnola no. 2, Oriental, er bar vott um sterk áhrif frá spænskum þjóðdönsum og var vel og fínlega leikið. Að endingu var flutt Sonata Canonica pour deux guitares frá 1961 eftir hinn fjölhæfa ítalska gyð- ing Mario Castelnuovo-Tedesco (1895–1968), er flúði ofsóknir Muss- olinis 1939 og settist að í Holly- wood. Fyrir utan fjölda tónverka í ýmsum greinum samdi hann einnig ógrynni af kvikmyndatónlist þótt sjaldan væri þess getið (hann titlaði sig oft „draugapenna“ draumaverk- smiðjunnar), og kenndi ekki ómerk- ari arftökum í faginu en Jerry Goldsmith, Henry Mancini og John Williams, auk þess sem framlag hans til gítarbókmennta þykir veigamest ítalskra tónskálda. Í þrí- þættri Kanonsónötunni eimdi eftir af æskuáhuga Tedescos á kontra- punkti, auk þess sem hann var greinilega lítill eftirbátur Spánverj- anna í laglínugerð, sérstaklega í hinum bráðfallega Tempo di sicil- iane (II). Þessir kostir verksins komu vel fram í fáguðum flutningi þeirra félaga, jafnvel þótt virtist oft vanta herzlumuninn hvað eldmóð varðar og samstillta snerpu. TÓNLIST Sigurjónssafn Rodrigo: Tonadilla. Þorkell Atlason: Son- ata in Re (frumfl.). Granados: Int- ermezzo; Danza Espagnola no. 2, orient- al. Castelnuovo-Tedesco: Sonatina Canonica. Duo Campañas (Eric Lammers og Þórólfur Stefánsson gítarar). Þriðju- daginn 24. júní kl. 20:30. GÍTARTÓNLEIKAR Fágað en fjörvana Ríkarður Ö. Pálsson SÝNING á kínverski sam-tímagrafík og myndefni umkínverska menningu verðuropnuð í Ráðhúsi Reykjavík- ur í dag, en það er Kínverska sendi- ráðið á Íslandi, Kínversk-íslenska menningarfélagið og Félag Kínverja á Íslandi sem standa að sýningunni. „Myndirnar á sýningunni voru valdar af menningarmálaráðuneyt- inu í Kína, en sýningin var fyrst sett upp í Búlgaríu, þaðan kom hún hing- að og ferðinni lýkur svo í Póllandi í næstu viku,“ segir Zhaohui Shi, sendiráðsritari kínverska sendiráðs- ins. Á sýningunni má sjá 100 graf- íkmyndir sem spanna alla síðustu öld auk nokkurra myndverka eftir kínverska listamenn sem búsettir eru hér á landi. „Myndirnar frá 1900-29 sýna fyrst og fremst daglegt líf almennings. Frá 1930-49 end- urspegla myndirnar frelsishreyf- inguna og viðbrögð Kínverja við inn- rás Japana, meðan myndirnar frá 1950-79 sýna margar hverjar þær breytingar sem urðu á lífi bænda á viðkomandi tíma. Þannig vísar t.d. myndin „Sjúklingi hjúkrað að nóttu“ eftir Cheng Mian til tímaskeiðs snemma á sjötta áratugnum þegar hinir berfættu læknar, eins og þeir voru kallaðir, ferðuðust milli þorpa á landsbyggðinni til þess að sinna sjúklingum. Myndirnar eftir 1978 flokkast til umbótatímans sem hófst með efnahagsuppganginum,“ segir Meng Qian, menningarfulltrúi sendiráðsins. Að sögn Qian eru allar myndirnar á sýningunni unnar með aðferð tré- ristu, en tréþrykkið á sér meira en tvö þúsund ára sögu í Kína þar sem það var fundið upp. „Þegar listamað- urinn býr til tréristu eru bara prent- uð örfá eintök, kannski 20-30 mynd- ir, og síðan er mótið eyðilagt svo það er aldrei hægt að prenta sömu myndina aftur,“ bætir Qian við. „Við höfum verið með sérfræðinga hér sem hafa hjálpað okkur