Morgunblaðið - 27.06.2003, Page 33

Morgunblaðið - 27.06.2003, Page 33
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 2003 33 hún áunnið sér fastan sess í tilveru svo margra enda einstaklega hlýr, kraftmikill og líflegur persónuleiki. Allt er breytingum undirorpið en engin breyting er eins varanleg og dauðinn og sú tilhugsun tekur á að amma sé búin að kveðja og komi aldr- ei aftur í þeirri mynd sem við höfum notið hennar. Þrátt fyrir háan aldur og þreyttan líkama var alveg ótrúlegur kraftur og lífsvilji í ömmu allt fram í andlátið. Hún hafði ótrúlegt minni og lét sér ekkert óviðkomandi. Fylgdist ekki bara með lífi og líðan ættingja og vina heldur líka vinum ættingjanna og gömlum sveitungum svo og afkom- endum þeirra og meðan hún hafði sjón og heyrn til þá var það fátt í þjóðmálaumræðunni sem hún mynd- aði sér ekki skoðun á. Hún var ræðin og skemmtileg og fór ekki í launkofa með álit sitt á mönnum og málefnum ef því var að skipta. Hún var ham- hleypa til allrar vinnu alla tíð og lét sér ekkert vaxa í augum umfram það sem ástæða var til. Vandamálin voru til að leysa þau. Hún hafði sérstak- lega mikla ánægju af allri handa- vinnu. Hún hafði ekki minni ánægju af að gefa frá sér það sem hún bjó til enda gjafmild með eindæmum. Langt yfir nírætt var hún jafnvíg á allt hvort sem það var að hekla, sauma eða prjóna. Síðustu árin lét hún sér þó nægja að handprjóna sokka svo og forláta peysur bæði á börn og fullorðna. Einnig notaði hún ötullega gömlu fallegu handknúnu prjónavélina sína sem hún hafði erft frá mömmu sinni. Sú prjónavél dugði þeim báðum samanlagt hátt í heila öld og á hana prjónaði hún óteljandi nærskyrtur og föðurlandsflíkur sem eflaust hafa yljað mörgum landanum bæði hérlendis og erlendis. Stóran hluta ævi sinnar, eða í tæp- lega 60 ár, átti hún samleið með Áka afa en þau kynntust í Bolungarvík ár- ið 1925. Fljótlega eftir að þau bund- ust tryggðarböndum fluttu þau til Súðavíkur þar sem þau bjuggu allan sinn búskap og helguðu því byggð- arlagi starfskrafta sína af lífi og sál. Þau bjuggu í tveggja hæða reisulegu húsi með fallegum kvistum, háalofti og stórum rúmgóðum kjallara. Húsið gekk undir nafninu Ákabúð. Nafn- giftin kom af sjálfu sér því í húsinu ráku þau verslun og bensínsölu og var bensíndælan staðsett í hæfilegri nálægð við húsið. Vöruúrvalið var al- veg ótrúlegt í Ákabúð, þar voru seld- ar allar helstu nauðsynjavörur til heimilisrekstrar, svo og gjafavörur af ýmsu tagi. Húsið stóð við þjóðbraut og var alltaf ótrúlega líflegt á heimili þeirra og oftast margmennt enda var heimili þeirra alltaf opið öllum sem áttu þangað erindi. Áki afi var ekki langskólagenginn maður frekar en amma en hann hafði einstaklega gaman af því að kynna sér og læra nýja hluti og átti auðvelt með hvort heldur var að læra af bókinni eða af leiðsögn annarra. Hann varð því einn af þessum þúsundþjalasmiðum sem vegna hæfileika sinna eru kallaðir til í tíma og ótíma í ótrúlegustu verkefni. Hann þjónaði byggðarlaginu ekki bara sem kaupmaður því hann var sjálflærður bygginga- og rafvirkja- meistari þorpsins og sveitanna í kring. Hann gegndi mörgum trúnað- arstörfum fyrir byggðarlagið og má meðal annars nefna að hann átti sæti í hreppsnefnd og starfaði á tímabili sem oddviti og sýslunefndarmaður. Hann var einnig organisti og kór- stjórnandi með meiru til margra ára. Þá þótti hann ómissandi á sínum yngri árum þegar eitthvað stóð til og gera átti sér glaðan dag enda spilaði hann ekki bara á orgel, hann var vel ballfær bæði á fiðlu og harmóniku. Það segir sig því sjálft að við tíðar fjarverur afa mæddi oft mikið á ömmu við rekstur heimilisins, barna- uppeldið og verslunarreksturinn enda var hún oft allt í senn: húsmóð- irin, kaupmaðurinn, afgreiðsludaman í búðinni eða við bensíndæluna og svo auðvitað gestgjafinn sem hafði alltaf heitt á könnunni og tilbúna jólaköku á eldhúsborðinu. Eitt af mínum stærstu lífslánum er að hafa alist upp í