Morgunblaðið - 27.06.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 27.06.2003, Blaðsíða 27
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 2003 27 Í VOR sameinuðust Icelandair, Reykjavíkurborg og rétthafafélögin FÍH og STEF um stofnun sjóðs sem þau hafa kosið að kalla Reykjavík loftbrú. Hlutverk sjóðsins er veita brautargengi fram- sæknu íslensku tón- listarfólki og gera því keift að mæta til tónleikahalds hvar sem er og hve- nær sem er í Evrópu eða Bandaríkj- unum berist þaðan boð frá við- urkenndum aðilum. Með þessu var skapaður lang- stærsti sjóður sinnar tegundar á Ís- landi og í raun var með stofnun hans stigið stærsta skref í útflutningi á ís- lenskri tónlist sem stigið hefur verið til þessa, a.m.k. hvað varðar aðkomu opinberra aðila. Sjóðurinn hefur ár- lega um ellefu milljónir króna til ráðstöfunar og munu því allt að 300 íslenskir tónlistarmenn geta notið styrkveitinga úr honum á hverju ári. Í sjóðsstjórn sitja 5 manns frá aðild- arfélögunum en þriggja manna verkstjórn hefur verið skipuð til að vinna úr umsóknum og taka ákvarð- anir um styrkveitingar. Sjóðurinn er vistaður hjá Höfuðborgarstofu. Þetta þýðir í raun að ef fram- sækin hljómsveit, höfundar eða tón- listarmenn fá boð um að koma fram á tónleikum eða í fjölmiðlum erlend- is sem sjóðsstjórn loftbrúarinnar telur að muni leiða til áframhaldandi landvinninga viðkomandi aðila, þá mun sjóðurinn sjá um að koma um- ræddum tónlistarmönnum til Evr- ópu eða Ameríku eftir aðstæðum. Reykjavíkurborg og Icelandair hafa með þátttöku sinni staðfest það sem hefur lengi blasað við: Mezzo- forte, Sykurmolar, Björk, Gus Gus, Sigurrós, Leaves, Quarashi, Múm og fleiri góðir tónlistarmenn eru ekki síðri landkynning en Snorri Sturluson, harðfiskur og Halldór Laxness. Þetta er ekki sagt með neinum hroka heldur byggt á stað- reyndum. Opinberir aðilar hafa ný- verið kynnt skýrslur m.a. unnar úr viðtölum við ferðafólk sem hingað hefur komið að skoða land og lýð. Í þeim rannsóknum hefur komið í ljós að mikill meirihluti kemur hingað fyrst og fremst til að kynna sér menningu, ekki síst hina rómuðu tónlist Reykjavíkur, borgarinnar sem ól allt þetta hæfileikaríka tón- listarfólk. Þetta þarf ekki að koma neinum á óvart sem hefur haft opin augu og eyru fyrir íslenskum áhrif- um erlendis. Þetta eru í raun engar fréttir. Þessar staðreyndir eru sam- hljóma skýrslum sem unnar voru af Útflutningsráði snemma á tíunda áratugi síðustu aldar, en þar segir að hverskonar stuðningur við þann vaxtarbrodd sem íslensk tónlist er mundi hafa margföldunaráhrif sem skila mundi sér beint í íslenska rík- iskassann með virðisaukandi áhrif- um. Hér er það þó ekki ríkið sem réttir fram aðstoð heldur Reykjavík- urborg og framsækið íslenskt mark- aðsfyrirtæki sem í samvinnu við hagsmunafélög stéttarinnar taka af skarið. Benda má á að hvorki Icelandair né Reykjavíkurborg líta á framlög sín til loftbrúarinnar sem styrki eða tapað fé heldur skynsamlega og arð- bæra fjárfestingu í markaðstengdri menningarstarfsemi. Með þessu er vonandi lokið þeirri aðgerðarfælni sem einkennt hefur opinbera aðila þegar framsækin íslensk tónlist hef- ur verið annars vegar. Skrefið hefur verið stigið, boðið hefur verið upp í framsækinn dans. Nú verður von- andi ekki sofið heila öld eins og í æv- intýrinu heldur dansað í heila öld. Þetta er þó alls ekki í fyrsta sinn sem Icelandair gengur af slíkum krafti til samstarfs við íslenskt tón- listarfólks. Stuðningur fyrirtækisins og drifkraftur í tengslum við Air- waves-tónlistarhátíðina verður að teljast aðdáunarverður. Þar hefur hin ungi markaðsstjóri fyrirtækisins í Bandaríkjunum, Magnús Steph- ensen, farið fremstur í flokki. Hann hefur unnið íslenskri tónlist meira gagn á erlendum vettvangi en flesta grunar. Dagur B. Eggertsson, fulltrúi borgarstjórnar, Björn Árnason, FÍH, Magnús Kjartansson, FTT og Kjartan Ólafsson, formaður Sam- tóns, eiga skildar miklar þakkir ís- lensks tónlistarfólks og annarra fyr- ir að hrinda þessari hugmynd í framkvæmd með áðurnefndum að- ilum. Hjá Icelandair, Reykjavíkurborg, FÍH og STEF er það ekki hvað þú getur sem telur, heldur hvað þú ger- ir! Tónlistarfólk allt fagnar þeim stórhuga aðilum sem stóðu fyrir þessu löngu tímabæra framfaramáli og vonar að það verði landi og tón- listarþjóð til framdráttar á nýrri öld. Reykjavík loftbrú er lofs- vert framtak Eftir Einar Bárðarson Höfundur er framkvæmdastjóri Íslensku tónlistarverðlaunanna, tónleikahaldari og lagasmiður. www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13,SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár Sveinbjörn Halldórsson sölustjóri sími 693 2916, 570 4800 ELLIÐAÁRDALUR EINBÝLI Mér hefur verið falið að leita eftir góðu ein- býlishúsi með útsýni yfir Elliðaárdalinn og/eða aðgengi að friðlýstu svæði. Kaup- andi er tilbúinn að veita ríflegan afhending- artíma sé þess óskað. Sterkar greiðslur eru í boði fyrir rétta eign. Áhugasamir vinsamlega hafið samband og ég mun fúslega veita nánari upplýsingar. Hafðu samband - það kostar ekkert INDRIÐASTAÐIR SKORRADAL 2 FYRIR 1 UM HELGINA Sími 822 0055 / www.safaris.is AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.