að setja sýninguna upp. Þeir geta útskýrt hvers vegna myndirnar eru svona sérstakar. Vissulega geta gestir not- ið fegurðar myndanna, en með hjálp sérfræðinga skilur maður kannski fyrst raunverulegt gildi myndanna. Þessir sérfræðingar ætla líka að sýna eigin verk þar sem þeir notast við kínverska myndlistaraðferðir til þess að teikna t.d. Gullfoss, Geysi og Þingvelli,“ segir Shi. Meðan á sýningunnni stendur verða sýnd myndbönd og mynd- diskar um ýmsa þætti þjóðlífs í Kína. „Með þessu langar okkur að leggja áherslu bæði á fortíðina og nú- tímann. Okkur finnst mikilvægt að kynna Kína ekki einvörðungu sem ævagamalt menningarsamfélag heldur líka sem nútímasamfélag. Flestallir þekkja til hins stórbrotna menningararfs Kína, en margir virð- ast ekki vita hversu hratt Kína hefur þróast á síðustu tuttugu árum og hvernig líf fólks hefur breyst. En með því að horfa á myndböndin má skynja nútíma Kína t.d. á götum úti og í stórmörkuðum,“ segir Shi. Að sögn Arnþórs Helgasonar, for- manns Kínversk-íslenska menning- arfélagsins, markar sýningin upphaf hátíðarhalda í tilefni þess að á hausti komanda eru liðin fimmtíu ár frá stofnun Kínversk-íslenska menning- arfélagsins. „Í október næstkomandi verða liðin fimmtíu ár frá stofnun fé- lagsins, en það var stofnað eftir að hópur Íslendinga heimsótti Kína 1952 fyrir tilstuðlan esperantó- hreyfingarinnar í Kína. Meðal stofn- félaga voru Jóhannes úr Kötlum og Þórbergur Þórðarson, en í dag eru um tvö hundruð manns í félaginu. Fyrstu tvo áratugina eftir stofnun gegndi félagið lykilhlutverki í öllum menningartengslum landanna tveggja, en síðan seint á áttunda áratugnum hafa öll samskipti aukist til muna. Félagið starfar náið með Kínversku vináttusamtökunum, Sambandi íslenska sveitarfélaga og utanríkisráðuneytinu. Félagið hefur boðið kínverkum listamönnum að heimsækja Ísland og sent mennig- arsendinefndir til Kína,“ segir Arn- þór sem er afar ánægður með sam- starfið við Kínverska sendiráðið á Íslandi. Að mati Shi gegnir menningin ein- mitt veigamiklu hlutverki í tengslum ólíkra þjóða. „Með því að kynna menningu þjóðanna viljum við stuðla að aukinni vináttu og skilningi fólks á öðrum menningarheimum,“ segir Shi og heldur áfram: „Þótt menning okkar nái meira en fimm þúsund ár aftur í tímann lítum við alltaf svo á að við getum lært nýja hluti frá öðr- um löndum. Þannig hafa t.d. Íslend- ingasögurnar og Hávamál verið þýdd á kínversku, en við getum ein- mitt lært afar margt af Hávamálum. Við viljum læra góða hluti af Íslend- ingum og sýna þeim okkar bestu hluti. Það er því hagur beggja landa að deila menningarheimum sínum,“ segir Shi að lokum. Vakin skal athygli á því að sýn- ingin, sem verður opnuð almenningi á morgun, stendur aðeins í fjóra daga. Um helgina verður hún opin frá 12-18 og á mánudag og þriðjudag frá 8-19. Sýning á kínverskri samtímagrafík opnuð í Ráðhúsi Reykjavíkur Kína í nútíð og fortíð Morgunblaðið/SverrirSendiráðsmennirnir Zhaohui Shi og Qian Meng með Arnþór Helgason á milli sín. Sjúklingi hjúkrað að nóttu eftir Cheng Mian.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.