nánu samfélagi við þau og óhjá- kvæmilega hefur það sterklega mót- að lífssýn mína og forgangsröðun í líf- inu. Hafi þau þökk fyrir allt það góða sem þau hafa miðlað til mín og minna. Megi Guð blessa þau. Rósa Björk Barkardóttir. Kæra langamma mín, mig langaði til að kveðja þig með nokkrum línum. Fyrir mér varst þú eitt af sterkustu akkerum fjölskyldunnar og hefur þinn heilsteypti, vandaði persónuleiki markað djúp spor hjá mér eins og svo mörgum innan fjölskyldunnar. Með hvarfi þínu myndast mikið tómarúm hjá þeim sem þekktu þig. Það hlýtur að teljast kraftaverk hvernig þú hef- ur getað haldið í létta og góða skapið í heil hundrað ár, annaðhvort það eða að ég hafi bara alltaf verið svo hepp- inn að hitta á þig í góðu skapi. Hvað sem því líður ertu ennþá með mér, en ekki bara hjá mér. Guð geymi þig og afa. Þinn strákur Leifur. Lokið er langri æfi. – Hamingju- sömu lífi. – Góðu æfikvöldi. Efst í huga mínum núna er þakk- læti til þín. Því þú varst mér sem fóstra eða fóstursystir. Þegar ég fæddist varst þú 19 ára blómarós vestur í Bolungavík. Ég kom í heim- inn alveg óvart, því fóstureyðing var ekki komin í tísku í þá daga. Því var reynt að koma mér í fóstur. Og þið mæðgur, Sesselja og þú, tókuð mig að ykkur. Ekkert var ég skyld ykkur. Enga meðgjöf fenguð þið. Það var fátækt í Bolungavík í þá daga, eins og víða um land. Þið börð- ust hörðum höndum fyrir lífinu. En samt létuð þið ykkur ekki muna um að bæta við einum munni að metta. Ég hefi oft hugsað um það síðan hvað ég var heppinn að lenda í faðmi ykkar. Þið mæðgur voruð hörkuduglegar í vinnu. Þú vannst í fiski, heyskap og öðru sem til féll. 18 ára var þér gefin prjónavél og þá var nú prjónað og prjónað fyrir heimilið og einnig fyrir vandalausa. Ég man þegar ég heim- sótti þig fyrir nokkrum árum, líklega varstu þá 95 ára. Þá varst þú að prjóna sokkabuxur og skyrtur fyrir barnabarnabörnin á sömu gömlu prjónavélina. Það var sama hvað þú tókst þér fyrir hendur, allt var vel af hendi leyst. Þú varst mikil hannyrðakona. Kunnir fatasaum, að hekla, prjóna, kunstbródera, orkedera, baldera, saumaðir flatsaum, hvítsaum og krosssaum. Þú varst líka framarlega í öllu menningarstarfi í Bolungavík. Varst í kvenfélaginu, söngst í kirkjukórnum, lékst í leikritum. Og árin líða. Þú giftist Áka og flutt- ist til Súðavíkur. Heimili ykkar Áka var annálað myndarheimili. Alltaf op- ið hús fyrir gestum og gangandi. En í Bolungavík var lítil stelpa og þú gleymdir henni ekki, þótt þú værir gift og flutt í burtu. Ég fékk alltaf af- mælisgjafir og jólagjafir frá þér. Aldrei frá neinum öðrum. Jólakjóla og skólaföt, svo komu bækurnar með. Hvað ég var hamingjusöm. Í minn- ingunni standa samt gullsokkarnir upp úr. Ég var líklega 6 ára þegar ég fékk þá. Ég vissi að enginn í öllum heiminum ætti svona sokka nema ég. Þú prjónaðir þessa sokka úr gulli handa mér. Það var reyndar ekki 18 karata gull, en gylltir voru þeir. Þeg- ar ég fór í kirkju með þér þá um jólin horfði ég bara á sokkana og hélt að allir aðrir gerðu það líka. Á unglingsárum dvaldi ég í Súða- vík, hjá Rósu. Fermdist þar. Gifti mig þar. Átti mitt fyrsta barn þar. – Rósa mín. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Vald. Briem.) Þín fóstursystir. Brynhildur Olgeirs. Langlífi er blessun lífsglöðu fólki, sem er með á nótunum og nýtur ástar og umhyggju afkomenda sinna til hinstu stundar. Rósa varð þessarar gæfu aðnjótandi. Hún var gift móð- urbróður mínum, Áka Eggertssyni, sem lézt í nóvember 1981, og saman verða þau jarðsett í dag. Sögu Súða- víkur verða ekki gerð verðug skil, nema þessara sæmdarhjóna sé þar að góðu getið. Kynni okkar hófust fyrir mitt minni, annaðhvort í Súðavík eða Reykjavík. Áki þurfti af og til að bregða sér suður í verzlunarerindum eða til að reka á eftir málum í þágu Súðavíkurhrepps, en foreldrar mínir dvöldu löngum á sumrin í Seyðisfirði við Ísafjarðardjúp. Það hefðu þau tæpast getað, ef Rósu og Áka hefði ekki