Morgunblaðið - 27.06.2003, Page 35

Morgunblaðið - 27.06.2003, Page 35
Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur.) Berglind Dögg Bragadóttir. Ljúfa minningu eigum við undir- rituð um Helgu Eyjólfsdóttur, kæra systur í Kristniboðsfélagi kvenna. Minningu sem er svo óendanlega dýrmæt og lýsir Helgu vel. Ég var að koma heim af fæðingardeildinni með frumburð okkar hjóna. Ég sit við vögguna bergnumin og virði fyrir mér undrið þegar barið er að dyrum. Þar stendur Helga, lágvaxin og hlé- dræg, komin til þess að samgleðjast okkur hjónum. „Nei, hvað hann er fallegur, með svona mikið svart hár alveg eins og pabbinn,“ varð Helgu að orði. Einmitt á því augnabliki er hún sagði „fallegur“ vissi ég að Helga var mikill persónuleiki með ríka dómgreind. Helga Eyjólfs, eins og hún var ávallt köllluð, kom ekki tómhent. Hún hafði unnið af miklum kærleika fallegt vögguteppi, til að færa ungum foreldrum sem voru að byrja lífið með litla drengnum sínum. Árin líða. „Litli drengurinn“ verður hálfrar aldar gamall á næsta ári. En minn- ingin um þetta atvik er enn í fersku minni, varðveitt með þakklátum huga. Nú hefur Helga kvatt þennan heim. Þessi fáu orð eru aðeins mynd- brot af lífi mikilhæfrar konu, sem fór ávallt með hógværð og lítillæti og verður ef til vill best minnst með eftirfarandi ljóðlínum: Ó hjóðláti þegn, það voru svo fáir sem fundu, hvar fábrotið líf þitt sem ilmandi dropi hneig, hann hvarf og blandaðist mannkynsins miklu veig. Hin mikla veig var önnur frá þeirri stundu. (Helgi Sveinsson.) Susie og Páll. Verið í hvívetna lítillátir og hógværir. Verið þolinmóðir, langlyndir og umberið hver annan í kærleika. (Efesus 4: 2-3.) Þesssi orð úr ritningunni koma í hugann þegar við nú kveðjum kæra vinkonu og félagssystur í Kristni- boðsfélagi kvenna. Í allri framgöngu Helgu komu þessir eiginleikar fram. Kynni okkar hófust fyrir mörgum ár- um í KFUK. Á þeim árum bauð Helga oft heim nokkrum úr hópi vin- kvenna í KFUK. Húsakynni voru ekki stór en smekkleg og hlýleg. In- dælar stundir áttum við og minnist undirrituð oft þessarar gestrisni Helgu. Á seinni árum urðum við fé- lagssystur í Kristniboðsfélagi kvenna. Helga sótti trúfastlega alla fundi og var ætíð fús að leggja starfi félagsins lið. Starf kristniboðsins byggist allt upp á frjálsum framlög- um og hefðbundinni fjáröflun. Kon- urnar í Kristniboðsfélaginu afla fjár með kaffisölu, basar og fleiru. Alltaf lagði Helga þessu starfi lið. Minnis- stæðir öllum félagssystrum eru hinir smekklegu og fallegu hlutir er hún kom með fyrir hvern basar. Hljóðlát lagði hún þá fram en við félagssystur dáðumst að handbragði hennar. Þeg- ar Kristniboðssambandið hóf sölu jólakorta til fjáröflunar þurfti sjálf- boðaliða til pökkunar og fleira. Nokkrir „heldri borgarar“ fylltu þennan hóp og að sjálfsögðu mætti Helga, alltaf fús að leggja málefninu lið. Hennar var sárt saknað fyrir síð- ustu jól en þá var sá sjúkdómur er varð henni að aldurtila farinn að gera vart við sig. Helga átti sína bjarg- föstu trú á Drottin sinn og frelsara sem lýsti sér í allri framgöngu henn- ar og trúfesti við það málefni sem vinnur að útbreiðslu fagnaðarerind- isins. Hinar vikulegu samkomur Kristniboðssambandsins sótti Helga ætíð og er hennar nú sárt saknað. Genginn er trúfastur þjónn Drott- ins. Félagskonur í Kristniboðsfélagi kvenna senda ættingjum Helgu sínar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Helgu Eyjólfs- dóttur. Fyrir hönd Kristniboðsfélags kvenna, Greta Bachmann. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 2003 35 ✝ Óli Runólfssonfæddist á Norð- firði 16. nóvember 1920. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans hinn 20. