Morgunblaðið - 27.06.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 27.06.2003, Blaðsíða 38
FRÉTTIR 38 FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hundasýning um helgina. Árleg sumarsýning Hundaræktarfélags Íslands verður haldin um helgina í reiðhöll Gusts í Kópavogi. Er þetta viðamesta sumarsýning fé- lagsins frá upphafi og hefst hún í dag, föstudag, kl. 16 með keppni ungra sýnenda. 62 hvolpar af 19 tegundum verða jafnframt sýndir í dag og hefst sýning þeirra kl. 18. Alls verða um 300 hundar af 48 tegundum sýndir á morgun og á sunnudag. Að þessu sinni koma fjórir dóm- arar erlendis frá til að dæma hundana, Frank Kane frá Eng- landi, Luis Pinto Teixeira frá Portúgal, Jenny Miller frá Eng- landi og Jens Erik Sönderup frá Danmörku. Þeir geta veitt hund- um íslensk og alþjóðleg meistara- stig ef þeir telja þá vera fram- úrskarandi fulltrúa sinnar tegundar. Sýning hefst kl. 11 á morgun, laugardag og kl. 10 á sunnudag. Í DAG Vorþing og aðalfundur samtak- anna Landsbyggðin lifi, LBL verða haldin í Tungubúð í Hróarstungu á Norðurhéraði á morgun, laugardag- inn 28. og sunnudaginn 29. júní. Fundurinn hefst kl. 14 fyrri daginn en kl. 9.30 þann síðari. Fríða Vala Ásbjörnsdóttir formaður setur fund- inn. Erindi halda m.a.: Jónas þór Jó- hannsson, sveitarstjóri N–Héraðs, Þórarinn Lárusson ráðunautur og Sævar Sigbjarnarson bóndi. Kvöld- verður verður í birkiskógi á laug- ardagskvöldið og verður Sigurður Aðalsteinsson, bóndi í Vaðbrekku, veislustjóri. Landsbyggðin lifi er landssamtök framfara- eða velferðarfélaga víðs vegar um landið sem hafa það á stefnuskrá sinni að efla heimabyggð sína og stuðla þannig að þróun byggðarmála og betri byggð um land allt, bæði efnahags- og menn- ingarlega. Nánari upplýsingar um dagskrá vorþingsins og aðalfundinn er að finna á heimasíðu LBL: www.land- lif.is. Á MORGUN VIRÐISAUKASKATTUR verður afnuminn af öllum fatnaði í Hag- kaupum föstudag, laugardag og sunnudag, að því er segir í tilkynn- ingu frá versluninni. „Það er baráttumál Hagkaupa að íslensk verslun búi við sömu skilyrði og erlend verslun, en með þeim hætti má bæta hag heimilanna til muna. Íslenskar fataverslanir eiga í beinni samkeppni við sambærilegar erlend- ar verslanir. Víða erlendis er lægri virðisaukaskattur lagður á fatnað og sums staðar er enginn virðisauka- skattur lagður á barnafatnað,“ segir ennfremur. Lækkunin nemur sömu upphæð og virðisaukaskattur, það er 24,5%, og er á kostnað Hagkaupa, þar sem ríkissjóður fær áfram sitt, segir jafn- framt. Afnema vsk. af fatnaði um helgina SÍÐASTA laugardag voru liðin 30 ár frá stofnun þjóðgarðsins í Jökulsár- gljúfrum. Þjóðgarðurinn liggur vest- an Jökulsár á Fjöllum, milli Detti- foss og þjóðvegar við Ásbyrgi. Í tilefni af afmælinu verður staðið fyr- ir afmælisdagskrá á laugardaginn kemur kl. 14. Dagskráin hefst með því að gengið er frá Gljúfrastofu í mynni Ásbyrgis og verður gengið inn byrgið eftir nýjum skógarstíg. Klukkan 18 mun gestgjafi, Sigþrúð- ur Stella Jóhannsdóttir skógarvörð- ur, ávarpa viðstadda og í framhaldi af því mun Siv Friðleifsdóttir um- hverfisráðherra