Morgunblaðið - 27.06.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 27.06.2003, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. STJÓRN Leikfélags Reykjavíkur er bæðiljúft og skylt að svara grein sex heiðurs-félaga Leikfélagsins, sem birtist í Morg-unblaðinu í fyrradag. Stjórn Leikfélagsins tók þá stefnu að ekki skyldi fjalla um málefni svo fá- menns félags frammi fyrir alþjóð, heldur afgreiða þau á félagsfundum, og hefur verið svarafátt við greinum leikfélagsmannanna Sigurðar Karlssonar, sem reyndar er varaformaður félagsins, og Jóns Hjartarsonar síðustu vikurnar. Þegar heiðursfélag- ar lítils félags kveðja sér hljóðs í fjölmiðlum og deila á stjórn sem starfar í umboði meirihluta fé- lagsmanna, fær hún ekki lengur orða bundist. Við viljum byrja á að vekja athygli á því að leiklistin hef- ur blómstrað í Borgarleikhúsinu síðustu misserin og mun gera það áfram, þó leikhúsinu verði þrengri stakkur sniðinn. Átök þau er eiga sér stað innan LR þessa dagana varða innri mál félagsins; fjárhag, stjórnskipulag og breytingar sem stjórnin hefur lagt til að verði gerðar á lögum félagsins. Borgarleikhúsið á í fjárhagserfiðleikum. Fólk kann að undra að svo sé þar sem starfsemin hefur verið með miklum blóma og tugþúsundir gesta heimsótt leikhúsið í vetur. Þrálátur fjárhagsvandi leikhúsa og annarra listastofnana um allan heim stafar af því að framleiðslutæknin í leikhúsinu stendur í stað, þótt henni fleygi fram í öðrum grein- um. Leiksýningar verða sífellt dýrari í samanburði við afurðir annarra atvinnuvega, þar sem tækni- framfarir hafa dregið mjög úr vinnuaflsþörf. Það hefur lengi verið ljóst að starfsemi yrði ekki haldið áfram í Borgarleikhúsinu, á sama hátt og hingað til, nema með auknum fjárframlögum. Samningavið- ræður við Reykjavíkurborg hafa staðið yfir í allan vetur og í vor kom í ljós að framlög verða ekki auk- in. Því var farið í erfiðar og sársaukafullar sparnað- araðgerðir, fólki var sagt upp. Fólk er drifkraftur leikhússins – listamenn og tæknimenn o.s.frv. – og þegar þarf að spara, þarf að segja upp fólki. LR er ágætlega rekið fyrirtæki og því var ekki hægt að spara í rekstri á annan hátt. Stjórn LR hefur tekist á við fjárhagsvandann og mun gera það áfram. Í glímunni við fjárhaginn hefur LR hvað eftir annað rekið sig á annan vanda: sem er stjórnskipulag LR, innra skipulag mála leikfélagsins. Stjórn LR hefur því lagt fyrir félagsmenn tillögur að breytingum á samþykktum félagsins, tillögur sem miða að því að gera LR hæfara til þess að reka leikhús í Borg- arleikhúsinu innan þess fjárhagsramma sem leik- húsinu er settur. Stjórn vill sjá breytingar á félaginu Breytingatillögur stjórnar hafa tvö meginmark- mið: 1/ Að opna félagið öllu áhugafólki um leikhús og leikhúsrekstur í Borgarleikhúsinu. 2/ Að launaðir starfsmenn LR sitji ekki í stjórn félagsins. Tilgangur LR er að vekja áhuga á góðri leiklist og sýna sjónleiki í Reykjavík, og það er skoðun stjórn- ar að félagið verði hæfara til þess ef félagar verði fleiri og stjórnfyrirkomulag annað. Félagar LR eru í dag liðlega 80 talsins. Inn- gönguskilyrði í félagið eru mjög ströng: Rétt til inn- göngu hafa: a. listrænir starfsmenn sem fastráðnir eru hjá fé- laginu. b. listrænir starfsmenn sem lausráðnir hafa verið hjá félaginu í a.m.k. tvö verkefni og ekki eru fast- ráðnir hjá öðrum leiklistarstofnunum. c. annað starfsfólk sem hefur verið fastráðið hjá félaginu samfellt í a.m.k. 1 ár. Af þessu má sjá að félagið er fyrst og fremst