Morgunblaðið - 27.06.2003, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 27.06.2003, Blaðsíða 46
ÍÞRÓTTIR 46 FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ OPIÐ KVENNAMÓT GLÆSILEG VERÐLAUN! SÓLSTÖÐUMÓT KVENNA HJÁ GKG Í KVÖLD! Punktakeppni. Verðlaun með og án forgjafar. 1. sæti: 50.000 kr. úttekt frá ÚRVAL-ÚTSÝN. 2. sæti: 25.000 kr. úttekt frá GOLFBÚÐINNI Í HAFNARFIRÐI. 3. sæti: 15.000 kr. úttekt frá GOLFBÚÐINNI Í HAFNARFIRÐI. 2 UTANLANDSFERÐIR FRÁ ICELAND EXPRESS FYRIR HOLU Í HÖGGI Á ÖLLUM PAR 3 BRAUTUM. NÁNDARVERÐLAUN Á ÖLLUM PAR 3 BRAUTUM. Mæting kl. 21 – ræst út af öllum teigum kl. 22 Mótsgjald kr. 3.000 FÓLK KNATTSPYRNA Efsta deild karla Landsbankadeildin Þróttur R. – ÍBV...................................2:0 Staðan: Fylkir 7 4 1 2 12:6 13 Þróttur R. 7 4 0 3 11:9 12 FH 7 3 2 2 12:9 11 ÍA 7 2 4 1 9:6 10 KR 7 3 1 3 8:10 10 ÍBV 7 3 0 4 12:12 9 Valur 7 3 0 4 10:13 9 Grindavík 7 3 0 4 9:12 9 KA 6 2 2 2 9:8 8 Fram 6 1 2 3 7:14 5 Markahæstir: Gunnar Heiðar Þorvaldsson, ÍBV ......... 7 Björgólfur Takefusa, Þrótti R. .............. 5 Jóhann H. Hreiðarsson, Val................... 5 Haukur Ingi Guðnason, Fylki ................ 4 Jónas Grani Garðarsson, FH ................. 4 Sinisa Kekic, Grindavík .......................... 4 Guðjón H. Sveinsson, ÍA ........................ 3 Hreinn Hringsson, KA ........................... 3 Sigurbjörn Hreiðarsson, Val .................. 3 Sigurður Ragnar Eyjólfsson, KR .......... 3 Sören Hermansen, Þrótti R. .................. 3 Björn Viðar Ásbjörnsson, Fylki............. 2 Gunnar Þór Pétursson, Fylki................. 2 Hjálmar Þórarinsson, Þrótti R. ............. 2 Kristján Brooks, Fram ........................... 2 Pálmi Rafn Pálmason, KA...................... 2 Steinar Tenden, KA ................................ 2 Tommy Nielsen, FH ............................... 2 Veigar Páll Gunnarsson, KR.................. 2 1. deild karla: Njarðvík – Breiðablik ..........................0:1 – Hörður Bjarnason 7. Víkingur – Stjarnan .............................1:3 Stefán Örn Arnarsson 31. – Valdimar Kristófersson 19., 25., Vilhjálmur Vil- hjálmsson 23. Staðan: Keflavík 6 5 0 1 14:6 15 Víkingur R. 7 3 3 1 9:6 12 Þór 6 3 2 1 13:10 11 Breiðablik 7 3 1 3 7:8 10 HK 6 2 2 2 7:5 8 Njarðvík 7 2 2 3 10:10 8 Afturelding 6 2 2 2 6:9 8 Stjarnan 7 1 3 3 9:12 6 Haukar 6 1 2 3 5:10 5 Leiftur/Dalvík 6 1 1 4 5:9 4 2. deild karla: Fjölnir – Léttir......................................5:0 Davíð Þór Rúnarsson 2 , Ragnar Sverr- isson 2, Steinn Símonarson. Staðan: Völsungur 6 6 0 0 26:6 18 Fjölnir 7 5 0 2 22:12 15 Selfoss 6 4 1 1 15:6 13 KS 6 3 1 2 12:11 10 ÍR 6 3 0 3 11:10 9 Víðir 6 3 0 3 8:9 9 KFS 6 2 0 4 12:22 6 Tindastóll 6 1 1 4 11:17 4 Léttir 7 1 1 5 6:23 4 Sindri 6 0 2 4 4:11 2 3. deild, A-riðill: Drangur – Númi ....................................4:4 Staðan: Víkingur Ó. 5 5 0 0 16:1 15 Skallagrímur 5 4 0 1 16:7 12 BÍ 4 3 0 1 10:8 9 Númi 5 2 2 1 14:14 8 Bolungarvík 5 2 0 3 11:12 6 Grótta 6 1 1 4 8:10 4 Drangur 6 1 1 4 8:18 4 Deiglan 6 1 0 5 8:21 3 3. deild, B-riðill: Hamar – Árborg ....................................2:0 Ægir – Freyr .........................................0:1 Staðan: Leiknir R. 5 4 1 0 26:4 13 Reynir S. 5 3 2 0 19:2 11 ÍH 5 3 1 1 12:9 10 Freyr 6 3 0 3 10:12 9 Árborg 6 2 2 2 16:9 8 Hamar 6 2 1 3 7:15 7 Afríka 5 1 0 4 3:19 3 Ægir 6 0 1 5 4:27 1 3. deild, D-riðill: Höttur – Leiknir F................................2:1 Staðan: Neisti D. 5 3 1 1 7:5 10 Höttur 6 3 1 2 8:7 10 Fjarðabyggð 5 3 0 2 13:8 9 Huginn 5 3 0 2 12:8 9 Einherji 5 2 0 3 7:10 6 Leiknir F. 6 1 0 5 6:15 3 Álfukeppnin Kamerún – Kólumbía ...........................1:0 Pius N’Diefi 9. Frakkland – Tyrkland..........................3:2 Henry 10., Pires 26., Wiltord 44. Karade- niz 42., Tuncay Sanli 48.  