flytja ávarp. Um kvöldið leika svo Álftagerðisbræður fyrir dansi. Þjóðgarðurinn í Jökulsárgljúfrum 30 ára VERÐLAUN í smásagnakeppni Menningarsamtaka Norðlendinga, MENOR, og tímaritsins Heima er best voru afhent í félagsheimilinu Ljósheimum í Skagafirði laugardag- inn 14. júní sl. Á vegum MENOR hefur farið fram um nokkurra ára skeið smá- sagnakeppni annað hvert ár á móti keppni í ljóðagerð hitt árið. Smá- sagnakeppnin átti samkvæmt hefð- inni að vera á síðasta ári, en vegna tuttugu ára afmælis samtakanna, sem gáfu út í tilefni afmælisársins bókina Slóðir mannanna með verð- launaverkum undangenginna ára, færðist þessi keppni aftur um eitt ár. Tímaritið Heima er best er nú í fyrsta sinn aðili að keppninni ásamt MENOR og munu verðlaunasögurn- ar birtast í ritinu á næstunni. Dómnefnd skipuðu Valdimar Gunnarsson, Hólmfríður Anders- dóttir og Einar Georg Einarsson. Að þessu sinni bárust þrjátíu og fimm handrit til dómnefndar og kom fram að þrátt fyrir að handrit væru nokkru færri en stundum áður hefði efnið verið með allra besta móti og því hefði nefndin átt í nokkrum erf- iðleikum að velja bestu sögurnar. Fyrstu verðlaun hlaut sagan Litla prinsessan eftir Starkað Barkarson, önnur verðlaun Dagur eins og hver annar, eftir Hallberg Hallmundsson, og þriðju verðlaun Fyrsti dagur fjórðu viku, og var höfundur hennar Ágúst Borgþór Sverrisson, og hlutu þeir allir vegleg bókaverðlaun. Ágúst Borgþór átti þess ekki kost að vera viðstaddur afhendinguna en Ólafur Hallgrímsson, formaður ME- NOR, afhenti þeim Starkaði og Hall- berg viðurkenningar sínar. Á meðan gestir þágu veitingar las Starkaður upp sögu sína Litla prins- essan og var gerður góður rómur að lestri hans, enda sagan hin prýðileg- asta. Að lokinni verðlaunafhendingunni var haldinn aðalfundur MENOR. Á fundinum var samþykkt tillaga þar sem lýst var ánægju og stuðningi við stofnun Fræðaseturs Jónasar Hallgrímssonar að Hrauni í Öxnadal en í fundarhléi skemmtu þau Sigríður Snorradóttir og Kristján Valgarðs- son gestum með einsöng og tvísöng við undirleik Thomasar Higgerson. Ólafur Hallgrímsson, sem verið hefur formaður MENOR í tíu ár, gaf ekki kost á sér til endurkjörs, og var í hans stað kosinn Roar Kvam, tón- menntakennari og söngstjóri frá Fossbrekku á Svalbarðsströnd, en aðrir í stjórn eru Svanhildur Egg- ertsdóttir fráAkureyri, Helgi Ólafs- son frá Hvammstanga, Magnús Ósk- arsson frá Sölvanesi og Birgitta H. Halldórsdóttir frá Syðri-Löngumýri. Smásagnakeppni MENOR og tímaritsins Heima er best Sauðárkróki. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Björn Björnsson Verðlaunahafarnir Starkaður Barkarson og Hallberg Hallmundsson. DVALARGESTUM á Heilsustofn- un NLFÍ í Hveragerði var boðið að fara í jurtaskoðun í stað reglu- bundinnar gönguferðar og slógust margir með í hópinn. Í jurtaskoð- uninni var lögð áhersla á þær teg- undir sem notaðar eru í teið í Heilsustofnuninni. Jurtirnar eru tíndar í villtum og fjölbreyttum gróðri í hlíðum Reykjafjalls sem er hluti af umhverfi Heilsustofn- unar. Jurtaskoðun í Hveragerði ÁRLEGIR styrkir Námsmannalínu Búnaðarbankans