Morgunblaðið - 27.06.2003, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 27.06.2003, Qupperneq 32
MINNINGAR 32 FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ É g talaði við ungan mann um daginn, sá var á átjánda ári, og sagði mér frá því að lögreglan hefði stoppað sig á yfir 160 kíló- metra hraða í nágrenni Reykja- víkur nýverið. Pilturinn sýndi enga iðrun og þegar ég kvaddi hann og bað hann góðfúslega að aka varlegar í framtíðinni hló hann létt og svaraði einfaldlega: „Nei, það ætla ég ekki að gera.“ Nei, þessi ungi fífldjarfi mað- ur ætlaði ekki að aka varlegar í framtíðinni. Hann virtist meira að segja nokkuð stoltur af „af- reki“ sínu sem rataði í fjölmiðla. Þetta stutta samtal varð til þess að ég fór að hugsa um alla hina ungu piltana sem aka um vegi landins. Riddara brynjaða hrað- skreiðum bílum. Þessir ungu drengir hafa samkvæmt fréttum verið að gefa svo rækilega inn undanfarið að lögreglan hefur aldrei séð annað eins. Ég leyfi mér að segja pilta, því yfirgnæf- andi meirihluti þeirra sem teknir eru fyrir ofsa akstur á Íslandi eru karlkyns. Um 75% þeirra sem voru teknir af lögreglunni í Reykjavík fyrir of hraðan akstur árið 2001 voru karlar. Um helm- ingur allra brotanna eru framin af fólki undir 30 ára, sem er gríð- arlega hátt hlutfall miðað við að íslensk ungmenni fá ökuleyfi sautján ára gömul. 77% þeirra sem kærðir voru fyrir ölvunar- akstur árið 2001 voru karlar. Um 60% þeirra voru yngri en 30 ára. Ungir menn brjóta frekar af sér í umferðinni en ungar konur. Það má því segja að ungir menn séu þar af leiðandi mun hættu- legri í umferðinni en ungar kon- ur. Ég hef heyrt fólk segja að þar sem karlmenn keyri meira sé þetta eðlilegt hlutfall en ég leyfi mér að efast um að það skýri þennan mun nema að litlu leyti. Það hefur lengi verið í um- ræðunni að breyta bílprófsaldr- inum, láta ungmennin bíða ári lengur eftir prófinu góða. Það hefur nú ekki enn verið gert og kannski er það vegna þess að þá yrðu ýmsar stéttir svo gott sem atvinnulausar í heilt ár. Mig grunar líka sterklega að 17 ára ungmenni myndu ekki taka þessum breytingum þegjandi. Ökuréttindi fela nefnilega í sér frelsi og í nútíma þjóðfélagi gengur allt út á frelsi. Frelsi til að gera allt sem manni dettur í hug án þess að spyrja kóng né prest, frelsi til að vera maður sjálfur og svo auðvitað frelsi til að ferðast án þess að vera öðrum háður. Sum sé ferða-frelsi. En er frelsi til að ferðast án þess að vera öðrum háður of dýru verði keypt? Erum við að fórna ekki aðeins fjármunum heldur mannslífum? Hafa sautján ára ungmenni, og þá sér- staklega drengir, yfirleitt eitt- hvað að gera bak við stýri bif- reiðar? Hafa þau þroska í það? Er hægt að mæla þennan þroska? Ætti t.d. að greind- arprófa ungt fólk áður en það fær bílpróf? Eiga kannski sumir að fá ökuréttindin en aðrir alls ekki? Aldrei? Frelsi til að ferðast má ekki verða frelsi til að kjánast og láta eins og fífl. Ekki í umferðinni. Í guðanna bænum, nógu mörg eru tækifærin í lífinu til að gera sig að fífli svo það sé ekki tekin áhætta á að drepa einhvern í leiðinni. Stundum er sagt að