Morgunblaðið - 27.06.2003, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 27.06.2003, Blaðsíða 48
FÓLK Í FRÉTTUM 48 FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ BORGARSKJALASAFN REYKJAVÍKUR www.rvk.is/borgarskjalasafn Sími 563 1770 Hver var Lárus? Sýning um Lárus Sigurbjörnsson, skjala- og minjavörð Reykjavíkurbæjar 1954-1968 á 3. hæð, Tryggvagötu 15. Opin alla virka daga kl. 10-16. Aðgangur ókeypis. Minjasafn Reykjavíkur Árbæjarsafn - Viðey www.arbaejarsafn.is. Sími 577 1111 Tónleikar laugardag Byggingardagur sunnudag Ljúffengar veitingar í Dillonshúsi Fjölskyldunámskeið í næstu viku Viðey: Ganga þriðjudag kl. 19.30 Minjasafn Orkuveitunnar í Elliðaárdal (gegnt gömlu rafstöðinni) er opið kl. 13-17 alla daga nema mánudaga og eftir samkomulagi í síma 567 9000. Ljósmyndasafn Reykjavíkur www.ljosmyndasafnreykjavikur.is Frumefnin Fimm - Ferðadagbækur Claire Xuan 24. maí - 1. sept. 2003. Tekið er á móti hópum eftir samkomulagi, nánari upplýsingar í síma 563 1790. Afgreiðsla og skrifstofa opin virka daga frá 10-16. Opnunartími sýninga virka daga 12-19 og 13-17 um helgar. Aðgangur ókeypis. www.listasafnreykjavikur.is sími 590 1200 HAFNARHÚS, 10-17 Smekkleysa í 16 ár, Alþjóðleg samtímalist á Íslandi, Erró - Stríð Leiðsögn alla sunnud. kl. 15.00 KJARVALSSTAÐIR, 10-17 Íslensk samtímaljósmyndun Kjarval Leiðsögn alla sunnud. kl. 15.00 ÁSMUNDARSAFN, 10-16 Ásmundur Sveinsson - Nútímamaðurinn Menningarmiðstöðin Gerðuberg. Sími 575 7700. Gerðubergi 3-5, 111 Rvík Sýningar: Brýr á þjóðvegi 1 Gunnar K. Gunnlaugsson sýnir ljósmyndir af brúm á þjóðvegi 1. Hvað viltu vita? Sögusýning um Breiðholtið. Jón Ólafsson sýnir í Félagsstarfi. Síðasti sýningardagur fyrir sumarfrí er 27. júní. Lokað um helgar frá 31. maí - 1. sept. www.gerduberg.is s. 563 1717 BÆKUR Í FRÍIÐ til að lesa úti í sólinni eða inni í rigningunni. Hugmyndir að sumarlestri á heimasíðu Borgarbókasafns www.borgarbokasafn.is Stuðbandalagið föstudags- og laugardagskvöld 2. LAU. 28/6 - KL. 15.00 UPPSELT 3. SUN. 29/6 - KL. 17.00 UPPSELT 4. FIM. 3/7 - KL. 20.00 UPPSELT 5. FÖS. 4/7 - KL. 20.00 UPPSELT 6. SUN. 6/7 - KL. 17.00 UPPSELT 7. FIM. 10/7 - KL. 20 ÖRFÁ SÆTI LAUS 8. FÖS. 11/7 - KL. 20 ÖRFÁ SÆTI LAUS 9. LAU. 12/7 - KL. 15 ÖRFÁ SÆTI LAUS NASA Á móti sól heldur útgáfu- tónleika í tilefni af því að í gær kom út fjórða breiðskífa sveitarinnar sem heitir hinu sum- arlega nafni Fiðrildi. Platan inniheldur 11 slagara, flest eftir sveit- armenn, en að auki er þar framlag frá Magnúsi Þór Sigmundssyni, Sigurði Fannari Guð- mundssyni og Einari Bárðarsyni. Einar er einmitt höfundur lagsins „Allt“ sem nú er farið að hljóma í út- varpstækjum landsmanna. Hljóm- sveitin mun fylgja eftir plötunni með spileríi vítt og breitt um landið í sum- ar og hefja kynninguna á sveitaballi á mölinni á Nasa í kvöld. Tónleikarn- ir munu hefjast laust fyrir miðnætti og standa fram undir morgun. VIKING BLUE NORTH MUSIC FESTIVAL, Ólafsfirði. Tónlist- arhátíð Jazzklúbbs Ólafsfjarðar er í fullum gangi. Höfuðáhersla er lögð á söngkonur, jafnt innlendar sem er- lendar, en til landsins er komið danska djasstríóið Sophisticated Ladies af þessu tilefni, með norsku Hilde Hefte í broddi fylkingar. Einn- ig munu valinkunnar söngdrottn- ingar íslenskar syngja við undirleik Blue North Band undir stjórn Ósk- ars Einarssonar. „Leynigestur“ er svo sænska söngkonan Jacqueline Aleksiev. Dagskráin í dag er sem hér segir: Setningartónleikar í Tjarn- arborg kl. 21 þar sem fram koma hljómsveitirnar Blue North Band og söngkonurnar tíu, Sophisticated Ladies, South River Band og hin ak- ureyska Ókyrrð með Ingu Eydal í fararbroddi. Hátíðin heldur áfram á morgun þegar fram koma m.a. Guð- mundur Pétursson og Halldór Bragason, Blue North Band, Íslands eina von og Eyjólfur