Morgunblaðið - 27.06.2003, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 27.06.2003, Blaðsíða 53
ÞESSI kvikmynd eftir einn leikstjóra Beðmála í borginni er uppfull af virt- um leikurum og skærum stjörnum. Sjálfur Al Pacino leikur Eli Wurman, vel þekktan og virtan blaðafulltrúa fína og áhrifaríka fólksins í New York. Hann þykist hafa séð allt, þeg- ar stærsti viðskiptavinur hans kemur sér í klandur og hneyksli. Cary Launer (Ryan O’Neal) er frægur leikari og jafn góður í því að ráðskast með alla í kringum sig og að standa sig stórkostlega á hvíta tjald- inu. En einhvern veginn virðist hann ekki ráða nógu vel við smástirnið Jilli (Téa Leoni) og biður Eli vinsamleg- ast að fylgja henni út úr lífi sínu. Það virðist ekki vera sérlega erfitt verk- efni, þar til Eli kemur í næturteiti eitt og fær þá vægt áfall við það sem þar ber fyrir augu. Hneyksli sem bendla má við marga af kunningjum Elis, fína fólkið. Myndin hefur fengið blendna dóma í bandarísku pressunni en þeir sem sáttir eru líkja henni gjarnan við gömlu Sweet Smell of Success frá 1957 með Burt Lancaster og Tony Curtes, af því leyti að báðar lýsi þær hinum harðneskjulegum hliðum skemmtanabransans á mjög trúverð- ugan máta. Kreppir að karli Basinger og Pacino þreytuleg. Laugarásbíó frumsýnir kvikmyndina Kunningjar mínir (People I Know) Leikstjórn: Daniel Algrant. Aðalhlutverk: Al Pacino, Kim Basinger, Ryan O’Neal, Téa Leoni og Richard Schiff. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 2003 53 KEFLAVÍK kl. 6, 8 og 10. AKUREYRI kl. 6, 8 og 10. ÁLFABAKKI Kl. 5.50, 8 og 10.15. KRINGLAN Kl. 5.50, 8 og 10.10. Svalasta mynd sumarsins er komin.  KVIKMYNDIR.IS KRINGLAN Kl. 8 og 10.10. ÁLFABAKKI Kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.20. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4. Ísl. tal ÁLFABAKKI Sýnd kl. 3.45. KEFLAVÍK Sýnd kl. 8 og 10. KEFLAVÍK Sýnd kl. 6. KRINGLAN Sýnd kl. 6. ÁLFABAKKI kl. 4, 6, 8 og 10. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i. 16. 97.7 SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 5.50, 8 OG 10.30. B.i. 12 ára ÍSLENSKA hljómsveitin Leaves hyggur á útrás til Vesturheims því 9. september næstkomandi er áætluð útgáfa breiðskífu hljóm- sveitarinnar í Bandaríkjunum. Útgáfu annast fyrirtækið Dream- Works sem meðal annars hefur fyrir á snærum sínum Papa Roach, All American Rejects og Jimmy Eat World. Smáskífur með lögum hljóm- sveitarinnar fara að óma í banda- rískum útvarpsstöðvum upp úr miðjum júlí en breiðskífan kom áður út í Evrópu fyrir tæpu ári. Í bandarísku útgáfunni verða nokkur laganna endurgerð en einnig bætist við nýtt lag, „Sunday Lover“. Í kjölfar útgáfunnar vestra eru uppi áætlanir um tónleikaferðir um Bandaríkin víð og breið. Þar með hefur fundist lausn á deilu sem kom upp og fluttar voru fregnir af fyrir skömmu þar sem gömul bandarísk hljómsveit sem starfandi var á sjöunda ár- unum undir nafninu The Leaves gerði athugasemd við að íslensku Leaves notuðu sama nafn. Undanfarna mánuði hefur hljómsveitin unnið að undirbún- ingi vesturfarar og tónsmíðum og munu liðsmenn bandsins leyfa löndum sínum að heyra hvað þeir hafa upp á að bjóða á þrennum tónleikum hér- lendis í byrjun júlí. Tónleikarnir verða 1., 3., og 5. júlí, þeir fyrstu á Kaffihúsinu 11 við Laugaveg, aðrir tónleikarnir á Gauki á Stöng en ekki liggur ljóst fyrir, samkvæmt fréttatilkynningu, hvar síðustu tónleikarnir verða haldnir. Hljómsveitn Leaves er skipuð þeim Arnari Guðjónssyni söngv- ara og gítarleikara, Halli Halls- syni á bassa, Arnari Ólafssyni á gítar, Nóa Steini Einarssyni á trommur og Andra Ásgrímssyni á hljómborði. Hljómsveitin Leaves mun spila fyrir landsmenn í að- draganda útrásar til Bandaríkjanna. Laufin leika og vestur reika HILLARY Duff virðist vera ein af aðalungpæjunum í Hollywod um þessar mundir og hér á landi er hægt er að sjá hana í myndinni um Unga spæjarann Cody Banks, og svo nú í fyrstu kvikmyndinni með henni í að- alhlutverki, Lizzie Maguire. Myndin byggir á aðalpersónu sam- nefndra sjónvarpsþátta. Þar segir frá félögunum Lizzie, Gordo, Kate og Et- han. Þau fara nú í skólaferðalag til Rómar, þar sem Lizzie er ruglað saman við hina ítölsku Isabellu, sem er annar hlutinn í vinsælu poppdúói, og verður skotin í fyrrverandi kær- asta Isabellu, Paolo. Lizzie breytist úr álkulegri unglingsstúlku í fallega poppstjörnu en þá fara líka vanda- málin að banka upp á. Gordo, vinur hennar, verður að reyna að skilja til- finningar sínar í garð Lizzie og sjálf verður hún að gera upp við sig hvað sönn vinátta gengur út á. Myndin gekk vel í Bandaríkjunum þar sem hún var frumsýnd í maí og skilaði tvöfalt meira fé en hún kost- aði. Popp- draumar Lizzie fellur fyrir ítölskum sjarmör. Sambíóin frumsýna kvikmyndina Lizzie Maguire. Leikstjórn: Jim Hall. Aðalhlutverk: Hilary Duff, Adam Lam- berg, Robert Carradine, Hallie Todd, Jake Thomas, og Ashlie Brillault.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.