slysin geri ekki boð á undan sér, en það má samt alveg segja að ungir dreng- ir séu sumir boðberi slysa. Slysasprengjur sem sífellt er borinn eldur að í hvert skipti sem þeir setjast undir stýri. Þeir keyra of hratt, þeir keyra fullir og þeim virðist mörgum hverjum skítsama. Það er ekki hægt að ráða við sum slys. Þau verða í vonsku- veðrum, bifreiðinni er um að kenna eða aðrir þættir sem ekki er hægt að hafa stjórn á verða til þess að slys eiga sér stað. En það eru ákveðnir þættir er valda slysum, ólöglegir þættir, sem hægt er að koma í veg fyrir. Það er ölvunarakstur, hraðakstur og glannaskapur. Þessum þáttum er í hverju tilfelli stjórnað frá einni stjórnstöð. Oft úr höfði ungs karlmanns. Er ekki tími til kominn að uppfæra þær stjórn- stöðvar? Eða ættum við að grípa til harðari aðgerða og loka þeim? Ættum við að berjast fyrir því að ungir, karlkyns ökumenn verði teknir úr umferð í bókstaflegri merkingu, áður en þeir valda meiri skaða en þegar er orðinn? Eða dugar að tala ærlega yfir hausamótunum á þeim? Eitthvað er ekki í lagi í öku- kennslu, uppeldi eða umhverfi íslenskra drengja. Ef þeir verða að sýna sig, eða fá útrás með því að stofna lífi annarra í hættu, er ekki hægt að sitja hljóður hjá. Hvað skyldi það vera sem vantar í líf þeirra; sjálfstraust? Það eru nefnilega ekki næstum allir sem keyra eins og asnar, margir og líklega flestir ungir menn gera það ekki og hafa það ágætt samt sem áður. Hvað veldur? Frétt á Stöð 2 vakti athygli mína um daginn. Hún fjallaði um það að ungir ökumenn eru víst svo upprifnir af „Too Fast too Furious“-myndinni, að þeir fara í spyrnu hér og þar um landið. Það er auðvelt að hugsa sem svo að þessar árans kvikmyndir hafi ótrúlega slæm áhrif á æskuna. Halló! Á þessi sama áhrifagjarna æska þá virkilega að hafa rétt- indi til að aka bíl? Ef fólk getur ekki skilið hættuna sem felst í slíkum glæfraakstri sem í mynd- inni er sýndur, greint á milli raunveruleika og sýndarveru- leika held ég að þeir hinir sömu ættu í mesta lagi að fá að sitja í hjá ömmu sinni þegar þeir verða sautján ára. Ungi pilturinn sem ég gat um í upphafi missir bílprófið af því hann ók svo hratt. Aðeins tíma- bundið þó. Hann verður kominn aftur út í umferðina fyrr en var- ir, tilbúinn að gefa allt í botn. Án þess að hafa hugmynd um hvað verður á vegi hans. Riddarar götunnar Það er auðvelt að hugsa sem svo að kvikmyndir hafi slæm áhrif á æskuna. En á þessi sama áhrifagjarna æska þá virkilega að hafa réttindi til að aka bíl? VIÐHORF Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is ✝ Rósamunda Pál-ína Friðriksdótt- ir fæddist á Ósi í Bol- ungarvík 13. sept. 1902. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð 21. júní síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru hjón- in Sesselja Hákonía Einarsdóttir frá Dýrafirði og Friðrik Ólafsson frá Ósi í Bolungarvík. Þau bjuggu á Ósi í Bol- ungarvík en fluttu síðar að Grundum í Bolungarvík. Alsystkini Rósu voru fimm og ein hálfsystir í föðurætt. Aðeins Rósa og Sigurður Egill, sem nú er látinn, komust til fullorð- ins ára, hin dóu öll í bernsku. Auk þess