Morgunblaðið - 27.06.2003, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 27.06.2003, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. SÍMINN hefur ákveðið að bjóða viðskiptavinum sínum að skoða og greiða símreikninga sína með rafrænum hætti í gegnum hvaða heimabanka sem er og losna auk þess við seðilgjald sem nú er lagt á hvern reikning. Síminn og Kaupþing Búnaðarbanki kynntu þessa nýju þjónustu í gær. Sím- inn er stærsti útgefandi reikn- inga á landinu, sendir út um 2,5 milljónir reikninga árlega. Út- sendir reikningar frá fyrirtæk- inu vega 60 tonn á ári og myndu ná til tunglsins og aftur til baka væri þeim staflað upp. Útgáfa rafrænna reikninga í gegnum inga rafrænt en Síminn er þeirra langstærst. Að sögn Arnar Valdimarsson- ar, sérfræðings á fyrirtækjasviði Kaupþings Búnaðarbanka, tekur um 2–3 vikur að koma nýju fyr- irtæki inn í kerfið. Hann segir Og Vodafone þegar hafa sýnt áhuga á að semja við bankann um rafræna birtingu reikninga viðskiptavina sinna líkt og Sím- inn hefur gert. Síminn hóf fyrir tveimur árum að gefa viðskiptavinum sínum kost á að skoða reikninga sína með rafrænum hætti á „þínum síðum“ á www.siminn.is. viðbúið að þróunin haldi áfram hér á landi en hins vegar sé ann- ars konar póstur að aukast, til að mynda markpóstur sem stílaður sé á viðtakanda. Sífellt færri reikningum dreift Viðskiptavinir Símans geta með þessum hætti sparað, því seðilgjaldið nemur 150 krónum en auk þess fá þeir greiddar 30 krónur fyrir að afþakka glugga- póstinn. Á fundinum í gær kom fram að nú þegar hafa fleiri fyrirtæki gert samning um birtingu reikn- heimabanka getur því sparað umtalsvert magn af pappír. Síminn er einn stærstu við- skiptavina Póstsins og segir Ás- kell Jónsson, framkvæmdastjóri markaðssviðs hjá Póstinum, það vissulega áhyggjuefni fyrir fyr- irtækið að missa þennan hluta viðskipta sinna. „Þetta gerist hins vegar ekki í einu vetfangi enda ólíklegt að allir viðskipta- vinir nýti sér þjónustuna strax. Við erum við öllu búnir þar sem alls staðar í kringum okkur hef- ur þróunin verið sú að dregið hefur úr reikningum í póstdreif- ingu,“ segir Áskell. Hann segir Mögulegt að fá rafræna símreikninga um heimabanka og spara um leið Útsendir reikningar næðu til tunglsins og til baka BÖRNUM, sem kvíða tannviðgerðum, býðst nú á stöku stofu sá kostur að horfa á teiknimyndir eða kvikmyndir á meðan legið er í stólnum. Svo- nefnd sjónvarpsgleraugu, upprunnin í Banda- ríkjunum, eru hönnuð þannig að kvikar myndir ber fyrir augu og hljóðið streymir inn í hlustir þannig að varla heyrist í bor tannsa á meðan. Margrét Rósa Grímsdóttir, sérfræðingur í barnatannlækningum, er meðal þeirra sem tek- ið hafa gleraugun í notkun og segir þau hafa mælst afar vel fyrir hjá börnunum. „Nú heyrum við ekki lengur spurninguna sem gjarnan glumdi hér í eyrum: „Er þetta ekki að verða bú- ið?“ og auk þess eru krakkarnir miklu kyrrari í stólnum og vinnufriðurinn því meiri fyrir okk- ur.“ Morgunblaðið/Sverrir Sex ára stúlka horfir á teiknimynd um Línu langsokk á meðan gert er við tennurnar. Opinmynnt börn í bíó  Daglegt líf/7 ÞAÐ VAR ys og þys baksviðs fyrir frumsýningu söngleiksins Grease í Borg- arleikhúsinu í gær. Þau Birgitta Haukdal og Jón Jósep Snæbjörnsson voru að koma sér í gervið og gírinn fyrir sýninguna er ljósmyndari Morgunblaðsins heilsaði upp á þau. Jón Jósep, betur þekktur sem Jónsi í hljómsveitinni Í svörtum fötum fer með hlutverk Daníels Zoëga sem er piltur er hrífst af utanbæjarsnót- inni Sandí sem Birgitta Haukdal túlkar. Sögusviðið er sem sagt Ísland, nánar til- tekið úthverfi í Reykjavík samtímans. Söngleikurinn sem er eftir Jim Jacobs og Warren Casey er þýddur og staðfærður af Gísla Rúnari Jónssyni. Forsala miða á sýninguna gekk framar öllum vonum og var löngu uppselt á frumsýninguna og komust því færri