Morgunblaðið - 27.06.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 27.06.2003, Blaðsíða 5
a Austurvelli voru nokkuð ánægðir með töskurnar sínar en þó misjafnlega vilj- ugir að segja frá bakgrunni þeirra og innihaldi. Eftir að hafa fengið að heyra ólíkustu sögur um töskur karlmanna má ljóst vera að taska er ekki bara taska. með nar stinsdóttir og öll og fengu þeir báru. khk@mbl.is DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 2003 B 5 GÍSLI var með sportlega tösku á bakinu enda fer hann allra sinna ferða innanbæjar á hjólafáknum sínum og verður því að hafa tösku. „Þetta kemur allt til af nauðsyn, ég myndi ekki nenna að vera með tösku á bakinu nema af því að ég þarf þess,“ segir Gísli en honum fylgja reyndar tvær töskur: Ein á bakinu og önnur sem hangir á hjólinu. „Í þessari sem ég er með á bak- inu hef ég hrein föt til skiptanna, naríur, bol og sokka, af því ég fer í sund á hverjum degi. Í henni geymi ég líka veskið mitt, suðu- súkkulaði og ýmsa persónulega muni. Í stóru hliðartöskunni hef ég sundföt, handklæði og regnföt,“ segir Gísli sem hjólar um 150-200 km á viku. Suðusúkkulaði og nærföt Gísli GUNNAR sat utandyra á kaffihúsi yfir góðum bolla og hafði með- ferðis Hard-Rock-tösku sem er komin langt að. „Þessi taska kem- ur frá Bangkok og er mjög merki- legt eintak, ekki af því að hún sé svo dýr og vönduð sem hún er sannarlega ekki, heldur af því að mér þykir sérstaklega vænt um hana. Ég fékk þessa tösku gefins frá vinkonu minni þegar ég var í Bangkok og ég hef ekki skilið hana við mig það ár sem liðið er frá því ég fékk hana,“ segir Gunnar og bætir við að taskan nýtist til margra hluta; hann noti hana líka sem skólatösku. Innihald töskunnar þennan dag- inn sagði hann vera atvinnuleynd- armál en upplýsti þó að í henni væru ýmis verkfæri og reikningar „en ég er ekki handrukkari“ tók hann fram til öryggis. Gunnar sagðist eiga fleiri töskur og vand- aðri en engin þeirra tæki Bang- kok-töskunni fram í persónulegum gæðum. JÓN KÁRI hafði brugðið sér í bæinn á línuskautum og var með litla tösku á bakinu sem hann sagði fremur vera bakpoka en tösku. Hann var ekki sérlega hrif- inn af því að vera settur í flokk töskumanna og tók skýrt fram að hann „væri ekki einhver Joey í Friends“. „Ég er bara með þessa tösku þegar ég fer eitthvað á línu- skautunum því ég þarf að hafa með mér aukaföt ef veðrið breyt- ist. Mér finnst líka þægilegt að hafa símann minn í litla hólfinu framan á axlarólinni.“ Jón Kári hafði rennt sér á línu- skautunum á bókasafnið og ætlaði að kíkja á mannlífið í miðbænum í leiðinni. „Ég tróð því aukapeysu í töskuna ef mér yrði kalt og svo stakk ég líka einum bjór með til að sötra í góða veðrinu.“ Nauðsynleg með línu- skautum Alla leið frá Bangkok Gunnar „Íslenskir karlmenn eru sko alls engar gungur.“ Stuðmenn Jón Kári Acidophilus H á g æ ð a fra m le ið sla A ll ta f ó d ýr ir Fyrir meltingu og maga FRÁ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.