Morgunblaðið - 27.06.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 27.06.2003, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 2003 43 DAGBÓK Á HAUSTDÖGUM er væntanleg bridsbók eftir Sabine Auken í samvinnu við breska höfundinn Mark Horton sem ku heita: Megi SÚ besta vinna (May the Best Wom- an win). Sabine er þýsk og hefur ásamt makker sín- um, Danielu von Arnim, gert þýska kvennaliðið að stórveldi, en þær vinkonur spiluðu fyrst saman á Evr- ópumótinu í Brighton 1987. Í fyrsta mótsblaði Evrópumótsins sem nú stendur yfir í Menton er útdráttur úr bók Sabine, skemmtilegur kafli sem fjallar um drottningaleit – Cherchez La Femme, upp á franska mátann. Sabine tíundar skemmtileg dæmi af eigin ferli og við skulum líta á nokkur í þessum þætti og byrjum spili frá á ÓL í Maastricht árið 2000: Vestur gefur; AV á hættu. Norður ♠ – ♥ G76 ♦ ÁKG84 ♣K10943 Vestur Austur ♠ D97 ♠ G108632 ♥ ÁK42 ♥ D9 ♦ 10652 ♦ D7 ♣86 ♣Á75 Suður ♠ ÁK54 ♥ 10853 ♦ 93 ♣DG2 Vestur Norður Austur Suður Gu von Arnim Zhang Sabine Pass 1 tígull Pass 1 hjarta * Pass 3 lauf Pass 3 grönd Pass Pass Pass Spilið er frá viðureign Þjóðverja og Kínverja í 8- liða úrslitum. Svar Sabine í suður á einu hjarta var gervisögn og þess vegna valdi vestur að lyfta hjartaás í byrjun. Gu spil- aði síðan litlu hjarta í öðr- um slag og Zhang kom með spaðagosann til baka, sem Sabine tók og spilaði laufdrottningu. Austur drap strax og sendi spaða um hæl. Sabine tók slag- inn, svo tvisvar lauf og endaði heima í þeim til- gangi að geta svínað í tígli. En fyrst staldraði hún við og fór yfir sviðið. Hvað var vitað? Gu hafði hent litlu hjarta í þriðja laufið og fylgt lit í spaðanum með 7–9. Skipting hennar virt- ist vera 3–4-4–2. Gu hafði sýnt ÁK í hjarta og vænt- anlega átti hún spaða- drottningu. Með tígul- drottningu í viðbót ætti hún 11 punkta, sem er nóg til að opna á Precision-tígli í kerfi Kínverjanna. En Gu sagði pass í byrjun. Þetta var viðkvæm ákvörðun, ekki síst þar sem leikurinn var sýndur á töflu, en Sabine fylgdi sannfæringunni og tók ÁK í tígli. Drottningin féll og níu slagir voru í húsi. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson STJÖRNUSPÁ Frances Drake KRABBI Afmælisbörn dagsins: Þú hefur óvenju mikla þrautseigju til að bera. Þér tekst að ljúka við ætl- unarverk þín vegna þessa. Orðið „hefðbundið“ er ekki til í þinni orðabók. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Lífið brosir við þér í dag. Þú lítur björtum augum til framtíðar og átt auðvelt með að gleðjast. Þetta eykur augljóslega hamingju þína. Naut (20. apríl - 20. maí)  Kaup á einhverju, fyrir heimili eða ástvin, gleðja þig í dag. Þú munt að öllum lík- indum kaupa eitthvað frum- legt og óvenjulegt, en þér mun líka það. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þreytan er á undanhaldi í dag. Einbeittu þér að því að finna þér hentugt starfsum- hverfi eða bæta það sem fyrir er. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú getur axlað aukna ábyrgð og gerir þér grein fyrir því að þú uppskerð eins og þú sáir. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Samræður við vini eru gef- andi í dag.Gakktu úr skugga um það að þú hafir nægan tíma aflögu fyrir skemmt- anir með félögum þínum. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Sambönd þín við mikilvægt fólk fara batnandi í dag. Hvað sem því líður þarftu að sýna nánum vinum þol- inmæði. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú ættir að gerast ferða- maður í eigin heimabæ í dag! Láttu undan þörf þinni til þess að sjá ný andlit og líttu öðrum augum á nán- asta umhverfi. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Gerðu áætlanir varðandi framtíð þína. Æskilegt væri að gera ráð fyrir stuðningi annarra. Þú getur ætíð treyst á vini þína. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Staða himintunglanna gerir það að verkum að þú neyðist til þess að fylgja öðrum. Þó að þú gerir það af engri ann- arri ástæðu en kurteisi. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Hafðu augun opin fyrir leið- um til þess að fegra vinnu- umhverfi þitt. Þegar öllu er á botninn hvolft þarftu hvort eð er að eyða drjúgum tíma í vinnunni. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Í dag er góður dagur til þess að hitta fólk og hafa það gott. Rómantík og galsi eiga upp á pallborðið hjá þér. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þér væri hollast að sam- sinna öllu því sem fjöl- skyldumeðlimir hafa til mál- anna að leggja í dag. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. ÁRNAÐ HEILLA 50 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 27. júní, er fimmtugur Eyjólfur Ólafsson, rafeindavirki og knattspyrnudómari. Af því tilefni taka hann og eig- inkona hans, Guðný Jó- hanna Karlsdóttir, á móti ættingjum og vinum í félagsheimili Víkings, Vík- inni, í dag milli kl. 19 og 21. 70 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 27. júní, er sjötugur Sveinn Skag- fjörð Pálmason. Hann tekur á móti gestum kl. 20 í Ými, tónlistarhúsi v/Skógarhlíð í Reykjavík. Morgunblaðið/Ragnhildur Þessir duglegu krakkar héldu tombólu til styrktar Rauða krossi Íslands og söfnuðu 2.118 kr. Þau eru: Ólafur Haukur Matthíasson, Matthías Matthíasson, Sölvi Smárason og Sylvía Smáradóttir. Heyr, himna smiðr, hvers skáldið biðr, komi mjúk til mín miskunnin þín. Því heit eg á þig, þú hefur skaptan mig; eg er þrællinn þinn, þú ert Drottinn minn. Guð, heit eg á þig, að þú græðir mig, minnst, mildingr, mín, mest þurfum þín. Ryð þú, röðla gramr, ríklyndr og framr, hölds hverri sorg úr hjarta-borg. Kolbeinn Tumason LJÓÐABROT 1. Rf3 d5 2. d4 Rf6 3. c4 e6 4. g3 Bb4+ 5. Bd2 Be7 6. Bg2 0-0 7. 0-0 c6 8. Dc2 Rbd7 9. Hd1 b6 10. Bf4 Bb7 11. Rc3 dxc4 12. Rd2 Rd5 13. Rxc4 Rxf4 14. gxf4 g6 15. Hac1 Hc8 16. e3 Rf6 17. a3 Rd5 18. b4 a5 19. bxa5 bxa5 20. Db3 Ba6 21. Re5 Dd6 22. Ha1 Hb8 23. Dc2 Hfc8 24. Re4 Dc7 25. Hdc1 Bb5 26. Rc5 Bxc5 27. Dxc5 a4 28. f5 gxf5 29. Bxd5 exd5 30. Kh1 f6 31. Hg1+ Kh8 Staðan kom upp í ofurmóti sem lauk fyrir skömmu í Enghien-les-Bains í Frakklandi. Christian Bauer (2.582) hafði hvítt gegn Viktori Kortsnoj (2.632). 32. Dd6! og svartur gafst upp enda verður hann mát eftir 32. ... Dxd6 33. Rf7#. Lokastaða mótsins varð þessi: 1. Evgeny Bareev (2.734) 6½ vinning af 9 mögulegum. 2. Michael Adams (2.723) 6 v. 3.–4. Boris Gelfand (2.700) og Judit Polgar (2.715) 5½ v. 5. Laurent Fressinet (2.595) 4½ v. 6. Christian Bauer (2.582) 4 v. 7.–8. Teimour Radjabov (2.644) og Joel Lautier (2.666) 3½ v. 9.