að en vildu. Söngleikurinn Grease frumsýndur í Borgarleikhúsi í gærkvöldi Morgunblaðið/Árni Torfason Morgunblaðið/Árni Torfason Heitt í kolunum bak við tjöldin LÍKLEGT er að við svokallaðar hitastrýtur á útsjávarhryggjum við Ísland sé að finna tölu- vert magn góðmálma. Peter Herzig, prófessor í hagfræðilegri vistfræði við tækni- og námuhá- skólann í Freiburg segir að unnið sé að rann- sóknum á því hvernig hægt sé að hagnýta þær auðlindir sem kunna að felast á sjávarbotninum. Meðal málmanna sem safnast upp í útfellingum í kringum hitastrýturnar eru gull, silfur, járn og sink. Herzig segir að ekki sé nægilega mikið vit- að um útfellingahaugana til þess að hægt sé að segja til um það með vissu hvort vinnsla á málm- unum sé hagkvæm. Þó hefur fyrirtæki fengið einkarétt á fimm þúsund ferkílómetra svæði við Papúa Nýju Gíneu til þess að vinna málma. Á hafréttarráðstefnu í HÍ er fjallað um ýmis lagaleg og vísindaleg álitamál er varða afmörk- un landgrunnsins. Lagalegt forræði yfir land- grunni utan landhelgi gæti reynst mikilvægt úr- lausnarefni ef umhverfi hitastrýtanna reynist ríkt af nýtanlegum málmi. Líklega góð- málmar við Ísland  Góðmálmar/10 VERSLUN með því óvenjulega nafni Pinku ponsulitla plötubúðin verður opnuð á Akureyri í dag. Eigendur eru hjónin Rögnvaldur B. Rögn- valdsson og Birna Guðrún Baldursdóttir og er versl- unin í 12 fermetra húsnæði við Gránufélagsgötu. Áður hefur líklega ekki verið boðin brauðsúpa til sölu í hljómplötuverslunum hérlendis, en Rögnvaldur ríður á vaðið – það sem verð- ur í geisladiskastandinum á myndinni verður jafnan hægt að kaupa fyrir 2.000 krónur. „Það voru ekki alltaf bestu bitarnir sem fóru í brauðsúpuna í gamla daga,“ sagði Rögnvaldur við Morgunblaðið og gaf í skyn að í brauðsúp- unni væru diskar sem almennt teldust ekki vænlegir til sölu. Pinku ponsu- lítil plötubúð  Pinku ponsulitla/21 ♦ ♦ ♦ FIMMTÍU þúsund eintök hafa selst af kiljum rithöfundarins Arnaldar Indriðasonar. Hin bókelska Unnur Jakobsdóttir Smári vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið í verslun Eymunds- son í Kringlunni í gær þegar Pétur Már Ólafsson, útgáfu- stjóri Vöku-Helgafells, sveif á hana með veglega bókagjöf. Unnur var að kaupa nýjustu glæpasögu Arnaldar, Röddina, en svo skemmtilega vildi til að þetta var einmitt fimmtíu þús- undasta kiljan. Í bókagjöfinni voru allar skáldsögur Arnaldar, sex að tölu, innbundnar, auk Spá- dómabókarinnar. Hefur selt 50 þús- und kiljur SANNKALLAÐ stuttbuxnaveður var á Norðausturlandi í gær. Sól skein í heiði og hiti fór vel yfir 20°C á flestum stöð- um í þessum landshluta. Mestur hiti var á Húsavík og Mán- árbakka eða 24°C. Á Akureyri fór hitinn hæst í 22°C sam- kvæmt mælingum Veðurstofu Íslands og þar spókuðu menn sig léttklæddir um götur og torg. Veðurstofan spáir áfram- haldandi hlýindum um allt land fram yfir helgi. Í dag má bú- ast við að hitinn fari aftur yfir 20°C á Norðausturlandi. Í öðrum landshlutum er spáin fyrir daginn einnig prýðileg þótt víða sé hætta á einhverri úrkomu. Tíðarfarið hefur haft góð áhrif á aflabrögð norður af landinu. Í Grímsey var sannkallað Mallorka-veður í gær, eða um og yfir 20°C hiti, logn og sólskin og sagði Garðar Ólason útgerðarmaður að hitinn hefði greinilega ekki haft slæm áhrif á aflabrögðin. Hann sagði bátana hafa verið í mokfisk- eríi í kringum Kolbeinsey en aðeins minna nær Grímsey. „Þeir voru að koma með fínasta afla að landi,“ sagði Garðar, sem hefur haft næg verkefni fyrir sitt fólk í fiskverkuninni síðustu daga. Þar hefur verið unnið fram á nætur við að verka þorskinn, flak’ann og salta, og gera hann söluhæfan. Bongóblíða á Norðurlandi Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Hinn frægi hitamælir á Ráðhús- torginu á Akureyri fór í 25 gráður. ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.