átti Rósa tvo fósturbræður, Benedikt Guðmundsson og Ágúst Jasonarson, sem báðir eru nú látn- ir, og fóstursystur, Brynhildi Ol- geirsdóttur, sem býr í Reykjavík. Rósa ólst upp hjá foreldrum sín- um, en fluttist árið 1929 til Súða- víkur. Áki Eggertsson fæddist á Kleif- um í Seyðisfirði við Djúp 13. sept. 1906. Hann lést 20 nóv. 1981 og var bálför hans gerð 27. nóv. 1981. Foreldrar hans voru Halldóra Júl- íana Haraldsdóttir og Eggert Reg- inbaldsson. Þau bjuggu á Kleifum í Seyðisfirði og síðar Hreggnasa í Bolungarvík. Systkini Áka voru tólf, sjö þeirra komust til fullorð- insára: Daði, Margrét, Anna, Fríða, Una, Lea og Haraldur, sem er sá eini sem enn er á lífi af þeim systkinum. Auk þess átti Áki þrjár fóstursystur: Ebbu Sigurbjörgu Þórðardóttur, og tvíburasysturnar þau þrjú börn: Hauk Inga, Karen Ósk og Rakel Rán. 2) Börkur, áður framkvæmdastjóri í Súðavík, nú búsettur á Seltjarnarnesi, f. 19. júní 1935, kvæntur Kristínu Jóns- dóttur, börn þeirra eru fjögur: a) Rósa Björk, búsett í Reykjavík, gift Haraldi Leifssyni frá Ísafirði, börn þeirra eru þrjú: Leifur Alexander, Júlíanna Alexandra og Anna Alex- andra. b) Birna, búsett í Hafnar- firði, á tvö börn með fyrrverandi sambýlismanni sínum, Sigurði Kjartansyni: Fannar Má og Krist- ínu Ösp. Sambýlismaður Birnu er Sigurður M. Sigurðsson. c) Dóra Jóna, búsett í Reykjavík, á eina dóttur, Unni Björk Jóhannsdóttur. d) Heimir, búsettur í Ástralíu, kvæntur Patriciu Barkarson, börn þeirra eru þrjú: Alissa Mary, Nicol- as Charles og Anna Bryndís. 3) Ásta, áður póst- og símstöðvar- stjóri í Súðavík, nú fulltrúi hjá Sím- anum í Reykjavík, nú búsett í Kópavogi, f. 24. nóv. 1941, gift Sig- urði Þórðarsyni verkstjóra, börn þeirra eru fjögur: a) Áki, kvæntur Evu Jónasdóttur, börn þeirra eru Sigríður Drífa, lést í bernsku, Ásta og Karl Davíð. Eva á þrjú börn frá fyrra hjónabandi, Mariellu, Petreu og Kristján Ólaf. Áki ólst upp hjá móðurforeldrum sínum. b) Þórður Þórarinn. c) Nanna, sambýlismað- ur Pétur Traustason, með honum á hún Þórunni, en fyrir átti hún son- inn Sigurð Frey Kristinsson. d) Una, sambýlismaður Friðrik And- ersen og eiga þau einn son, Grétar Áka. Útför Rósu fer fram frá Kópa- vogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Með henni verður jarð- sett duftker með jarðneskum leif- um Áka. Elínu og Sigríði Tryggvadætur, dætur Margrétar systur Áka. Áki ólst upp hjá foreldrum sín- um og fluttist árið 1929 til Súðavík- ur. Þau Rósa og Áki giftust 17. okt. 1931 og hófu búskap í Súðavík. Þau ráku verslun í Súðavík í ein 37 ár og önnuðust olíusölu fyrir Skelj- ung hf. Jafnframt stunduðu þau búskap um tíma. Jafnhliða at- vinnurekstri sínum stundaði Áki rafvirkjastörf. Hann var um skeið framkvæmdastjóri Frosta hf., síð- ar stjórnarformaður, var oddviti Súðavíkurhrepps, hreppstjóri og sýslunefndarmaður, organisti og kórstjóri. Bjuggu þau alla sína bú- skapartíð í Súðavík. Rósa fluttist til Kópavogs árið 1986, ásamt fjölskyldum sínum. Rósa og Áki eignuðust þrjú börn: 1) Haukur rafvirkjameistari á Húsavík, f. 18. jan. 1933, d. 20. júlí 2000, kvæntur Steinunni Sveins- dóttur. Eignuðust