Frakkar og Kamerúnar mætast í úr- slitaleik á sunnudag.  Kólumbíumenn og Tyrkir mætast í leik um 3. sætið á laugardag.  SIGURÐUR Hannesson, eftirlits- maður KSÍ, verður eftirlitsmaður á síðari leik írska liðsins Shamrock Rovers og MKS Wodzislaw Slaski frá Póllandi, en liðin mætast í Dubl- in á sunnudaginn. Shamrock vann 2:1 í fyrri leiknum.  CARLOS Queiroz, nýráðinn knattspyrnuþjálfari Real Madrids, segir að hann hafi lært mikið á því að starfa með Sir Alex Ferguson. „Sir Alex hefur mjög mikið vit á knatt- spyrnu og ég lærði mikið á því að starfa með honum á síðasta tímabili. Ég ber mikla virðingu fyrir honum og hann er frábær knattspyrnu- stjóri,“ sagði Queiroz en hann var aðstoðarþjálfari Fergusons á síðustu leiktíð.  QUEIROZ vill ekki að Luis Figo yfirgefi Real Madrid en það hafa verið sögusagnir um að Figo muni yfirgefa Real Madrid eftir komu David Beckhams til félagsins. „Ég trúi því að Beckham og Figo geti leikið saman en þeir eru báðir frá- bærir knattspyrnumenn. Einu skipt- in sem ég vil ekki hafa þá í byrj- unarliðinu á næstu leiktíð er þegar þeir verða meiddir,“ sagði Queiroz.  CLIVE Clark, leikmaður Stoke, hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við félagið en samning- ur hans rann út fyrr í mánuðinum. Clark er 23 ára gamall varnarmaður og kemur frá Írlandi.  ROBERTO Mancini, knattspyrnu- stjóri Lazio, hefur greint frá því að Florentino Perez, forseti Real Madrid, hafi beðið sig um að verða knattspyrnustjóri Real Madrid áður en þeir réðu Carlos Queiroz. „Ég hef sagt við forráðamenn Lazio að ég ætli að vera áfram hjá liðinu og ég stend við mín orð, en Perez hringdi í mig og bað mig um að taka við Madr- idarliðinu,“ sagði Mancini.  ÞUNGAVIGTARBOXARINN Vit- ali Klitschko heldur áfram að biðla til Lennox Lewis um að fá að berjast við hann aftur. Lewis sigraði Klitschko um síðustu helgi en marg- ir töldu að sigur Lewis hefði ekki verið sanngjarn. „Ég vona að Lewis berjist við mig aftur. Ég kom öllum á óvart um helgina og ég veit að ég get sigrað hann,“ sagði Klitschko en það þurfti að sauma 60 spor í andliti hans eftir bardagann við Lewis.  ARIEL Ortega frá Argentínu þarf að greiða Fenerbahce 840 milljónir íslenskra króna í sekt og er í leik- banni til 30.desember 2003. FIFA hefur ákveðið þetta en Ortega gekk til liðs við tyrkneska félagið Fener- bahce í júní 2002. Hann fann sig ekki í Tyrklandi og neitaði að leika með Fenerbache þó hann væri samnings- bundinn félaginu og því hefur FIFA gripið til þessara aðgerða. GUÐMUNDUR Helgi Þorsteinsson hefur verið ráðinn til starfa sem framkvæmdastjóri tæknimála hjá Alþjóðablaksambandinu og mun hefja störf á næstu vikum. Al- þjóðablaksambandið, FIVB, hefur aðsetur í Lausanne í Sviss og er það alþjóðasérsamband sem er með flestar þjóðir innan sinna raða eða alls 217 þjóðir. „Ég er mjög ánægður