voru afhentir fyr- ir nokkru. Í ár bárust alls 335 um- sóknir frá félögum í Námsmanna- línunni en þetta var í þrettánda sinn sem úthlutun fór fram. Styrk- beiðnum hefur fjölgað mjög á und- anförnum árum og því ákvað bank- inn að fjölga styrkþegum úr tólf í fimmtán. Hver námsmaður hlýtur 200 þúsund króna styrk en alls voru 3 milljónir veittar í styrki. Sjö útskriftarstyrkir voru veittir að þessu sinni og átta námsstyrkir. Fimm nemendur úr Háskóla Ís- lands hlutu útskriftarstyrki og tveir nemendur úr sérskóla, annar frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og hinn frá Tækniháskóla Íslands. Námsstyrkirnir voru veittir átta ís- lenskum námsmönnum við erlenda háskóla. Eftirfarandi námsmenn hlutu styrki: Frá Háskóla Íslands: Andri Steinþór Björnsson – sál- fræði, Anný Lára Emilsdóttir – hjúkrun, Guðrún Jóhannsdóttir – bókmenntafræði, Stefán Ingi Valdimarsson – stærðfræði og Þóra Pétursdóttir – sagnfræði/ landafræði. Frá Bandalagi íslenskra sér- skólanema (BÍSN): Daníel Bjarna- son – tónsmíðar og hljómsveit- arstjórnun; Tónlistarskólinn í Reykjavík og Sigurbjörg Rósa Viggósdóttir – iðnrekstrarfræði; Tækniháskóli Íslands. Frá Samtökum íslenskra náms- manna erlendis (SÍNE): Árdís Elí- asdóttir – eðlisfræði; Tækniháskól- inn í Kaliforníu, Benedikta Steinunn Hafliðadóttir – líffræði; þroskunar- og erfðafræði; Har- vard-háskóla, Bergrós Ingadóttir – matvælaefnafræði; Háskólinn í Flórída, Guðbjörg Halla Arnalds – nútímadans; Listaháskóli Norður- Karólínu, Guðbrandur Benedikts- son – safnfræði; Gautaborg- arháskóli, Hulda Þórisdóttir – vinnusálfræði; Háskólinn í New York, Ingibjörg Aldís Ólafsdóttir – óperusvið; Tónlistarskólinn í Nürn- berg og Vala Hjörleifsdóttir – jarð- skjálftafræði; Tækniháskólinn í Kaliforníu. Í styrkveitingarnefnd sátu: Jón Adolf Guðjónsson, fyrrverandi bankastjóri, Kristín Benný Grét- arsdóttir, sérfræðingur hjá Kaup- þingi Búnaðarbanka, Davíð Gunn- arsson, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, Heiður Reyn- isdóttir, framkvæmdastjóri Sam- taka íslenskra námsmanna erlend- is, og Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir, framkvæmda- stjóri Bandalags íslenskra sér- skólanema. Styrkþegar og fulltrúar þeirra nemenda sem dvelja erlendis við nám, ásamt Hreiðari Má Sigurðssyni, forstjóra Kaupþings Búnaðarbanka hf. Hver námsmaður hlýtur 200 þúsund króna styrk en 3 milljónir voru veittar í styrki. Fimmtán fá styrk úr Náms- mannalínu Búnaðarbankans Nöfnum listakvenna víxlað Í umsögn um sýningu Ormanna á Tryggvagötu 11 í blaðinu í gær var nöfnum tveggja listamanna víxlað. Verk sem eignað var Huldu Vilhjálmsdóttur er eftir Hildi Mar- grétardóttur, en verk sem eignað var Hildi Margrétardóttur er eftir Huldu Vilhjálmsdóttur. Sömuleiðis var misfarið með höfund verksins „Móðir kvelur barn“ sem fylgdi með greininni sem myndskreyting, en réttur höf- undur þess er Hildur Margrétar- dóttir. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. LEIÐRÉTT Morgunblaðið/Arnaldur „Móðir kvelur barn“ eftir Hildi Margrétardóttur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.