Morgunblaðið - 27.06.2003, Síða 42

Morgunblaðið - 27.06.2003, Síða 42
DAGBÓK 42 FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Í dag fara út Mánafoss, Þerney RE, Zjawa-IV, Björn Re og Latouche- Trévilla. Hafnarfjarðarhöfn: Í dag eru væntanleg Wil- son Borg og Polar Siglir. Mannamót Aflagrandi 40. Bingó í dag kl. 14. Árskógar 4. Kl. 13- 16.30 opin smíða- og handavinnustofan. Púttvöllur opinn. .) Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8- 16 hárgreiðsla, kl. 8.30- 12.30 bað, kl. 9-16 handavinna, kl. 9-17 fótaaðgerð, kl. 13-16 spilað í sal. Félagsstarfið, Dal- braut 18-20. Kl. 9 bað, og opin handa- vinnustofa. Félagsstarfið Dalbraut 27. Kl. 8-16 opin handa- vinnustofan, kl. 9-12 applikering, kl. 10-13 opin verslunin. Bingó. Félagsstarfið Hæð- argarði 31. Kl. 9.30 gönguhópur, allir vel- komnir, kl. 9-12 bað, kl. 9-16 opin vinnustofa. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8. bað, kl. 10 hárgreiðsla, kl. 10-12 verslunin opin, kl. 11 leikfimi, kl. 13 „opið hús“ – spilað á spil. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist spiluð í Fannborg 8 (Gjábakka) kl. 20.30. Skrifstofan er lokuð frá og með 30. júní til 6. ágúst. Viðvera í Gjá- bakka fellur niður á sama tíma. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Billjard kl. 13.30, brids kl. 13. Púttæfingar á Hrafn- istuvelli kl. 14 til 16. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. S. 588 2111. Húnavatnssýslur- Vatnsdalur 15.-16.júní 2 daga ferð. Ekið norð- ur Kjalveg, um Hvera- velli og Vatnsdal. Ekið til Þingeyrar og kirkj- an skoðuð. Á Blönduósi verður m.a. litið inn í heimilisiðnaðarsafnið. Ekið um þjóðveg 1 til Reykjavíkur. Gist eina nótt á Húnavöllum. Leiðsögn Þórunn Lár- usdóttir. Gerðuberg, fé- lagsstarf, Vinna í vinnustofum fellur nið- ur í dag. Kl. 9.30 sund og leikfimiæfingar í Breiðholtslaug. Frá há- degi spilasalur opinn. Allar upplýsingar á staðnum og í síma 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan op- in, leiðbeinandi á staðn- um kl. 9.30-16. Kl. 13.15 brids, kl. 20.30 fé- lagsvist. Gullsmári, Gullsmára 13. Opið frá kl. 9-17, heitt á könnunni. Hraunbær 105. Kl. 9 baðþjónusta, fótaað- gerð og hárgreiðsla, kl. 11 leikfimi (út júní), kl. 10 pútt. Hvassaleiti 58-60. Hár- snyrting fótaaðgerðir. Norðurbrún 1. Kl. 9-13 tréskurður, kl. 9-17, hárgreiðsla, kl. 10-11 boccia. Vesturgata 7. Kl. 9-16 fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 9.15-14.30 handavinna, kl. 10-11 kántrý dans, kl. 11-12 stepp, , kl. 13.30-14.30 sungið við flygilinn, kl. 14.30-16 dansað í að- alsal. Vitatorg. Kl. 9 hár- greiðsla, kl. 9.30 morg- unstund, kl. 10 fótaað- gerð, kl. 13.30 bingó. Förum í sumarferð 2. júlí. Farið verður á Akranes, í Borgarnes, á Hvanneyri og endað í kvöldmat í Skessu- brunni í Svínadal. Verð kr. 3.200. Allir vel- komnir. Skráning og upplýsingar í síma 561 0300 FEBK. Brids spilað kl. 13.15 í Gjábakka. Hana-nú, Kópavogi. Laugardagsgangan á morgun. Lagt af stað frá Gjábakka kl. 10. Gott fólk, gott rölt. Gengið frá Gullsmára 13, kl. 10 á laug- ardögum. Sumarorlof eldri borg- ara í Skálholti. Boðið er upp á fjóra dval- arhópa á tímabilinu 18. júní til 14. júlí. Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Elli- málaráðs Reykjavík- urprófastsdæma í síma 557-1666 og einnig á netinu www.gamlinoi.is Brúðubíllinn Brúðubíllinn verður næst á ferðinni 7. júlí. Minningarkort Félag MND-sjúklinga selur minningarkort á skrifstofu félagsins á Norðurbraut 41, Hafn- arfirði. Hægt er að hringja í síma 565- 5727. Allur ágóði renn- ur til starfsemi félags- ins. Landssamtökin Þroskahjálp. Minningarsjóður Jó- hanns Guðmundssonar læknis. Tekið á móti minningargjöfum í síma 588-9390. Í dag er föstudagur 27. júní, 178. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Fagnið á þeim degi og leikið af gleði, því laun yðar eru mikil á himni, og á sama veg fóru feður þeirra með spámennina. (Lúk. 6,23.)     Í nýlegum pistli á Deigl-unni.com fjallar Magn- ús Þór Torfason verkfræð- ingur um tímabundin atvinnuleyfi útlendinga.     Hann rekur skilyrði fyr-ir því að atvinnuveit- andi fái leyfi til þess að ráða til sín útlending: „Til að fá slíkt leyfi þarf at- vinnurekandinn að sýna fram á að kunnáttumenn verði ekki fengnir innan lands, atvinnuvegi lands- ins skorti vinnuafl eða aðr- ar sérstakar ástæður mæli með leyfisveitingu.“     Magnús telur núverandireglur um atvinnu- leyfi útlendinga gallaðar. Sérstaklega gagnrýnir hann að atvinnleyfin séu ekki bundin launþegan- um. Hann sér fá rök sem mæla með því fyrirkomu- lagi: „Ef markmið laganna er að tryggja að kjör er- lendra starfsmanna séu sambærileg við kjör Ís- lendinga, væri ekki heppi- legra að hverfa frá slíkum miðaldareglum og gefa út- lendingnum möguleika á að skipta um vinnu eftir að hann kemur til landsins? Í slíku kerfi kæmist at- vinnurekandi ekki hjá því að greiða samkeppnishæf laun því að erlendi starfs- maðurinn gæti hvenær sem er skipt um vinnu, líkt og aðrir starfsfélagar hans. Ef starfsmaður segði upp á tímabilinu yrði upprunalegi atvinnu- rekandinn laus undan skyldum sínum og sá nýi tæki þær yfir.“     Magnús gefur lítið út ámótrök við slíkri breytingu. Hann segir þau felast annars vegar í því að „ekki sé hægt að leggja þær skyldur á atvinnurek- andann sem nú er gert varðandi tryggingar og ábyrgðir, ef launþeginn getur hvenær sem er gengið út“. Magnús telur að þessi rök haldi ekki vatni enda fæli breyting í sér að tortryggni gagn- vart vinnuveitendum sem ráða útlendinga til sín minnkaði.     Hin rökin sem Magnússegir að tínd yrðu til væru að ekki mætti „sleppa útlendingum laus- um á vinnumarkaði“. Um þetta segir Magnús: „Pistlahöfundur hefur litla samúð með slíkum rökum. Sömu aðilar og halda þeim fram hlytu að hafa verið á móti því að konur fengju að taka til starfa á almennum vinnu- markaði, þar sem þær voru tilbúnar að vinna á lægri launum en karl- menn, og atvinnurekend- ur færðu sér það í nyt, ekki síður en þeir myndu gera í tilviki útlendinga með tímabundin atvinnu- leyfi.“     Að lokum segir Magnús:„Það er eðlilegt og sjálfsagt að þeir sem starfa á Íslandi hafi frelsi til að ákveða sjálfir hjá hverjum þeir starfa og full ástæða til að endurskoða lög um atvinnuréttindi út- lendinga með slíkt í huga.