Morgunblaðið - 27.06.2003, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 27.06.2003, Blaðsíða 45
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 2003 45 Golfklúbburinn Leynir, Akranesi SLÁÐU Í GEGN Á SKAGA Opna Þ&E mótið 29. júní Flokkar: Karlar 55-69 ára Karlar 70 ára og eldri Konur 50 ára og eldri Flokkur kvenna og karla 70+ eru viðmiðunarmót LEK. Ræst út frá kl. 8 Keppnisgjald kr. 2.500 Skráning í síma 431 2711 og á golf.is Golfklúbburinn Leynir, Akranesi SLÁÐU Í GEGN Á SKAGA Tilboð á vallargjaldi dagana 28. og 29. júní kr. 1.500 á mann, 18 holur. Verið velkomin á Skagann og kynnist einum besta golfvelli landsins, Garðavelli. Rástímapantanir í síma 431 2711. MARC-Vivien Foe, leikmaður kam- erúnska landsliðsins og Manchest- er City, lést síðdegis í gær á sjúkrahúsi eftir að hafa misst með- vitund í undanúrslitaviðureign Ka- merúna og Kólumbíumanna í Álfu- keppninni í knattspyrnu. Læknar vita ekki hvað olli dauða Foe en í fyrstu töldu þeir að hann hefði gleypt tungu sína. Við frekari rannsóknir virðist sem sú hafi ekki verið raunin. Reynt var að lífga Foe við í 45 mínútur eftir að hann missti meðvitund í leiknum en án árangurs. Marc-Vivien Foe var 28 ára gam- all og lék 62 leiki fyrir þjóð sína en hann var á meðal bestu leikmanna sem komið hafa frá Afríku und- anfarin misseri. Marc-Vivien Foe látinn Leikurinn byrjaði mjög rólega ogfyrsta alvörufæri leiksins kom ekki fyrr en á 19. mínútu þegar Valdimar Krist- ófersson, einn af þjálfurum Stjörn- unnar, skoraði með skalla eftir horn- spyrnu Vilhjálms Vilhjálmssonar. Það tók gestina aðeins fjórar mín- útur að skora aftur og var það ótrú- legt mark. Vilhjálmur Vilhjálmsson spyrnti boltanum beint úr auka- spyrnu af 40 metra færi efst vinstra megin í markhornið, óverjandi fyrir Ögmund Rúnarsson, markvörð Vík- inga. Aðeins tveimur mínútum síðar gerðu Stjörnumenn nánast út um leikinn. Valdimar skoraði aftur með skalla eftir sendingu frá Vilhjálmi Vilhjálmssyni. Besti leikmaður heimamanna, Stefán Örn Arnarson, skoraði eina mark Víkinga á 31. mín- útu eftir varnarmistök Stjörnunnar. Bæði lið fengu tækifæri til að skora fleiri mörk en þegar um 25 mínútur voru til leiksloka róaðist leikurinn og fátt markvert gerðist það sem eftir lifði leiks. Stjörnumenn spiluð sinn besta leik í sumar. Þeir sköpuðu sér góð marktækifæri og í síðari hálfleik léku þeir skynsamlega og vörðust vel þegar þeir þurftu. Víkingar voru heillum horfnir og vilja sjálfsagt gleyma þessum leik sem fyrst. Valdimar Kristófersson var ánægður í leikslok. „Við höfum beðið lengi eftir fyrsta sigrinum. Leik- mennirnir gáfu sig allan í leikinn. Við spiluðum mjög skynsamlega og lék- um agaðan bolta og það skilaði okkur þessum sigri,“ sagði Valdimar. Maður leiksins: Valdimar Krist- ófersson, Stjörnunni. Fjörugt en aðeins eitt mark Njarðvíkingar tóku á móti Breiða-bliki í gærkvöldi. Segja má að hvort liðið hafi átt sinn hálfleikinn. Blikarnir voru mun sterkari í fyrri hálf- leik, en Njarðvíking- ar áttu þann síðari. Aðeins eitt mark var skorað og það gerðu gestirnir úr Kópavogi. Leikurinn í gærkvöldi var fjörug- ur og bráðskemmtilegur á að horfa. Fyrri hálfleikur var eign gestanna frá upphafi til enda. Á 8. mínútu opn- aðist leikurinn þegar Hörður S. Bjarnason skoraði framhjá Sigurði Sigurðssyni, markverði Njarðvík- inga. Blikarnir áttu hins vegar mjög hættulegar skyndisóknir í seinni hálfleik. Besta færi þeirra var þegar Hreiðar var búinn að leika á mark- vörð Njarðvíkinga en var of lengi að átta sig og Sigurður markvörður náði að krafsa í boltann. Umdeilt at- vik átti sér stað um miðjan síðari hálfleik þegar Njarðvíkingar skor- uðu mark sem dæmt var af. Maður leiksins: Hörður Sigurjón Bjarnason, Breiðabliki. Stjarnan braut ísinn STJARNAN sigraði Víking verðskuldað, 3:1, á Víkingsvelli í 1.deild karla en þetta var fyrsti sigur Stjörnumanna í deildinni í sumar. Öll mörkin komu á tólf mínúta kafla í fyrri hálfleik og sáu gestirnir um þrjú fyrstu. Víkingar náðu að minnka muninn en lengra komst liðið ekki gegn ákveðnum Stjörnumönnum. Atli Sævarsson skrifar Atli Þorsteinsson skrifar Morgunblaðið/Jim Smart Vanda sig nú! gæti Halldór Hilmisson verið að hugsa er hann stakk tungunni út í glímunni við Hjalta Jónsson úr liði ÍBV.  