Morgunblaðið - 27.06.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 27.06.2003, Blaðsíða 7
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 2003 B 7 MARGRÉT Rósa Gríms-dóttir er sérfræð-ingur í barnatann-lækningum og fær því oft til sín erfið börn eða mjög ung, sem eru ekki dús við tannsa. Löngu hefur verið aflagt að þvinga börn með hörðu upp í tann- læknastólinn og er það vel, enda er tannlæknahræðsla margra full- orðinna sprottin af slæmum minn- ingum þar sem þeim var sem börn- um jafnvel haldið á meðan gert var við og tárin streymdu allan tímann. Nú er öldin blessunarlega önnur og ýmsum vænni ráðum beitt til að fá börn með góðu í stól- inn. Margrét Rósa keypti fyrir nokkrum árum svokölluð sjón- varpsgleraugu í Bandaríkjunum. Þau eru sett á barnið í tann- læknastólnum og þar horfir það á kvikmynd á meðan tannlæknirinn sinnir sínu starfi í munninum. „Þetta hefur mælst rosalega vel fyrir. Krökk- unum finnst frábært að vídeóleigan hér á stofunni skuli opnuð sérstaklega fyrir þá og þeir fái að velja sér mynd sem þá langar til að sjá. Við erum með ágætt úrval af teikni- myndum en foreldrarnir verða að gefa samþykki sitt ef börnin velja Harry Potter-myndirnar því þær eru dálítið svakalegar.“ Unglingarnir vilja líka Margrét Rósa er alsæl með þetta hjálpartæki og sama er að segja um starfsfólk hennar. „Síðan gleraugun komu til sög- unnar heyrum við ekki lengur spurninguna sem gjarnan glumdi hér í eyr- um: „Er þetta ekki að verða búið?“ og auk þess eru krakkarnir miklu kyrrari í stólnum og vinnufriðurinn því meiri fyrir okkur. Fyrst í stað notaði ég gleraugun aðallega þegar ég var með krakka í viðgerðum sem taka stundum dálítinn tíma, en nú er ég farin að nota þau miklu meira. Ég tek þau líka upp þegar ég er með krakka í einfaldri skoðun, því þeir eru miklu viljugri til að koma aft- ur ef það er gaman í fyrsta skipt- ið.“ Margrét Rósa játar að það hafi tekið þó nokkurn tíma að aðlagast því að vinna í munni barna sem voru með gleraugun á andlitinu því óneitanlega taka þau sitt pláss og eru svolítið fyrir. „En ég læt þetta ekki hindra mig í starfi því ávinningurinn er mikill og auðvit- að skiptir mestu að krakkarnir séu sáttir. Ég vorkenni mér ekkert að aðlagast þessu og núna finnst mér þetta ekkert mál. Ég hef meira að segja boðið stóru börn- unum sem eru í tannréttingum hjá mér að skella „brillunum“ á nefið, sérstaklega þegar ég er að líma festingar fyrir teina á tennurnar því það tekur svo langan tíma og þau eru mjög ánægð með bíóið.“ Glaðloft reynst vel Margir foreldrar þeirra barna sem koma á tannlæknastofuna hjá Margréti Rósu spyrja hvort ekki sé boðið upp á svona gleraugu fyr- ir fullorðna. „Ég get ekki svarað því þar sem mínir viðskiptavinir eru allir börn og unglingar, en ég efast ekki um að það myndi mæl- ast vel fyrir hjá þeim sem sinna þeim fullorðnu að gefa þeim kost á þessu,“ segir Margrét Rósa sem býður börnum líka glaðloft ef þau eru mjög kvíðin og hrædd svo þau nái fullkominni slökun. Hún segir þó nokkuð um að tannlæknar hér á landi bjóði upp á glaðloft en veit aðeins um þrjá auk hennar sem eiga sjónvarpsgleraugu. Með til- koma sjónvarpsgleraugnanna góðu verður heimsókn til tann- læknisins skemmtileg og því má gera ráð fyrir að þeim fækki enn frekar sem óttast fátt meira en að gapa fyrir tannsa. Ekki eru öll börn fús til þess að gapa upp á gátt fyrir tannlækna. Kristín Heiða Kristinsdóttir leit inn á stofu þar sem tannlæknir býður börn- um í bíó á meðan tennur þeirra eru lagaðar. Morgunblaðið/Sverrir Ekkert mál að láta laga tennurnar þegar hægt er að horfa á bíó á meðan. Í bíó hjá tannlækni Allir sáttir að lokinni viðgerð. Brimrún brosir breitt í stólnum og að baki henni sitja ekki síður kátar þær Margrét Rósa tannlæknir í rauðu og Ester Davíðsdóttir tann- tæknir í grænu. khk@mbl.is Svolítið eins og á geimstöð! Brim- rún Óskarsdóttir 6 ára valdi sér mynd með Línu langsokk, enda stelpan sú í miklu uppáhaldi. Brúð- an Lína fékk að koma með til tann- læknis. Blaðið Ingólfur sagði að sýningin væri fróðleg fyrir þá sem aldrei hefðu séð slíkar myndir eða farið til útlanda. Sagt var að margar mynd- anna væru góðar en sumar slæmar, til dæmis