“ STAKSTEINAR Að vera sjálfs sín herra Víkverji skrifar... SÓLBRÚNKUVERKSMIÐJA,hugsaði Víkverji þegar hann var nýstiginn út úr flugvélinni á flugvell- inum í Palma, höfuðborg spænsku eyjarinnar Mallorca. Á óralöngum gangi flugstöðvarinnar eru færibönd til að flýta fyrir 16 milljónum ferða- manna, sem koma til Mallorca á ári hverju, og á þessum tímapunkti fluttu færiböndin með skipulegum hætti föla Íslendinga inn í landið en sólbrúna og sællega Íslendinga út í vél. Mallorca reyndist bjóða upp á fleira en sólböð, bæði fallega náttúru og athyglisverða menningu. Bærinn, þar sem Víkverja og fjölskyldu hans hafði verið holað niður á ágætu hót- eli, var hins vegar versta sort af ferðamannabæ, byggður eingöngu í kringum túrismann, sögulaust og miðbæjarlaust pláss með endalaus- um röðum hótela - en að sjálfsögðu líka stórfínni strönd, þar sem gott var að slappa af. x x x STÆRSTI ókostur þessararbæjarnefnu var að þýzkir ferða- menn höfðu svo gott sem hertekið hana. Víkverji og fjölskylda hans, sem töldu sig hafa farið í sumarfrí til Spánar, voru hreint ekki viss í sinni sök fyrsta kvöldið, þegar þau fóru út til að finna sér spænskan veit- ingastað. Hann var vandfundinn, hins vegar var hver bjórgarðurinn á fætur öðrum og meira að segja heil bjórgata með þýzkum krám, þýzk- um skiltum, þýzkum matseðlum, þýzkri tónlist (af útþynntari sort- inni, eins og heyrist í þýzkum sjón- varpsskemmtiþáttum) og þýzkum gestum. Eftir langa leit fannst ekta spænskur veitingastaður – þar voru Víkverji og fjölskylda hans einu gestirnir, en maturinn var ágætur. Í verzlunum og á veitingastöðum var Víkverji ævinlega ávarpaður á þýzku, sem kom svo sem ekki að sök þar sem hann talar málið, en aug- ljóst var að heimamenn gengu út frá því að hann tilheyrði hernámsliðinu. Víkverji hefur löngum verið aðdá- andi þýzkrar tungu og menningar – en hann vill helzt njóta hennar í Þýzkalandi. Á Spáni vill hann kynn- ast menningu innfæddra. Víkverja finnst að ferðaskrifstofan hefði átt að vara hann við, því að það eru ekki allir til í að drekka þýzkan bjór og borða bratwurst eða schnitzel í öll mál þegar þeir fara í frí til Spánar. x x x LAUSN Víkverja á málinu var aðfara í tvígang til höfuðborg- arinnar Palma, sem er heillandi borg og var a.m.k. nægilega fjölmenn til þess að þar voru spænsk áhrif yf- irgnæfandi. Sömuleiðis leigði fjöl- skyldan sér bíl og ók um eyjuna, m.a. um fjallahéruðin á norðaust- urströndinni, þar sem kynnast mátti aldagamalli menningu eyjarskeggja tiltölulega ómengaðri. Liggi leiðin aftur til Mallorca ætlar Víkverji að finna sér gististað í betri tengslum við menningu innfæddra. Reuters Berum klæði á vopnin SUMIR menn svífast einskis og hyggjast jafnvel beita vopnum í þeim til- gangi að losna við ketti. Það er með ólíkindum að slíkir menn fái að vaða uppi í fjöl- miðlum landsins. Kettir eru góð dýr og eiga ekki skilið, frekar en börn og gamal- menni, að borin séu á þá vopn. Laufey. Afleiðingar fátæktar ÞUNGLYNDI, fjárnám, gjaldþrot, aukið ofbeldi og áfengis- og vímuefna- neysla. Allt hefur þetta ver- ið mikið í umræðunni und- anfarið, bæði í fjölmiðlum og í samfélaginu. Ástæður þess að fólk lendir í blind- götu í samfélaginu geta