Morgunblaðið - 27.06.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 27.06.2003, Blaðsíða 25
AÐRIR tónleikar í orgeltónleikaröð Reykholtskirkju á þessu sumri verða annað kvöld. Það er Kjartan Sigurjónsson, organisti Digraneskirkju og for- maður Félags íslenskra organleik- ara, sem leikur verk eftir J. Pachel- bel, D. Buxtehude, Floor Peters, Joonas Kokkonen og J.S. Bach. Tónleikaröðin er skipulögð í sam- vinnu við organistafélagið og org- anistar sem fram koma á tónleik- unum leggja starf sitt fram til styrktar orgelinu sem eitt sinn prýddi Dómkirkjuna í Reykjavík. Tónleikarnir annað kvöld hefjast kl. 20.30. Orgel í Reykholti Kjartan Sigurjónsson organisti. LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 2003 25 HELGINA 18. til 20. júlí nk. verður haldin harmonikuhátíð í Reykjavík. Erlendir gestir hátíðarinnar eru norsk/kanadíska hljómsveitin Kill- ingberg’s Orkester, hollenski dúett- inn Accordéon Mélancolique, sem er að koma hér í annað sinn, og hinn margverðlaunaði Úkraínumaður Igor Zavadsky, sem m.a. hefur verið valinn þjóðarlistamaður heimalands síns. Í tilefni hátíðarinnar kemur út geislaplatan Harmonikuhátíð Reykjavíkur 2003, en hún inniheldur nýtt og væntanlegt efni frá einleik- urum og hópum hvaðanæva af land- inu auk erlendu gestanna. Harmoniku- hátíð í Reykjavík ÁSTA Páls opnar mynd- listarsýningu í Vest- urfarasetrinu á Hofsósi á morgun kl. 14.00. Hún er fyrsti Íslendingurinn sem sýnir á safninu en áður hafa sýnt þar þrír Vestur- Íslendingar. Ásta sýnir rúmlega 30 vatns- litamyndir sem hún hefur málað á síðastliðnu ári, m.a. á Kanaríeyjum þar sem hún dvaldi í um þrjá mánuði. Þema sýning- arinnar er Skagafjörður og verð- ur hún opin til 15. september. Ásta er Skagfirðingur að upp- runa en býr í Reykjanesbæ. Þetta er hennar níunda einkasýning en einnig hefur hún tekið þátt í fjölda samsýninga heima og er- lendis. Ásta dvelur í fræðimanns- íbúð Vesturfarasetursins og hún mun dvelja á staðnum fram til 15. júlí. Ásta Páls við eitt verka sinna. Ásta sýnir í Vestur- farasetrinu Morgunblaðið/Kristján SÝNINGIN „Fame. I Wanna Live Forever“ verður opnuð í Gallerí Hlemmi í kvöld kl. 20. Sýningin er samsýning fimm núverandi og nýút- skrifaðra nemenda Listaháskólans. Tveir nemendur Listaháskólans, Auður Jörundsdóttir og Þorbjörg Jónsdóttir, völdu verkin á sýn- inguna. Sýningin samanstendur af skúlptúrum, teikningum, málverk- um, klippimyndum og myndbands- verkum. Sýnendur eru Hildigunnur Birgisdóttir, Hörn Harðardóttir, Lóa Hlín Hjálmarsdóttir, Ragnar Jónasson og Tómas Lemarquis. Galleríið er opið fimmtudaga til sunnudaga milli kl. 14-18 og stendur sýningin til 6. júlí. Frægð á Hlemmi TÓNLEIKAR verða í Norræna hús- inu á morgun kl. 15, þar sem fram koma tveir þekktir sænskir slag- verksleikarar, Anders Åstrand og Rolf Landberg, ásamt kór skipuðum börnum í 6. bekk við Adolf Fredriks Musikklasser í Stokkhólmi. Tónleik- arnir eru haldnir í tengslum við nor- rænt tónlista- og tónmenntakenn- araþing sem haldið er í Kópavogi dagana 25.-30. júní. Kórstjórinn heitir Eva Ekdahl, en hún er þekkt af störfum sínum bæði sem kórstjórnandi og gestafyrirles- ari. Efnisskráin verður fjölbreytt; þjóðlagatónlist frá Svíþjóð og Finn- landi, nokkur Bítlalög, dúó fyrir ma- rimbu og víbrafón og sungið verður og leikið af fingrum fram, segir í fréttatilkynningu. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Slagverk og kór í Norræna húsinu ÚT ER komin geislaplatan Góðir hálsar með Barna- kór Húsabakka- skóla, Svarfaðar- dal. Barnakórinn Góðir hálsar samanstendur af nemendum 5. til 9. bekkjar Húsabakkaskóla. Skól- inn er í Svarfaðardal og í honum eru að jafnaði um fimmtíu nem- endur. Kórinn var stofnaður árið 1996 og hefur að jafnaði haldið tvenna tónleika á ári. Hann hefur einnig tekið þátt í barnakóramótum Norbusang bæði innan lands og ut- an. Nokkrir fyrrverandi nemendur syngja með kórnum á þessum hljómdiski. Stjórnandi kórsins er Rósa Kristín Baldursdóttir og undir- leik annaðist Helga Bryndís Magn- úsdóttir. Upptökur fóru fram í Dal- víkurkirkju helgina 1. til 3. febrúar 2002 og voru í höndum Sigurðar Rúnars Jónssonar sem einnig ann- aðist eftirvinnslu með aðstoð Rósu Kristínar Baldursdóttur. Björgvin Ólafsson hannaði umslag disksins og Valva Gísladóttir málaði myndina sem prýðir forsíðu. Barnadiskur ATVINNA mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.