starfsmannafélag Leikfélags Reykjavíkur. Um- ræða um víð og þröng inntökuskilyrði hefur staðið lengi og komið til álita í flestum þeim tilvikum þegar lög félagsins hafa verið endurskoðuð. Ef grannt er skoðað má sjá að lagagrunnur félagsins kveður á um að LR sé borgaralegur félagsskapur um starf til almenningsheilla; að vekja áhuga á leiklist og sýna sjónleiki. Félagið starfar samkvæmt lögum um slík- ar stofnanir og verði það lagt niður skulu eignir þess renna í Kúlissusjóð sem er einn elsti sjóður sem til er, almenningi og leiklist í landinu til heilla. Fé- lagsstarf í LR hefur legið í láginni í mörg ár, félagið hefur ekki verið virkt félag áhugamanna um leiklist, heldur félag nokkurra núverandi og fyrrverandi starfsmanna LR. Með opnun félagsins getum við myndað lýðræðislegt borgaralegt félag um listræna starfsemi; nefnilega leikhúsrekstur í Borgarleik- húsinu, og það er von stjórnar að stærra félag reyn- ist öflugur skjöldur um starfsemi félagsins. Hitt meginmarkmiðið er að launaðir starfsmenn LR sitji ekki í stjórn félagsins. Hjá LR ríkir atvinnulýðræði, sem hefur einnig verið kallað þátttökustjórn- un, en þá er uppspretta valdsins hjá starfsmönnum og þeir taka þátt í stjórnun fyrirtækisins. Gallar þessa fyrirkomulags eru margir, og LR hefur rekist á þá flesta í gegnum tíðina. Starfsmaður sem velst til stjórnarstarfa verður yfirmaður yf- irmanna sinna. Hann tekur þátt í að ráða leikhússtjóra og fram- kvæmdastjóra, hann er yfirmaður þeirra á stjórnarfundum og hefur þar áhrif á ákvarðanir er varða hann sjálfan og nánustu samstarfs- menn hans. Þekktir gallar við þetta fyrirkomulag eru meðal annars þessir: 1/ það getur skapast hagsmuna- árekstur milli stjórnenda og starfs- manna; 2/ ákvarðanataka getur orðið hæg; 3/ starfsmenn skortir þekkingu og/eða stjórnunarreynslu. Við tökum dæmi: Framkvæmda- stjóri kemur með tillögur að upp- sögnum, en þær eru þæfðar í stjórn vegna þess að stjórnin á erfitt með að taka ákvörðun um uppsögn fé- laga sinna. Við tökum annað dæmi: Tveir af þremur stjórnarmönnum eru í stórum hlutverkum í verkefni sem til greina kemur að hætta við. Geta þeir tekið hlutlausa ákvörðun um það? Í öllum meginstofnunum lýðveldisins er ólöglegt að hags- munaaðilar höndli um ákvarðanir er varða eigin- hagsmuni, eins og fram kemur í stjórnsýslulögum frá 1993. Í þeim er kveðið á um „vanhæfi“ og þar segir m.a. að maður sé óhæfur til að fjalla um mál: „Ef að [einhverju] leyti eru fyrir hendi þær aðstæð- ur sem eru fallnar til þess að draga óhlutdrægni hans í efa með réttu.“ Einsog stjórnskipulaginu er nú háttað, kemur það allt of oft upp að hægt sé að draga óhlutdrægni stjórnarmanna LR í efa, og því viljum við breyta. Leikfélagið tæki til að búa til leikhús Breytingatillögur stjórnar miða að því að styrkja grundvöll og viðgang félags sem hundruð Reykvík- inga hafa starfað fyrir á annað hundrað ár. Með opnun félagsins vonumst við til að fleiri sem áhuga hafa á leikhúsrekstri í Borgarleikhúsinu leggi okk- ur lið og að okkur takist að eyða öllum gagnrýn- isröddum um að félagið sé skjaldborg um hagsmuni félagsmanna í fullu starfi hjá félaginu. Leikfélag Reykjavíkur má ekki liggja undir þeim grun að vera einkaeign nokkurra félaga, LR er menningarstofn- un og tæki til þess að búa til leikhús. Við viljum veg félagsins sem mestan: ekki félagsskaparins vegna, heldur leiklistarinnar vegna, og teljum að breyting- arnar sem við leggjum til séu félaginu nauðsynlegar að svo stöddu. Sú framtíðarsýn er á