Morgunblaðið - 27.06.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.06.2003, Blaðsíða 4
DAGLEGT LÍF 4 B FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞEGAR athyglinni er beint að töskum mannfólksins sem streymir um göt- urnar er áberandi munur á kynjunum: Nánast allar konur og stelpur bera ein- hverskonar tösku en aðeins hluti karl- manna. Strákar og yngri karlmenn eru sumir hverjir með litla bakpoka. Gömlu góðu skjalatöskurnar eða „stresstösk- urnar“ eru greinilega á undanhaldi og frjálslegri handtöskur hafa tekið þeirra stað og þá helst þær sem einnig nýtast sem fartölvutöskur. Vönduð „umslög“, ýmist úr leðri eða gerviefni, sjást þó nokkuð hjá ungum athafnamönnum. Stærðin virðist einhverju máli skipta í töskutísku karlmanna því þeirra töskur eru áberandi stærri en kventöskurnar. Þeir karlmenn sem teknir voru tali á Stoltir m töskurn Á glöðum góðviðrisdegi gerðu Kristín Heiða Kris Halldór Kolbeins ljósmyndari sér ferð á Austurvö nokkra karlmenn til að tjá sig um töskurnar sem þ PÉTUR OG RAGNAR gengust fúslega við því að vera miklir töskumenn og sögðust nota töskur bæði hversdags og eins þegar þeir færu út á lífið. „Við höfum gengið með töskur alveg frá því að við vorum unglingar. Sem betur fer eru strákar orðnir miklu ófeimnari við að vera með töskur en áður, enda eru strákatöskur orðnar flottari og það er ákveðinn stíll yfir því að vera með tösku.“ Ragnar sagðist einfaldlega ekki geta verið án tösku, einhvers staðar þyrfti hann að hafa allt dótið sem fylgdi honum: Lykla, síma, ilmvatn, svitalyktareyði, seðlaveski, sígarettur o.fl. Honum finnst gaman að breyta til og á því til skiptanna, sagðist eiga fimm töskur í fórum sínum. Pétur er nýtinn og nægjusamur enda var taskan hans þó nokkuð lúnari en Ragnars. „Ég á bara eina tösku í einu og nota hana þar til hún er alveg búin að vera.“ FERÐALANGURINN Starri var að sóla sig með Hörpu vinkonu sinni og við hlið hans var vegleg leðurtaska. Hann sagðist sennilega vera það sem kalla mætti tösku- maður því hann ætti þrjár töskur. „Þessi sem ég er með núna er afskaplega karlmannleg og góð taska og ætli það hafi ekki farið heill kálfur í að búa hana til. Kost- ur þessarar tösku er sá að hún rúmar blöð af stærðinni A4 og þar sem ég vinn mikið við að skrifa er ég oft með fullt af bókum, blöðum og öðru drasli með mér.“ En task- an sem hann er yfirleitt alltaf með er talsvert minni hermannataska sem hann keypti erlendis. „Ég hef ferðast með hana um allan heim. Á ferðum mínum er- lendis vandist ég á að vera alltaf með „allt“ í töskunni minni, ef ör- lögin höguðu því þannig að ég þyrfti að fara með litlum fyrirvara. Þar af leiðandi þarf ég aldrei að undirbúa mig, ég fer bara,“ segir Starri sem flakkaði um heiminn í áratug, m.a um Suður-Ameríku, Asíu og Ástralíu. „Ég ferðast aldrei með mikið af fötum. Ef ég kem bókunum mín- um, tannburstanum og passanum fyrir í töskunni minni þá er ég sáttur.“ Þriðja taskan hans er eldgömul ferðataska frá forfeðrunum og hana nýtir hann sem kistil undir gömul bréf og önnur dýrmæti. Heimshornaflakkari með bækur, tannbursta og passa Starri Hún fylgir mér hvert sem ég fer SIGGI var með óvenju litla hermanna- tösku hangandi á öxlinni og sagði að sér væri alveg skítsama þótt einhverjum þætti asnalegt að karlmenn væru með litlar töskur. „Þetta er gömul taska sem ég keypti á Ítalíu á sínum tíma og hún er eina taskan í lífi mínu. Notagildi hennar er fyrst og fremst ástæða þess að hún fylgir mér hvert sem ég fer. Mér leiðist að vera með draslið mitt í vösunum; símann, lyklana og veskið. Þetta er passlega lítil taska fyrir slíkt smádót en hún rúmar líka stærri hluti eins og bækur.“ Litla græna taskan hans Sigga hefur fylgt honum lengi og ber þess merki, hún er þó nokkuð veðruð og þegar hann snýr henni við kemur í ljós þýsk áletrun, nokkuð vafasöm. „Ég er kurteis maður og vil ekki ögra umhverfinu um of, svo ég sný þessari hlið ekki að fólki,“ segir Siggi sem nælt hefur merki framan á töskuna góðu með meinlausari texta: „Love is ... holding on to what you’ve got.“ Sigurður Töskur til skiptanna Pétur og Ragnar JÓNATAN hafði brugðið sér í bæinn ásamt öðrum hunda- eigendum með tíkina sína hana Söru og ekki laust við að hundgá hafi borist frá þeim fríða flokki. Jónatan var með litla tösku hangandi á öxlinni og sagði tilvist hennar fyrst og fremst helgast af tilvist Söru. „Ég er með ýmislegt í henni sem fylgir Söru, hundanammi og annað slíkt. En ég geymi líka símann minn, veskið og annað smálegt í henni.“ Taska fyrir hund Jónatan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.