Morgunblaðið - 27.06.2003, Side 25

Morgunblaðið - 27.06.2003, Side 25
AÐRIR tónleikar í orgeltónleikaröð Reykholtskirkju á þessu sumri verða annað kvöld. Það er Kjartan Sigurjónsson, organisti Digraneskirkju og for- maður Félags íslenskra organleik- ara, sem leikur verk eftir J. Pachel- bel, D. Buxtehude, Floor Peters, Joonas Kokkonen og J.S. Bach. Tónleikaröðin er skipulögð í sam- vinnu við organistafélagið og org- anistar sem fram koma á tónleik- unum leggja starf sitt fram til styrktar orgelinu sem eitt sinn prýddi Dómkirkjuna í Reykjavík. Tónleikarnir annað kvöld hefjast kl. 20.30. Orgel í Reykholti Kjartan Sigurjónsson organisti. LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 2003 25 HELGINA 18. til 20. júlí nk. verður haldin harmonikuhátíð í Reykjavík. Erlendir gestir hátíðarinnar eru norsk/kanadíska hljómsveitin Kill- ingberg’s Orkester, hollenski dúett- inn Accordéon Mélancolique, sem er að koma hér í annað sinn, og hinn margverðlaunaði Úkraínumaður Igor Zavadsky, sem m.a. hefur verið valinn þjóðarlistamaður heimalands síns. Í tilefni hátíðarinnar kemur út geislaplatan Harmonikuhátíð Reykjavíkur 2003, en hún inniheldur nýtt og væntanlegt efni frá einleik- urum og hópum hvaðanæva af land- inu auk erlendu gestanna. Harmoniku- hátíð í Reykjavík ÁSTA Páls opnar mynd- listarsýningu í Vest- urfarasetrinu á Hofsósi á morgun kl. 14.00. Hún er fyrsti Íslendingurinn sem sýnir á safninu en áður hafa sýnt þar þrír Vestur- Íslendingar. Ásta sýnir rúmlega 30 vatns- litamyndir sem hún hefur málað á síðastliðnu ári, m.a. á Kanaríeyjum þar sem hún dvaldi í um þrjá mánuði. Þema sýning- arinnar er Skagafjörður og verð- ur hún opin til 15. september. Ásta er Skagfirðingur að upp- runa en býr í Reykjanesbæ. Þetta er hennar níunda einkasýning en einnig hefur hún tekið þátt í fjölda samsýninga heima og er- lendis. Ásta dvelur í fræðimanns- íbúð Vesturfarasetursins og hún mun dvelja á staðnum fram til 15. júlí. Ásta Páls við eitt verka sinna. Ásta sýnir í Vestur- farasetrinu Morgunblaðið/Kristján SÝNINGIN „Fame. I Wanna Live Forever“ verður opnuð í Gallerí Hlemmi í kvöld kl. 20. Sýningin er samsýning fimm núverandi og nýút- skrifaðra nemenda Listaháskólans. Tveir nemendur Listaháskólans, Auður Jörundsdóttir og Þorbjörg Jónsdóttir, völdu verkin á sýn- inguna. Sýningin samanstendur af skúlptúrum, teikningum, málverk- um, klippimyndum og myndbands- verkum. Sýnendur eru Hildigunnur Birgisdóttir, Hörn Harðardóttir, Lóa Hlín Hjálmarsdóttir, Ragnar Jónasson og Tómas Lemarquis. Galleríið er opið fimmtudaga til sunnudaga milli kl. 14-18 og stendur sýningin til 6. júlí. Frægð á Hlemmi TÓNLEIKAR verða í Norræna hús- inu á morgun kl. 15, þar sem fram koma tveir þekktir sænskir slag- verksleikarar, Anders Åstrand og Rolf Landberg, ásamt kór skipuðum börnum í 6. bekk við Adolf Fredriks Musikklasser í Stokkhólmi. Tónleik- arnir eru haldnir í tengslum við nor- rænt tónlista- og tónmenntakenn- araþing sem haldið er í Kópavogi dagana 25.-30. júní. Kórstjórinn heitir Eva Ekdahl, en hún er þekkt af störfum sínum bæði sem kórstjórnandi og gestafyrirles- ari. Efnisskráin verður fjölbreytt; þjóðlagatónlist frá Svíþjóð og Finn- landi, nokkur Bítlalög, dúó fyrir ma- rimbu og víbrafón og sungið verður og leikið af fingrum fram, segir í fréttatilkynningu. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Slagverk og kór í Norræna húsinu ÚT ER komin geislaplatan Góðir hálsar með Barna- kór Húsabakka- skóla, Svarfaðar- dal. Barnakórinn Góðir hálsar samanstendur af nemendum 5. til 9. bekkjar Húsabakkaskóla. Skól- inn er í Svarfaðardal og í honum eru að jafnaði um fimmtíu nem- endur. Kórinn var stofnaður árið 1996 og hefur að jafnaði haldið tvenna tónleika á ári. Hann hefur einnig tekið þátt í barnakóramótum Norbusang bæði innan lands og ut- an. Nokkrir fyrrverandi nemendur syngja með kórnum á þessum hljómdiski. Stjórnandi kórsins er Rósa Kristín Baldursdóttir og undir- leik annaðist Helga Bryndís Magn- úsdóttir. Upptökur fóru fram í Dal- víkurkirkju helgina 1. til 3. febrúar 2002 og voru í höndum Sigurðar Rúnars Jónssonar sem einnig ann- aðist eftirvinnslu með aðstoð Rósu Kristínar Baldursdóttur. Björgvin Ólafsson hannaði umslag disksins og Valva Gísladóttir málaði myndina sem prýðir forsíðu. Barnadiskur ATVINNA mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.