fyrir hönd þeirra sem hafa lagt hönd á plóginn hér á Ís- landi hvað blakið varðar und- anfarin ár. Það er mikil viðurkenn- ing fyrir okkur að ég verð fulltrúi Íslands á þessu sviði enda ekki oft sem Íslendingar fá tækifæri til að starfa í alþjóðlegum sérsam- böndum,“ sagði Guðmundur í gær en hann er fertugur að aldri og lék í efstu deild í tvo áratugi með ÍS. „Ég hef verið eftirlitsmaður árs- reikninga FIVB undanfarin fjögur ár og þekki ágætlega til á þessum vígstöðvum. Íþróttin er í mikilli sókn og um fimmtíu manns starfa á skrifstofunni. Blakið er ein vin- sælasta íþróttin á Ólympíu- leikunum og eina íþróttin þar sem keppt er bæði úti og inni, en strandblakið verður æ vinsælla með hverju árinu sem líður.“ Guðmundur mun hafa eftirlit með starfi sérsambanda innan FIVB auk þess sem framtíðarsýn FIVB til ársins 2008 verður á hans könnu. „Þetta er spennandi verk- efni en ég veit ekki hve lengi ég verð í þessu starfi enda er ráðn- ingarsamningurinn opinn, eins og sagt er,“ sagði Guðmundur. Guðmundur til starfa hjá Alþjóða blaksambandinu Guðmundur Helgi Þorsteinsson Stefán Arnarson er þjálfari ís-lenska kvennalandsliðsins og segir hann góðar líkur á því að lið- ið komist áfram úr riðlinum, en þrjú lið halda áfram á næsta stig keppninnar sem verður í maí á næsta ári. „Þessi riðlakeppni á að fara fram í nóvember og það á að leika heima og heiman en ég held að einhver breyting verði þar á og samið um að leika þetta á annan hátt, annars verður þetta svo gríð- arlega mikill kostnaður. Þessar þjóðir hafa varla efni á slíku móta- haldi og vænlegra er fyrir alla að leika þetta bara einhvers staðar á nokkrum dögum. Portúgal og Makedónía eru í fyrsta styrkleikaflokki en við og Ítalía í öðrum. Miðað við leikina í Portúgal á dögunum tel ég okkur eiga jafna möguleika á móti þeim, það voru portúgalskir dómarar úti um daginn og þeir hjálpuðu okkur ekki neitt,“ segir Stefán um leikina í Portúgal. „Þrjú lið komast áfram og þau leika í maí/júní á næsta ári og þá koma inn liðin sem urðu ekki í sex efstu sætunum á EM í Danmörku í desember. Þetta er svipað kerfi og kvennalandsliðið í fótboltanum hef- ur verið í. Við vitum lítið um Makedóníu annað en að þær eru mjög sterkar. Sömu sögu er að segja af Ítalíu, við vitum lítið um þær en teljum okk- ur eiga að geta unnið þá leiki. Reyndar var HM haldið á Ítalíu fyrir tveimur árum og það setti svolítinn kraft í kvennaboltann þar. Markmiðið hjá okkur er að komast áfram úr riðlinum og vona síðan að við verðum heppin þegar dregið verður í vor,“ segir Stefán. Um framhaldið hjá liðinu segir hann: „Við förum í æfingaferð til Danmerkur í ágúst, síðan er mögu- leiki á móti í Svíþjóð síðar, en það er ekki staðfest ennþá, og loks för- um við til Póllands í október. Við tókum fína rispu fyrir ferð- ina til Portúgals en annars erum við ekki að æfa, það verða átta eða níu stelpur að spila erlendis í vetur þannig að liðið mun ekki hittast mikið fyrr en að þessum verkefn- um kemur. Þetta er talsvert öðruvísi núna en áður þegar allar stelpurnar spiluðu hér heima. Þetta var auð- vitað draumaaðstaða en því miður vorum við ekki alveg vakandi fyrir því.