notið við. Áki endursmíðaði bárujárnsslegna bústaðinn í Fjarðar- horni, sá um stækkun hans og lyfti honum síðar á hugvitssamlegan hátt ásamt bróður sínum, börnum og tengdafólki til að koma undir hann steyptri plötu. Húsið þeirra Áka og Rósu, heimili og vinnustaður, stóð á fjörukambi ut- arlega í Súðavík. Það er nú horfið, en er í minningunni sveipað ævintýra- ljóma með öllum sínum ys og þys frá morgni til kvölds. Þarna ráku þau meðal annars benzínafgreiðslu og verzlun með alvörulykt, ótrúlegu vöruúrvali og hljómmikilli bjöllu á hurðinni. Og í eldhúsinu, sem sneri að sjónum, var afar stór og merkileg eldavél með heitavatnskrana og stórum hlífum til að leggja yfir hell- urnar, þegar þær voru ekki í notkun. Þarna var tekið vel á móti gestum í margvíslegum erindagjörðum. Á lognkyrrum sumarmorgnum vaknaði maður ýmist við skvaldrið í æðar- kollum og ungum þeirra eða vélar- skellina í trillum og bátum á leið um Álftafjörð. Hjarta roskins manns slær örar enn þann dag í dag, þá sjaldan svona gamaldags skellir rjúfa kyrrðina fyrir vestan. Húsið var ekki stórt en rúmaði marga. Þeim hjónum féll ekki verk úr hendi, enda bæði annálað hagleiks- fólk. Afköst Rósu við erilsöm heim- ilisstörf, prjónaskap og hvers kyns hannyrðir voru með hreinum ólíkind- um og ekki var það á kostnað vand- virkninnar. Auðvitað hlaut að gusta af svona konu af og til, en það vandist fljótt, enda fór enginn í grafgötur með, að hún mátti yfirleitt ekkert aumt sjá. Rósa bar aldurinn vel og hún lét hvergi deigan síga við hannyrðirnar eftir að hún flutti til Reykjavíkur. Fjölskylda mín var meðal þeirra, sem nutu góðs af því, en þótt vel færi á með henni og mér þykist ég vita, að henni hafi þótt meira til um vináttu við eiginkonu mína, sem látin er fyrir nokkru. Guð gefi þeim og öðrum látn- um ástvinum okkar raun lofi betri. Eggert Jónsson. Blómabúð MICHELSEN ÞÚ VELUR AÐEINS ÞAÐ BESTA Í GLEÐI OG SORG 44 ÁRA STARFSREYNSLA Í ÚTFARARSKREYTINGUM MICHELSEN HÓLAGARÐI SÍMI 557 3460 Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, RÓSA EINARSDÓTTIR, Litlu-Hlíð, Höfðagrund 19, Akranesi, verður jarðsungin frá Akraneskirkju mánu- daginn 30. júní kl. 14.00. Björg Thomassen, Reynir Ásgeirsson, Marínó Tryggvason, Margrét Magnúsdóttir, Guðni Tryggvason, Hlín Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg dóttir mín, INGA JÓNA PÁLMADÓTTIR THORDARSON, andaðist á heimili sínu í Homer, Alaska, föstudaginn 22. júní. Erna Ármanns Thordarson og fjölskylda. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, LÁRA ÁSLAUG THEODÓRSDÓTTIR, áður Sléttuvegi 13, andaðist á hjúkrunarheimilinu Holtsbúð þriðju- daginn 24. júní. Gunnar Jóhannsson, Sigríður H. Gunnarsdóttir, Sverrir Gunnarsson, Málfríður D. Gunnarsdóttir, Guðmundur H. Gunnarsson, Hrund Hjaltadóttir, Haukur K. Gunnarsson, Gréta Óskarsdóttir og barnabörn. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, FINNBOGI ÓLAFSSON, Sléttuvegi 17, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Áskirkju í dag, föstu- daginn 27. júní, kl. 13.30. Sigríður Finnbogadóttir, Aðalheiður Finnbogadóttir, Svavar Tr. Óskarsson, Ólafur Finnbogason, Auður Finnbogadóttir, Enrique Llorens, Rósa Finnbogadóttir, Sigurður R. Sigurðsson, Eggert Finnbogason, Ásgerður Ásgeirsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur frændi okkar, HAFLIÐI KETILSSON frá Álfsstöðum, Grænumörk 5, Selfossi, lést á Sjúkrahúsi Suðurlands að kvöldi miðvikudagsins 25. júní. Jón Grétar Guðmundsson, Kristín Anna Guðmundsdóttir, Helgi Guðmundsson, Álfheiður Sjöfn Guðmundsdóttir, Eydís Katla Guðmundsdóttir. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og lang- afi BJÖRN HJÁLMARSSON frá Mælifellsá, andaðist á Dvalarheimili aldraðra, Sauðár- króki, miðvikudaginn 25. júní. Margeir Björnsson, Helga Þórðardóttir, Rósa Björnsdóttir, Indriði Sigurjónsson, Anna S. Björnsdóttir, Viktor G. Sigurðsson og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.