Morgunblaðið - 29.06.2003, Page 1

Morgunblaðið - 29.06.2003, Page 1
STOFNAÐ 1913 . TBL. 91. ÁRG. SUNNUDAGUR 29. JÚNÍ 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is OG ALLA SUNNUDAGA Í SUMAR Fyrir- myndarfólk Níu ungmenni hlutu nem- endaverðlaun í Reykjavík 12–14 Rannsóknir í Reykholti Sóknarkirkja grafin upp í fyrsta sinn Listir 26 Afar SKE- mmtilegt Hljómsveitin Ske vermdi gest- um í Hróarskeldu Fólk 50 MOHAMMED al-Hindi, leiðtogi Ísl- amsks Jihad, herskárra samtaka Palestínumanna, lýsti því yfir í gær að samtökin hefðu fallizt á að stöðva árásir á Ísraela í þrjá mánuði. Eru þetta fyrstu opinberu ummæli eins af leiðtogum herskárra Palestínu- manna um vopnahléð sem vonazt er til að verði til þess að hinn svonefndi Vegvísir til friðar í Mið-Austurlönd- um komist til framkvæmda. Samkvæmt vopnahléssamkomu- laginu, sem náðist á föstudag, heita herskáir Palestínumenn því að efna ekki til árása á ísraelska borgara í þrjá mánuði gegn því að Ísraelar dragi herlið sitt til baka frá Gaza- svæðinu og Betlehem á Vesturbakk- anum. Þá kváðu Ísraelar einnig hafa heitið því að hætta að elta uppi og myrða forystumenn úr röðum her- skárra Palestínumanna. Talsmenn Íslamska Jihad og Hamas-samtak- anna höfðu sett það sem skilyrði fyr- ir aðild að vopnahléinu að Ísraelar hættu þessum árásum. Al-Hindi sagði að fulltrúar Ísl- amska Jihad, Hamas og Fatah- hreyfingar Yassers Arafats myndu sitja á rökstólum allan laugardaginn til að komast að endanlegu sam- komulagi um orðalag vopnahlésyfir- lýsingarinnar. Staðfesta vopnahlé Jerúsalem, Gaza-borg. AP. TÍU vikum eftir að Bandaríkjamenn náðu völdum í Írak vantar enn mikið upp á að innri stoðir samfélagsins virki sem skyldi. Orku- skortur þjakar íbúana og er stór hluti höf- uðborgarinnar, Bagdad, án rafmagns hvern dag, nokkra tíma í senn; þrátt fyrir að unnið sé að því að bæta ástandið. Þá þurfa íbúar oft að bíða lengi í biðröð á bensínstöðvum borg- arinnar en mikið vantar upp á að eldsneyt- isþörf almennings sé uppfyllt. Fulltrúar hernámsþjóðanna, Bandaríkj- anna og Bretlands, benda á að jákvæð áhrif þess að búið er að hrekja Saddam Hussein frá völdum skapi vandamál í sjálfu sér; þ.e. þeir segja nú merki um að almenningur í Írak nýti sér langþráð frelsi sitt til að kaupa inn ýmis tæki og tól sem áður voru ófáanleg eða seld með háum álögum, s.s. loftræstingar- búnað og annað þess háttar, en þetta valdi því á hinn bóginn að aukin eftirspurn er eftir tak- markaðri raforkunni. Eftir því hefur verið tekið að misindismenn hafa undanfarnar vikur ítrekað gert olíu- leiðslurnar í Írak að skotmarki sínu. Hafa Bandaríkjamenn því ákveðið að fjölga um helming vopnuðum vörðum við olíuleiðslurn- ar. Þær eru hins vegar meira en 7.000 km langar í heildina og því býsna auðvelt skot- mark og nánast ógerlegt að gæta þeirra alls staðar. Undanfarnar vikur hafa leiðslurnar verið sprengdar upp á nokkrum stöðum og segja embættismenn ekki endilega víst að um andstæðinga veru Bandaríkjahers í landinu sé að ræða. Hugsanlega hafi verið