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigríður Helgadóttir frá Skarðshömrum í Borgarfirði og Run- ólfur Bjarnason frá Sandfelli í Öræfum. Runólfur bjó lengst af í Skaftafelli í Öræfum en Sigríður í Hellisfirði ásamt eiginmanni sínum, Símoni Jóns- syni, þar sem Óli ólst upp til full- orðinsára. Bæði eru látin. Systk- ini hans samfeðra eru Margrét (látin), Þuríður, Margrét, Bjarni og Sigurður. Systkini hans sam- mæðra eru Helgi Símonarson, Svanfríður Símonardóttir og Símon Símonarson. Óli kvæntist Guðrúnu Gísla- dóttur frá Hnappavöllum í Öræf- um, f. 27.12. 1927. Þau skildu. Börn þeirra eru: 1) Sigríður Guðrún, f. 8. mars 1948, sam- býlismaður hennar er Ásgeir Ás- geirsson, dætur hennar eru Anna Sveinbjörg, f. 31.3. 1967, og Guðrún Óla, f. 25.8. 1974, maður hennar er Bjarki Sigurðs- son. 2) Guðný Kristbjörg, f. 2.3. 1950, maður hennar er Jóhann Víkingsson. 3) Símon, f. 21.4. 1951, kona hans er Þorbjörg Jónsdóttir, dóttir Símonar er Anna Karen, f. 24.8. 1979. 4) Katrín Sig- urrós, f. 20.10. 1953, dóttir hennar er Lilja Kolbrún, f. 21.6. 1973, maður hennar er Bjarni Sveinsson, dætur þeirra eru Katrín Alda, f. 9.9. 1996, og Thelma Karen, f. 12.5. 2002. 5) Sig- urbjörg, f. 10.8. 1957, sonur hennar er Óli Róbert, f. 25.8. 1974, búsettur í Frakklandi ásamt unnustu sinni, Florence Delpech, og er dóttir þeirra Eva Luna Sig- urbjörg, f. 21.1. 2003. 6) Helga, f. 16.7. 1960, maður hennar er Sig- urður Kristjánsson, dætur þeirra eru Stefanía, f. 14.11. 1984, og Þuríður Elín, f. 23.11. 1990. Kona Óla er Þórunn Hall- grímsson, f. 29.9. 1922. Börn hennar eru Sigríður Hallgríms- son (látin), Guðmundur Hall- grímsson og Margrét Hallgríms- son. Óli var bóndi á Hnappavöllum í Öræfum frá árinu 1948 til 1964 en þá fluttist hann og fjölskylda hans til Reykjavíkur. Eftir það vann hann lengst af hjá Ó. John- son & Kaaber hf. sem verkstjóri þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Útför Óla verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 10.30. Hann afi er dáinn. Þessi orð hafa ómað í eyrum okkar systranna alveg síðan við fengum þær sorglegu frétt- ir að hann elsku afi okkar hefði látist föstudaginn 20. júní síðastliðinn eftir erfið veikindi. Við bjuggumst ekki við því að þurfa að kveðja hann svo fljótt og snöggt, við héldum að við fengjum að hafa hann miklu lengur hjá okkur. Við systurnar vorum svo lánsamar að fá að alast upp hjá afa og ömmu okkar. Við vorum ekki einu barna- börnin sem fengum það, Óli frændi okkar var þar líka og mömmur okk- ar. Það var góður tími fyrir okkur. Afi dekraði við okkur og vildi allt fyr- ir okkur gera sem hann mögulega gat. Hann gat verið strangur en hann var líka blíður og góður. Hon- um fannst ákaflega gaman að hlýða okkur yfir námsefnið og hann var í essinu sínu þegar hann var að hlýða okkur yfir til dæmis landafræðina, sem gat nú vafist heldur betur fyrir okkur, sérstaklega þó Önnu sem var gjörn á að færa firði og staði milli landshluta. Þegar við fluttum með mömmu okkar í Breiðholtið þá var hann alltaf til staðar fyrir okkur, hann vissi að okkur fannst erfitt að flytja þangað. Hann heimsótti okkur oft og iðulega fór hann með okkur í stórinnkaup á laugardagsmorgnum því honum fannst svo gaman að geta glatt okkur með gjöfum og ekki síður samveru- stundum við hann. Hann fór líka stundum með okkur í bíltúra út úr bænum, þá venjulega til Þingvalla eða upp í Heiðmörk, honum var ekk- ert um að fara mikið lengra en það. Svo sótti hann okkur gjarnan til að fá okkur í heimsókn til hans og Þór- unnar og þá var nú aldeilis dekrað við okkur. Afi fylgdist vel með okkur og hringdi daglega í okkur til að vita hvernig við hefðum það. Hann spurði líka frétta af fólkinu sínu, hann var áhugasamur um alla og stoltur af því hvað bæði börnin hans sex og barna- börnin öll spjöruðu sig vel. Hann kenndi okkur líka margt sem við bú- um vel að í dag.