þau þrjá syni: Svein, Áka og Hauk, en fyrir átti Haukur soninn Agnar. Eiginkona Áka er Arna Þórarinsdóttir, eiga Rósa var orðin 74 ára þegar ég kynntist henni í Súðavík þar sem hún bjó með eiginmanni sínum, Áka Egg- ertssyni. Rósa var yndisleg kona og þegar vel lá á henni hafði hún þannig viðveru að öllum leið vel sem í nálægð hennar voru. Enda var það svo að fáir komu til Súðavíkur án þess að stoppa á bensínstöðinni hjá Rósu og Áka og þiggja kaffibolla og hressilegt spjall við húsráðendur. Rósa var ákaflega merkileg kona sem hafði frá mörgu að segja og fyrir 5 árum hafði ég á orði við hana hvort ég mætti ekki heimsækja hana með segulband þannig að við gætum skráð það helsta sem á hennar daga hafði drifið. Það var auðsótt mál frá hennar hendi og áttum við margar góðar stundir saman við segulbandið. Hún sagðist fyrst muna eftir sér þegar hún var 3-4 ára gömul þegar systkini hennar dóu úr barnaveiki og læknirinn gaf henni grænan kjól með hvítum kraga þegar ljóst var að hún myndi lifa veikina af. Rósa sagði mér margar sögur af móður sinni, henni Sesselju, sem hún sagði hafa verið óskaplega hjarta- hlýja konu sem hafði mikinn áhuga á öllu sem tengdist hjúkrun og las allt sem hún komst yfir um það efni. Á þessum tíma var lítið um sjúkrarúm á heilsustofnunum og þar sem Sesselja sýndi mikla færni í þessum efnum fékk hún iðulega erfiðustu sjúk- lingana í heimahjúkrun til sín. Hún miðlaði af reynslu sinni og kunnáttu til Rósu sem varð mjög ung hennar helsta hjálparhella. Hún sagði mér hvernig mamma hennar hafði kennt henni að annast sjúklinga sem þjáð- ust af mismunandi sjúkdómum. Einn sjúklinganna var henni svo minnis- stæður þar sem hann hafði lamast að hluta og var orðinn svo tærður og illa farinn að hold var horfið milli hásinar og beins og soðin tuska notuð til að þrífa þar á milli. Önnur sagan var af gamalli konu sem var með berkla. Enginn mátti koma of nálægt henni nema Rósa og mamma hennar, Rósa þó aldrei nær en sem nam armslengd. Rósa hafði það hlutverk að sitja í ná- lægð við sjúklinginn og halda honum selskap. Henni var minnisstætt að mamma hennar hafði látið berkla- sjúklinginn hafa krukku sem hún átti að hrækja í og setja síðan á lok sem urða átti þegar hún var orðin full. Þessi gamla kona lifði í 5 ár svona veik hjá mömmu og ekkert okkar smitaðist af berklum sagði Rósa með stolti. Hún sagði mér einnig frá ein- um af þessum hörðu vetrum kringum 1923 þegar þau urðu heylaus í fyrsta og eina skiptið og til að bjarga búpen- ingnum fór fjölskyldan niður að sjó og tíndi söl og hélt þannig lífi í búpen- ingnum þar til voraði. Hún sagði mér líka frá því þegar Sveinn Halldórsson, kennari í Bol- ungarvík, bað pabba hennar að taka að sér munaðarleysingja og fá Rósu til að kenna honum um veturinn. Hún gerði það og fékk munaðarleysinginn mjög góða einkunn um sumarið, sagði Rósa brosandi. Það var líka þessi sami Sveinn sem varð þess valdandi að Rósa og Áki kynntust. Þannig var að Rósa var í söngkór í Bolungarvík og vildi Sveinn fá Áka í kórinn. Hann kom því þannig fyrir að Áki átti að fylgja Rósu frá Bolung- arvík