mynd af járnbraut, hún væri gömul og farin að gulna og „við hana vantar öll hljóð, vagnskrölt og blástur“. Í bréfi frá Reykjavík sem birt var í blaðinu Bjarka á Seyðisfirði var sagt að aðsókn að sýningunum hefði verið mikil, kvöld eftir kvöld, en ástæða þótti til að útskýra að lifandi myndir væru „þannig að hreyfingar allar sjást sem menn og skepnur hafa gert meðan þær voru fyrir myndavélinni“. Alls staðar þar sem kvikmyndirn- ar voru sýndar var miðaverðið hið sama: Betri sæti 1 króna, lakari sæti 75 aurar og barnasæti 50 og 25 aurar. Tímakaup verkafólks var þá um 25 aurar. Sýningarnar í Reykjavík stóðu að minnsta kosti til 3. ágúst og sex dög- um síðar fóru „myndasýningamenn- irnir Hallseth og Fernander áleiðis til útlanda“ með póstgufuskipinu Ceres, að því er fram kom í Ísafold. Í öllum skrifum um heimsókn Fernanders og Hallseth til Íslands sumarið 1903 er talað um lifandi myndir, en orðið kvikmynd mun ekki hafa birst á prenti fyrr en tæpum áratug síðar. Næstu tvö árin voru stopular sýn- ingar á kvikmyndum í Reykjavík en fyrsta kvikmynda- húsið, Reykjavíkur Biograftheater, tók til starfa í Fjala- kettinum við Aðal- stræti í nóvember 1906. Þegar annað kvikmyndahús var opnað sex árum síðar var það nefnt Nýja bíó en hið eldra Gamla bíó. Fyrstu áratugir aldarinnar voru tími þöglu mynd- anna en sýningar talmynda hófust hér haustið 1930. Kvikmyndahúsunum hefur fjölgað og þau hafa staðið af sér miklar þjóð- félagsbreytingar. Nú eru sex kvik- myndahús á höfuðborgarvæðinu og salirnir meira en tuttugu. Auk þess eru sýningarsalir á nokkrum öðrum stöðum á landinu. Andvirði seldra að- göngumiða er á annan milljarð króna á ári. Hver Íslendingur fer í kvik- myndahús að meðaltali fimm til sex sinnum á ári, sem er mun oftar en tíðkast í nálægum löndum. Það má því segja að landsmenn hafi tileinkað sér þá menningar- strauma sem hingað bárust fyrir réttum hundrað árum. Myndir frá Búastríðinu, sem stóð frá 1899 til 1902, voru meðal þess sem sýnt var á fyrstu kvikmyndasýningu á Íslandi fyrir einni öld. Barðastórir hattar voru einkenni hermanna Búa. ’’„…þannig að hreyfingar all- ar sjást sem menn og skepn- ur hafa gert meðan þær voru fyrir myndavélinni“. ‘‘ hafa hann til hliðsjónar þegar ætl- unin er að léttast og koma á insúl- ínjafnvægi. Í þessari bók eru einnig gefnar uppskriftir, en samkvæmt þremur forskriftum fyrir þrjú stig. Byrjað er á hraðferð; mataræði sem t.d. lækk- ar insúlínstigið og gerir blóðsykur- stigið stöðugt, kemur í veg fyrir ákafa matarlöngun, eykur einbeit- ingu, hjálpar líkamanum að brenna fitu og kemur þyngdinni í lag. Mat- aræðið samkvæmt þessari forskrift er í hlutföllunum 50% hágæðapró- tein, 20% kolvetni og 30% holl fita. Innan tveggja sólarhringa byrjar líkaminn að brenna eigin fitu sem eldsneyti, ástand sem nefnist ketós- is. Annað stigið nefnist „Á réttri leið“ og það þriðja „Að renna ekki aftur á bak“. Lax með ansjósum og rósmarín-salsa Handa 1 Kolvetni 5 g Fita 33 g Prótín 30,4 g 150 g laxflak Ansjósu- og rósmarínsalsa 1 msk. rósmarín 6 ansjósuflök safi úr 1 sítrónu 75 g olífuolía eða blanda ólífu- og hörfræolíu Meðlæti 150 snittubaunir 1 hvítlauksrif, marið salt og pipar 1. Búið fyrst til salsa. Steytið rósmarín í mortéli. Bætið ansjósun- um í og steytið í mauk. Bætið sítr- ónusafa hægt út í og síðan olíunni. 2. Penslið grillpönnu með ólífuolíu. Setjið laxinn á pönnuna með roðhlið- ina niður og látið stikna við háan hita í 1–2 mínút- ur, en lækkið þá hitann niður í miðlung. 3. Á meðan látið þið baunirnar í lítinn pott með um 2,5 sm lagi af sjóðandi vatni, hvítlauk og ögn af salti. Setjið lokið á pottinn og látið sjóða í 3–4 mín- útur við miðlungs hita. 4. Þegar laxinn virðist næstum steiktur í gegn þá snúið honum varlega við og látið stikna í 1 mínútu í viðbót. 5. Takið lokið af baununum og lát- ið sjóða við háan hita þar til vökvinn hefur gufað upp. 6. Berið fram með því að hrauka baunum á disk, setjið laxinn ofan á með roðhliðina upp, dreypið sósunni yfir og berið fram. Lax með ansjósum og rósmarín-salsa. Acidophilus H á g æ ð a fra m le ið sla A ll ta f ó d ýr ir Fyrir meltingu og maga FRÁ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.