Kristjánsson. Í DAG Á móti sól fagnar nýrri plötu í kvöld. VIRTASTA og líklega vinsælasta tónlistarhátíð í heimi, Hróarskeldu- hátíðin í Danmörku, hófst í gær. Það var danska suddarokksveitin Baby Woodrose sem opnaði hátíðina formlega í appelsínugula tjaldinu á slaginu kl. 18.00. Hátíðin í ár er af málsmetandi mönnum talin hin stæðilegasta og tekur hún síðustu hátíð hæglega fram hvað stór nöfn og áhugaverðar uppákomur varðar. Í fyrra var – réttilega – kvartað undan vöntun á stórum nöfnum en slíkt hrjáir hátíðina engan veginn í ár. Metallica, Björk, Iron Maiden, Queens of the Stone Age, Massive Attack, Blur og Coldplay eru öll hérna í ár, allt saman risar, hver á sínu sviði. Auk þess koma fram áhugaverðir og virtir listamenn hvaðanæva, hvort heldur það er heimstónlist, neðanjarðarrokk, tæknó eða hipphopp. Síðastnefnda formið er reyndar einkar áberandi í ár og eru margir rapparar og rapp- sveitir af Norðurlöndunum. Það er þess vegna vert að velta því fyrir sér hvort Íslend- ingar ættu ekki að reyna að þrýsta á um að senda ís- lenskt hipphopp á næstu hátíð, en sá geiri er sem kunnugt er í miklum blóma um þess- ar mundir á Íslandi. Fulltrúar Íslands í fyrra voru tveir, múm og Mínus. Í ár hefur þeim fjölgað um rúm- an helming; Ske, Björk, Sigur Rós og plötusnúðar frá GusGus eru fulltrú- ar Frónsins í ár. Þá kom Hafdís Huld, fyrrverandi söngkona Gus- Gus, fram í gær með dans/háhryns- sveitinni FC Kahuna. Dave Gahan (söngv- ari Depeche Mode), Interpol, Salif Keita og The Poly- phonic Spree voru á meðal há- punkta í gær en stærsti viðburð- urinn var þó hiklaust er þungarokkssveitin Metallica steig á svið. Sannarlega heimkomutón- leikar í tvennum skilningi: Í fyrsta lagi er trymbillinn, Lars Ulrich, danskur en svo eru þeir komnir „heim“ tónlistarlega þar sem gríðarkeyrsla nýjustu hljóðversplötunnar, St. Anger (þeirra fyrsta síðan Reload kom út 1997), fékk að njóta sín. Hróarskelduhátíð sett í gær Metallica með heimkomutónleika Metallica og heimamaðurinn Lars Ulrich voru helsta aðdrátt- araflið í upphafi tónlistarhátíð- arinnar í Hróarskeldu. Hróarskeldu. Morgunblaðið. HÚSFYLLIR af aðdá- endum yfirvar- arskeggsins var á skemmtistaðnum Sirkús á þriðjudag þegar þar fór fram Tom Selleck-keppnin, þar sem lagt var mat á efrivarargrön hálfs þriðja tugs stæðilegra ungra manna. Skeggmatið fór þannig fram að kepp- endur gengu niður stiga á skemmtistaðn- um, staðnæmdust þar á palli, fóru þá áleiðis að barnum þar sem þeir pöntuðu sér drykk og gengu síðan upp aftur. Lotningarfullir áhorfendur og dómarar virtu fyrir sér skeggvöxt- inn og lögðu mat á yfirbragð og samsvörun mottunnar og eigand- ans. Dómarar voru ekki af verri end- anum en dómnefnd skipuðu Jón Helgason, Urður Hákonardóttir og Einar Pétur Heiðarsson. Sigur úr býtum bar Harry Jó- hannsson, grafflistamaður úr Reykjavík, og í 2. sæti hafnaði Jón Skuggi, hljóðmaður bandsins Gus Gus. Restina rak Stephan Steph- ansson, einnig þekktur sem Presi- dent Bongo og einnig kenndur við Gus Gus. Að auki hlaut tónlist- armaðurinn með listamannsnafnið Rassi Prump verðlaun fyrir falleg- asta hýunginn en piltur frá New York, Michael að nafni, var valinn vinsælasta mottan af öðrum kepp- endum. Jón Sæmundsson, listamaður í Nonnabúð, bjó til veglegan far- andverðlaunagrip sem fylgja mun sigurvegaranum næsta árið, eða þar til keppnin verður haldin á ný. Þess má geta að sigurvegarinn hefur nú rakað af sér skeggið og er sigurmottan föl í Nonnabúð. Mikilfenglegar mottur Morgunblaðið/Arnaldur Margar mottur á einum stað: Keppendur stilla sér upp. Sigurvegarinn Harry Jóhannsson situr fremstur meðal jafningja á myndinni. Dómnefndin að störfum: Jóhann Helgason, Urður Hákonardóttir og Einar Pétur Heiðarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.