Morgunblaðið - 27.06.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 27.06.2003, Blaðsíða 36
MINNINGAR 36 FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ MagðalenaSoffía Þórðar- dóttir fæddist í Hvammkoti í Arnar- neshreppi 16. apríl 1921. Hún lést á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri 18. júní síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Þórð- ur Guðvarðarson bóndi íHvammkoti og Magðalena Sigur- geirsdóttir húsmóð- ir. Systkini Magða- lenu voru Þorsteinn, óskírð stúlka og Magðalena Soffía, sem létust öll barnung, og Ólöf Sigurrós, f. 24. apríl 1916, d. 6. októ- ber 1971. Seinni maður Magðalenu Sigurgeirsdóttur hét Þórður Sigurjónsson bóndi í Hvammi í Arnarneshreppi. Þeirra börn eru: Þórður Guðmundur, f. 11. júlí 1930; Hall- dór Hlöðver, f. 19. mars 1935; og Ásta Svanhvít, f. 28. júlí 1936. Útför Magðalenu Soffíu fer fram frá Möðruvöllum í Hörgárdal í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Yndislega ættarjörð, ástarkveðju heyr þú mína, þakkarklökkva kveðjugjörð, kveð ég líf þitt, móðir jörð. Móðir bæði mild og hörð mig þú tak í arma þína. Yndislega ættarjörð, ástarkveðju heyr þú mína. Faðir lífsins, faðir minn, fel ég þér minn anda’ í hendur. Foldin geymi fjötur sinn. Faðir lífsins, Drottinn minn, hjálpi mér í himin þinn helgur máttur, veikum sendur. Faðir lífsins, faðir minn, fel ég þér minn anda’ í hendur. (Sigurður Jónsson frá Arnarvatni.) Guð blessi minningu þína. Þín systkini, Ásta, Halldór og Þórður. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast þér fljótlega eftir að ég kynntist Ragga frænda þínum, sem seinna varð maðurim minn. Við urðum strax góðar vinkonur enda ekki annað hægt en þykja vænt um þig. Þegar ég kynntist þér bjóstu á Sólborg en fluttir síðan á Dvalarheimilið Hlíð og naust umönnunar frábærs starfsfólks á báðum stöðum. Ég hugsa að okkur flestum þætti lífið harla erfitt ef við stæðum í þín- um sporum en þú sást gleði og skemmtun í öllu. Þú komst til okkar á hátíðisdög- um og oft höfum við fjölskyldan tal- að um það gegnum árin, að það séu engin jól nema Magga komi heim. Elsku Magga mín. Ég geymi skemmtilegu tilsvörin þín, vísurnar og þulurnar, svo og alla gleðina sem þú gafst mér. Þínum ógleymanlega húmor hélstu fram á síðasta dag, það eru forréttindi að hafa fengið að kynnast þér. Guð vaki yfir þér Inga. Elsku Magga mín. Ég man þegar ég var lítil stelpa og þú varst hjá okkur. Þá átti ég plötur með æv- intýrum sem ég hlustaði á öll mín æskuár. Við fórum alltaf tvær inn í stofu til þess að hlusta á þær saman. Þú varst alveg eins og ég, gast hlustað á sömu ævintýrin aftur og aftur. Þú sast alltaf í sófanum á meðan ég þóttist vera Öskubuska eða Mjallhvít. Þetta gerðum við saman í mörg ár. Ég man líka þegar ég var að læra á píanó. Þá æfði ég mig inni í stofu og þú hlustaðir á. Það var alveg sama hvað ég sló margar feilnótur, þér fannst ég allt- af spila vel. Það sem einkenndi þig allan tímann sem ég þekkti þig, Magga mín, var gleðin og léttleik- inn. Þú varst alltaf að segja okkur vísur og snerir svo skemmtilega út úr því sem við sögðum. Þú varst líka hjá okkur alla hátíðisdaga. Næstu jól verða fyrstu jólin sem ég man eftir mér sem þú verður ekki hjá okkur. Ég held samt að þú verðir hjá okkur, við munum bara ekki sjá þig. Nú ertu farin frá okkur, Magga mín. Þótt það sé erfitt fyrir okkur öll trúi ég því að þér líði betur þar sem þú ert núna. Að þú getir nú séð og gengið um í garði almættisins. Að núna sértu loksins frísk. Guð geymi þig. Þín frænka Harpa Þórðardóttir. Elsku Magga. Þú varst gömul kona sem var alltaf skemmtileg og glöð. Þú söngst og rímaðir, sagðir mér ævintýri og sögur frá því í gamla daga. Þegar þú varst hjá okk- ur sátum við stundum saman og hlustuðum á sögur, leikrit og lög af spólum og geisladiskum. Ekki veit ég hvernig verður á næstu jólum og páskum þegar þú verður ekki hjá okkur en ég veit að ég mun sakna þín. Nú ertu komin til Guðs og ég veit að hann mun geyma þig og passa að þér líði vel. Þinn frændi Trausti Örn. MAGÐALENA SOFFÍA ÞÓRÐARDÓTTIR ✝ Finnbogi Ólafs-son fæddist á Hólum í Biskups- tungum 2. septem- ber 1918. