Morgunblaðið - 27.06.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 27.06.2003, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ                      BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Í MORGUNBLAÐINU 21. júní bendir Margrét Jónsdóttir á Akra- nesi réttilega á að fósturlandið okk- ar er gróðursnautt í samanburði við það land sem forfeður okkar numu fyrir liðlega ellefu hundruð árum. Hún furðar sig á jákvæðum um- mælum framkvæmdastjóra Land- verndar um ástand gróðurs og jarð- vegs á Íslandi, sem birtist í frétt í Morgunblaðinu 17. júní sl. Fréttin var agnarsmá, eins og Margrét bendir á í grein sinni. Í smáum fréttum um stór mál getur ýmislegt misfarist. Margrét hefur því miður rétt fyrir sér. Gróður- og jarðvegs- eyðing er enn mikil hér á landi. Hafi einhver skilið orð framkvæmda- stjóra Landverndar með öðrum hætti skal það hér með leiðrétt. Landhnignun og jarðvegseyðing er einhver alvarlegasti umhverfis- vandi á jörðinni og af þeirri ástæðu tileinka Sameinuðu þjóðirnar 17. júní verndun jarðvegs. Landvernd sinnir jarðvegsvernd og í tilefni dagsins sendu samtökin frá sér til- kynningu sem birtist á heimasíðu samtakanna www.landvernd.is. Til- kynningin barst einnig í hendur fjöl- miðla og Morgunblaðið greindi frá málinu í frétt. Landvernd telur mikilvægt að all- ir geri sér ljóst að landhnignun og eyðimerkurmyndun er einhver al- varlegasti umhverfisvandi heimsins. Þessi vandi fer vaxandi, bæði vegna þess að land og gróður er ekki nýtt- ur með sjálfbærum hætti, en einnig vegna loftslagsbreytinga. Að mati Landverndar hefur mik- ill árangur náðst í gróður- og jarð- vegsvernd á Íslandi frá því að markvisst var byrjað að vinna að þeim málum í byrjun tuttugustu aldar. Á tilteknum svæðum hefur þó enn ekki tekist að koma á viðunandi aðgerðum til varnar jarðvegseyð- ingu og úr því þarf að bæta. Til að mynda er ástand gróðurs á hálend- inu enn víða bágborið, m.a. vegna meiri beitar en gróðurinn þolir. Þetta hefur þó á ýmsum svæðum lagast nokkuð í seinni tíð vegna minni beitar, uppgræðslu og hlýn- unar. Landvernd telur að sjálfbær landnýting sé hagkvæmasta leiðin til að koma í veg fyrir eða stöðva gróður- og jarðvegseyðingu. Það er mikilvægt að sett séu skýr markmið um sjálfbæra landnýtingu og að lög og reglugerðir verði samræmd í þessum tilgangi og felld að þessum markmiðum. Næsti jarðvegsverndardagur verður haldinn 17. júní 2004. Það væri gott ef fleiri áhugamenn og fé- lög um verndun gróðurs gætu náð saman með Landvernd til að vekja athygli á þessu brýna viðfangsefni. TRYGGVI FELIXSON, framkvæmdastjóri Landverndar. Um ástand gróðurs og jarðvegseyðingu Frá Tryggva Felixsyni ÞEGAR flest fólk tekur sér frí frá amstri daganna gýs upp umræða um stjórnmál. Tvö atriði í íslenskum stjórnmálum eru nú ljós. Vinstri - grænir eru margir búnir að viður- kenna þá staðreynd að flokkurinn þeirra, sem heitir svo fallegu nafni, leiddi með klofningi sínum til valda þá ríkisstjórn, sem ekki mun standa vörð um velferðarþjóðfélagið. Samt halda forustumenn þeirra sömu ræð- una: „Við kjósum aldrei helv... krat- ana, við kjósum ekki íhaldið, hugsjón okkar er tær og hana svíkjum við aldrei.“ Þessi flokkur mun hverfa af næsta þingi. Hitt atriðið er sú stað- reynd að „fjórflokkakerfið“ er hrun- ið en þessi einstæðu tíðindi vöktu ekki teljandi athygli í kosningabar- áttunni en nú er eins og stjórnmála- mennirnr hrökkvi upp við vondan draum. Samfylkingin virðist skilja stöð- una þannig að hún er byrjuð að hug- leiða þann möguleika að mestu stór- tíðindi sögunnar á öllum lýðveldis- tímanum geti gerst á þessu kjörtímabili. Þessi atburðarás gæti hafa byrjað með fleiri möguleikum í stjórnarmyndunum og frekari upp- stokkun flokkakerfisins almennt. Sú ákvörðun Framsóknarflokksins, að ganga án almenns mats á þörfum þjóðarinnar, í þriðja kjörtímabil í samstarf við Sjálfstræðisflokkinn mun líka hafa áhrif á stjórnmálin. Eftir hinni pólitíku landrekskenn- ingu klofnar fleki Framsóknar- flokksins endanlega frá meginland- inu þegar landið verður eitt kjör- dæmi. Það skyldi þó ekki vera að Framsóknarflokkurinn og Sjálf- stæðisflokkurinn rugluðu reitum sínum í sameiginlegum pólitískum ótta. Það væri ekki gott fyrir velferð- arþjóðfélagið okkar. Í þeim gífurlegu átökum sem verða í þjóðfélaginu næstu árin verð- ur hinn almenni kjósandi að vera virkur og ekki síst þeir sem eru óflokksbundnir. HRAFN SÆMUNDSSON, fyrrv. atvinnumálafulltrúi. Pólitísk umræða í gulu sólarljósi Frá Hrafni Sæmundssyni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.