Morgunblaðið - 27.06.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 27.06.2003, Blaðsíða 44
ÍÞRÓTTIR 44 FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ „ÞETTA voru fín mörk bæði, gaman að skora með skalla því það er ekki á hverj- um degi sem ég geri það,“ sagði Björg- ólfur Takefusa, markaskorari Þróttar, sæll og glaður eftir sigurinn yfir ÍBV í gærkvöldi. „Fyrra markið kom eftir ótrúlega gott samspil, Dóri [Halldór Hilmisson] sendi mig skemmtilega í gegn og ég var heppinn að hitta vel með ristinni. Ég hafði ekki tíma til annars en að skjóta í fyrsta, var með mann í bakinu og því gerði ég þetta svona. Við vorum betri í fyrri hálfleik en svo eftir að við náðum forystu bökkuðum við eins og svo oft vill verða hjá okkur. Annað sætið var í húfi og líka að komast aðeins út úr þessum pakka sem er í deildinni. Auðvitað er þetta langt frá því að vera búið, það er mikið eftir af deild- inni og ekkert öruggt, en ég held að ef við leikum eins og við höfum gert hing- að til ætti okkur að takast að halda okk- ur í deildinni,“ sagði Björgólfur. Spurður hvort þetta væri sú staða sem hann hefði átt von á í vor þegar keppnin hófst sagði hann: „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn er svarið nei. Liðið okkar er reynslulaust í efstu deild og þessi byrjun hefur komið skemmtilega á óvart og eins og mótið hefur spilast getum við ekki annað en verið þokkalega sáttir. Mér hefur gengið vel að skora enda hafa strákarnir spilað mig uppi. Það er frábær andi í liðinu og það virðist vera í góðri æfingu. Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt, enda er alltaf gaman þeg- ar vel gengur,“ sagði Björgólfur. Það er alltaf gaman þegar vel gengur Morgunblaðið/Sverrir Björgólfur Takefusa ÞAÐ vekur athygli í upp- hafi efstu deildar karla hversu fá stig efsta lið deildarinnar hefur. Sömu- leiðis hefur deildin sjaldan eða aldrei verið jafnari og ómögulegt er að gera sér í hugarlund hvaða lið mun standa uppi sem sigurveg- ari. Eða hvað? Fylkismenn tróna nú á toppi efstu deildar karla og er það þriðja árið í röð sem þeir eru efstir þegar sjö umferðir eru að baki. Frá því að þriggja stiga reglan var tekin upp árið 1984 hefur efsta lið deild- arinnar aldrei hlotið færri stig í fyrstu sjö umferð- unum en Fylkismenn hafa nú eða 13 stig. Árbæingar þurfa engu að kvíða því þeir eru líklegir til að lyfta Íslandsbikarnum ef litið er til stöðunnar eftir sjö umferðir á þremur af síðustu fjórum leiktíðum. Eftir sjö umferðir í fyrra hafði KR 13 stig að lokn- um sjö umferðum og sömu- leiðis ÍA árið 2001 og KR 1999. Árið 1995 höfðu Skaga- menn fullt hús stiga að loknum sjö umferðum en þeir unnu reyndar fyrstu 12 leiki sína í deildinni það sumar og urðu Íslands- meistarar. Toppliðið hefur aldrei fengið eins fá stig MAGNÚS Gylfason, þjálfari Eyja- manna, var ekki ánægður með sína menn í gærkvöldi. „Fyrri hálfleik- ur var afspyrnuslakur – alveg hræðilegur. Mér fannst við ná að rífa okkur vel upp í seinni hálfleik og spiluðum þá sæmilega en mark- ið var eins og reiðarslag fyrir okk- ur,“ sagði hann vonsvikinn í leiks- lok. Markið sem hann talar um var annað mark Þróttara í leiknum og það gerðu þeir á 58. mínútu og kom það nokkuð gegn gangi síðari hálf- leiks, skallamark hjá Björgólfi Takefusa, hans fimmta mark í deildinni í sumar. „Þó svo við lékjum mun betur í síðari hálfleik var það hreinlega ekki nógu gott hjá okkur. Við ógn- uðum lítið og Þróttarar voru ein- faldlega betri en við,“ sagði Magn- ús og var allt annað en hress, enda var annað sætið í deildinni að veði, um sinn í það minnsta, því bæði lið voru með níu stig fyrir leikinn í gær og sigur færði Þrótturum ann- að sætið en ÍBV er í sjötta sæti. „Fyrri hálfleikur er sá langslak- asti sem við höfum leikið í sumar. Síðari hálfleikur var miklu skárri og það var það eina jákvæða við þennan leik hjá okkur,“ sagði þjálf- arinn. Gestirnir áttu fyrsta