Morgunblaðið - 27.06.2003, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 27.06.2003, Blaðsíða 47
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 2003 47 Olís Char-Broil grillmótið Opna Olís Char-Broil mótið verður haldið laugardaginn 28. júní á Hamarsvelli. Ræst verður út frá kl. 7.30 til 9.30 og 11.30 til 13.30. Rástímapantanir á golf.is/gb og í síma 437 1663. Leikinn verður 18 holu höggleikur með og án forgjafar. Hámarks forgjöf: 24 karlar/28 konur. Vegleg verðlaun. Mótsgjald kr. 2.800. „ÞETTA var rosalega fínt og virki- lega gaman,“ sagði Ragnhildur Sig- urðardóttir, kylfingur úr GR, en hún og þrjár aðrar íslenskar stúlkur léku fjórleik með fjórum stúlkum sem leika á bandarísku mótaröðinni. Auk Ragnhildar léku Herborg Arnarsdóttir, Ólöf María Jónsdóttir og Þórdís Geirsdóttir. Stúlkurnar léku fimm holur á Grafarholtsvelli, 1., 2., 3., 17. og 18. og höfðu Ragnhildur og Beth Baver sigur. Ragnhildur sagði íslensku stúlkurnar hafa verið dálítið tauga- óstyrkar. „Það var alveg óþarfi því við stóðum okkur bara vel og þurft- um ekkert að skammast okkar. Mun- urinn á okkur og þeim bandarísku var fyrst og fremst að þær dræfa alltaf eins og við gerum þegar við dræfum mjög vel. Járnahöggin eru svipuð hjá okkur en þær eru greini- lega mun sterkari í stutta spilinu og gerðu alltaf kröfu um að vippin færu í holu. Við mættum æfa þetta betur,“ sagði Ragnhildur. Hún sagði þær Baver, Stephanie Louden, Carin Koch og Natalie Gulbis hafa verið sérlega elskulegar og vingjarnlegar en þær komu hing- að í boði Amstel Light þar vestra í tengslum við golfmótið sem haldið er hér þessa dagana. „Það var mikill heiður fyrir okkur að vera boðið að spila við þessar stelpur. Þeim var sérstaklega boðið hingað til að spila þessar fimm holur og fóru lítið annað í golf, nýttu tím- ann þess í stað til að fara í skoð- unarferðir um nágrenni Reykjavíkur og voru mjög hrifnar af því sem þær sáu,“ sagði Ragnhildur. Þurftum ekkert að skammast okkar Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Natalie Gulbis og Carin Koch velta fyrir sér hvert best sé að slá og Snorri Ólafsson fylgist með. BJÖRGVIN Sigurbergsson, kylf- ingur úr Keili, lék fyrsta hringinn á Matchroom-golfmótinu á Marr- iot Tudor-vellinum í gær á einu höggi undir pari og er í 32.–49. sæti af 146 keppendum. Björgvin hóf leik á tíundu holu og fékk skolla á hana, síðan komu þrjú pör, fugl, par, skolli og tvö pör þannig að hann var á einu höggi yfir pari eftir níu holur. Síðari hálfleikurinn var betri hjá honum því þá komu tvö pör, fugl, skolli, fugl, tvö pör, fugl og loks par, samtals tvö högg undir pari. Bestu skori í gær náði Sam Pig- ott frá Englandi, sjö undir pari, en á hinum endanum var meðal annars Svíi sem lék á 12 höggum yfir pari. Björgvin höggi undir pari FRAKKAR og Kamerúnar mætast í úrslitaleik Álfukeppninnar sem fram fer í Frakklandi. Frakkar sigruðu Tyrki 3:2 í gær en Kamer- únar sigruðu Kólumbíumenn 1:0. Frakkar og Kamerúnar mætast á sunnudag en Tyrkir mæta Kólumb- íumönnum á laugardag í leik um þriðja sæti. Sigur Frakka gegn Tyrkjum hékk á bláþræði því á lokamínútu leiksins fengu Tyrkir vítaspyrnu eftir að Oliver Dacourt leikmaður Frakka hafði brotið á sóknarmanni Tyrkja. Okan Yilmaz tók spyrnuna en brást bogalistinn, skaut rétt framhjá. Í hinum leikn- um skölluðu Kólumbíumenn í tví- gang í stöng gegn Kamerúnum í sömu sókn. Þegar á gærkvöldið leið spurðust út fréttir þess efnis að óvíst yrði hvort leikurinn færi fram vegna andláts Marcs-Viviens Foe. Blatter vill að leikurinn verði Sepp Blatter, forseti Alþjóða knattspyrnusambandsins gaf frá sér yfirlýsingu seint í gærkvöldi og sagði ma.: „Það er mín skoðun að úrslitaleikurinn skuli fara fram. Þetta var hræðilegur atburður sem átti sér stað en knattspyrnan verð- ur að halda áfram,“ sagði Sepp Blatter og tók það skýrt fram að aðeins væri um hans skoðun að ræða en þetta væri ekki endanleg ákvörðun Alþjóða knattspyrnu- sambandsins. Frakkar og Kamerún- ar mætast í úrslitum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.