engan hátt áfellisdómur yfir þeim sem á öðrum tímum hafa stjórnað félaginu og markað því stefnu. Heiðurs- félagarnir minna á það í blaðagrein sinni að þeir hafi fylgst með og komið að stjórn og stefnumörkun fé- lagsins í rúmlega fimmtíu ár, eða frá 1947. Það er þessum forvígismönnum auðvitað að þakka að í Borgarleikhúsinu í dag er rekið jafn blómlegt leik- hús og raun ber vitni. Heiðursfélagarnir segja að fyrirkomulagið hafi hingað til gagnast LR vel og hnýta í núverandi stjórn með því að segja „veldur hver á heldur“. Við drögum ekki í efa að lög LR gögnuðust félag- inu vel á sínum tíma, og sést það til dæmis á farsæld leikhússins undir stjórn heiðursfélaganna Vigdísar Finnbogadóttur og Sveins Einarssonar. Okkar skoðun er hins vegar sú að stjórnskipulagið henti félaginu ekki lengur, og hafi í raun ekki gert það síð- an LR hóf leikhúsrekstur í Borgarleikhúsinu. Okk- ur finnst munur á því að fámennur félagsskapur reki lítið leikhús í Iðnó eða stórfyrirtæki í Borg- arleikhúsinu. Þar er reksturinn stærri og flóknari og krefst annars stjórnarfyrirkomulags. En það er ekki aðeins rekstur leikhússins sem hefur breyst, heldur einnig faglegt umhverfi, og auðvitað sam- félagið sjálft, sem gerir einfaldlega aðrar kröfur til LR í dag. Þegar sú stefna LR var mótuð, sem við teljum að tími sé kominn til að breyta, voru þeir at- vinnuleikarar sem ekki voru fastráðnir hjá Þjóðleik- húsinu félagar í Leikfélagi Reykjavíkur. Í dag eru félagar í Félagi íslenskra leikara hátt í 400, þannig að aðeins tíundi hluti þeirra er fastráðinn við leik- hús landsins, og enn færri náttúrlega hafa rétt á inngöngu í LR. Sömu sögu er að segja um vöxt ann- arra fagfélaga atvinnumanna í leiklist. Og samfélag- ið gerir aðrar kröfur: stjórnsýslulög, þar sem kveðið er á um að hagsmunaaðilar taki ekki ákvarðanir í málum er þá sjálfa varðar, voru til dæmis fest í lög árið 1993. Fámennur félagsskapur eða breið fylking? Ágreiningurinn um breytingatillögurnar er hug- myndafræðilegur: á LR að vera fámennur fé- Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi svar stjórnar Leikfélags Reykjavíkur við greinargerð heiðursfélaga Leikfélagsins sem birtist í Morgunblaðinu 25. júní 2003. Jóhann G. Jó Leikhús á t MIKILVÆG RÁÐSTEFNA UM LANDGRUNNSMÁL Í Reykjavík stendur nú yfir al-þjóðleg ráðstefna á vegumHafréttarstofnunar Íslands og Hafréttarstofnunar Háskólans í Virginíu í Bandaríkjunum um af- mörkun landgrunnsins. Ráðstefn- an er sú fjölmennasta sem haldin hefur verið um þessi mál og þar koma saman ýmsir helztu sér- fræðingar heims í landgrunns- rannsóknum og hafrétti. Það skiptir miklu máli fyrir ís- lenzka hagsmuni að ráðstefna af þessu tagi skuli haldin hér á landi. Ísland hefur gert víðtækt tilkall til landgrunnsréttinda á Hatton-Rockall-svæðinu, á Reykjaneshrygg og í Síldarsmug- unni. Á ráðstefnunni eru m.a. til umræðu nýtingarmöguleikar auð- linda á landgrunninu, sem margar hverjar eru lítt eða ekki kannaðar, en gætu nýtzt í framtíðinni. Eftir því sem meira kemur fram um hugsanlega nýtingarmöguleika á landgrunnssvæðum verður ljós- ara hvílíka framsýni Eyjólfur Konráð Jónsson alþingismaður sýndi er hann hóf á sínum tíma baráttu fyrir því að Ísland gerði tilkall til landgrunnsréttinda utan efnahagslögsögunnar. Sú barátta átti í upphafi stundum takmark- aðan hljómgrunn en er nú við- urkenndur þáttur í utanríkis- stefnu Íslands. Hafrétturinn er enn í mótun að því er varðar afmörkun land- grunnsins og Landgrunnsnefnd Sameinuðu