Morgunblaðið - 27.06.2003, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 27.06.2003, Blaðsíða 52
52 FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. Sýnd kl. 6, 8 og 10. Sýnd kl. 6. Enskur texti. Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B. i. 16 ára. KVIKMYNDIR.COMKVIKMYNDIR.IS ÓHT Rás 2 „Grípandi og gefandi með óborganlega bardaga“ Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B i. 12 HL MBL SG DV 3 vik ur á to ppnu m á Ísla ndi Sýnd kl. 8 og 10. 977 Síðustu sýningar í STÆRSTA kvikmyndasal landsins with english subtitles ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. KRINGLAN Sýnd kl. 6, 8 og 10. KVIKMYNDIR.IS Stelpan sem þorði að láta draumana rætast! t l r i l t r r t t! AKUREYRI Sýnd kl. 6, 8 og 10. Stórskemmtileg ævintýra og gamanmynd í anda Princess Diaries frá Walt Disney Andardráttur (Respiro) Mynd sem er sterk, falleg, tilgerðarlaus og nánast lifir eigin lífi, eins og hefðin er þegar best tekst til í evrópskri kvikmyndagerð. (H.L.) Háskólabíó. Nói albínói Frumleg og vel gerð mynd í alla staði sem ger- ist í einangruðu sjávarþorpi þar sem óvenju- legur uppreisnarmaður á í stríði við menn og máttarvöld. Magnað byrjandaverk. Nú sýnd með enskum texta.(S.V.) Háskólabíó. X2 Frábærar tæknibrellur, viðunandi söguþráður miðað við hasarblaðamyndir, ásamt góðum leikurum og ábúðarmiklum persónum, gera mynd Singers að afbragðsafþreyingu. (S.V.) Smárabíó. Einkenni (Identity) Unnið er skemmtilega með hrollvekjuhefðina í þessari snjöllu kvikmynd með þeim John Cu- sack, Ray Liotta og Amöndu Peet í aðalhlut- verkum. Ómissandi fyrir aðdáendur spennu- trylla og frumlegra sögufléttna. (H.J.) Regnboginn. Þeir (They) Stundum virka ódýrar B-hrollvekjur eins og þessi margfalt betur en tugmilljóndala pen- ingaaustur á borð við Reimleikana (The Haunting) eftir Jan de Bont. Stígandin góð en engin tímamótamynd þó.(S.V.) Regnboginn. Abrafax og sjóræningjarnir Krakkarnir í Abrafax lenda í rosalegum æv- intýrum. (H.L.) ½ Laugarásbíó. Að hrekja burt gæja á 10 dögum (How to Lose a Guy in 10 Days) Hugmyndin að þessari rómantísku gaman- mynd er sniðug en langsótt. Bráðskemmtileg á köflum en lendir í vandræðum í lokin. (H.J.) Háskólabíó. Didda og dauði kötturinn Didda er níu ára gömul Keflavíkurmær sem gengur á milli bols og höfuðs á glæpalýð í Bítlabænum. Góður leikur, hollt, gott og gam- aldags barnagaman. (S.V.) Sambíóin. Dökkblár (Dark Blue) Spilling í lögregluliði Los Angeles-borgar er slitið efni og fátt nýtt undir sólinni í annars laglega gerðri hasarmynd með Kurt Russell í fjórhjóladrifinu. (S.V.) ½ Háskólabíó, Sambíóin. Allt að verða vitlaust (Bringing Down the House) Klaufaleg gamanmynd þar sem tilraunir til að stefna saman ólíkum menningarheimum reynast innantómar. Leikararnir Steve Martin, Queen Latifah og Eugene Levy standa sig þó vel. (H.J.) Sambíóin. Gjálífi (En la puta vida) Forvitnileg mynd frá Úrúgvæ um einstæða móður sem leiðist út í vændi. Átakanleg á köflum en stundum virðist þó eins og leik- stjórinn hafi ekki vitað í hvorn fótinn hann átti að stíga. (H.L.) Háskólabíó. Matrix endurhlaðið (The Matrix Reloaded) Á heildina litið er Matrix endurhlaðið langt frá því að vera jafnheilsteypt, öguð og hugvekj- andi og forverinn. (H.J.) Sambíóin, Rafeind á Egilsstöðum og Bíó- höllin á Akranesi. Ungi njósnarinn (Agent Cody Banks) Fyrir foreldra er Ungi spæjarinn alls ekki með því verra sem þeir sitja yfir, og fyrir unga krakka, 8–14 ára, er myndin bara besta skemmtun. (H.L.) Smárabíó, Laugarásbíó. Jói enski (Johnny English) Atkinson skemmtilegur að vanda í Clouseau- stellingum í Bond-gríni sem skortir