að verki þjófar sem teldu að þeir gætu komist undan með olíu með því að gera gat á leiðslurnar. Morgunblaðið/Þorkell Skortur á raforku og eldsneyti skapar vanda  Írak/B1 Bensínsala úr bílskotti. Svartamarkaðs- brask með eldsneyti blómstrar í Bagdad. LÍTILL munur var á meðaltali skólanna á samræmdum prófum 10. bekkjar í vor. Sigurgrímur Skúlason, sviðsstjóri samræmdra prófa hjá Námsmatsstofnun, segir að örfáir skólar skeri sig úr en eitt megineinkenna íslenska mennta- kerfisins sé hversu lítill munur sé á námsárangri milli skóla. Sigurgrímur segir að víða er- lendis sé munurinn milli skóla mikill. Þar þekkist það til dæmis að raðað sé í skóla eftir getu og að fjárframlög til skólanna ráðist af fasteignagjöldum í skólahverfum. Um 95% nemenda þreyttu próf í íslensku og stærðfræði sem er stærðfræði. Hlíðaskóli kom næst- ur með einkunnina 6,8 í íslensku og 6,2 í stærðfræði. Þriðji hæsti skólinn í íslensku var Hagaskóli, með 6,4 en í stærðfræði voru þriðju hæstu skólarnir Snælands- skóli og Álftamýrarskóli með 6,1 í einkunn. Verstu útkomuna hlaut Barnaskóli Vestmannaeyja en meðaltalseinkunn í íslensku var 3,2 og meðaltalseinkunn í stærð- fræði 2,8. Sigurgrímur segir að utanaðkomandi aðstæður skýri muninn milli skóla að stórum hluta. „Í þeim skólum sem koma verst út gæti verið hátt hlutfall af nemendum sem hafa lítinn áhuga. Það er líka spurning hvort góðu skólarnir séu af einhverjum ástæðum að fá inn meira af góð- um nemendum,“ segir Sigurgrím- ur. skilyrði fyrir að komast inn á bók- námsbrautir í framhaldsskólum. Í þeim fögum fengu nemendur í Landakotsskóla bestu niðurstöð- urnar, 6,9 í íslensku en 7,0 í UPPI eru hugmyndir um að byggja upp gestastofu í þjóðgarðinum í Jökulsárgljúfrum og kalla Gljúfrastofu, og vonast Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir þjóðgarðsvörður til að draumurinn verði að veruleika innan fárra pomp og prakt í garðinum í gær. Er hug- myndin að Gljúfrastofa verði gestastofa og upplýsingamiðstöð um þjóðgarðinn. ára. Stefnt er að því að breyta gömlum úti- húsum við bæinn Ásbyrgi í mynni byrgisins í þessu skyni. Þrjátíu ár eru um þessar mundir síðan þjóðgarðurinn í Jökulsárgljúfrum var stofnaður og átti að halda upp á það með Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Vilja breyta útihúsunum við Ásbyrgi í gestastofu  Þjóðgarður í þrjátíu ár/18 STÚLKUR stóðu sig betur en piltar í stærðfræði og ensku á samræmdu prófunum í vor í fyrsta skipti í langan tíma. Með- aleinkunn þeirra í stærðfræði var 5,2 en 4,8 hjá piltum. Í ensku fengu stúlkur 5,1 en piltar 4,7. Stúlkur stóðu sig einnig betur í heildina auk þess sem hærra hlutfall þeirra þreytti prófin og segir Sigurgrímur Skúlason muninn milli kynjanna vissulega áhyggjuefni. „En þrátt fyrir þetta forskot ganga piltarnir oft út úr menntakerfinu með meiri menntun en stúlkurnar.“ Stúlkur hærri í stærðfræði og ensku Lítill munur milli skóla í samræmdum prófum tíunda bekkjar Landakotsskólinn með bestu útkomuna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.