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 21. júní síðastliðinn. For- eldrar Finnboga voru hjónin Ólafur Guðmundsson, f. 1873, d. 1934, og Sigríður Jónasdótt- ir, f. 1875, d. 1946. Finnbogi var yngst- ur af níu systkinum, og eru tvær systur á lífi, Anna og Þórey. Látin eru Óskar, Elín, Sigurbjörg, Kjart- an, Jónas og Þorvaldur. Finnbogi kvæntist Ragnheiði Bjarnadóttur 24. mars 1945 og áttu þau sex börn. Árið 1960 slitu þau hjón sam- vistum. Börn þeirra eru: 1) Sig- ríður, f. 1945, hún á fjögur börn og sex barnabörn; 2) Aðalheið- ur, f. 1947, maki Svavar T. Ósk- arsson, þau eiga fjögur börn og fimm barnabörn; 3) Ólafur, f. 1948, hann á fimm börn og þrjú barnabörn; 4) Auður, f. 1953, maki Enrique Llor- ens, þau eiga þrjú börn og þrjú barna- börn; 5) Rósa, f. 1958, maki Sigurð- ur Rúnar Sigurðs- son, þau eiga fjög- ur börn og tvö barnabörn; 6) Egg- ert, f. 1959, maki Ásgerður Ásgeirsdóttir, þau eiga fjögur börn. Finnbogi bjó lengst af í Hafn- arfirði og starfaði þar við fisk- iðnað og vöruafgreiðslu. Árið 1960 fluttist Finnbogi til Reykjavíkur og starfaði hjá Mið- felli hf. Útför Finnboga verður gerð frá Áskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Þau voru þung, skrefin sem ég tók áleiðis upp á Sléttuveg til afa á laugardagsmorgun, ég frétti um morguninn að hann væri dáinn. Þegar ég horfi til baka til þess þegar ég var barn eru ekki margar minningar um afa. Afi var þannig maður að hann vildi frekar vera út af fyrir sig. Ég fór að venja komur mínar reglulega til afa í Mosgerðið fyrir svona tíu árum og má segja að á þessum árum hafi ég í raun og veru kynnst afa mínum. Ég hafði mikinn félagsskap af afa og nutum við okkar best saman tveir einir. Þó að aldurmunurinn væri tæp 50 ár kom það ekki í veg fyrir að yrðum mjög nánir og góðir vin- ir. Ég hafði alltaf gaman af því að koma til hans, því skoðanir hans á stjórmálum og nútímamanninum voru bráðfyndnar, og hef ég sagt margar skemmtilegar sögur af afa og skoðunum hans. Afi var hin síð- ustu ár þannig að hann þarfnaðist töluverðrar ummönnunar sökum þess að fæturnir voru farnir að gefa sig og var það mér mikil ánægja að geta létt undir með honum eins og hægt var. Oft urð- um við ósáttir um málefni og menn en sættumst jafnfljótt aftur. Ég get því sagt að ég hafi ekki bara misst afa heldur einnig náinn og góðan vin sem skilur vissulega eft- ir sig söknuð. Elsku afi, þakka þér fyrir marg- ar af mínum uppáhaldsstundum og skemmtilegan félagsskap. Hákon Svavarsson. FINNBOGI ÓLAFSSON Elsku systir mín, ég get varla lýst því hversu sárt það er að þurfa að kveðja þig og það líður ekki ein einasta klukkustund án þess að ég hugsi um þig. Þú varst svo yndisleg persóna og ég veit að allir sem þekktu þig taka undir þessi orð hjá mér. Ég trúi því eiginlega ekki ennþá að ég geti ekki komið í heimsókn til þín hvenær sem ég vil og tekið utan um þig. Það skipti engu máli hvort þú værir á fullu að gera eitt- hvað annað, þú gafst þér alltaf tíma til þess að knúsa mig. JÓHANNA SIGRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR ✝ Jóhanna SigrúnGuðmundsdóttir fæddist á Fáskrúðs- firði 27. júní 1965. Hún lést á Landspít- ala – háskólasjúkra- húsi við Hringbraut 21. febrúar síðastlið- inn og var útför hennar gerð frá Grafarvogskirkju 3. mars. Dagurinn í dag, 27. júní, var yfirleitt dag- urinn sem þú varst farin að hlakka til að rynni upp hátt í tveimur mánuðum áð- ur og það er afmæl- isdagurinn þinn. Mér finnst alls ekki auðvelt að þurfa að upplifa þennan dag án þín. Þú varst sú manneskja sem