lokafín- pússningu. (S.V.) Sambíóin, Háskólabíó. Heimskur, heimskarari: Þegar Harry hitti Lloyd (Dumb and Dumberer: When Harry Met Lloyd) Hefur litlu við upprunalegu gamanmyndina að bæta og sögufléttan sem spunnin er í kringum bernskubrek þeirra félaga er rýr og óáhugaverð. (H.J.) Laugarásbó, Smárabíó, Regnboginn, Borg- arbíó Akureyri. Kengúru-Kalli (Kangaroo Jack) Eins brandara, fjölskylduvæn Bruckheimer- mynd um þjófótta kengúru og tvo hrakfalla- bálka. Fyrir smáfólkið. (S.V.) Sambíóin. Kalli á þakinu Ágætis smábarnamynd gerð eftir sögu Astrid Lindgren, um skemmtilegan karl sem kann að fljúga. Handbragðið er ágætt en myndin er ekki jafngóð og bækurnar. (H.L.) Laugarásbíó. Reiðistjórnun (Anger Management) Sandler kominn í gamla góða formið. Gamli góði Nicholson hinsvegar víðsfjarri í hugmyn- dasnauðri en ágætis dægrastyttingu.(H.L.) Smárabíó, Regnboginn, Laugarásbíó, Borgarbíó. Of fljót og fífldjörf (2 Fast 2 Furious) Tíðar gírskiptingar og túrbóstillingar virðast eiga að skapa tilfinningu fyrir hraða og spennu en þetta verður fljótt leiðigjarnt. Eftir situr aðeins pirringur í garð þeirrar vanvitalegu ranghugmyndar sem liggur myndinni til grundvallar, þ.e. að bílar séu leikföng. (H.J.) Sambíóin, Háskólabíó. Töfrabúðingurinn Byggð á gömlu áströlsku ævintýri, ekkert stór- kostlegt listaverk, hún er lítil og bara ansi líf- leg og hjartnæm teiknimynd. (H.L.) Smárabíó. BÍÓIN Í BORGINNI Sæbjörn Valdimarsson/Hildur Loftsdóttir/Heiða Jóhannsdóttir Meistaraverk Ómissandi Miðjumoð Tímasóun 0 Botninn Sýningar standa enn yfir á Nóa albínóa en nú eru hafnar sýningar á myndinni með enskum texta, sem óvitlaust er að benda erlendum ferðamönnum á. ÍRINN hæfileikaríki og heillandi Colin Farrell fer með aðalhlutverkið í Símaklefanum og þar má hann dúsa alla myndina. Hann leikur Stu, blaðafulltrúa á Broadway, sem er alls ekki allur þar sem hann er séður. Nei, á hverjum degi fer þessi sjálfumglaði glaumgosi í sama símaklefann á Manhattan til að hringja í kærustuna Pamelu, svo eiginkonan komist ekki að sambandi þeirra. Einn daginn snýst síðan dæmið við, hann fær hringingu í klefann og það frá leyniskyttu, sem segist drepa hann ef hann skelli á, og sér Stu rautt geislaljósið frá rifflinum því til sönn- ununar. Leyniskyttan hreykir sér af því að refsa spilltu fólki. Neyða það til þess að viðurkenna syndir sínar með því að taka það á sálfræðinni eða hreinlega drepa það. Símaklefinn hefur lengi verið í bí- gerð, þessi mynd sem leikstjórinn Joel Schumacher ætlaði sér að klára á svipstundu. Hún er lítil, auðveld en með einhverri ferskustu fléttu sem fyrir hefur fundist í henni Hollywood í lengri tíma. Það var líka það sem gagnrýnendur mærðu er myndin var loksins frumsýnd í apríl á þessu ári eftir að hafa verið í „limbói“ í hálft ár. Aðalástæðan fyrir því að frumsýning myndarinnar dróst svo á langinn er sú, að um það leyti sem það átti að gerast, í nóvember á síðasta ári, bár- ust fréttir af leyniskyttu sem strá- felldi saklausa vegfarendur í ná- grenni Washington-borgar. Af tillitssemi við aðstandendur fórn- arlamba fjöldamorðingjans þótti ekki viturlegt að frumsýna myndina þá, en þegar það var loksins gert má segja að hún hafi slegið í gegn, tók inn í kassann á fyrstu viku helmingi meira en hún kostaði og hefur síðan skilað ríflegum hagnaði. Kemur vel á vondan Stu svipast um eftir leyniskyttunni. Smárabíó og Regnboginn frumsýna kvikmyndina Símaklefann (Phone Booth). Leikstjórn: Joel Schumacher. Aðallutverk: Colin Farrell, Kiefer Suth- erland, Forest Whitaker, Radha Mitchell og Katie Holmes.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.