verið margvíslegar. Eitt atriði sem alltaf gleymist í umræðunni er hverjar af- leiðingar fátæktar eru. „Fátækt hefur alltaf verið til og mun alltaf verða,“ segir fólk, eins og það sé eitthvert náttúrulögmál. Fátækt er illt mein í sam- félaginu sem stjórnvöld ættu að setja metnað í að lagfæra eins og kostur er. Það hringdi til mín fullorðin kona sem barðist áfram, bláfátæk með börn sín, en hún sagði að það hefði nú alltaf einhvern veginn bjargast. Þegar nýja fá- tæktin skall á fyrir nokkr- um árum varð hún gjald- þrota. Þetta segir sína sögu. Fólk sem lendir í miklum fjárhagsvanda brotnar oft niður. Fordóm- ar eru miklir út í þetta fólk og þetta er álitinn aum- ingjaskapur. Flest fólk vill reyna að lagfæra hlutina, því ætti að rétta því hjálp- arhönd en ekki brjóta það enn meira niður. Það kall- ast að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur. Sigrún Ármanns Reyn- isdóttir, formaður Samtaka gegn fátækt. Dýrahald Afródíta er ennþá týnd AFRÓDÍTA er svört með hvíta bringu og hvítar lopp- ur. Hún tapaðist um miðjan maí úr Kópavogi. Hún gæti verið farin hvert á land sem er. Hafi einhver orðið henn- ar var er sá hinn sami beð- inn að hringja í 848 2850 eða 564 1604. Köttur í óskilum FRESSKÖTTUR hefur tekið sér bólfestu í garði í Smáíbúðahverfinu. Köttur- inn er u.þ.b. sex mánaða gamall, svartur og hvítur að lit. Hann ber drapplitaða ól en á henni er ekkert heimilisfang. Upplýsingar í síma 588 2343 eða 867 7686. Týndur kisi í Engjahverfi LADY týndist hinn 23. júní frá Starengi 14. Hún er svört með hvítar loppur, hvíta bringu og ómerkt. Hún er innikisa og því óvön að vera lengi úti. Ef einhver hefur séð hana vinsamlega hringið í síma 865 6762. Ungur högni fannst UNGUR högni fannst í iðn- aðarhverfi, milli Grafar- vogs og Árbæjar, fimmtu- daginn 19. júní sl. Hann er svartur og hvítur að lit. Þeir sem kannast við kött- inn eru vinsamlegast beðn- ir að hringja í síma 662 8888. Páfagaukur í óskilum PÁFAGAUKUR flaug inn um svalaglugga í Lækjar- smára í Kópavogi hinn 23. júní sl. Gaukurinn er ungur að aldri, ljósgrænn og gul- ur að lit. Þeir sem kunna að sakna gauksins geta hringt í síma 847 8718. Kanína fannst KANÍNA fannst hjá Smáraskóla í hádeginu hinn 25. júní sl. Hún er hvít á kvið og brún og svört að öðru leyti. Sakni einhver kanínu væri ráð að hafa samband í síma 864 0110. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Sverrir Í sumarskapi. LÁRÉTT 1 af háum stigum, 8 yrkja, 9 hyggur, 10 slít, 11 síðla, 13 hitt, 15 höf- uðfats, 18 starfið, 21 veð- urfar, 22 skot, 23 skurð- urinn, 24 veikburða. LÓÐRÉTT 2 ávísun, 3 dökkt, 4 ólán, 5 vondan, 6 lof, 7 veiði- dýr, 12 gagn, 14 mis- kunn, 15 haltan, 16 veisla, 17 verk, 18 sér eftir, 19 hlussulegan kvenmann, 20 baktali. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 dugir, 4 ríkja, 7 álkan, 8 kurls, 9 dís, 11 nösk, 13 árar, 14 ósatt, 15 gróp, 17 tjón, 20 fim, 22 teyga, 23 ögrar, 24 rotin, 25 linar. Lóðrétt: 1 djásn, 2 gikks, 3 rönd, 4 ryks, 5 kúrir, 6 ans- ar, 10 Ítali, 12 kóp, 13 átt, 15 getur, 16 ólykt, 18 jaran, 19 nárar, 20 fann, 21 mögl. Krossgáta 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.