“ Hver er staða íslenska kvenna- landsliðsins í alþjóðlegum hand- knattleik um þessar mundir? „Staðan er betri en áður og það er kominn harður kjarni af stelp- um sem hafa mikinn metnað, en það vantar ennþá fleiri slíkar þannig að breiddin verði meiri. Sem dæmi um stöðu okkar má nefna að við höfum undanfarin ár leikið talsvert af landsleikjum við mjög sterkar þjóðir og liðið hefur staðið sig vel og vakið athygli. Danir hefðu til dæmis aldrei boðið okkur að koma ef við hefðum ekki staðið okkur vel að undanförnu. Ég tel því að það hafi orðið fram- farir og að við séum á réttri leið. Þetta kostar allt mikla peninga en þegar ég tók við liðinu var gerð þriggja ára áætlun þar sem gert var ráð fyrir tólf til fjórtán lands- leikjum á ári og það hefur staðist. Ég held að ef við náum því að fá verkefnin náum við árangri. Gall- inn er aftur á móti sá, og hefur oft loðað við kvennalandslið, að náist ekki árangur strax er hætt við að þeir sem ráða ferðinni gefist upp á verkefninu. Mönnum ætti þó að vera ljóst að árangur næst ekkert einn, tveir og þrír frekar en í öðr- um greinum. Ég held að Ísland eigi ekki langt í að geta státað af ágætis kvennalandsliði í hand- bolta,“ sagði landsliðsþjálfarinn. Markmiðið að komast áfram úr riðlinum ÍSLENSKA kvennalandsliðið í handknattleik lék fyrir skömmu þrjá vináttulandsleiki við Portú- gala ytra, tapaði tveimur naum- lega og vann einn. Leikir þessir voru liður í undirbúningi liðsins fyrir forkeppni Evrópukeppni kvennalandsliða. Þar er Ísland með Portúgal, Makedóníu og Ítalíu í riðli, en dregið var á dög- unum. Stefán Arnarson, landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik FRAMARAR verða með í Evr- ópukeppni félagsliða í handknatt- leik liða sem skipuð eru leik- mönnum sem fæddir eru 1986 eða síðar. Mótið verður haldið í Svíþjóð í tengslum við Partille Cup mótið og hefst á miðvikudaginn. Sautján lið verða með í þessu móti og er þeim skipt í fjóra riðla. Framarar eru með Barracuda frá Makedóníu, TV Kornwestheim frá Þýskalandi og HK Waasmunster frá Belgíu í riðli. Partille Cup er nú haldið 34. árið í röð og þar verða 725 lið frá 41 landi. Þess má geta að Helga Magn- úsdóttir verður í framkvæmda- nefndinni fyrir þetta Evrópumót drengja og tveir íslenskir dómarar dæma þar, þeir Arnar Sigurjónsson og Svavar Ö. Pétursson, en þetta er í annað sinn sem þeir fara á svona mót, en í tenglsum við mótið er einnig dómaranámskeið. Framarar í Evrópu- keppni ungmenna ÚRSLIT KNATTSPYRNA Bikarkeppni KSÍ, VISA-bikar kvenna, 8-liða úrslit: Hásteinsvöllur: ÍBV – KR .....................20 Hlíðarendi: Valur – Þór/KA/KS ............20 Stjörnuvöllur: Stjarnan – Fjölnir .........20 Kaplakrikavöllur: FH – Breiðablik.......20 1. deild karla: Kópavogsvöllur: HK – Keflavík ............20 Ólafsfj.v.: Leiftur/Dalvík – Afturelding20 Ásvellir: Haukar – Þór...........................20 3. deild karla: Leiknisvöllur: Leiknir R. – ÍH..............20 Gervigras Laugardal: Afríka – Reynir S. ..................................................................20 Boginn: Vaskur – Reynir Á. ..................20 Blönduósvöllur: Hvöt – Magni ..............20 Djúpavogsvöllur: Neisti D. – Einherji .20 Eskifjarðarv.: Fjarðabyggð – Huginn..20 SUND Keppni á aldursflokkameistaramóti Ís- lands í sundi, AMÍ, hefst í Jaðarsbakka- laug á Akranesi. Mótið stendur til sunnudags en í því taka þátt rúmlega 300 ungmenni, 18 ára og yngri, frá 20 fé- lögum. Í KVÖLD
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.