færi leiksinsþar sem Ian Jeffs var óvaldaður á markteig á 1. mínútu leiksins en máttlaus skalli hans náði ekki að skapa hættu. Eins og í svo mörgum leikjum sumarsins tóku liðin enga áhættu á fyrsta stundarfjórð- ungi leiksins. Liðin þreifuðu fyrir sér og aðeins söngur stuðningsmanna Þróttar vakti athygli á þessum tíma. Guðfinnur Ómarsson, Þrótti, komst í fínt færi rétt áður en Björg- ólfur skoraði fyrsta mark leiksins en þeir félagar áttu bestu færi leiksins í liði Þróttar. Gunnar Heiðar Þorvaldsson, markahæsti leikmaður Landsbanka- deildarinnar úr liði ÍBV, hefur ekki skorað í síðustu tveimur leikjum liðs- ins og eftir að hann brenndi af úr ágætu færi á 20. mínútu var líkt og hann hefði misst sjálfstraustið. Leik- ur ÍBV snýst að mestu um að koma Gunnari Heiðari í marktækifæri en vörn Þróttar lagði áherslu á að stöðva kappann með góðum árangri. Bjarni Rúnar Einarsson var í fremstu víg- línu með Gunnari en komst lítt áleiðis í leiknum. Greinilegt er að skarð Steingríms Jóhannessonar í framlínu ÍBV verður vandfyllt næstu vikurnar á meðan hann jafnar á sig á höfuð- meiðslum. Birkir Kristinsson markvörður ÍBV fékk nóg að gera á 34. mínútu þegar Guðfinnur komst einn í gegn. Birkir varði skot frá Guðfinni eftir að hann var slopinn í gegnum vörn ÍBV, Guðfinnur fékk knöttinn aftur til sín en skallaði yfir markið. Síðari hálfleik byrjuðu Eyjamenn eins og þeir hófu þann fyrri – af krafti. En síðan fór að draga af þeim og ungur framherji í liði Þróttar, Björgólfur Takefusa fór að láta meira að sér kveða. Hann býr yfir mikilli snerpu og er áræðinn í aðgerðum sín- um og áttu varnarmenn ÍBV í mikl- um vandræðum með „strákinn“ það sem eftir lifði leiks. Björgólfur skor- aði annað mark sitt í leiknum með skalla á 58. mínútu en skömmu síðar áttu gestirnir besta færi sitt í leikn- um en Páll Einarsson leikmaður Þróttar skallaði knöttinn af marklínu og bjargaði málum fyrir sitt lið. Síðustu 30. mínútur leiksins voru Þróttarar mun ákveðnari í sóknarleik sínum og fékk Björgólfur a.m.k. fjög- ur fín færi sem hefðu getað endað með marki auk þess sem Sören Her- mansen slapp einn í gegnum vörn ÍBV en skaut hárfínt framhjá. Lið ÍBV er ekki líklegt til afreka í næstu leikjum miðað við það sem liðið sýndi í gær. Leikur liðsins var hug- myndasnauður og tilviljanir réðu því að liðið náði að skapa hættu. Bjarnólfur Lárusson fékk að líta gula spjaldið í leiknum og verður í leikbanni í næsta leik liðsins gegn KR á heimavelli. Gylfi Orrason dómari leiksins sá hins vegar ekki þegar Bjarnólfur braut af sér undir lok leiksins og hefði með réttu átt að fá annað gult spjald og þar með rautt. Lið Þróttar var kraftmikið að þessu sinni með Björgólf sem besta mann liðsins. Varnarmenn ÍBV áttu í mesta basli með að stöðva Björgólf þegar hann fékk knöttinn. Páll Ein- arsson, Halldór Hilmisson og Char- les McCormick léku vel á miðjunni og voru skapandi með sendingum sínum á framherjana. Fjalar var öruggur í marki Þróttar og vörn liðsins hélt sjó að þessu sinni. Nýliðarnir eru með 12 stig að lokn- um sjö umferðum og hefur Ásgeir Elíasson þjálfari liðsins sagt að markmið liðsins sé að ná um 20 stig- um til þess að tryggja veru liðsins á meðal þeirra bestu – og miðað við leik liðsins í gær er allt eins líklegt að það takist. Björgólfur í ham gegn ÍBV ÞRÓTTUR úr Reykjavík náði að tylla sér í annað sæti Lands- bankadeildar karla í knattspyrnu í gær þar sem liðið lagði ÍBV að velli, 2:0, á Laugardalsvelli og skoraði Björgólfur Takefusa bæði mörk Þróttar sem er með 12 stig, einu minna en Fylkir. ÍBV er í sjötta sæti með níu stig. Það eru tveir áratugir frá því að Þróttur lagði ÍBV að velli í leik í efstu deild, 3:1 árið 1983. Staða nýliða Þróttar er því nokkuð góð þegar sjö umferðum af átján er lokið en miðað við leik ÍBV í gær er allt eins líklegt að liðið eigi eftir að berj- ast í neðri hluta deildarinnar fram á haustið. Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar  GRÉTAR Már Sveinsson gekk í vikunni til liðs við 1. deildarlið HK í knattspyrnu. Hann hefur leikið með ÍR í 1. deildinni undanfarin ár.  JOSE Luis Chilavert, landsliðs- markvörðurinn litríki frá Paragvæ, heldur því fram að enska úrvals- deildarliðið Bolton Wanderers vilji fá sig til liðsins. „Það var maður sendur frá félaginu til að ræða við mig en ég hef ekki tekið neina ákvörðun um framhaldið,“ sagði hinn 37 ára gamli Chilavert.  SAM Allardyce, knattspyrnustjóri Bolton, hefur aðra sögu að segja. Hann segir að Chilavert vilji ólmur koma til félagsins. „Hann rakst á rit- ara félagsins, þar sem báðir voru staddir í sumarleyfi, og sagðist vera tilbúinn ef Bolton vildi fá hann,“ sagði Allardyce á heimasíðu Bolton og aftók með öllu að félagið myndi sækjast eftir því að fá hann.  ALLARDYCE sagði ennfremur í gær að hann hefði dregið til baka samningstilboð til Ivans Campos, sem lék með liðinu síðasta vetur. All- ardyce sagði að samningaumleitanir við leikmanninn hefðu strandað á umboðsmanni hans. Það væri synd, því Bolton hefði komið Campo til bjargar á erfiðum tíma á ferli hans.  JURICA Vranjes hefur gengið til liðs við Stuttgart en hann lék með Bayer Leverkusen á síðustu leiktíð. Stuttgart þarf ekkert að greiða fyrir Vranjes þar sem hann var samnings- laus. Vranjes er 23 ára og hefur leik- ið 15 landsleiki fyrir Króatíu.  HOLLENSKI sóknarmaðurinn Patrick Kluivert hjá Barcelona hef- ur verið úrskurðaður í fjögurra leikja bann af spænska knattspyrnu- sambandinu. Kluivert var rekinn af velli eftir 26 mínútna leik gegn Celta Vigo í lokaumferð spænsku deildar- innar á sunnudaginn eftir að hafa lent saman við leikmann gestanna.  EVERTON og Manchester City eru talin vera á eftir Steve McMan- aman sem leikur með Real Madrid. McManaman lék mjög lítið með Madrid á síðustu leiktíð og eftir komu Davids Beckhams til Madrid er talið líklegt að McManaman yf- irgefi félagið í sumar.  TOTTENHAM hefur fest kaup á einum efnilegasta knattspyrnu- manni Portúgals, Helder Postiga. Hann er tvítugur og skoraði 19 mörk fyrir Porto á síðasta tímabilinu en þá vann lið hans UEFA-bikarinn, portúgölsku deildina og bikarinn í Portúgal.  LEICESTER CITY hefur fengið Riccardo Scimeca af frjálsri sölu frá Nottingham Forest. Scimeca er 28 ára gamall varnarmaður og er þriðji leikmaðurinn sem gengur til liðs við Leicester í sumar. Hinir eru Steve Howey og Paul Brooker. FÓLK Þróttur R. 2:0 ÍBV Leikskipulag: 4-4-2 Landsbankadeildin, 7. umferð Laugardalsvöllur Fimmtudaginn 26. júní, 2003 Aðstæður: Góðar, léttur andvari, þurrt og hlýtt. Áhorfendur: 713. Dómari: Gylfi Þór Orrason, Fram, 3 Aðstoðardómarar: Ólafur Ragnarsson, Eyjólfur Finnsson. Skot á mark: 14(6) - 11(6) Hornspyrnur: 3 - 3 Rangstöður: 5 - 5 Leikskipulag: 4-4-2 Fjalar Þorgeirsson M Erlingur Þ. Guðmundsson Eysteinn P. Lárusson M Jens Sævarsson Ingvi Sveinsson Guðfinnur Þ. Ómarsson (Hallur Hallsson 78.) Páll Einarsson M Halldór A. Hilmisson M Charles McCormick M Björgólfur Takefusa MM Sören Hermansen Birkir Kristinsson M Unnar Hólm Ólafsson Tom Betts Tryggvi Bjarnason Hjalti Jónsson M Ian Jeffs M (Pétur Runólfsson 76.) Bjarnólfur Lárusson (Andri Ólafsson 88.) Bjarni Geir Viðarsson Atli Jóhannsson Bjarni Rúnar Einarsson Gunnar Heiðar Þorvaldsson M 1:0 (15.) Skemmtileg sókn Þróttar endaði með því að Halldór Hilmisson gaf sendingu inn fyrir vörn ÍBV þar sem Björgólfur Takefusa tók við knett- inum og skaut utanfótar með hægri í vinstra hornið framhjá Birki Krist- inssyni. 2:0 (58.) Charles McCormick gaf fína sendingu frá vinstri fyrir markið þar sem Björgólfur Takefusa var á auðum sjó og skallaði í netið af stuttu færi. Gul spjöld: Bjarnólfur Lárusson, ÍBV (26.) fyrir mótmæli. Hallur Hallsson, Þróttur R. (88.) fyrir brot. Rauð spjöld: Engin. Fyrri hálfleikur alveg hræðilegur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.