–10. Vladimir Akopjan og Viktor Kortsnoj (2.632) 3 v. Hvítur á leik. SKÁK Helgi Áss Grétarsson HLUTAVELTA Á morgun hefurðu enga löngun til að reykja! Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ás- garði í Glæsibæ mánud. 16. júní sl. Spilað var á átta borðum. Meðal- skor 168 stig. Árangur N–S Júlíus Guðmundss. – Björn E. Péturss. 207 Albert Þorsteinsson – Bragi Björnsson 190 Sæmundur Björnss. – Olíver Kristóf. 187 Árangur A–V Eysteinn Einarsson – Magnús Oddsson 208 Jóhann M. Guðmund. – Hjálmar Gíslas. 187 Sigtryggur Ellertss. – Þórarinn Árnas. 182 Tvímenningskeppni spiluð fimmtud. 19. júní. Spilað var á átta borðum. Meðalskor 168 stig Árangur N–S Albert Þorsteinsson – Bragi Björnsson 180 Júlíus Guðmund. – Rafn Kristjánss. 177 Elín Jónsdóttir – Soffía Theódórsdóttir 174 Árangur A–V Valur Mgnússon – Jón Karlsson 212 Aðalsteinn Bened. – Leifur Jóhanness. 207 Björn E. Pétursson – Ólafur Ingvarsson 188 Hinn 19. júní sl. lauk árlegri stiga- keppni í tvímenningskeppni, sem spiluð er á fimmtudögum á tímabilinu frá áramótum til síðari hluta júní- mánaðar. Í ágúst hefst önnur stiga- keppni, sem stendur til áramóta. Keppnin er þannig uppbyggð, að spilarar með meðalskor eða betra í umferð fá stig eftir ákveðnum reglum. Verðlaun eru veitt sex efstu spilurum að lokinni keppni. Keppnin fór fram í Ásgarði, Glæsibæ. Þessir urðu verðlaunahafar eftir síðasta stigamót: Júlíus Guðmundsson 292 Rafn Kristjánsson – Albert Þorsteinsson 257 Bragi Björnsson 239 Magnús Oddsson 216 Eysteinn Einarsson 215 Sæmundur Björnsson – Olíver Kristóf. 206 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson FRÉTTIR NÝLEGA fór fram afhending styrkja úr menningarsjóði Spari- sjóðs Ólafsvíkur. Veittar voru að þessu sinni 650 þúsund krónur og hlutu þær eft- irtaldir ellefu aðilar: Framfara- félagið – Ólafsvíkurdeild v/ minn- isvarða um Ottó Árnason, Ríkharður Jónsson v/ útgáfu geisladisks, Lýsuhólsskóli v/ heim- sóknar grunnskólanemenda frá Lilleskolen í Odense, Danmörku, nemendur 8.–10. bekkjar Grunn- skólans á Hellissandi til að bæta tómstundaaðstöðu í skólanum, starfsfólk Grunnskólans í Ólafsvík v/ menningar- og menntaferðar til Kassel í Þýskalandi, Pakkhúsið – Byggðasafn Snæfellsbæjar v/ sýn- ingarinnar ,,Pakkhúsloftið“, Kántrýklúbburinn Snæstjörnurnar til fatakaupa, sóknarnefnd Ólafs- víkurkirkju v/ minnismerkis og minningarreits, Grunnskólinn í Ólafsvík v/ þátttöku í Comenius- arverkefni, slysavarnadeildin Sumargjöf v/ endurbóta á hús- næði deildarinnar og Leiklist- arklúbbur félagsmiðstöðvarinnar Afdreps v/ götuleikhúss í sumar. Þetta er í sjöunda sinn sem styrkir eru veittir úr menning- arsjóðnum og hafa verið veittar samtals 4,5 milljónir úr honum þau sjö þá sem hann hefur starf- að. Styrkþegar ásamt Kristjáni Hreinssyni sparisjóðsstjóra, Helga Kristjáns- syni og Birni Arnalds, úr stjórn Sparisjóðs Ólafsvíkur. Sparisjóður Ólafs- víkur veitir styrki Ólafsvík. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Alfons Bláu húsunum Faxafeni • Sími 553 6622 • www.hjortur.is Opnunartími: mánud.-föstud. kl. 11-18 og laugard. kl. 11-18 SUMARÚTSALA 25-50% afsl. ALLIR VASAR -30% VASI + 7 RÓSIR KR. 2.500 HÖRDÚKAR -40% 310x150 KR. 3.900
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.