Þegar við systurnar stofnuðum svo okkar heimili, þá var hann áfram duglegur að hringja í okkur og við erum þakklátar fyrir símtölin hans, hann hringdi oft þótt hann hefði ekkert að segja, vildi bara vita hvernig við hefðum það. Værum við veikar hringdi hann til að fylgjast með hvernig okkur liði og hvernig gengi með bata. Þau símtöl öll eru okkur ómetanleg. Í fyrra veiktist afi mikið og átti hann í erfiðum veikindum sem fengu mikið á hann og náði hann sér aldrei á strik aftur og honum hrakaði mik- ið. Hann sýndi þó aldrei neina upp- gjöf og þótt honum liði oft illa bar hann sig eins vel og hann gat. Elsku afi, það er sárara en hægt er að lýsa að þurfa að kveðja þig svona snögglega, að eiga ekki eftir að heyra í þér aftur og sjá þig er sárt. Að hafa ekki getað kvatt þig al- mennilega er erfitt. Að fá ekki aftur símhringingu frá þér þar sem þú heilsar hressilega, býður góða kvöld- ið og spyrð frétta er nokkuð sem okkur gengur illa að skilja. Við sökn- um þín innilega, við höfum misst mikið. Þú varst ekki bara afi okkar heldur gekkstu okkur líka í föður- stað. Ástarþakkir fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur og gafst okkur. Við eigum eftir að hittast aftur síð- ar og þá verður örugglega gaman hjá okkur. Elsku Þórunn, missir þinn er mik- ill og við biðjum Guð almáttugan um að styrkja þig í sorg þinni. Börnum og barnabörnum afa, systkinum og öðrum aðstandendum vottum við okkar innilegustu samúð. Guð geymi þig, elsku hjartans besti afi okkar. Þínar dótturdætur, Anna Sveinbjörg og Guðrún Óla. Elsku afi. Það svolítið erfitt að hugsa um að þú sért farinn frá okkur því að samband okkar var sterkt. Við töluðum sama á hverjum degi og stundum oft á dag. Alltaf hafðirðu áhuga á því sem maður var að gera og spurðir mikið og vildir alltaf vita hvað maður hefði fyrir stafni; maður hafði stundum lúmskan grun að þú vildir bara vera fyrstur með frétt- irnar. Það var þó ekki það sem þú hafðir í hyggju, þú vildir bara sýna okkur áhuga. Sögurnar sem þú sagð- ir okkur þegar þú sast í bláa stólnum á Kleppsveginum voru margar hverjar skemmtilegar og áhugaverð- ar. Það sem situr samt fastast í minningunni er bíltúr á rauðu Löd- unni þar sem var stoppað og keyptur ís og síðan krembrauð. Afi, þín verður sárt saknað. Við munum aldrei gleyma þér. Við elsk- um þig. Þínar Stefanía og Þuríður Elín. ÓLI RUNÓLFSSON Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu, RÓSLAUGAR ÞÓRÐARDÓTTUR, Steinsnesi, Neskaupstað. Halldóra Vilhjálmsdóttir, Sigurður Þór Vilhjálmsson, Sigríður Þórbjörg Vilhjálmsdóttir og fjölskyldur. Innilegar þakkir til allra þeirra er heiðruðu minningu föður míns, tengdaföður og afa, SIGURÐAR GUÐMUNDSSONAR húsasmíðameistara, Langholtsvegi 59, Reykjavík. Sérstakar þakkir til séra Árna Bergs Sigur- björnssonar og Magnúsar Karls Péturssonar, læknis. Björk Sigurðardóttir, Einar Hilmar Jónmundsson, Sigurður Einarsson, Eyrún Einarsdóttir, Carlos Cardoza. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og út- farar hjartkærrar eiginkonu, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐFINNU PÉTURSDÓTTUR, Þorragötu 7, Reykjavík. Ólafur Guðmundsson, Guðmundur Bjarni Ólafsson, Catherine Stormont, Richard Jón Ólafsson, Elena Ólafsson, Róbert Pétur Ólafsson, Andrew Antonio Ólafsson. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall okkar ástkæra ANDRÉSAR MAGNÚSSONAR, Heiðmörk 18, Hveragerði. Anna Guðröðsdóttir, Sigurður Ragnar Andrésson, Unnar Magnús Andrésson, Sushilla Andrésson, Jórunn Lilja Andrésdóttir, Bjarni Harðarson, Hörður Atli Andrésson, Álfhildur Eygló Andrésdóttir, Elín Árdís Andrésdóttir, Dúna Magnúsdóttir, Kristján Sigurjónsson, Haukur Brynjólfsson, Jóhanna Bertelsdóttir, Benedikt Brynjólfsson, afabörn og langafabörn. Eiginkona mín, RAGNHEIÐUR ÞÓRARINSDÓTTIR, Hjaltastöðum, lést miðvikudaginn 25. júní. Pétur Sigurðsson. Albróðir minn, HILMAR GUÐMUNDSSON, lést á bráðamóttöku Landspítala Fossvogi sunnudaginn 22. júní. Magnús Guðmundsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.