ÞRÓTTUR lék í bláum keppn- istreyjum gegn ÍBV í gær á Laug- ardalsvelli en gestirnir úr Vest- mannaeyjum léku í rauðum treyjum. Það var því erfitt fyrir þá sem lítið þekktu til liðanna að átta sig á um hvaða lið var að ræða.  ANDRI H. Kristinsson skylminga- maður hafnaði í þriðja sæti á alþjóð- legu stigamóti í skylmingum með höggsverði í Newcastle í Englandi um síðustu helgi. Andri vann gull- verðlaun í liðakeppni mótsins þar sem hann var í sveit með Englend- ingum. Með þessum árangri hækk- aði Andri um fjörutíu og fjögur sæti á heimslista Alþjóðaskylmingasam- bandsins og er nú í 155. sæti.  LEEDS United hefur samþykkt tilboð frá Aston Villa í Paul Robin- son, markvörð Leeds. Tilboðið er upp á 350 milljónir íslenskra króna. Robinson er aðeins 23 ára gamall og er einn besti markvörður Englend- inga. Arsenal og Manchester United hafa sýnt Robinson áhuga en nú virðist líklegast að hann leiki með Aston Villa á næstu leiktíð.  IAN Taylor gekk í gær til liðs við enska 1. deildarliðið Derby. Taylor, sem er 35 ára gamall, hefur verið í herbúðum Aston Villa undanfarin átta ár en fékk ekki endurnýjaðan samning við félagið eftir tímabilið.  WILLIAM Gallas, varnarmaður Chelsea, mun að öllum líkindum skrifa undir nýjan samning við liðið á næstu dögum. Nýi samningurinn mun gilda til ársins 2007 og mun Gallas fá töluvert hærri laun. FÓLK ÞÓREY Edda Elísdóttir, stangarstökkvari úr FH, hefur ákveðið að flytja til Leverkusen í Þýskalandi í haust og vera þar við æfingar fram yfir Ólympíuleikana í Aþenu sem haldnir verða eftir rúmt ár. Þórey hefur að und- anförnu skoðað ýmsa kosti í Þýskalandi en sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hún hefði komist að þeirri niðurstöðu að Leverkus- en væri besti kosturinn. „Fyrst og fremst er það vegna þess að að- staðan þar er fyrsta flokks, þá fæ ég notið leið- sagnar frábærs þjálfara auk þess sem margir af fremstu stangarstökkvurum Þýskaland eru með bækistöðvar í Leverkusen,“ segir Þórey sem hefur gefist upp á aðstöðu- og þjálf- araleysi á Íslandi. „Aðstaðan er ekki góð auk þess eru engir þjálfara hér heima í fullu starfi. Ég hef verið ein á báti í tvö ár og hef fengið nóg, vil vera þar sem ég get notið leiðsagnar fyrsta flokks þjálfara við fyrsta flokks að- stæður til þess að taka meiri framförum,“ segir Þórey sem býst við að halda út í byrjun október og einbeita sér að æfingum og keppni í stang- arstökki fram yfir Ólympíuleikana í Aþenu. Á meðan reiknar hún með að verkfræðinámið við Háskóla Íslands, sem hún hefur lagt stund á síðustu þrjú ár, sitji á hakanum. Þórey hefur áður flutt sig út fyrir landstein- ana vegna æfinga. Fyrir Ólympíuleikana í Sydney árið 2000 var hún í Gautaborg við æf- ingar síðasta árið fyrir þá og á eftir leikana var hún um nærri hálfs árs skeið í Athens í Georgíuríki í Bandaríkjunum, einnig við æfing- ar samhliða háskólanámi. Á þeim tíma setti hún m.a. Norðurlandamet sitt innanhúss, 4,51 metra. Morgunblaðið/Jim Smart Þórey Edda Elísdóttir Þórey Edda Elísdóttir flytur til Leverkusen PYUNIK Yerevan, mótherjar KR- inga í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í næsta mánuði, eru komn- ir á toppinn í armensku deilda- keppninni. Pyunik sigraði skæð- ustu keppinauta sína, Shirak, 1:0, í toppslag á dögunum og er með 17 stig eftir 7 leiki og markatöluna 20:2. Shirak og Banants eru næst á eftir með 16 stig en hafa bæði leik- ið einum leik meira en Pyunik, sem hefur unnið deildina tvö undanfar- in ár. Átta lið leika í úrvalsdeildinni í Armeníu en leikin er fjórföld um- ferð, byrjað í lok maí og endað upp úr miðjum nóvember, en gert er sex vikna hlé frá ágústbyrjun fram í miðjan september. KR og Pyunik leika í Yerevan hinn 16. júlí og á Laugardalsvell- inum 23. júlí. Sigurliðið mætir CSKA Sofia frá Búlgaríu 30. júlí og 6. ágúst. Pyunik á toppinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.