allir þrá að eiga sem syst- ur, dóttur, frænku eða vinkonu og ég var svo heppin að eiga þig sem systur. Ég sakna þín svo mikið, elsku Jóhanna mín, og ég þarf að setja upp andlit á hverjum degi til þess að hafa hann af. Ég veit að mamma þarf að gera það sama líka og það er alltof erfitt. Ég vona að þú gætir okkar hérna niðri því þá veit ég að ég er í góðum hönd- um. Bless bless, engillinn minn, þín systir, Brynhildur Ósk. Elsku afi. Það er erfitt að trúa því að þú sért farinn. Þú varst alltaf eins þegar við komum í heimsókn, STEFÁN E. SIGURÐSSON ✝ Stefán EiríkurSigurðsson fæddist að Dæli í Haganeshreppi í Skagafirði 6. febrúar 1921 og ólst upp í Haganesvík og á Siglufirði. Hann and- aðist á gjörgæslu- deild Landspítalans í Fossvogi hinn 30. maí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Langholtskirkju 19. júní. stóra brosið og út- breiddi faðmurinn. Það var svo gott að faðma þig, afi, svona stór og sterkur, alltaf streymdu svo hlýir straumar frá þér og þá leið manni svo vel. Þegar við vorum litl- ar fengum við gælu- nöfnin, litla dýrið og frænka. Ferðirnar í hjólhýsið eru minnis- stæðar, fyrst á Álfa- skeið og svo á Flúðir. Á leiðinni þangað feng- um við án undantekningar að stoppa í tívolíinu í Hveragerði og fara í nokkur tæki. Alltaf vorum við leystar út með nammi og gjöfum í hvert skipti sem við komum í heim- sókn til ykkar ömmu. Þú hafðir allt- af svo mikla trú á okkur og varst alltaf svo stoltur af okkur systr- unum. Stoltur að við skyldum ætla okkur mikla hluti í framtíðinni og mennta okkur, enda fannst þér ekk- ert annað koma til greina fyrir prinsessurnar þínar. Um páskana afsakaðir þú við okkur fyrir að vera veikur, eins og afi gæti ekki verið veikur líka eins og allir hinir. Okkur grunaði ekki hvað við áttum lítinn tíma eftir með þér. Er þegar við kvöddum þig í hinsta sinn fundum við greinilega fyrir miklum frið yfir þér og vissum að þú værir í góðum höndum og sáttur. Elsku afi Stebbi, við þökkum þér fyrir hlýjuna sem þú hefur alltaf sýnt okkur og erum þakklátar fyrir allar yndislegu stundirnar sem við áttum saman. Sara Margrét og Sólveig Íris. Horfinn er vinur en hlý var sú sál nú hitti ei vin minn hér lengur. Þú allt vildir leysa og ekkert var mál og alltaf kom til mín sá drengur. Við kynntumst Stefáni þegar við fórum að syngja saman í Kór eldri borgara á Akureyri. Alltaf kom hann með gleði og góðan hug, tilbúinn að STEFÁN BRYNGEIR EINARSSON ✝ Stefán BryngeirEinarsson fædd- ist á Akureyri 19. apríl 1930. Hann lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri 5. maí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Akureyrarkirkju 16. maí. gera allt fyrir fé- lagsskapinn sem hann gat gert og kom ávallt inn í hópinn með húmor og gleði. Að hafa slíkan mann við hlið sér í kór er ómetanlegt. Við kaffiborðið okkar í hléum var margt spjallað og mörg gull- korn komu frá Stefáni. Slíka menn er gott að eiga að. Í ferðalögum kórsins var Gói sem oftar hrókur alls fagn- aðar. Ef þurfti að selja inn á sam- söng sagði hann gjarnan: „Ég skal sjá um þetta, hún Góa mín selur inn.“ Og þetta gekk eftir. Þetta sýnir vel hug þeirra hjóna til þessa fé- lagsskapar. Okkur finnst gott að minnast svona vinar sem við minn- umst ávallt með hlýhug. Gói vinur, við þökkum fyrir allar samveru- stundirnar og samstarfið og biðjum góðan guð að styrkja Gógó við þenn- an mikla missi. Innilegar samúðar- kveðjur til fjölskyldunnar. Elín Halldórsdóttir, Jón Hólmgeirsson. Hjartans þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÓLAFS INGIMUNDARSONAR, Bæjarholti 5, Hafnarfirði. Guð blessi ykkur öll. Guðlaug Hanna Friðjónsdóttir, og fjölskylda Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsing- um um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Formáli minningar- greina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.