þjóðanna, sem ber að taka ákvarðanir um afmörkun landgrunnsins á grundvelli grein- argerða frá strandríkjunum, hefur enn ekki hafið það ferli. Það er talsverður akkur í því að flestir meðlimir landgrunnsnefndarinnar skuli koma hingað til lands og kynnast frá fyrstu hendi sjónar- miðum og skoðunum Íslands um ýmis álitamál varðandi afmörkun landgrunnsins. Lítið ríki eins og Ísland á mikið undir því að alþjóðalög séu skýr og eftir þeim sé farið. Með sam- ræðum fræðimanna, bæði úr raun- vísindum og lögfræði, sem fram fara á ráðstefnunni í Reykjavík, má gera ráð fyrir að sameiginleg- ur skilningur á ákvæðum hafrétt- arsamnings Sameinuðu þjóðanna eflist og ágreiningsmálum fækki. Ísland hefur átt færa sérfræð- inga í hafrétti sem notið hafa al- þjóðlegrar viðurkenningar. John Norton Moore, forstöðumaður Hafréttarstofnunar Virginíuhá- skóla, nefnir í Morgunblaðinu í gær þá Hans G. Andersen og Guð- mund Eiríksson, en tekur jafn- framt fram að hin nýja Hafrétt- arstofnun Íslands geti orðið áhrifamikil á alþjóðlegum vett- vangi. Það skiptir máli, eins og Tómas H. Heiðar, forstöðumaður stofnunarinnar, bendir á í Morg- unblaðinu í gær, að Ísland geri sig gildandi á sviði landgrunnsmála og efli ímynd sína sem ríkis, sem á raunverulegt tilkall til land- grunnsréttinda utan 200 sjómílna. Ráðstefnan í Reykjavík stuðlar að því. SIÐFERÐILEG SKYLDA Í öllu barnastarfi er mikilvægt aðvandað sé vel til ráðninga á starfsfólki. Í því felst að bakgrunn- ur þess sé kannaður, m.a. með því að afla upplýsinga um hugsanlegan sakaferil, farið sé yfir starfsferil og leitað meðmæla. Þetta hlýtur að teljast siðferðileg skylda þeirra sem halda úti slíkri starfsemi, bæði gagnvart börnum og foreldrum. Í nýjum barnaverndarlögum sem tóku gildi í fyrra er barnayfirvöld- um, skólum, ýmsum stofnunum, sumardvalarheimilum o.fl. veitt heimild til að leita upplýsinga um hvort tiltekinn maður hafi hlotið dóm fyrir kynferðisbrot. En fram kemur hjá Guðjóni Bjarnasyni, sál- fræðingi og deildarstjóra hjá Barna- verndarstofu, að þessum ákvæðum laganna hafi lítið verið beitt. Nýverið kom fram að maður, sem játað hefur að eiga stærsta safn barnakláms sem fundist hefur hér á landi, varð uppvís að ósæmilegri kynferðislegri hegðun gagnvart drengjum í einni af deildum KFUM í Reykjavík veturinn 1988 til 1989. Jafnframt að ekki var leitað með- mæla áður en honum var falið að sinna fermingarfræðslu hjá Óháða söfnuðinum undanfarna tvo vetur. Þó var vitneskja til staðar um að hann hefði verið viðloðandi starf KFUM. Nú stendur til að breyta vinnu- brögðum Óháða safnaðarins þannig að bakgrunnur manna verði kann- aður, en ekki gengið út frá því að þeim sé treystandi eins og hingað til. Ástæða er til að skora á aðra sem halda úti barnastarfi að gera slíkt hið sama. Það er ekki vantraust á umsækjendur, þó bakgrunnur þeirra sé kannaður; það ber enginn innrætið utan á sér. Þetta eiga að vera stöðluð vinnubrögð, enda til þess fallin að tryggja öryggi og vel- ferð barnanna. Það þarf vart að orðlengja hversu mikilvægt er að traust ríki milli for- eldra og stofnana, skóla, heimila og annarra sem sinna barnagæslu. Ef alvarlegur trúnaðarbrestur verður þar á milli hefur það ömurlegar af- leiðingar. Ekki aðeins að foreldrar veigri sér við að nýta slíka þjónustu, sem myndi þrengja að fjölskyldum, heldur einnig að stöðug tortryggni ríki milli þessara aðila og starfsum- hverfið verði öllum sem að því koma nær óbærilegt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.