Morgunblaðið - 27.06.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.06.2003, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 2 7 . J Ú N Í 2 0 0 3 B L A Ð B AF EINTRJÁNINGUM /2 FRÁDRÁTTUR VEGNA FEGRUNAR- AÐGERÐA /3 STOLTIR MEÐ TÖSKURNAR /4 LIFANDI MYNDIR MEÐ EÐLILEGUM HREYFINGUM /6 Í BÍÓ HJÁ TANNLÆKNI /7 HANDTÖSKUR hafa löngumþótt tilheyra konum og þásérstaklega þær sem hanga á öxlinni og þær sem eru í minni kantinum. En karlar sækja í sig veðrið á þessu sviði eins og öðr- um í tískuheiminum. Eftir að fót- boltahetjan David Beckham sást með flotta handtösku hafa breskir strákar a.m.k. tekið við sér sem og tískukóngarnir ef marka má orð tískusérfræðings í breska blaðinu Style, fylgiriti The Sunday Times. Sá hinn sami fullyrðir að bylting hafi orðið í þessum tískumálum karla. Karlmenn allra landa skuli nú skunda fram ófeimnir og flagga flottum töskum við öll möguleg og ómöguleg tækifæri. Í beinu fram- haldi varpar hann fram eftirfar- andi spurningu til kynbræðra sinna: Ertu nógu mikill karlmaður til að bera tösku? Hann segir að ítalskir, franskir, spánskir og belgískir karlmenn hafi hingað til þótt heldur væmnir fyrir þá sök að þeir ganga með handtöskur, en nú sé viðhorfið breytt og sá karl- maður þyki sérlega flottur sem skarti almennilegri tösku. Nú sé það liðin tíð að karlmenn burðist með sóðalega og sveitta poka eða nördalegar töskur. Við eftirgrennslan í verslunum í keyptar en það er mikið úrval af töskum í samsvarandi stærð, bæði úr leðri og öðrum léttari efnum.“ Andri Már Kristinsson í bretta- versluninni Brim sagði það hafa aukist mikið undanfarin 3–4 ár að strákar keyptu sér töskur. „Brettastrákar eru allt frá 9 ára og upp í 26 ára og þeir þurfa helst að vera með töskur því þeir eru oft með fullt af drasli með sér. Við er- um bæði með bakpoka og hlið- artöskur úr léttum gerviefnum.“ Svo er bara að sjá hversu vel ís- lenskir karlmenn taka við sér í þessum töskumálum. Morgunblaðið/Jim Smart Reykjavík kom í ljós að tískusérfræð- ingur þessi hefur eitthvað til síns máls. Jóhanna Haraldsdóttir, annar eigandi Tösku- og hanskabúðarinnar, sagði að vissulega væri meira úr- val en áður af handtöskum fyrir karlmenn og þeir gerðu meira af því en áður að kaupa sér slíkar töskur. „Þeir kaupa mikið töskur sem eru í fartölvustærð, þannig að hún nýtist þeim sem handtaska al- mennt en einnig sem vinnutaska sem rúmar tölvu og möppur. Hinar sígildu skjalatöskur eru lítið Litrík Súperman-taska frá versluninni Mótor. Vinnu- eða skólataska frá Tösku- og hanskabúðinni. Létt Billabong-taska fyrir hressa stráka frá versluninni Brim. Axlataska í fartölvustærð frá Tösku- og hanskabúðinni. Lítil axlataska með ótelj- andi hólfum í bak og fyrir frá Tösku- og hanskabúðinni. Vandað „umslag“ úr leðri frá Tösku- og hanskabúðinni. ERTU NÓGU MIKILL karlmaður TIL AÐ BERA handtösku? Stoltir/4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.