að Ósi eftir eina æfinguna og var hann búinn að tala við Rósu um það að hún reyndi að fá Áka í kórinn. Lítið gekk hjá Rósu að koma Áka í kórinn, því hann var mjög feiminn, en kynni komust á með þeim og eftir það vildi Áki fylgja Rósu að Ósi eftir hverja kóræfingu. Eftir þó nokkrar fylgdarferðir spurði Sveinn Rósu hvort Áki gæti sungið. Rósa svaraði strax um hæl, nei, það getur hann ekki en hann er mjög góður á harm- óniku. Þessar sögur og svo margar aðrar sem Rósa sagði mér af lífinu á Ósi í Bolungarvík sögðu mér mikið um það umhverfi sem Rósa ólst upp í og hef- ur eflaust mótað hana og gert að þeirri sterku og góðhjörtuðu mann- eskju sem hún var. Saga Rósu spannar heila öld og er efni í heila bók og verður ekki sögð hér. Hún og Áki gáfu svo miklu meira af sér til samferðamanna sinna en þau þáðu og við hin sem eftir lifum er- um mun ríkari fyrir að hafa fengið að verða samferða þeim. Minning þeirra mun lifa með okkur sem vorum svo lánsöm að kynnast þeim. Haraldur Leifsson. Í dag verða bornir til grafar mínir ástkæru móðurforeldrar, Rósa amma og Áki afi. Mig langar að kveðja þau með nokkrum orðum. Mikið var alltaf gott að koma til þeirra, alltaf var eitthvað gott til að fá sér, orna sér við kokseldavélina nú eða bara fá þurra vettlinga. Ég man að sem barn skreið ég upp í heita hol- una hans afa og kúrði með ömmu til hálfníu eftir að mamma fór til vinnu. Amma kenndi mér að lesa og not- aði hún sokkaprjón til að benda á orð- in. Hjá afa lærði ég að reikna, ég var hjá honum inn á kontór og fékk stundum að nota reiknivélina hans til að sannreyna hvort þetta væri allt saman rétt. Ég man eftir að hafa byggt snjóhús með bræðrum mínum og þá fengum við snúin kerti úr búð- inni ykkar til að hafa í snjóhúsinu. Þegar Áki bróðir kveikti á því sátum við bara og horfðum dáleidd á logan, alsæl að fá kertin. Afi kallaði okkur systkinin eldri Nafna, Garm og Skottu og tengjast þessum nöfnum hlýjar tilfinningar og góðar minningar. Mikill missir var þegar afi lést 1981, þá var ég 15 ára og hafði verið meira og minna hjá þeim alla daga. Ömmu fengum við að hafa lengur hjá okkur og þegar við bjuggum með ömmu á Sunnubrautinni hér í Kópa- vogi naut sonur minn þeirrar um- hyggju, natni og þolinmæði sem amma hafði að gefa. Eiga þau margar góðar stundir saman frá því að amma raðaði kubbum fyrir hann sem hann svo hrinti niður, skellihlæjandi, og þegar hann breiddi teppi á fætur hennar og færði henni te þegar hann var orðinn eldri. Handavinna ömmu spannar lang- an feril og tók hún að sér hér áður fyrr að sauma fyrir fólk. Hún prjón- aði ófáar lopapeysur, einnig prjónaði hún á prjónavélina og ekki eru mörg ár síðan hún lagði henni. Ég fékk góða tilsögn í handavinnu hjá ömmu og margar handavinnustundir áttum við saman. Hinsta kveðja. Ykkar Skotta, Nanna Sigurðardóttir. Á síðasta ári náði Rósa amma því að halda upp á 100 ára afmælisdaginn sinn með stórveislu þar sem hún tók á móti fjölda manns hress og kát að vanda. Á löngum lífsferli sínum hafði RÓSAMUNDA P. FRIÐRIKS- DÓTTIR OG ÁKI EGGERTSSON

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.